Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 C 9 Q9P ATLANTA ’96 Heimsmet Jonathan Edwards f þrístökki 7. ágúst 1995 \ Gautaborg, Svíþjð J 6,29 =18,29 „Hann gæti aldrei verið spretthlaupari" „AÐ SJÁLFSÖGÐU yrði það mér vonbrigði að sigra ekki í þrí- stökkskeppni Olympíuleikana. En ég geng til keppni sann- færður um að Guð muni veita mér styrk til að verða í fremstu röð,“ segir heimsmethafinn í þrístökki karla, Bretinn Jonath- an Edwards. Hann er maðurinn sem heimsbyggðin horfði til í fyrra er hann stökk í tvígang yfir 18 metra á HM íGautaborg og bætti heimsmetið um 32 sentimetra. Vegna þessa afreks munu margra augu beinast að honum þegar úrslitakeppni þrí- stökksins fer fram á f dag. Spurt er hvort honum takist að bæta sig því ekki er Ijóst hvort hann náð sér af meiðslum sem hann hefur átt í sumar. Meiðsiin hafa gert að verkum að hann hefur ekki náð sér á strik og um tíma leit út fyrir að hann yrði ekki í ólympíuliðinu. Prestssonurinn frá Newcastle er strangtrúaður kristinn maður og á tímabili keppti hann ekki á sunnudögum. Það breytti þó ekki í neinu trausti hans á guð og almætt- inu. „íþróttirnar eru ekki aðalmálið í mínu lífi og það breytir litlu fyrir mig þó ég geti aldrei stokkið aftur eins langt og ég ÞRISTOKK hef gert. Aðala- atriðið í mínu lífi er sambandið við guð og fjölskyld- una. Þau hafa aðstoðað mig í gegnum súrt og sætt.“ Það er ein- mitt það sem hann hefur geng- ið í gegnum -------------------------- undanfarna tólf mánuði. Edwards segist hafa verið ósköp venjulegur meðalmaður í þrístökki í mörg ár og ekki náð sér upp úr meðalmennskunni fyrr en á síðast- liðnu ári. Ekki er það þó alveg sann- leikanum samkvæmt því hann varð í þriðja sæti á HM í Stuttgart árið 1993. Athygli almennings beindist hins vegar ekki að þessum hægláta manni fyrr en við risastökkin í fyrra. Fyrst 18,43 metrar í aðeins of mikl- um vindi í júní á Evrópubikarkeppn- inni og síðan 18,16 og 18,29 sama daginn í Gautaborg í ágúst á HM. Vorið og sumarið hafa verið honum erfið vegna meiðsla. Fyrir vikið átti hann lengi vel í miklum vandræðum og eftir að hann hafði náð sér gekk honum illa með atrennuna. Eftir mik- ið stapp tókst honum þó að stökkva 17,84 metra og tryggja sér sæti í breska fijálsíþróttaliðinu. Það er þó langt frá að vera lengsta stökk árs- ins, það á Bandaríkjamaðurinn Kenny Harrison, 18,01 metra. Hann á eftir að veita Edwards harða keppni og einnig sigurvegari síðustu leika, Mike Conley, og Bermúdamaðurinn Brian Wellman, silfurhafmn á HM í fyrra. „Ég held að sá sem sterkastur verður á taugum sigri,“ segir Edwards. „Mitt markmið er ekki einungis að sigra Edwards, heldur einnig alla aðra,“ sagði Harrison. „Hver sem Prestssonurinn treystir á að guð aðstoði sig er á hólminn kemur úrslitin verða þá er ég viss um að þrístökkskeppnin verður sú skemmti- legasta á Ólympíuleikum hingað til,“ segir Wellman. „Ég vil gjaman verða sá sem fyrstur nær forystu með risa- stökki, “ bætir hann við. En hvað sem úrslitunum líður þá er ekki búist við að þau breyti Edw- ards á nokkum hátt, ekkert frekar en sigurinn og risastökkið í Gautborg í fyrra. í heimi íþrótta em flestir þeir bestu að hugsa um að hagnast og __________________ hafa sem hæst laun fyrir erfiði sitt, en Edwards tekur ekki þátt í slíku nema að óverulegu leyti. Til marks um per- sónuna sagði bandaríski heims- meistarinn og ólympíumeistar- ------------------ inn í spretthlaup- um kvenna, Gwen Torrence, á dögun- um er Edwards bar á góma: „Hann ólíkur öllum öðmm fijálsíþróttamönn- um. Hann er elskulegur, hlýr, einlæg- ur og heiðarlegur, sem sagt, einhver besti maður sem hægt er að kynn- ast. Hann gæti aldrei verið sprett- hlaupari." Gulli fagnað Reuter JONATHAN Edwards fagnaðl í fyrra á heimsmeistaramótinu í Gautaborg, fagnar hann í Atlanta í dag? Margir reyna við tvennu NOKKRIR afburðagóðir íþrótta- menn munu freista þess að vinna gulltvennu í Atlanta. Fleiri eru tilkvaddir en útvaldir. Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson reynir við tvennu í 200 og 400 metra hlaupum, Merlene Ottey Jamæku í 100 og 200 metr- um, Frankie Fredericks Namibíu, Mike Marsh Bandaríkjunum og Ato Boldon Trinidad í 100 og 200 metrum. Gail Deverse Bandaríkjunum ver titil sinn í 100 metrum og ætlar að reyna við 100 grind einn- ig. Landa hennar Jackie Joyner- Kersee freistar þess að endurtaka tvennuna frá Seoul í langstökki og sjöþraut, írska stúlkan Sonia O’Sullivan er meðal sigurstrang- legustu kvenna í 1500 og 5000 metrum og María Mutola Mósam- bík í 800 og 1500 metrum. Eþíóp- íumaðurinn Haile (Jebreselassie er sömuleiðis sigurstranglegur í bæði 5 og 10 km hlaupum. Loks reynir Bandaríkjamaðurinn John Godina við tvennu í kúluvarpi og kringlukasti en slík tvenna hefur ekki unnist frá 1924. / hlaupagreinum geta farið fram allt að fjórar umferðir í einstakri grein: Riðlar, milliriðlar, undanúrslit og úrslit. 27. Júlf: 10Om karia og kvenna, úrslít riOOm karia og kvenna, millrlðlar BOOm karia, milliriðlar BOOm kvenna, undanurslil W.000 ks/onna, riðlar &Smi 28. júlí: 110m grind karia, riðlar og milliriðlarl 400m karia og kvenna, undanúrslit 400m grindahlaup kvenna, riðlar 800m hlaup karia, milliriðlar 5.000m hlaup kvenna, úrslil | Maraþonhlaup kvenna 29. júl(: tOkmgangakvenna 200m hlaup karla og kvenna, riðlar 1.500mkarla, riðlar lOOm grindahlaup kvenna, riðlar 110m grindahlaup karia, úrslit 400m grindahl. karla, undanrásir 200m karla og kvenna, milliriðlar 400m hlaup karia og kvenna, úrslit BOOm hlaup karia, undanúrslit 800m hlaup kvenna, úrslit 3.000m hindrunarhlaup, riðtar lOOm grindahl. kvenna, mllliriðlar 400m grindahl. kvenna, undanúrslil HH :.:.1Í).0ÓQm hlaup karia. úrslil I.'"'.’J 31. júlí: 1.500 hlaup kvenna, riðlar 100m grindahl. kvenna, undanúrslit 200m karia og kvenna, riðlar 400m grindahlaup karla, undanúrsl. 400m grindahlaup kvenna, úrslit 3.000m hindrunarhi, undanurslit 100m grindahlaup kvenna, úrslit 200m karia og kvenna, milliriðlar 800m hlaup karia, úrslit __________5.000m hlaup karia, riðtar 1. ágúst: 200m karla og kvenna, undanúrslit 400m grindahlaup karla, úrslit t.500m karia og kvenna, undanúrsl. 5.000m karia, undanúrslit 200m hlaup karia og kvenna, úrslit 2. ágúst: 50 km ganga karia, 4x100m boðhl. ka. og kv„ undanr. 4x400m boðhl. ka. og kv., undanr. | 3.000m hindrunarhlaup, úrslit 10.000m hlaup kvenna, úrslit 3. ágúst: 4x1 OOm boðhl. ka. ogkv., úrslit 1.500m karla og kvenna, úrslit 5.000m hlaup karla, úrslit 4x400m boðhl. ka. og kv„ úrslit 4. ágúst: Maraþonhlaup karla ■~7DKí Z7U ;;TDK 935 . FIMM hlauparar sem alllr eru taldir koma tll greina sem sigurvegarar í 100 metrunum í kvöld. Lengst til vlnstri er Dono- van Bailey Kanada, þá Ato Boldon Trinidad, Bruni Surfn Kanada, Frank Fredericks Namibíu og lengst til hægri er ólympíu- meistarinn Linford Christie frá Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.