Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF Hugsanleg skýring var sú að að mikil streita eða álag veiki ónæmiskerfið. Vitað er að allt hormónakerfið fer af stað þegar fólk verður fyrir áfalli. Maður hreinlega finnur líkamleg viðbrögð, líkaminn eykur fram- leiðslu á ýmsum hormónum. Þetta er með- fædd aðlögunarháefni líkamans. Ef maður skynjar hættuástand þá framkallar líkaminn aukaorku. Þegar farið var að athuga áhrif langvarandi streitu, þ.e.a.s. þegar maður er undir álagi mánuðum eða jafnvel árum saman og vinnur ekki úr erfiðleikunum sem sköpuðu streituna í upphafi, vakna spurn- ingar um áhrif þess á ónæmiskerfið. I síku ástandi er líkaminn stöðugt að framleiða hormónana, sem hjálpa manni að bregðast við hættuástandi. Við spurðum okkur hvort ekki væri hugsanlegt að langvarandi „hættuástand" sem líkaminn væri kominn í gæti haft skaðleg áhrif“ Vinnusnap á íslandi og krabbameinsrannsóknir Eftir að Heiðdís lauk doktorsnámi, varði hún einu ári í svokallaðaðar póst-doktors rannsóknir við Stony Brook háskólann, með leiðbeinanda sínum Arthur Stone. Þá sneri hún við blaðinu og fór heim til íslands. - Varla þó í fyrsta skipti sem þú hélst til íslands eftir að þú fórst í framhaldsnám? „Nei, nei“, segir Heiðdís og hlær við. „Eftir fyrstu jólin mín hér í Bandaríkjunum hef ég farið til íslands um hver einustu jól! Ég var á íslandi I eitt ár. Hafði alltaf verið með heimþrá og hélt að annað hvort yrði svo yndislegt og gaman að ég gæti ekki hugsað mér að fara til baka eða að það yrði svo hræðilegt að ég gæti ekki hugsað mér að búa þar. En hvorugt gerð- ist. Það eru í raun og veru ákveðnir hlutir sem ég fæ á íslandi sem ég ekki fæ hér, þeir eru þá frekar félagslegir, mér líður betur á íslandi. Hins vegar eru atvinnu- möguleikar fyrir mig mjög takmarkaðir. Hér er ég í rannsóknum sem eru mjög dýr- ar og ekki kostur á að framkvæma þær á íslandi. Ég fékk líka svolítið á tilfinninguna að rannsóknir á íslandi væru eitthvað sem fólk stundaði eftir fimm, í aukavinnu, þegar fólk er búið að skila af sér annari vinnu. Á íslandi var ég bara eins og hver annar ís- lendingur í alls konar vinnum. Var skólasál- fræðingur og kenndi í Háskóla íslands og hitt og þetta til að ná endum saman. Vann meira segja á ferðaskrifstofu! Það var mjög gaman að prófa eitthvað annað.“ - Þú kemur svo aftur til Bandaríkjanna og færð vinnu hér við mjög virtan krabba- meinsspítala Sloan Kettering í New York borg. Hvernig stóð á því? „Ég hafði verið í samstarfi við þá áður en ég fór til íslands. Krabbameinsrannsókn- ir heilluðu mig. Hafði ekki áður unnið með veikt fólk en fannst þetta spennandi. Sam- kvæmt rannsóknum þá eru allir með krabbameinsfrumur en ónæmiskerfið þekkir. þær og drepur þær. Ef ónæmiskerfið veik- ist hins vegar þá byija þessar frumur að skipta sér og halda áfram að skipta sér og þar með myndast krabbamein. Þegar ónæmiskerfið hefur ekki undan - Hvað veldur því að ónæmiskerfið hætt- ir að þekkja þessar krabbameinsfrumur? „Það hættir ekkert að þekkja þær,“ seg- ir Heiðdís. „Þær fara bara að skipta sér svo hratt að ónæmiskerfið ræður ekki við að drepa þær. Krabbamein