Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 1
FTÁRMÁL Eftirlaunavandi í Evrópu /4 BAWKAR Sparisjóöur á góö- um skriði /6 FLUCKENNSLA Fleiri læra aö fljúga /8 VIDSKIFTI AIVINNULÍr PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 BLAÐ Hlutabréf Viðskipti fyrir tæpar 78 milljónir urðu á hlutabréfamarkaði í gær. Mest viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Síldarvinnslunni eða fyrir 12,6 milljónir að markaðs- virði á genginu 8,35. Gengi hluta- bréfa í Haraldi Böðvarssyni hf. hækkuðu um 9,09% og var loka- gengi bréfanna skráð 5,4. Verslun Islensk verslun allra hagur, er kjörorð átaks sem Félag ís- lenskra stórkaupmanna, Hag- kaup, Kaupmannasamtök Is- lands, Landsamband islenskra verslunarmanna og Samtök sam- vinnuverslana hefja um miðjan ágústmánuð. Tilgangur átaksins er að hvetja íslendinga til að versla heima. Ríkisbréf í útboði á 3. og 5 ára óverð- tryggðum ríkisbréfum i gær bár- ust 10 gild tilboð að fjárhæð 400 milljónir króna. Engu tilboði var tekið. Næsta útboð ríkisverð- bréfa er útboð á ríkisvíxlum 16. ágúst. SÖLUGENGI DOLLARS Kr. 70,00 69.50 69,00 68.50 68,00 67.50 67,00 66.50 66,00 65.50 65,00 10-júlf 17. 24. 31. 7. ág. Síðustu fjórar vikur Úr árshlutareikningum Hampiðjunnar 1. janúar til 30. júní 1996 Rekstrartekjur Milljónir króná 796,6 Rekstrargjöld 656,9 Rekstrarhagn. f. vexti af langtímasl. 139,7 Hagnaður af reglulegri starfsemi 131,3 705,9 +12,8% 586,1 +12,1% 119,8 +16,6% 118,4 +10,9% Skammtítnaskuldir Langtímaskuldir Skuldir samtals Eigið fé SkuldirQfleifliðfésamtals 530,4 386,0 +37,4% 282,9 231,4 +22,2% 855,5 659,9 +29,8% 931,9 864,9 +7,8% jLzIzæ J.524,a+1.7,2L% l Sjóðstreymi Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar 125,9 (28,1) (43,6) 42,5 +196,0% (19,6) -43,3% (44,5) +1,9% Eiginfjárhlutfall 52,0% 56,7% -9,0% Afkoma Hampiðjunnar hf. batnar lítillega frá fyrra ári Hagnaður nam 86 milljónum HAGNAÐUR Hampiðjunnar og dótturfyrirtækja nam 86 milljónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt milliuppgjöri jókst velta samstæðunnar um tæp 13% en rekstrargjöld hækkuðu um 12%. Þess ber þó að geta að inni i veltu- tölu samstæðunnar í ár er sala DNG sjóvéla hf., sem var ekki reiknuð með í fyrra. Sé henni sleppt nemur aukning Hampiðjunnar 5% miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðfylgj- andi korti eru sýndar helstu lykiltöl- ur úr milliuppgjöri Hampiðjunnar og dótturfyrirtækja. Rekstur Hampiðjunnar fyrstu sex mánuði ársins var á svipuðum nótum og á sama tímabili í fyrra og i sam- ræmi við áætlanir að sögn Jóns Guð- manns Péturssonar, fjármálastjóra Hampiðjunnar. „Veltuaukningin er ekki mjög mikil miðað við sama tíma- bil í fyrra en þá jókst salan mjög mikið. Við erum ánægðir með að hafa náð sömu veltu og gott betur. Mjög góð sala hefur verið á flottroll- um, bæði til veiða á úthafskarfa á Reykjaneshiygg og í Smugunni." Áætlanir gerðu ráð fyrir að um 60% sölunnar dreifðust á fyrri helm- ing ársins og að hagnaður ársins alls myndaðist á sama tima að sögn Jóns. „Nú lítur út fyrir að sala ársins verði yfír áætlun og hagnaður aukist enn. Hagnaður síðari hluta ársins mun þó líklega ekki verða í hlutfalli við söluna á sama tíma en búast má við því að samanlagður hagnaður ársins verði eitthvað meiri en árið 1995.“ Hlutfall útflutnings í heildarsölu Hampiðjunnar hefur dregist nokkuð saman eða úr 45% fyrstu sex mán- uði síðasta árs í 39% á þessu ári. Jón segir að þótt nokkuð hafi dreg- ið úr útflutningi sé hlutfall hans mjög háttþegar borið sé saman við fyrri ár. „Á árunum fyrir fyrir 1995 var hlutfall útflutnings af heildar- sölu okkar yfirleitt á bilinu 20-25%.“ Hampiðjan hf. hefur lagt mikla áherslu á að ná fótfestu á erlendum mörkuðum á undanförnum árum og í upphafi ársins stofnaði félagið dótturfyrirtæki í Walvis Bay í Namibíu til að þjóna þarlendum útgerðum. Jón segir að fyrirtækið hafi farið vel af stað. Miklar fjárfestingar framundan Fjárfestingar í vélum og fast- eignum hafa verið litlar undanfarin fimm ár miðað við umfang fyrir- tækisins eða rúmar 20 milljónir á ári að jafnaði. Nú verður breyting á og segir Jón að þegar hafi verið teknar ákvarðanir um fjárfestingar í vélum og á erlendum mörkuðum fyrir rúmar 100 milljónir króna. „Þessar fjárfestingar dreifast fram á fyrri hluta næsta árs. Að auki hefur félagið ákveðið að nýta hlut- fallslegan rétt sinn í útboði Útgerð- arfélags Akureyringa til kaupa á hlutafé að verðmæti 90 milljónir.“ Gengi hlutabréfa Hampiðjunnar var í upphafi árs skráð á 3,69 en 4,15 um mitt ár eftir að hlutafé hafði verið jafnað um 25%. Raun- hækkun er því um 40%. PENINGAMARKAÐSSJÓÐUR Engin binding. Með nýjum peningamarkaðssjóði VÍB, Sjóði 9, getur þú ávaxtað fé þitt eða fyrirtækis þíns haftalaust. í einn sólarhring, eða lengur ef því er að skipta. Það er enginn kostnaður. Enginn binditími. Enginn munur á kaup- eða sölugengi. Tvö símtöl nægja - eitt til að kaupa og annað til að selja. Sjóður 9 fjárfestir einkum í skammtímaskulda- bréfum og víxlum ríkis og banka. Lágmarkseign í sjóðnum eru 250.000 krónur. Til að auðvelda bókhald sendum við tvö viðskiptayfirlit á ári. Mánaðarhækkun þingvNhölu borin vaman víð roánaðarhækkun vcrðbg* á áesgrundveMt FORYSTA í FjÁRMÁLL M: VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.