Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ Q9P ATLAIMTA y96 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 C 9 ULYMPIbKAH LYFTINUA~ Treysti gömlum fáki betur SKOSKI hjólreiðagarpurinn Graeme Obree ákvað á síð- ustu stundu að treysta held- ur á gamlan heimasmlðaðan fák sinn en 18.000 dollara sérsmíðað hátæknilyól. Obree hefur æft sig á nýja hjólinu sem var sérsmíðað fyrir hann og kostaði 1,2 miljjónir króna. Telur hann sig hafa betri stjórn á gamla fáknum, sem hann smíðaði sjálfur og brúkaði þá m.a. hluti úr gamalli þvottavél. Undankeppnin f 4.000 metra brautarhjólreiðunum hófst í gær en keppt er í 250 metra egglaga hringbraut í Stone Mountain-garðinum. Obree varð heimsmeistari á gamla hjólinu sínu I fyrra og setti á því heimsmet í klukkustundarþjólreiðum. Telur hann það henta sér í ólympíubrautinni en nýja hjólið. Hjónakom í titilvörn HIÐ magnaða badmintonpar frá Indónesíu Susi Susanti og Allan Budi Kusuma von- ast til þess að verja ólympfut- itla sfna f einiiðaleik áður en þau gifta sig í febrúar á næsta ári, en þau sigruðu bæði í einliðaleik á leikunum í Barcelona. „Þetta er stærsta mótið sem ég hef tekið þátt í ef leikarnir í Barcelona eru undanskildir. Ég hef æft stíft og ég stefni á að vinna gullið aftur,“ sagði Susi, en hún varð fyrsti ólympíumeistari Indónesfu- manna frá upphafi. Unnusti Susi er nýskriðinn undan hnífnum eftir að hafa lent f hnémeiðslum. Hann missti um tíma sæti sitt í landsliðinu en hefur kippt því í liðinn. „Ég hef æft mjög stíft fyrir leikana og einbeiti mér að að vinna gullið á ný, en það er hörð samkeppni - sérstaklega frá Kína og Dan- mörku. Útilokað er að parið myndi eitt sterkasta liðið í tvenndarleik því þau eru hrædd um að slíkt muni eyði- leggja samband þeirra. „Við myndum örugglega rífast of mikið,“ sagði Susanti. SNÖRUN JAFN... Jafnhötlunin er fviþætt. Fyrst er stönginni lyft Keppendur iyfta meiru með þessari aöferð en Reuter KÍNVERJINN Zhan Xugang lyftir hér 195 kg í jafnhöttun á Ólympíulelkunum í Atlanta og bættir heimsmetið um 1,5 kg. Patlurinn má vera úrýmsum efnum, s.s. timbh og plasteinum 4 'öáp’ iii AUantal996 Keppendur reyna að lyfta stöng með lóðum með tveimur mismunandi aðferðum. Annars vegar er það jafnhöttun og hins vegar snörun. Á leikunum er keppt í tíu þyngdarf lokkum Lóðin em disklaga og vega frá 250 gr tit 25 kg. Stærstu lóðin eru innst á stönginni Lyftingahanskar Lásar til að halda lóðunum á stönginni Stöngin er 220 sm löng og 20 kg og er þyngd hennar talin með i heiidarþyngdinni Beltið er notað til aðfá stuðning við bakið. Paðmámest vra 12 sm þykkt þar sem þaðerþykkast Kiptanui hefur allt á hornum sér Rúnar var í 29. sæti RÚNAR Alexandersson stóð sig best í fijálsum æfingum á bogahesti og varð S 29. sæti af 98 keppendum en í 75. sæti í samanlögðu (ftjáls- um og skylduæfmgum). Hann var í 89. sæti af 95 í stökki á hesti, í 88. sæti af 97 í æfmgum á hringjum, í 92. sæti af 94 á tvíslá, í 95. sæti af 95 á svifrá og í 79. sæti af 93 í gólfæfingum. Hann var í 64. sæti samanlagt í frjálsum æfingum en í 75. sæti í skylduæfingum og hafnaði S 68. sæti af 111 keppendum f einstaklingskeppninni í fimleikum. Metaregn Kínvevjans Kínveijinn Zhan Xugang gerði sér lítið fyrir og setti þijú glæsileg heimsmet í 70 kílógramma flokki í kraftlyftingum um leið og hann krækti sér i gullverðlaunin á Ólympíuleikun- um í Atlanta í fyrri- nótt. Xugang tryggði sér að Zhan Xugang lyfta 162,5 kg í snor- -------------y?... un, sem jafnframt er nýtt og glæsiiegt heimsmet, og er fyrsta sætið var þegar í höfn setti þrjú glæsi- leg heimsmet gerði hann svo enn betur, lyfti 195 kg í jafnhöttun og bætti þar með heims- metið um 1,5 kg og setti um leið nýtt met í samanlögðum árangri, lyfti samtals 357,5 kílógrömmum. Norður-Kóreu- maðurinn Kim My- ong-Nam, sem átti öll fyrri heimsmetin, varð að sætta sig við annað sætið og bronsverðlaunin féllu svo í skaut Ungveij- ans Attila Feris. Heimsmeistarinn í 3.000 metra hindrunarhlaupi, Moses Kipt- anui frá Kenýa, er ekki par sáttur við forráðamenn Ólympíuleikanna i Atlanta þessa dagana og ásakaði hann þá harðlega í gær fyrir að vera öfundsjúkir í garð þeirra þátt- takenda, sem miklar tekjur hafa af íþróttum sínum, og einnig fyrir að spilla andrúmsloftinu á leikun- um. Kiptanui þykir heldur óstýrilátur í skapi og í síðasta mánuði mátti litlu muna að hann missti sæti sitt í ólympíuliði Kenýa eftir að hafa ítrekað neitað að mæta í æfinga- búðir liðsins fyrir ÓL, sem staðsett- FRJALSIÞROTTIR Andrúmsloftið í herbúðum Kenýa- manna þrungið spennu ar voru í Mississippi í Bandaríkjun- um. Þjálfari liðsins, Kipchoge Keino, var aldeilis ekki á þeim bux- unum að láta Kiptanui komast upp með neina stjömustæla og ætlaði umsvifalaust að henda honum út úr liðinu en eftir mikinn þrýsting stjórnvalda í heimalandinu lét hann undan og gaf hlauparanum annað tækifæri. Þeir Kiptanui og Keino ætluðu að luttast á fundi í gærkvöldi og ræða málin því andrúmsloftið í her- búðum Kenýamanna hefur óneitan- lega verið þrungið spennu síðustu vikurnar en Kiptanui heldur hins vegar áfram að hafa allt á hornum sér og er því ólíklegt að sættir muni nást með honum og þjálfaran- um áður en að hindrunarhlaupinu kemur. Heimild: Collins Willow ‘Rules oí Ihe Game' REUTERS Fjaöurvigt 60kg Yfirþungavikt GULL Naim Siileymanoglu (Tyrklandi) Aleksandr Kurlovich (Hvíta-Rússlandi) 320.0 kg 450.0 kg SILFUR Nikolay Peshalov (Búlgaríu) Leonid Taranenko (Hvíta-Rússlandi) 305.0 kg 425.0 kg BRONS He Yingqiang (Kína) Manfred Nerlinger (Þýskalandi) 295.0 kg 412.5 kg REUTERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.