Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ P9P ATLAIMTA ’96 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 999 ATLANTA ’96 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 C 7 Atlantal996 ■ FORRÁÐAMENN Ólympíuleik- anna í Atlanta binda vonir við það að ná að selja í kringum 6 milljónir miða á hinar ýmsu keppnisgreinar leikanna ■ LANGFLESTAR keppnisgrein- amar á Ólympíuleikunum munu fara fram í ólympíuborginni sjálfri, Atlanta, en auk þess verður keppt í þremur nálægum borgum í Georgíu- fylki, Columbus, Athens og Sa- vannah, og í bænum Ocoee River í Tennessee. ■ ÞAR að auki verður einnig keppt í knattspymu í fjórum öðrum borgum en þær em Birmingham í Alabama, Miami og Orlando í Flórída og höf- uðborgin sjáif, Washington D.C. ■ UM það bil 3.700 konur munu taka þátt á leikunum í Atlanta og er það mesti fjöldi kvenna á Ólymp- íuleikum í sögunni. Þátttaka kvenna hefur aukist um 32 prósent frá því í Barcelona fyrir fjórum árum og er hægt að skýra þessa mikiu aukningu að hluta til með tilkomu knattspymu og hafnabolta kvenna en nú er keppt í þessum greinum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. ■ TALIÐ er að rúmlega 3,5 milljarð- ar manna, um tveir þriðju _ hlutar mannkyns, muni fylgjast með Ólymp- iuleikunum í sjónvarpi næstu tvær og hálfa vikuna og munu þar örugg- lega alhr fínna eitthvað við sitt hæfi. ■ FJÖLMÖRG ný íþróttamannvirki voru reist í Atlanta í tengslum við Ólympíuleikana og er þeirra stærst hinn glæsilegi ólympíuleikvangur, sem tekur um 85.000 manns í sæti. Hann mun að sjálfsögðu standa áfram að leikunum loknum og verður þá breytt í 45.000 manna hafnaboltaleik- vang, hinn nýja heimavöll Atlanta Braves. Capobianco féll á lyfjaprófi ÁSTRALSKI spretthlauparínn Dean Capobianco verður ekki meðal keppenda á Ólympíu- leikunum. Hann féll á lyfja- prófi sem tekið var í Hollandi í lok maí, en niðurstöðurnar voru kunngjörðar í gær. Hlauparinn fótfrái segjst sak- laus og vonast til að leiðrétting fáist áður en kemur að honum á hlaupabrautinni. Fleiri falla TVEIR júdómenn frá íran hafa verið dregnir út úr keppninni í Atlanta þar sem þeir hefðu fallið á lyfjaprófi og um leið var tilkynnt að lyftingamaður hefði einnig fallið á prófinu og yrði ekki með. Verjurnar vin- sælar ÍÞRÓTTAFÓLKIÐ getur feng- ið ókeypis aðstoð hjá læknum og læknirinn S. Boyd Eaton, sem hefur umsjón með lækn- amiðstöðinni í ólympiuþorpinu segir að verjur sem íþrótta- fólkið geti fengið án endur- gjalds renni út eins og heitar lummur. Miklu erfidara að ná langt nú en 1984 Vernharð segist hafa heyrt fólk gera sér vonir um góðan árangur hans vegna bronsverðlauna Bjarna Friðrikssonar 1984, en segir leikana nú og þá ekki sambærilega Vernharð dróst gegn Kóreumann- inum Min-Soo Kim, heims- meistara unglinga 1994, í fyrstu umferð júdókeppninnar á morgun, en þeir eru í flokki 95 kg og léttari. Kim er 1,84 m, Vernharð 1,92 m. „Ég hef séð hann keppa. Bjarni (Frið- riksson) tapaði fyrir honum á einu A-mótanna í vetur, í Múnchen. Hann er þekktur fyrir ruddaskap, til dæm- is að reka höfuðið „óvart“ í höfuð mótherjans,“ sagði Vernharð. „Hann er aðeins minni en ég, saman rekinn náungi. Þetta verður þrumuglíma - ég vona bara að hann reki sig „óvart“ í mig því þá tjúllast ég.