Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 C 11 URSLIT Knattspyrna 1. deild kvenna ÍA-ÍBV.............................2:0 Áslaug Ákadóttir 2. ÍBA - Afturelding..................1:2 Katrín María Hjartardóttir - Brynja Kristj- ándóttir, Anna H. Hilmarsdóttir. Stjarnan - KR......................0:4 - Edda Garðarsdóttir 2, Hrefna Jóhannes- dóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Valur - Breiðablik.................0:4 Stojanka Nikolic 2, Ásthildur Helgadóttir, Helga Ósk Hannesdóttir. 3. deild: Dalvík-Ægir........................3:1 Jón Örvar Eiríksson 2, Heiðmar Vilhjálmur Felixson - Þórarinn Jóhannsson. Höttur-Víðir.......................1:2 Veigur Sveinsson - Hlynur Jóhannsson, Steinar Ingimundarson 4. deild A: KSÁÁ - Framheijar..................3:3 - Ómar Smárason, Kári Hrafnkelsson, Ein- ar Gíslason. GG-HB..............................4:2 Afturelding - Njarðvík.............2:4 4. deild B: Skautafél. Rvk. - Ármann..........1:12 4. deild C: KS-Kormákur........................7:0 Magni - SM.........................2:4 Tindastóll - Hvöt..................5:1 Óli Þór Magnússon 2, Sverrir Hákonarson, Guðbrandur Guðbrandsson, Helgi Már Þórðarson - Kristján Blöndal. 4. deild V: Ernir í. - Bolungarvik............1:10 Bolungarvík - Geislinn............10:2 Golf Opna breska meistaramótið Staðan eftir tvo hringi: 134 Paul McGinley (Bretl.) 69 65, Tom Lehman (Bandar.) 67 67 135 Jack Nicklaus (Bandar.) 69 66, Peter Hedblom (Svíþjóð) 70 65, Ernie Els (S-Afríku) 68 67 136 Vijay Singh (Fiji) 69 67, Corey Pavin (Bandar.) 70 66, Nick Faldo (Bretl.) 68 68, Mark McCumber (Bandar.) 67 69, Padraig Harrington (Irlandi) 68 68, Mark O’Meara (Bandar.) 67 69, Loren Roberts (Bandar.) 67 69 137 Mark Brooks (Bandar.) 67 70, Fred Couples (Bandar.) 67 70, Paul Broad- hurst (Bretl.) 65 72 138 Shigeki Maruyama (Japan) 68 70, Darren Clarke (Bretl.) 70 68, Carl Mason (Bretl.) 68 70, David Gilford (Bretl.) 71 67, Mark James (Bretl.) 70 68, Hidemichi Tanaka (Japan) 67 71 139 Jim Furyk (Bandar.) 68 71, Peter Mitc- hell (Bretl.) 71 68, Rocco Mediate (Bandar.) 69 70, Bradley Hughes (Ástr- alíu) 70 69, Jeff Maggert (Bandar.) 69 70, Greg Norman (Astralíu) 71 68, Michael Welch (Bretl.) 71 68 140 Scott Simpson (Bandar.) 71 69, Mark Calcavecchia (Bandar.) 72 68, Mark McNulty (Zimbabe) 69 71, Alexander Cejka (Þýskal.) 73 67, Sandy Lyle (Bretl.) 71 69, Brad Faxon (Bretl.) 67 73 ■ Paul McGinley McGinley jafnaði vallar- metið í gær og höggi á eftir honutn kom gamla kempan, Jack Nicklaus, sem hefur aldrei byijað eins vel á mótinu í þau 36 ár sem hann hefur tekið þátt. McGinley lék á 65 höggum og átti góða möguleika á að slá metið því hann átti aðeins eftir 1,5 metra á síðustu holu, en púttið brást honum að þessu sinni. Hjólreiöar Frakklandskeppnin 19. áfangi - 226,5 km - frá Hendaye til Bordeaux á föstudag: 1. F.Moncassin (Frakkl.) GAN.5.25,11 2. Erik Zabel (Þýskal.) Telekom 3. Fabio Baldato (Ítalíu) Technogym 4. D. Abdoiyaparov (Úsbekistan) Refin 5. Mariano Piccoli (Ítalíu) Brescialat 6. Simone Biasci (Italíu) SAECO 7. Ivan Cerioli (Ítalíu) Gewiss 8. Andrei Tchmil (Úkraínu) Lotto 9. Andrea Ferrigato (Ítalíu) Roslotto 10. Thierry Gouvenou (Fra.) Aubervilliers 11. Frankie Andreu (Bandar.) Motorola 12. Prudencio Indurain (Spáni) Banesto 13. Bruno Boscardin (Italíu) Festina 14. Francois Simon (Frakkl.) GAN 15. Jeroen Blijlevens (Holl.) TVM 16. Alessandro Baronti (ítalfu) Panaria 17. Scott Sunderland (Ástraliu) Lotto 18. Federico Echave (Spáni) Mapei 19. Marcello Siboni (Ítalíu) Carrera 20. Laurent Brochard (Frakkl.) Festina ■Allir á sama tíma og Moncassin. Heildarstaðan eftir 19 áfanga: 1. Bjarne Riis (Danm.) Telekom ...91.08,43 2. Jan Ullrich (Þýskal.) Telekom 3,59 mín. á eftir 3. Richard Virenque (Fra.) Festina..4,25 4. Laurent Dufaux (Sviss) Festina...5,52 5. P. Luttenberger (Aust.) Carrera..6,19 6. Fernando Escartin (Spáni) Kelme....7,23 7. Piotr Ugrumov (Lettl.) Roslotto..7,48 8. Luc Leblanc (Frakkl.) Polti......8,01 9. Abraham Olano (Spáni) Mapei......11,12 i 10. Tony Rominger (Sviss) Mapei..........11,24 11. Miguel Indurain (Spáni) Banesto...l5,36 12. Pat Jonker (Ástralíu) ONCE......17,39 13. Bo Hamburger (Danm.) TVM........19,18 14. Leonardo Piepoii (Ítalíu) Refin.19,31 15. Alberto Elli (Italíu) Technogym.20,46 16. M. F. Gines (Spáni) Mapei.......21,37 17. Udo Bolts (Þýskal.) Telekom.....23,05 18. Michele Bartoli (ít.) Teehnogym ....30,37 19. Laurent Brochard (Fra.) Festina ...31,32 20. Yevgeny Berzin (Rússl.) Gewiss ....37,22 KIMATTSPYRNA Bikarmeistarar KR fara til Eyia Annarrar deildar lið Þórs á Ak- ureyri var fyrsta liðið af fjór- um sem veitt var upp úr pottinum í gær þegar dregið var til undanúr- slita í karlafiokki í bikarkeppni KSÍ. Andstæðingar þeirra á Akur- eyraiyelli verða íslandsmeistarar IA. I hinum leik umferðarinnar mætast bikarmeistarar KR og ÍBV í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn 28. júlí og hefjast klukkan 19. „Þór er hugsanlega þægilegri mótherji en annaðhvort ÍBV eða KR, en það hefur sýnt sig að liðið er til alls líklegt í bikarkeppninni," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. „Við förum í þennan leik af fullri varúð, en við ætlum okkur áfram.“ Er KR-Iiðið óskalið í úrslitum? „Það er undir KR-ingum komið, en við ætlum okkur í úrslitaleikinn.“ Lúkas Kostic þjálfari KR var sáttur við að dragast gegn ÍBV en sagðist hafa kosið heimaleik. „Okk- ur gekk vel á móti þeim í deildinni nýlega en þetta er önnur keppni og aðrar forsendur. Margir af mín- um strákum hafa verið í úrslitum tvö síðastliðin ár og vilja gjarnan vera þar þriðja árið. En ég get lof- að hörkuleik því þarna mætast tvö hörkulið sem ekkert munu gefa eft- ir,“ sagði Lúkas. „Það má kannski segja að þetta hafi verið það versta sem gat fyrir okkur komið að dragast gegn KR því við töpuðum illa fyrir þeim á dögunum," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari ÍBV. „Það er skýrt að ef við ætlum að leggja KR í þessum leik verðum við að bæta margt hjá okkur sem miður fór í þeim leik. Takist það verður allt í lagi svo fremi sem KR leikur ekki enn betur en þá. Óskaliðið var Þór, en það voru aðrir sem fengu þá.