Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 1
FJÁRMÁL Eftirlaunavandi í Evrópu /4 BANKAR Sparisjóöur á góö- um skriöi /6 FLUGKENNSLA Fleiri læra að fljúga/8 fto*tgimtJH$faÍb VTOSnPTl/fflVINNUlJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 8. AGUST 1996 BLAÐ B Hlutabréf Yiðskipti fyrir tæpar 78 milljónir urðu á hlutabréfamarkaði í gær. Mest viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Síldarvinnslunni eða fyrir 12,6 milljónir að markaðs- virði á genginu 8,35. Gengi hluta- bréfa í Haraldi Böðvarssyni hf. hækkuðu um 9,09% og var loka- gengi bréfanna skráð 5,4. Verslun Islensk verslun allra hagur, er kjörorð átaks sem Félag ís- lenskra stórkaupmanna, Hag- kaup, Kaupmannasamtök ís- lands, Landsamband íslenskra verslunarmanna og Samtök sam- vinnuverslana hefja um miðjan ágústmánuð. Tilgangur átaksins er að hvetja íslendinga til að versla heima. Ríkisbréf í útboði á 3. og 5 ára óverð- tryggðum ríkisbréfum í gær bár- ust 10 gild tilboð að fjárhæð 400 milljónir króna. Engu tilboði var tekið. Næsta útboð ríkisverð- bréfa er útboð á ríkisvíxlum 16. ágúst. Rekstrartekjur MHijónirkróna Rekstrargjöid Rekstrarhagn. f. vexti af langtímasl Hagnaður af reglulegri starfsemi 796,6 656,9 139,7 131,3 Í6Z 705,9 +12,8% 586,1 +12,1% 119,8 +16,6% 118,4 +10,9% T2~~+8J% Efnahagsreikningur Veitufjármuni Fastaf jármun ii Eignir samtal: Langtímaskuldir Skuldir samtals Eigiö fé ÍSkuldir ao eiaið fé samtala Sjóðstreymi Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Eiginfjárhlutfall 125,9 (28,1) (43,6) 52,0% 42,5 +196,0% (19,6) -43,3% (44,5) +1,9% 56,7% -9,0% Afkoma Hampiðjunnar hf. batnar lítillega frá fyrra ári Hagnaður nam 86 milljónum HAGNAÐUR Hampiðjunnar og dótturfyrirtækja nam 86 milljónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt milliuppgjöri jókst velta samstæðunnar um tæp 13% en rekstrargjöld hækkuðu um 12%. Þess ber þó að geta að inni í veltu- tölu samstæðunnar í ár er sala DNG sjóvéla hf., sem var ekki reiknuð með í fyrra. Sé henni sleppt nemur aukning Hampiðjunnar _ 5% miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðfylgj- andi korti eru sýndar helstu lykiltöl- ur úr milliuppgjöri Hampiðjunnar og dótturfyrirtækja. Rekstur Hampiðjunnar fyrstu sex mánuði ársins var á svipuðum nótum og á sama tímabili í fyrra og í sam- ræmi við áætlanir að sögn Jóns Guð- manns Péturssonar, fjármálastjóra Hampiðjunnar. „Veltuaukningin er ekki mjög mikil miðað við sama tíma- bil í fyrra en þá jókst salan mjög mikið. Við erum ánægðir með að hafa náð sömu veltu og gott betur. Mjög góð sala hefur verið á flottroll- um, bæði til veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og í Smugunni." Áætlanir gerðu ráð fyrir að um 60% sölunnar dreifðust á fyrri helm- ing ársins og að hagnaður ársins alls myndaðist á sama tima að sögn Jóns. „Nú lítur út fyrir að sala ársins verði yfir áætlun og hagnaður aukist enn. Hagnaður síðari hluta ársins mun þó líklega ekki verða í hlutfalli við söluna á sama tíma en búast má við því að samanlagður hagnaður ársins verði eitthvað meiri en árið 1995." Hlutfall útflutnings í heildarsölu Hampiðjunnar hefur dregist nokkuð saman eða úr 45% fyrstu sex mán- uði síðasta árs í 39% á þessu ári. Jón segir að þótt nokkuð hafi dreg- ið úr útflutningi sé hlutfall hans mjög hátt begar borið sé saman við fyrri ár. „A árunum fyrir fyrir 1995 var hlutfall útflutnings af heildar- sölu okkar yfirleitt á bilinu 20-25%." Hampiðjan hf. hefur lagt mikla áherslu á að ná fótfestu á erlendum mörkuðum á undanförnum árum og í upphafi ársins stofnaði félagið dótturfyrirtæki í Walvis Bay í Namibíu til að þjóna þarlendum útgerðum. Jón segir að fyrirtækið hafi farið vel af stað. Miklar fjárfestingar framundan Fjárfestingar í vélum og fast- eignum hafa verið litlar undanfarin fimm ár miðað við umfang fyrir- tækisins eða rúmar 20 milljónir á ári að jafnaði. Nú verður breyting á og segir Jón að þegar hafi verið teknar ákvarðanir um fjárfestingar í vélum og á erlendum mörkuðum fyrir rúmar 100 milljónir króna. „Þessar fjárfestingar dreifast fram á fyrri hluta næsta árs. Að auki hefur félagið ákveðið að nýta hlut- fallslegan rétt sinn í útboði Útgerð- arfélags Akureyringa til kaupa á hlutafé að verðmæti 90 milljónir." Gengi hlutabréfa Hampiðjunnar var í upphafi árs skráð á 3,69 en 4,15 um mitt ár eftir að hlutafé hafði verið jafnað um 25%. Raun- hækkun er því um 40%. PENINGAMARKAÐSSJÓÐ.UR Engin binding. Með nýjum peningamarkaðssjóði VIB, Sjóði 9, getur þú ávaxtað fé þitt eða íyrirtækis þíns haftalaust. í einn sólarhring, eða lengur ef því er að skipta. Það er enginn kostnaður. Enginn binditími. Enginn munur á kaup- eða sölugengi. Tvö símtöl nægja - eitt til að kaupa og annað til að selja. Sjóður 9 fjárfestir einkum í skammtímaskulda- bréfum og víxlum ríkis og banka. Lágmarkseign í sjóðnum eru 250.000 krónur. Til að auðvelda bókhald sendum við tvö viðskiptayfirlit á ári. Mánaðarhaikkun þíngtíohölu borín sasma víð roánaðarha'kkun verðlag* á ár*%rund vélí -*cícó'Oo^eN<-J-óo^ríri-oq^oí s § s S 8 2 FORYSTA I FIARMALUMl VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.