“ Vernharð sagði það gjaman fara í taugar keppenda frá Asíu ef illa gengi framan af, „þannig að ég verð að vera öruggur í byijun. Verð að taka fyrstu tvær mínúturnar (af fimm) rólega og lauma svo einhveiju inn. Ég er strax með ákveðin atriði í huga.“ Vernharð segir Kóreumanninn verða mjög erfiðan. „Ég hefði alveg m Atlantal996 JUDOKEPPNIN Júdó, sem hefur þróast upp úr Ju-Jitsu, varð ólympíugrein 1964. íþróttin byggist á styrk, jafnvægi og tækni. Keppendur reyna að koma hver öðrum í gólfið með kastbrögðum eða fastatökum. / \ VÖLLURINN Keppendur geta skorað stig þó þeir standi á hættusvæðinu. Dómarinn Hajime Glíma getur hafist en þó ekki fyrr en keppendur hafa heilsast með því að hneigja sig. Ippon Fullnaðarsigur. Keppandi hefur náð fullkomnu kastbragði eða heldur andstæð- ingi í fastatkai í 30 sek. 10 stig Yuko Dómari gefur fimm stig Búningur keppenda Waza-ari Dómari gefur sjö stig Koka Dómari gefur þrjú stig Búningur júdómanna samanstendur af hvítum eða föl- hvítum jakka og síðum buxum. Beltisem er vafið tvöfalt um mittið. Belti er —-— vafið / tvöfalt ' um mittið. Júdóbrögð Meira en 40 mismunandi þrögð eru i iimm flokkum sem samanstanda m.a. af mjaðmakasti, fót- og handtækni, armlás, hengingu, fórn og samæfðri tækni. Stig eru gefin fyrir köst og hversu lengi keppandi nær að halda andstæðingnum í fastataki. Harai-Goshi (mjaðmakast) Ippon-Seon-Nage (axlarkast) * r ^ REUTERS ÓLYMPÍUMEISTARAR 1992 §§ | - f. WSKSBB^ Fluguvigt KARLAR (-60kg) N Gusseinov (Rússlandl) Konur (-48kg) C Nowak (Frakklandi) Fjaðurvigt (60-S5kg) R Sampalo (Brasilfu) (48-52kg) A M Martinez (Spáni) Léttvigt (65-71kg) T Koga (Japan) (52-56kg) M B Soto (Spáni) Léttmillivigt (71-78kg) H Yoshida (Japan) (5 6-61kg) C Fleury (Frakklandi) Millivigt (78-86kg) W Legien (Póllandi) (61-66kg) O Reve(Kúbu) Léttþungavigt (86-95kg) A Kovacs (Ungverjalandi) (66-72kg) K Mi-Jung (Suður-Kóreu) Þungavigt (+95kg) D Khakhaleishvili (Rússlandi) (+72kg) Z Xiaoyan (Kína) getað hugsað mér ainhvern léttari í byijun því þetta er mjög sterkur strákur. En fjandinn hafi það! Ég er á Ólympíuleikum, því má búast við að keppa við þá sterkustu og þessi er óneitanlega einn af þeim. En ég hef engar áhyggjur, verð bara að mæta vel stemmdur og þá kemur hinn gæinn þessu máli lítið við.“ Akureyringurinn, sem verður 23 ára 1. ágúst, segir aðbúnað í ólymp- íuþorpinu mjög góðan, og aðalmálið fyrir hann sé að finna tíma til að „siappa af“ því svo mikið sé boðið upp á af afþreyingu að hætta sé á að menn gleymi sér við hana. „Mér væri sama þó Ólympíuleikar væru allt árið. Þetta er algjör draumastað- ur; húsakynnin, maturinri og afþrey- ingin til fyrirmyndar og fólkið gerir allt sem það getur til að stjana við mann.“ Hann sagði mikilvægt að geta sest einhvers staðar einn í ró og næði og íhugað það sem framund- an er. „Maður þarf að ná sér ein- hvern veginn niður á jörðina í þessum herlegheitum. Þýðir ekkert að hlaupa um allt eins og kanína og leika sér. Hér þarf að haga sér eins og atvinnu- maður. Og ef ég vinn, þá vinn ég með stæl en ef ég tapa, þá tapa ég með stæ!.