“ Einnig var í gær dregið í undan- úrslitum í bikarkeppni kvenna og þar drógust Islandsmeistarar Breiðabliks gegn ÍA og fá Blika- stúlkur heimaleik. í hinum leiknum tekur Stjarnan á móti bikarmeistur- um Vals í Garðabæ. Kvennaleikirn- ir fara fram fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 18.30. Blikastúlk- urenn ósigraðar Valsstúlkur tóku á móti Blika- stúlkum í gærkvöld og biðu lægri hlut, en Blikar skoruðu alls fjögur mörk gegn engu marki Vals. Leikurinn var tíðindalítill fyrsta stundarfjórðunginn en þá tóku Blikastúlkur við sér og skoraði Stojanka Nikolic fyrsta mark þeirra á 20. mínútu. Þremur mín- útum síðar skoraði Ásthildur Helgadóttir úr vítaspyrnu. A 28. mínútu skoruðu Blikar þriðja mark sitt og var þar Helga Ósk Hannesdóttir að verki er hún fékk stungusendingu og skoraði framhjá Birnu í Valsmarkinu. í leikhléi var staðan því 3:0, Blikum í hag. Blikastúlkur voru miklu sterkari aðilinn í síðari hálfleik og bætti Stojanka Nikolic einu marki við áður en flautað var til leiksloka, en hún lék á Birnu í marki Vals og renndi boltanum í netið. HELGA Ósk Hannesdóttir fagnar þriðja marki Bllka í leik gegn Valsstúlkum að Hlíðarenda í gærkvöldi. Háspennuleikur í vesturbænum KR-ingartaka á móti íslandsmeisturunum frá Akranesi Eg vona svo sannarlega og hef trú á að leikur KR og ÍA eigi eftir að verða spennandi leikur, líflegri heldur en deildarkeppnin hefur boðið upp á að undanförnu," sagði Logi Ólafsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, þegar Morgunblaðið bað hann að spá í spilin í sambandi við viðureign toppliðanna, sem fer fram á KR- vellinum á morgun kl. 17.30. KR-liðið hefur verið að leika vel og það eru miklar væntingar gerð- ar til liðsins, Skagaliðið hafa verið á mikilli uppleið að undanförnu. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir liðin, staða KR verður vænleg ef leikmenn liðsins fagna sigri. Þegar liðin léku í fyrra í vestur- bænum var leikurinn mjög skemmtilegur og lokatölur 3:2 fyr- ir KR. ÍA leikur án tveggja góðra leikmanna, sem eru í leikbanni - Ólafs Adolfssonar og Mihajlo Bi- bercic. Það á ekki að koma að sök, þar sem leikmannahópur Skagamanna er breiður. Steinar Adolfsson mun halda uppi merki bróður síns og Kári Steinn Reynis- son fer að öllum líkindum í stöðu Bibercic. Undiraldan er mikil fyrir leik- inn. Guðjón Þórðarson var þjálfari KR í fyrra og þá léku með liðinu Steinar og Bibercic. Spennan hefur lengi verið að- alóvinur KR-liðsins, sem hefur oft fallið ofan í „spennugryfju" á viss- um tímamótum, sem hefur verið um þessar mundir, um mitt keppnistímabil. Spurningin er; tekst KR-ingum að forða sér frá að falla ofan í þá gryfju. Þeir eru með reynt lið, eins og Skagamenn. Þetta verður háspennuleikur,“ sagði Logi. KSÍ fær 11 milljónir KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að hækka greiðslur tií þeirra félaga sem komast í úrslit í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktið. Um leið var tilkynnt að 50 aðildarþjóðir sambands- ins fengju hver um 11 miljjón- ir króna í sinn hlut, en það er hagnaður UEF A af Meist- aradeildinni. Meðal þeirra sem fá þennan glaðning er Knattspymusamband Islands. Knattspyrna Laugardagur: Intertotokeppnin: Keflavík: Keflavík - FC Kaupm.höfn ..16.30 3. deild: Sandgerði: Reynir - Þróttur N.........14 4. deild: Isafiörður: BÍ-Geislinn...............14 Helgafellsv.: Smástund - Víkingur Ó..14 Akranes: Bruni-TBR....................16 Höfn: Sindri - KVA...................