stafar af skekkju sem verður við frumuskiptingu. Frumurnar eru alltaf að skipta sér og í raun er alveg merkilegt að ekki skuli vera meira um krabbamein. Þegar krabbamein myndast er einhver „gölluð" fruma sem byijar að skipta sér og fjölgar sér mjög hratt. Það er ein- kenni á krabbameinsfrumum að þær skipta sér mjög hratt. Ónæmiskerfið þekkir allar ókunnar frumur og ræðst á þær og drepur þær. En í krabbameini er skiptingin svo hröð að ónæmiskerfið eða náttúrulegu drápsfrumurnar í ónæmiskerfinu, hafa ekki undan.“ - Nú eru krabbameinsrannsóknir vítt svið ekki satt? „Jú, aðaláhugi minn á þessum rannsókn- um liggur í að kanna tíðni krabbameins innan fjölskyldna. Það er vitað að aðstand- endur krabbameinssjúklinga hafa að meðal- tali færri náttúrulegar drápsfrumur í ónæm- iskerfinu. Þetta fólk er oft búið að vera undir miklu álagi, vegna ástvinar sem þjáðst hefur af krabbameini. í sumum fjölskyldum er krabbamein gegnumgangandi. Það eru til dæmis margar konur sem horft hafa upp á mæður sínar, frænkur og systur þjást og deyja úr bijóstakrabbameini. Það vakti upp spurningar hjá mér hvort ónæmiskerfi þess- ara ættingja væri veikara vegna álagsins sem það hefur verið undir eða hvort skýring- anna væri að leita í erfðum. Ég kem inn í rannsóknirnar á Sloan Kettering til að kanna hvort hugsanlegt væri að krabba- mein stafaði af andlegu álagi eða erfðum. Aðalviðfangsefni mín eru konur sem eru aðstandendur krababmeinssjúklinga. Ég er að kanna streitu og ónæmissvörun og það hversu oft þær fara í bijóstaskoðun og myndatöku.“ Heiðdís segir að konur í fjölskyldum þar sem tíðni krabbameins hefur verið mikil, komi oft ekki í bijóstaskoðun vegna ótta við að þær greinist með krabbamein. Hún segir að þær séu hræddar um að ef þær greinist með krabbamein verði sjúkdóms- saga þeirra nákvæmlega eins og mæðra þeirra sem þær horfðu upp á fara í gegnum meðferð, kveljast og lokum deýja. „Sálarónæmisfræðin hefur leitt í ljós að þessar konur hafa færri náttúrlegar dráps- frumur heldur en aðrar konur og hjá þeim er vanlíðan og ótti við að fá krabbamein tíðari. Það sem við erum að kanna núna er hvort ástæðan sé sú að þær séu undir meira andlegu álagi eða hvort orsakanna sé að leita annars staðar. Með öðrum orðum hvort þetta lága hlutfall náttúrlegra dráps- fruma sé meðfætt eða stafi af andlegu álagi sem aftur veikir ónæmiskerfið.“ Heiðdís hefur nýhafið rannsóknir í sálar- ónæmisfræði á konum og öðrum sem þegar hafa greinst með krabbamein. Hún segir ljóst að geislameðferð veiki ónæmiskerfið. Hins vegar séu viðbrögð fólks við krabba- meini og meðferð mjög mismunandi. „Sumar konur virðast taka þessu með stóískri ró aðrar sýna mikil streitueinkenni. Við erum því að rannsaka hvort ónæmis- svörun hjá síðari hópnum sé minni en hjá þeim fyrri. Ef svo er, er þá líklegra að þeim konum sé hættara við sýkingu annars stað- ar í líkamanum, sem oft á tíðum getur dreg- ið til dauða. Allar þessar rannsóknir eru langtímarannsóknir og því bæði tímafrekar og kostnaðarsamar." Höfundur er mannfræðingur við doktorsnám í Bandaríkjunum. Erfðir Og brjóstakrabbamem HEIÐDÍS hefur tekið þátt í