“ Síðast þegar Ólympíuleikar voru haldnir í Bandaríkjunum, í Los Ange- les 1984, vann Bjarni Friðriksson bronsverðlaun í þessum sama ■flokki. Skyldi það hafa áhrif á Vern- harð nú eða þær væntingar sem fólk gerir til hans? „Ég hef orðið svolítið var við það, já, að fólk hefur verið að bera þetta sam- an. Brons í Los Angeles og brons hér. Að hægt sé að setja eitthvert samasem merki þarna á milli. En fólk verður að átta sig á að 1984 var Bjarni að keppa á öðrum Ólymp- íuleikum sínum og var 27 ára gam- all, og þá var júdóið á allt öðru og lakara gæðaplani en það er í dag. Og þar fyrir utan vantaði nánast allar Austur-Evrópuþjóðirnar á leik- ana þá. Leikarnir nú eru því einfald- lega ekki sambærilegir við leikana 1984 og miklu erfiðara að ná svo langt núna. Enginn mótmælir því. En það þýðir ekkert að væla yfir þessu, heldur taka því sem að hönd- um ber.“ Vernharð hafði ekki hugsað sér að fá að vita fyrr en á sunnudags- morgun hver yrði mótheiji hans í fyrstu glímunni, en var ánægður með að hafa heyrt það, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann á fimmtu- dagskvöld. „Ég hélt ég yrði mjög stressaður ef ég þyrfti að hugsa um andstæðinginn lengi, en þetta er allt í lagi. Ég geri mér grein fyrir því að ég hefði getað dregist gegn hveij- um sem er og það þýðir ekkert ann- að en að vera jákvæður. Ég á alltaf jafna möguleika og aðrir - kannski aðeins meiri fyrst ég er íslendingur. Við mætum oft til keppni sem minni máttar og kannski er búist við litlu. En ef ég kem jafn vel eða betur undirbúinn en andstæðingurinn get- ur allt gerst.“ Margir snjallir júdómenn eru í flokki með Vernharð. Sigurstrang- legastur er talinn Pólveijinn Nastula og ekki að ósekju. Hann er núver- andi heimsmeistari og Evrópumeist- ari síðustu þrjú ár. Hefur reyndar ekki tapað glímu á þeim tíma. Frakk- inn Traineau, sem Bjarni tapaði fyr- ir í fyrstu glímu á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir fjórum árum, er einnig meðal keppenda, svo og Bras- ilíumaðurinn Aurelio Miguel, sem varð Ólympíumeistari í Kóreu 1988. Hann varð frægur fyrir þau gullverð- Vernharð mætir Kóreumanninum Min-Soo Kim Vernharð Þorleifsson tekur nú þátt í Ólympíu- leikum í fyrsta skipti og er eini íslenski júdómað- urinn á leikunum. Skapti Hallgrímsson spjallaði við hann í Atl- anta um keppnina og væntingar fólks vegna árangurs Bjarna Frið- rikssonar síðast þegar ólympíuleikar fóru fram í Bandaríkjunum. laun, en þau fékk hann án þess að skora eitt einasta stig alla keppnina! Hann sótti stanslaust að mótheijum sínum, þannig að andstæðingurinn fékk alltaf refsistig fyrir að sækja ekki og sigraði hvern á fætur öðrum með þeim hætti, m.a. Bjarna. Þá er ógetið Rússans Sergejevs, sem verður væntanlega andstæðingur Vernharðs eða Kóreumannsins í annarri umferð. „Ef ég tapa fyrstu glí- munni heid ég að ég komist ekki lengra í keppninni. Held að Kóreubúinn myndi tapa fyr- ir Rússanum því hann er mjög erfið- ur, og þar af leiðandi fengi ég ekki uppreisnarglímu. Það er auðvitað hægt að spá svona í spilin endalaust en kannski hefur það engan tilgang; hér geta allir tapað og allir geta unnið," sagði Vernharð Þorleifsson. Sæmi rokk á Marriott SÆMUNDUR Pálsson, lögreglumaður á Selljarnarnesi, er einn þeirra íslensku lögreglumanna sem starfa að öryggisgæslu á leik- unum. Sæmundur hefur verið staðsettur á Marriott hótelinu sem öryggisvörður og var einmitt á næturvakt aðfaranótt föstudags- ins. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, kom til Atlanta í gærkvöldi og Sæmi var því einn þeirra sem pössuðu upp á forsetann fyrstu nótt hans í Atlanta. FERÐALAG OLYMPIUELDSINS Meira en 10.000 hlauparar munu sjáu um að hlaupa með ólympíueldinn á leið hans frá Los Angeles til ólympíuleikvangsins í Atlanta þar sem eldur- inn var notaður til að setja 26. Ólympíuleikana. Aldrei í sögu leikanna hafa jafn margir séð um að koma eldinum á leiðarenda og aldrei hefur verið farið eins langt með hann, en þessi siður var tekinn upp árið 1936. Flogið með eldinn til Bandaríkjanna þann 26. apríl. Sérmáluð McDonnell Douglas MD—11 flugvél var notuð til að flytja eldinn frá Aþenu til Los Angeles. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson VERNHARÐ Þorleifsson á frjálsíþróttamótinu í Marrletta í vikunni, þar sem Pétur Guðmundsson reyndi við ólympíulágmark. í tilefni þessarar myndar bað Vernharð fyrir kveðju til Kristins Kristinssonar frænda síns, Stinna. Nú sæi frændinn nefnilega að Vernharð hefði fengið sólgleraugun hans „lánuð“ áður en hann hélt utan. „Ég verð að gera þetta því hann sér auðvitað gleraugun þegar myndin birtist!" Vésteinn jafnar metið Kringlukastarinn Vésteinn Haf- steinsson er nú meðal þátttak- enda á Qórðu Ólympíuleikunum í röð og jafnar þar með metin við Bjarna Á. Friðriksson, júdómann, og Guð- mund Gíslason sundmann. Þeir hafa einnig tekið þátt í fjórum leikum. Vésteinn keppti fyrst árið 1984 í Los Angeles, síðan í Seoul 1988 og var einnig með á síðustu leikum, í Barcelona árið 1992. Bjarni var með í Moskvu 1980, Los Angeles 1984, þar sem hann hlaut bronsverðlaun. Þá var hann einnig með í Seoul og í Barcelona. Hann gerði tilraun til að öðlast keppnisrétt á þessum leik- um en mistókst. Guðmundur Gíslason var á meðal keppenda í sundi í Róm 1960, aftur í Tókýó 1964, í Mexíkó 1962. Hann varð fyrstur íslendinga til að keppa á fernum leikum er hann stakk sér til sunds á leikunum í Múnchen árið 1972. Fjórir íslenskir íþróttamenn hafa verið með á þrennum leikum. Val- björn Þorláksson tugþrautarmaður var með 1960,1964 og 1968. Sigurð- ur Einarson, spjótkastari, keppti 1984, 1988, 1992 og á enn mögu- leika að vera með nú og bætast þá í flokk með Bjama, Guðmundi og Vésteini. Hann keppir á morgun og þá kemur í ljós hvort hann öðlast keppnisrétt nú eður ei. Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, var á meðal keppenda árið 1984, 1988 og 1992. Líkt og Bjarni reyndi hann að komast í hóp keppenda að þessu sinni en tókst ekki. Fjórði og síðasti íþróttamaðurinn er Jakob Sig- urðsson, handknattleiksmaður. Jakob lék með handknattleikslandsliðinu á Ólympíuleikunum árin 1984, 1988 og 1992. Bílstjóri Júlíusar og Ara 1/4 íslendingur FORMENN og ritarar ólympíunefnda allra þátttökuþjóða í Atlanta hafa afnot af bifreið, aðstoðarmanni og bflstjóra meðan á leikunum stendur. Júlíus Hafstein, formaður Óí er auðvitað engin undantekning og geta má til gamans að bílstjóri Júlíusar á ættir að rekja til íslands; hann heitir John Kristján Cagle. Móðurafi hans er ítalskur en amman íslensk, Alda Kristjánsdóttir úr Njarðvíkum, nú búsett í Norður-Karolínu. Móðir Johns, Peggy Cagle, bjó á Islandi með foreldrum sínum, þar sem faðir hennar var í bandaríska varnarliðinu á Miðnesheiði en Peggy flutti vestur um haf um tvítugt, að sögn Johns. Björn þurfti að taka leigubíl BJÖRN Bjarnason, menntamálaráð- herra, kom til Atlanta í fyrrakvöld til að vera viðstaddur fyrstu helgi leikanna. Til stóð að JúIíusHafstein, formaður