Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ 999 ATUMMTA '96 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 Brassar án ólympíugulls NÚ eru tvö ár síðan Brasilíu- menn sigruðu á heimsmeist- aramótinu íknattspyrnu í Bandaríkjunum. Þeir eru nú komnir aftur á kunnar slóðir með það fyrir augum að verða ólympíumeistarar, en það hef- ur þeim aldrei tekist. Vinsælasta íþrótt heims leikur aðeins aukahlutverk á Ólymp- íuleikunum í Atlanta en mikilvægi hennar má siður en svo vanmeta. Knattspyrnan mun laða flesta áhorfendur að sér af öllum 26 Ólympíugreinunum. Næstum allir miðarnir á 32 leiki keppninnar hafa verið seldir, en þeir eru um 2,4 milljónir talsins. Þótt undarlegt megi virðast fer enginn þessara leikja fram í Atlanta. Leikirnir fara fram í borginni Athens í nágrenni við Atlanta, Orlando, Birmingham í Alabama, Miami og Washington. Stjörnu- leikmenn Búist er við miklum áhorfendafjölda á alla leikina og tejja sumir knatt- spyrnukeppni Ólympíuleikanna yera beint framhald af HM ’94, en fyrstu leikir heijast í dag. „Velgengni HM ’94 skipti miklu máli,“ sagði Sondra Cress, umsjón- armaður skipulagsmála knatt- spymukeppninnar á leikunum. „Það hefur aldrei áður verið eins mikill áhorfendafjöldi á HM og í Banda- ríkjunum ’94 og leiddi það til þess bandaríska knatt- spymudeildin var stofnuð." Hún seg- ir að nú sé knatt- spymukeppni Ólympíuleikanna orðin að stökk- palli fyrir unga og efnilega atvinnu- menn. Alþjóða knattspyrnusambandið reynir að viðhalda mikilvægi heims- meistarakeppninnar og setja þess vegna aldurstakmark á leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum, en leikmennirnir mega aðeins vera 23 ára og yngri. Þó er nú leyfilegt að nota þijá eldri leikmenn. Mario Zagallo mun þjálfa lið Bras- ilíu á Ólympíuleikunum, „Ef til vill höfum við aldrei tekið Ólympíuleik- ana nógu alvarlega. Það mun ekki gerast í þetta skiptið. Okkur nægir ekki að vera aðeins heimsmeistarar, heldur viljum við einnig vera Ólymp- íumeistarar á sama tíma,“ sagði Zagallo. Fjölmiðlar í Brasilíu hafa einblínt nær eingöngu á knatt- spymukeppni leik- anna. Brasilíu- menn fengu silfur- verðlaun í Los Angeles ’84 eftir úrslitaleik við Frakka og töpuðu í úrslitaleik gegn Sovétríkjunum í Seoul 1988. Ef þeim tekst að sigra á leikunum í ár verða þeir fyrsta liðið sem er samtímis heims- og ólympíumeistari síðan ítölum tókst það á íjórða áratugnum. Kvennaknattspyma er á dagskrá leikanna í fyrsta sinn og munu átta lið taka þátt að þessu sinni. Keppni fer fram í tveimur riðlum. í A-riðli leika Bandaríkjamenn, Danir, Svíar og Kínveijar. B-riðil skipa heims- meistarar Norðmanna ásamt Bras- ilíu, Þýskalandi og Japan. KIMATTSPYRNA Konur spyrna knetti í fyrsta sinn á OL BEBETO og félagar hans í landsllðl Brasllíu munu reyna að vlnna sltt fyrsta ólympíugull í Atlanta. HtUtcl „Draumaliðið" á blaðamannafundi BANDARÍSKA körfuknattleikslandsllðið „Draumaliðlð" mœttl á blaðamannafund í Atlanta í gœr, en liðlð mœtlr Argentínu í fyrsta leik sínum í kvöld. Fremrl röð frá vinstrl: Mltch Richmond, Scottie Pippen, David Roblnson, Lenny Wilkens, þjálfari, Anfernee Hardaway, Grant Hill og Charles Barcley. Efri röð frá vinstrl (við borðið): Hakeem Olajuwon, Gary Payton, Shaqullle O’Neal, John Stockton, Karl Malone og Reggl Mlller. Slagurinn um silfrid BRASILÍUMENN, með þijá leik- menn úr heimsmeistaraliðinu frá Bandaríkjunum 1994 - Bebeto, Flamingo, Aldair, Roma, og Ri- valdo, La Coruna, eru sigurstrang- legastir í knattspyrnukeppninni á ÓL. Brasilíumenn léku vel þegar þeir unnu heimsliðið í New Jersey um sl. helgi, 2:1. „Ég sé ekki annað en Brasilíumenn hafí mikla mögu- leika á að tryggja sér gullið í Atl- anta. Þeir hafa léttleikandi leik- menn, sem eru frábærir með knött- inn,“ sagði Richard Möller Neilson, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, sem stjómaði heimsliðinu. „Brasilíu- menn leika mjög góðan vamarleik, leikmenn em fljótir og þeir leika mjög vel saman.