„14 2. deild kvenna: Höfn: Sindri - KVA....................17 Vopnafj.: Einheiji - Höttur...........17 Sunnudagur: 1. deild karla: KR-völlur: KR-ÍA...................17.30 Fylkisvöllur: Fylkir-Valur.......... 20 Grindavík: Grindavík - Leiftur........20 Kópavogur: Breiðablik - Stjaman.......20 2. deild karla: Borgarnes: Skallagr. - Völsungur......18 Mánudagur: 4. deild karla: Laugardalur: Léttir - KSÁÁ............20 Helgafellsv.:Framheijar - GG..........20 Hvolsvöllur: HB-UMFA..................20 Njarðvík: Njarðvík - lH...............20 BÍönduós: Hvöt - Magni................20 Melar, Hörgárdal: SM - Neisti.........20 Frjálsíþróttir Akureyrarmaraþonið verður i dag sem er jafnframt Islandsmeistaramót í hálfmara- þoni. Einnig er keppt í skemmtiskokki og 10 km hlaupi. Ræst er af stað klukkan 12. Golf Landsmótið í golfi hefst í dag í Vestmanna- eyjum með keppni í 2. flokki kvenna og 3. flokki karla og á mánudaginn hefja kylf- ingar f 2. flokki karla leik. Rehhage til Kaisers- lautern TALSMENN þýska knatt- spyrnufélagsins Kaiserslaut- ern, sem féll i 2. deild á liðnu tímabili, tilky nntu i gær að Otto Rehhagel hefði verið ráðinn þjálfari. Rehhagel er sigursælasti félagsþjálfari í Þýskalandi undanfarinn ára- tug. Hann var þjálfari Werd- er Bremen í 14 ár og varð liðið tvisvar Þýskaiands- meistari undir hans sljórn og Evrópumeistari bikarhafa 1992. í fyrra tók hann við stjórninni hjá Bayern Miinchen en var rekinn áður en tímabilinu lauk. Rehhagel, lék með liðinu á árum áður. „Ætlum að stríða þeim dönsku“ KEFLVÍKINGAR taka á móti danska liðinu FC Kaupmanna- hðfn i síðasta leik sínum í Intertoto-keppninni í knatt- spyrnu í Keflavík í dag. Kaup- mannahafnarliðið er um þess- ar mundir á toppi 3. riðils keppninnar ásamt „Islend- ingafélaginu" Örebro frá Svi- þjóð en Keflvíkingar verma hins vegar botnsætið með ein- ungis eitt stig eftir jafntefli gegn slóvenska liðinu Maribor Branik á dögunum. Kjartan Másson, þjálfari Keflvikinga, er þó hvergi smeykur fyrir leikinn og hef- ur fulla trú á að sínir menn muni ná að velgja Dönunum undir uggum. JEg sá þessa dönsku stráka á æfingu um daginn og þetta er án efa mjög gott lið en samt sem áður er enginn kviði í mér og við munum leikatil sigurs. Ég á von á hörkuviðureign því þetta er ny ög þýðingar- mikill leikur fyrir þá en við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman af leiknum og reyna eftir fremsta megni að stríða þeim dönsku,“ sagði Kjartan. ISLANDSMOTIÐ I TENNIS '96 verður haldið 12.-18. ágúst. Keppt verður í öllum aldursflokkum. Skráning er hafin á völlum Þróttar, Víkings, TFK og í Tennishöllinni. Skráningu lýkur 4. ágúst. Mótanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.