ólympíunefndar íslands, tæki á móti ráð- herranum á flugvellinum en vegna mik- illar umferðar komst bílstjóri Júlíusar ekki tímanlega á völlinn. Rekja má þetta til þess að umferðin kringum flugvöllinn er meiri en áður, sem stafar af því að umferð er ekki hleypt eins nálægt flug- stöðvarbyggingunni og áður. Gripið var til þeirra ráðstafana í kjölfar flugslyssins hræðilega við JFK flugvöllinn í New York í fyrradag. Vegna þessa varð Björn ráðherra að grípa til þess ráðs að taka leigubíl á Marriott Marques hótelið þar sem for- ráðamenn ólympíuhreyfingar heimsins og gestir þeirra gista þessa dagana. Gísli mættur SÍÐUSTU fulltrúar islensku ólympíu- hreyfingarinnar komu til Atlanta í fyrra- dag. Það voru Ari Bergmann Einarsson, ritari ólympíunefndar íslands og eigin- kona hans, ásamt Gísla Halldórssyni, heiðursformanni Óí, og syni hans, Leif. Gísli er hér í boði ólympíunefnda Norður- ianda, sem færðu honum ferðina að gjöf er hann varð áttræður. OLYMPIULEIKAR 1100 AR 100 ár eru liðin síðan fyrstu ólympíuleikar nútímans voru haldnir á Panathenian-leikvanginum í Aþenu 1896. Þá var keppt í 43 greinum, en nú eru greinarnar 271 talsins. i | iT | ni | (V | v I VI | VII | VIII | IX I x | Xi | XII | xiii | 1896 Aþena GRIKKLANDI 1900 París FRAKKLANDI 1904 St. Louis BANDA- RÍKJUNUM 1908 London BRETLANDI 1912 Stockhólmur SVÍÞJÓÐ 1916 Berlín ÞÝSKALANDI (Aflýst) 1920 Antwerpen BELGÍU 1924 París FRAKKLANDI 1928 Amsterdam HOLLANDI 1932 Los Angeles BANDA- RÍKJUNUM 1936 Bertín ÞÝSKALANDI 1940 Tokyo, JAPAN Helsinki, FINNL. (Aflýst) 1944 London BRETLANDI (Aflýst) Útbúnaður, þjálfun og tækni hefur breyst gríðarlega frá því á I eikunum í Aþenu fyrir 100 árum. AÞENA1896 ATLANTA1996 Þátttökuþjóðir: 13 Þátttökuþjóðir: 197 íþróttir: 9 íþróttir: 26 íþróttagreinar: 43 íþróttagreinar: 271 Keppendur: 311 Keppendur: 10,000 Áhorfendasvæði: 55-65,000 Áhorfendasvæði: 85,000 Ólympiuleikvangurinn (Atlanta í Bandaríkjunum) lll AtlanUtttt Panathenian- leikvangurinn var byggður af Herodesi árið 130 og siðan endurbyggður fyrirleikana 1896. Panathen- leikvangurinn (Aþenu i Grikkandi) XIV | XV | XVI I mmi | xviíi I XIX I xx | XXI | XX'I I XXII! | xxTv'l XXV | xxýij 1948 London BRETLANDI 1952 Helsinki FINNLANDI 1956 Melbourne ÁSTRALlU 1960 Róm ÍTALÍU 1964 Tókýó JAPAN 1968 Mexiko City MEXIKO 1972 Múnchen ÞÝSKALANDI 1976 Montreal KANADA 1980 Moskvu SOVÉT- 1984 Los Angeles BANDA- 1988 Seoul S-KÓREU 1992 Barcelona SPÁNI 1996 Atlanta BANDA- RÍKJUNUM RÍKJUNUM RIKJUNUM 1,5 milljónir manna til Atlanta FORRÁÐAMENN Ólympíuleik- anna í Atlanta eiga von á því að samtals um 1,5 milljón manna muni sækja borgina heim meðan á leikunum stendur og eru þeir taldir munu dvelja þar í að með- altali fimm daga. Þá er talið að hver maður muni eyða í fæði, húsnæði, skemmtanir o.s.frv. að meðaltali um 11.000 íslenskra króna á dag og ættu því veitingahúsaeigend- ur, hótelstjórar og verslunarfólk varla að gráta næstu sautján dagana. Japanir fjöl- mennastir YFIRVÖLD í Atlanta telja að Japanir verði fjölmennastir þeirra gesta sem heimsækja borgina á meðan Ólympíuleik- arnir standa yfir. Hótel í Atlanta hafa fengið fólk sem talar ýmis tungumál sér til aðstoðar en að- eins 24,4% þeirra tala japönsku þannig að óvíst er að allir skilji Japanina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.