Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ A.LLRA LANDSMANNA I 099 Tilmæli Alþjóða ólympíunefndarinnar Engar dylgjur og ásakanir JMtangtmltlafrife LAUGARDAGUR 27. JULI BLAÐ C Alþjóða ólympíunefndin, IOC, beindi þeim tilmælum til fjöl- miðla og annarra að hætta ásökun- um og dylgjum um meinta lyfja- misnotkun og áréttaði að mann- réttindi giltu um íþróttafólk eins ogannað fólk. írska sundkonan Michelle Smith hefur verið ásökuð um lyfjamis- notkun í kjölfar ótrúlegra framfara og þrennra gullverðlauna og orð- rómurinn um að hún hafi óhreint mjöl í pokahorninu hefur verið hávær þrátt fyrir að gefin hafi verið út opinber tilkynning um að niðurstöður lyfjaprófs sem hún fór í sl. laugardag hafi verið neikvæð- ar. Stöðugt er spurt um niðurstöð- ur úr seinni prófum en Michele Verdier, blaðafulltrúi IOC, sagði að nóg væri komið. „Notið ekki nöfn íþróttamanna þegar vitnað er í orðróm og ásakanir. Nafninu fylgir manneskja og hún á sinn rétt eins og aðrir." Þýska sundkonan Franziska van Almsick gagnrýndi bandaríska fjölmiðla fyrir óheiðarlega baráttu gegn Michelle Smith. „Þetta er viðbjóðslegt," sagði hún um ásak- anirnar varðandi meinta lyfjami- snotkun. „Allir sem tengjast íþrótt- um vita hvernig henni líður og að hún nýtur ekki verðlaunanna eins og hún hefði gert ef hún hefði verið látin í friði. Ég er á móti fprdómum og í Berlín segjum við að ekkert eigi að segja ef sannan- ir eru ekki fyrir hendi. Við vitum ekkert um æfingar hennar eða bakgrunn. Sannanir verða að liggja fyrir." Bandaríska sundkonan Janet Evans neitaði í gær að hafa bendl- að Smith við lyfjamisnotkun. „Ég hef heyrt orðróm og það hafa ver- ið ásakanir en þetta er ekki frá mér komið," sagði hún en bætti við að spurningar vöknuðu þegar 26 ára kona næði slíkum árangri sem raun ber vitni. „Enginn getur verið með ásakanir en spurningar vakna." Mark Schubert, þjálfari hennar, tók í sama streng, sagði að Smith hefði verið „meðalsund- kona sem hefði allt í einu bætt sig um 15 sekúndur. Það er ekki óvenjulegt - það á sér ekki for- dæmi. Það eru grunsemdir og þess vegna er spurt," sagði hann. Bandaríska blaðið USA Today tók upp hanskann fyrir Smith. „Bandaríkin eru græn af öfund. Þetta er ekki fallegt. Hugarfar okkar á Ólympíuleikum er and- styggilegt. Ef við getum ekki sigr- að þá - ásökum þá." Dálkahöfund- ur Washington Post tók í sama streng og beindi gagnrýni sinni að ATBC-sjónvarpsstöðinni. „í mínum huga snúast Ólympíuleikarnir um - við sigrum! Við sigrum! Húrra Bandaríkin! Þeir sigra? Þeir hljóta að vera á lyfjum." Wrencher tilKR BANDARÍSKI kðrfuknattleiks- maðurinn Champ Wrencher, sem lék með Þór frá Þor- lákshöfníl.deild- inni síðasta keppn- istímabil, skrifaði á miðvikudag undir eins árs samning við úrvalsdeildarfé- lag KR. Wrencher er um þessar mund- ir staddur erlendis en snýr aftur til ís- lauds eftir verslun- armannahelgi og mun hann verða klár f slaginn raeð Vesturbæjarliðinu þegar það heldur utan til Lúxcm- borgaríagusttil þess að taka þátt í sterku fjögurra liða móti þar f landi. Miðasalan framúr áætlunum MIBASALAi keppni ÓL í Atlanta er orðin meiri en áætlað var. Búið að selja um 95% miða, sem fóru i umferð. Kostnaðaráætlun leikanna hljóðar upp á 1,7 milijarða doliara og var gert ráðfyriraðselja miða fyrir 458 millj- ónir dollara. Því takmarki hefur ver- ið náð, meira en 8,4 milljónir miða hafa verið seldir fyrir sem samsvarar um 27% kostnaðaraætl- unar. 274.000 miðar hefa verið seldir við inngang keppnis- staða, sem er met. Skagamenn til Moskvu „ÞETTA var í rauninni hræði- legt áfall og mér list mjög illa á dráttinn," sagði Guðjón Þórð- arson, þjálfari Skagamanna, eftir að fslandsmeistararnir drógust gegn rússneska liðinu CSKA Moskva í Evrópukeppni félagsliða. „Ég veit sama og ekkert um þetta lið annað en að það hefur innan sinna raða eitthvað af landsliðmönnum og því hefur gengið nokkuð vel á alþjóðlegum vettvangi síðustu ár. Það hefði verið mun skemmtílegra að dragast gegn liði frá t.d. Austurríki eða Sviss en það þýðir þó ekkert að leggja árar í bát fyrirfram og við munum berjast af krafti. Það er aldrei að vita hvað ger- ist þó þetta verði allt annað en auðvelt og eins og máltækið segir „þeir fiska sem róa"," sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær. ¦ Drátturinn.../C2 ' LILL\ Podkopay- eva, 17 árajgömul stúlka frá Ukraínu, bar sigur úr býtum í fjölþraut kvenna í fyrrakvöld, fékk 39,255 stigfyrir þrautirnar fjórar. Þar með vann Úkra- fna sín fyrstu gull- verðlaun í fimleikum á Ólympíuleikum og Podkopayeva hefur mðguleika á að bæta í safnið er keppni fer fram á einstðkum áhðldum á sunnu- daginn. Podkopayeva tryggði sér sigurinn með lokaæf- ingum sínuni, en þær gerði hún á gólfi. Þær voru framúrskar- andi og nær hnökralausar og einkunnin var 9,887 enda dugði ekkert minna til því þrjár rúm- enskar stúlkur stóðu vel að vígi þegar Úkraínustúlkan steig fram á gólfið. Að keppni lokinni sagð- ist hún hafa verið ánægð með að hafa átt gólfæfingarnar eftír, þær séu hennar sterka hlið. ¦ Fimleikar...C4. Reuter ÍSLENSKA FRJÁLSÍ ÞROTTAFOLKINU LÍÐUR VEL í ATHENS / C6,C7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.