“ Fyrir utan heimsmeistarana þijá em í hópnum Ronaldo, sem Barcelona keypti frá Eindhoven á 1,6 milljarða ísl. kr. á dögunum, Giovanni Silva og Barcelona. Sextán þjóðir taka þátt í ÓL, en leikið er í fjóium riðlum í sex borgum; Birm- ingbam, Washington, Orlando, Miarni, Athens og Atlanta. Með Brasilíu í D-riðli era Ungveijaland, Japan og Nígería. Nígeríumenn em með marga kunna leikmenn í liði sínu, eins og Kanu, Ajax, Amunike, Sporting Lissabon, Okocha, Fen- erbahce, Amokachi, Everton, Oliseh, Köln og Akpoborie, Hansa Rostock. Ítalía leikur í C-riðli með Ghana, Mexíkó og Suður-Kóreu. Margir snjallir leikmenn leika með ítalska liðinu, eins og Pagliuca, Inter Mílanó, Panucci, AC Milan, Mass- imo Crippa, Parma og Marco Branca, Inter Mílanó. Með landsliði Ghana leika tveir leikmenn sem leika í Þýskalandi - Kuffour, Bay- em Múnchen, og Akonnor, Fortuna Köln. Spánveijar eru taldir sigur- stranglegastir í B-riðli, þar sem mótheijar þeirra em Frakkar, Saudi-Arabar og Astralíumenn. De le Pena, Barcelona og Lardin, Espanyol, em kunnastir í Iiði Spán- veija, en Vieira, Ajax, og Markel- ele, Nantes, þekkastir hjá Frökkum. Bandaríkin, Argentína, Poprtúgal og Túnis leika í A-riðli. Lalas, sem leikur nú með New England Revol- ution og Reyna, Bayem Leverkusen, eru þekktustu leikmenn Bandaríkja- manna, en kunnastir í liði Argentínu eru Chamot, Lazíó, Sensini, Parma og Simeone, Atletico Madrid. Fátt virðist geta komið í veg fyr- ir að bandaríska ólympíuliðið í körfuknattleik, „Draumalið 111“ eins og það hefur verið nefnt, fagni sínum þriðja ólympíumeistaratitli í röð á leikunum í Atlanta, sem sett- ir vora í nótt, og mun því baráttan milli hinna liðanna 11 í keppninni að öllum líkindum fyrst og fremst standa um silfrið. „Draumaliðið“ hefur nú leikið fímm æfíngaleiki á undanförnum dögum fyrir leikana í Atlanta, gegn úrvali bandarísku háskólanna, Brasilíumönnum, Kínveijum, Grikkjum og Aströlum, og hafa NBA-stjörnurnar sigrað örugglega í þeim öllum - að undanskildum fyrsta leiknum þegar þær rétt mörðu sigur á ungu strákunum í háskólaúrvalinu 96:90. Þær fjórar þjóðir, sem þegar hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir „draumaliðinu", eru reyndar ekki taldar líklegar til að blanda sér af mikilli alvöru í baráttuna um annað sætið á leikunum, en það eru hins vegar Júgóslavar, Litháar og Króatar, sem líklegastir era taldir til afreka á eftir Bandarikjamönn- unum, en þessar þijár þjóðir tefla allar fram leikmönnum úr NBA- deildinni. Júgóslavarnir hafa í sínum her- búðum miðheijann Vlade Divac, sem nú nýlega gekk til liðs við Charlotte Hornets eftir að hafa leik- ið með Los Angeles Lakers undan- farin ár, og Predrag Danilovic hjá Miami Heat. Lit- háamir stilla upp þeim Arvidas Sa- bonis hjá Portland Trail Blazers og Saranas Marciul- onis hjá Denver Nuggets og í röð- um Króatanna era ekki ófrægari menn en Dino Radja, Boston Celtics, Zan Tabak, Toronto Rapt- ors, og Toni Kukoc, Chicago Bulls, sem reyndar hefur verið meiddur og verður hugsanlega ekki með á leikunum. Það er því án nokkurs vafa von á hörkuspennandi viðureign þegar Króatar og Litháar mætast í dag, en eftir þann leik ætti e.t.v. að vera hægt að fara að spá í hvaða lið það verður, sem hreppa mun annað sætið á leikunum ef gengið er út frá því sem vísu að „draumaliðið” fagni sigri. Það þarf þó að öllum líkindum að koma til kraftaverk, hinum liðun- um 11 í hag, eigi bandaríska hrað- lestin að fara út af sporinu, því „draumaliðið" hefur sýnt þvílíka yfirburði í leikjum sínum undanfarið að margir eru farnir að tala um að annað eins körfuknattleikslið hafi aldrei sést áður. En þrátt fyrir slík orð er víst óhætt að segja að bandaríska liðið í ár hafi ekki á að skipa eins stórum nöfnum og Mich- ael Jordan, Magic Johnson og Larry Bird, sem allir léku í „draumaliðinu" á síðustu Ólympíuleikum, og Char- les Barkley, sem einnig átti sæti í liðinu fyrir fjórum árum, fullyrðir að „draumaliðið" í ár sé ekki nærri því eins sterkt og liðið í Barcelona ’92. „Draumalið 111“ mun leika sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Atlanta gegn Argentínumönnum í dag og má búast við að þeir argen- tísku verði NBA-stjörnunum ekki mikil hindran. Mun meiri barátta ætti hins veg- ar að verða í innbyrðis viðureignum hinna iiðanna 11 í keppninni, en eins og Litháinn Arvidas Sabonis sagði fyrir leikana: “... hlýtur það að verða undarleg tilfínning að vera að keppa á stórmóti og gefa allt sem þú átt í leikina en vita samt innst inni að þú átt aldrei mögu- leika á betri árangri en öðru sæt- inu.“ í kvennakörfuknattleiknum er einnig búist við góðum árangri heimamanna, en það er þó mun lík- legra að bandaríska kvennalands- liðið fái öllu meiri samkeppni en karlaliðið, því ólympíulið Brasilíu, Ástralíu og Rússlands þykja mjög öflug og til alls líkleg. KORFUKIMATTLEIKUR „Draumalið 111“ nær öruggt um gullið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.