rannsóknum á tengslum erfða og brjóstakrabbameins, en hún segir að nýverið hafi uppgötvast brjósta- krabbameinsgen (BRCAl og BRCA2) og það sé hægt að finna. Rannsóknin felst m.a. í að kanna hvaða konur fara í slíkt próf og hvaða andlegu og líkamlegu áhrif það hefur á þær. Komið hefur í ljós að fylgni milli þessa bijósta- krabbameinsgens og þess að fá bijóstakrabba- mein er mjög mikil, eða yfir níutíu prósent. Her- dís segir þó að sárafáar konur séu með þetta gen, en hins vegar sé áhyggjuefni að fari kon- ur í prófið og genið finnst ekki þá haldi margar að þær geti alls ekki fengið bijósta- krabbamein. Sú ályktun segir Heiðdís að sé því miður röng. „I Bandaríkjunum fær ein af hveijum níu kon- um brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni en það er álitið að ein- ungis 5-10 prósent allra bij óstakrabbameinstil- fella megi rekja til þess- ara gena, sem er í raun mjög lítill hluti. Ef marg- ar konur í sömu fjöl- skyldunni hafa fengið bijóstakrabbamein til- tölulega ungar er ekki ósennilegt að um erfða- fræðilegar skýringar geti verið að ræða. Hins vegar er mikilvægt að benda á að einnar orsak- ar skýringar eru nyög varhugaverðar. Flesir sjúkdómar að krabba- meini meðtöldu orsakast af fleiri en einum þætti.“ Heiðdís segir áhrif þessara genauppgötvana hafi að sumu leyti verið fremur dapurleg. Sumar konur sem greinst hafa með genið, en höfðu ekki fengið krabbamein létu taka af sér bæði bijóstin í þeirri von að útiloka möguleikana á krabba- meini. Heiðdís segir að ekki sé hægt að útloka neitt í þessu sambandi. Andlega þættinum hefur lítið verið sinnt „Við höfum lag^t áherslu á að konur fari reglulega í bijóstaskoð- un, því nú er hægt að greina krabbamein á injög miklu byijunar- stigi, fremur en að fara í svona draskískar að- gerðir á unga aldri. Áður en koniir fara í erfða- fræðileg próf er lögð mikil áhersla á að upp- lýsa þær um alla líkam- lega fleti á brjósta- krabbameini. Hins vegar hefur andlega þættinum verið lítið sinnt. Við vilj- um leggja miklu meiri áherslu á þann þátt og áhrif hans á konurnar. Prófið sem slíkt er mjög streituvaldandi og oft sem konur ákveða undir þessu álagi að láta taka af sér bæði brjóstin. ^ Þarna stjórnast þær oft- ar en ekki af ótta.“ Herdís segir að slík próf séu enn ekki opin almenningi og einstakl- ingarnir verði að til- heyra ákveðnum rann- sóknarhópi. Þess sé þó ekki langt að bíða að hægt verði að fram- kvæma þau á öllum spí- tölum. Þær rannsóknir sem Heiðdís stundar miða meðal annars að því að finna lausnir til að undirbúa heiminn undir þessa nýju tækni og þekkingu. „Þannig getum við hjálpað þeim konum sem koma til með að fara í þessi próf að bregðast við á sem skyn- samlegastan hátt. Prófin vekja líka upp fjölda spurninga. Hvað um fjöl- skylduna? Hvað ef kona greinist með þetta gen, hvernig áhrif hefur það á hvort hún ákveður að eignast barn eða ekki. Erfðafræðileg próf af þessu tagi vekja upp ótal djúpstæðar siðferðilegar spumingar, sem em afar erfiðar. Erfðafræðileg þekking vex mjög hratt en siðferðilega emm við ekki nægilega undirbúin til að mæta henni.“ Misjafnt eftir stéttum og menningarhópum Dreifingu á tíðni krabbameins milli stétta og menningarhópa inn- an Bandaríkjanna segir Heiðdís vera misjafna. Líkurnar á að svartar konur fái brjóstakrabba- mein séu minni en hvítra kvenna. Hins vegar séu svartar konur líklegri til að deyja af völdum sjúk- dómsins. „Skýringin felst trúlega fremur í félags- og efnahagsleg- um þáttum en líffræði- legum. Svartar konur konur leita sér oft ekki lækninga fyrr en krabbameinið er komið á mjög hátt stig og því ekki hægt að lækna það. Við erum að hefja rann- sókn á svörtum konum í Harlem og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim. Einn- ig hefur komið í Ijós að meðal gyðinga er bijóstakrabbamein tíð- ara en meðal annara menningarhópa. Fram að þessu hef ég aðallega rannsakað hástéttakon- ur, enda er spítalinn sem ég vinn á mjög dýr og ekki nema á færi þeirra sem eiga mikla peninga að sækja þangað. Þetta þýðir að ekki er hægt að setja fram alhæfingar um allar konur á grund- velli þessara ransókna. Almennt er vitað að þær konur sem byrja snemma á blæðingum en eignast barn seint eru líklegri til að fá bijósta- krabba og því eru menn- takonur í áhættuhópi því þær eignast yfirleitt seint börn. Við vitum líka að greinilegur mun- ur er á milli menningar- hópa og samfélaga í heiminum." áhrif á ónæmiskerfið vann ég dokt- orsverkefni þar sem ég notaði til- raunastreitu. Rannsóknin fólst í því að ég fékk hóp nemenda sem ég skipti í tvennt. Annan hópinn stressaði ég, notaði alls konar verk- efni, sem voru andlega erfið, til að kalla fram álagsástand. Hinn hóp- urinn hvíldi sig á meðan. Síðan tók ég blóðmælingar bæði fyrir og eftir af báðum hópunum. Hjá hópnum, sem var stressaður, kom fram minnkun í ónæmissvöruninni eftir að hann hafði verið stressaður. Hjá hinum hópnum var hins vegar eng- in breyting. Þetta voru einar fyrstu rannsóknir sem sýndu fram á að andlegt álag eitt og sér getur veikt ónæmiskerfið. Þegar öllum hinum þáttunum er líka bætt við, þ.e minni svefni, meiri kaffidrykkju o.s.frv. þá minnkar mótstaða ónæmiskerf- isins enn frekar. Núna er fjöldi rannsókna sem sýnir fram á tengsl þarna á milli og það er þó nokkuð vel staðfest að streita og mikið álag getur veikt ónæmiskerfið. Þó er ekki enn vitað hvort þessi veiking á ónæmiskerfinu er nægilega mikil til að fólk veikist. Margir vísinda- menn draga tengslin í efa. Innan læknisfræðinnar eru margir sem halda því fram að sambandið milli þessara þátta, þ.e., andlegs ástands og líkamlegs sé hverfandi." Heiðdís segir að rannsóknir sínar séu á mörkum læknisfræði og fé- lagsvísinda og nái inn á svið margra greina. Hún segist nálgast þær frá sálfræðinni, sem síðan tengist horm- óna- og innkirtlafræðum, ónæmis- fræði og öðrum greinum innan lækn- isfræðinnar. „Ég þarf því alltaf að vinna í samstarfi með ónæmisfræð- ingi og taugasérfræðingi. Það hefur oft verið bæði skemmtilegt en líka stundum erfitt. Við komum frá mis- munandi skólum og oft skapast skemmtilegar deilur um hvernig eigi að leysa vandamálin". ■ Ný sending af hörfatnaði r Laugavegi 17 (bakhús), s. 562 7810. Sendum í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.