Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Forsvarsmenn VIB og Skandia telja eðlilegt að taka fram í skráningu ef skráður eigandi er ekki eiginlegur eigandi Enginn feluleikur með SIF-bréfin FORSVARSMENN Verðbréfa- markaðar íslandsbanka og Fjár- festingarfélagsins Skandia segjast sammála þeirri skoðun Verðbréfa- þings að taka beri fram í skráningu hlutabréfa ef skráður hluthafi sé ekki eiginlegur eigandi hlutabréf- anna. Það hafí líka verið gert í til- felli hlutafjáreignar verðbréfafyrir- tækjanna í SÍF og hafi stjórnendum fyrirtækisins verið það löngu ljóst að verðbréfafyrirtækin tvö ættu þessi bréf einungis í umboði fyrir viðskiptavini sína. Eins og fram kom í fréttum Morgunblaðsins í gær beindi Verð- bréfaþing íslands þeim tilmælum til VIB og Skandia að þau breyttu skráningu hlutabréfa sinna í SIF á þann máta að fram kæmi að raun- verulegur eigandi væri annar. Taldi þingið að núverandi skráning bréf- anna væri ekki í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. í kjölfarið ítrekuðu bæði fyrirtækin skriflega fyrri óskir sínar við SÍF að skrán- ingu þessara bréfa yrði breytt. Ekki fjallað um málið í stjórn Verðbréfaþings Brynhildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins Skandia, segir að fyrirtækið sé þó ekki sammála þeirri túlkun sem Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings hafi sett fram í bréfi sínu til fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið fjallað um þetta mál í stjórn Verðbréfaþings og því er hér einungis um mat starfsmanna þess að ræða," segir Brynhildur. „Mat okkar lögfræð- inga er að þetta sé alls ekki brot á lögum og jafnframt fullkomlega siðlegur viðskiptamáti. Það má t.d. nefna sem dæmi að öll hlutabréf sem við kaupum erlendis eru skráð á okkar nafn en eru hins vegar í eign viðskiptavina og það er mjög algengt að það sé þannig, m.a. sök- um þess hagræðis sem af þessu hlýst. Ef við hins vegar gefum upp nafn þess aðila sem á bréfin án þess að leita samþykkis hans fyrst, þá erum við að brjóta lög og jafn- framt trúnað við okkar viðskipta- vin." Stjórnendur SÍF vissu hverjir eigendur bréfanna voru Brynhildur segist telja að ekkert sé athugavert við það að fjárfestum sé unnt að láta skrá hlutafjáreign sína á viðkomandi verðbréfafyrir- tæki. Hins vegar verði það að koma fram í skráningu bréfanna að svo sé. Skandia hafí líka í þessu tilfelli löngu verið búið að láta hlutaðeig- andi aðila vita af því að fyrirtækið væri ekki eiginlegur eigandi þess- ara bréfa. „Þá má einnig benda á að við höfum ekki áhrif á hvað stendur í útboðslýsingu SÍF. Við vorum búin að tilkynna það til SÍF fyrir síðustu áramót að við værum ekki eigendur þessara bréfa heldur umbjóðandi okkar. Við gerðum það að vísu að- eins munnlega þá en síðan skriflega í kjölfar athugasemdar Verðbréfa- þings. Það var heldur aldrei haft sam- band við okkur áður en útboðslýs- ingin var gefin út til þess að kanna hvort okkar umbjóðendur vildu hugsanlega breyta fyrirkomulaginu á þessari skráningu." Brynhildur segir að viðskiptavin- ur/ir fyrirtækisins hafi óskað eftir því að ekki yrði tilkynnt hver stæði á bak við bréfin. Hins vegar hafi stjórnendum SÍF hafi verið fullkom- lega kunnugt um hverjir stæðu á bak við þann eignarhluta sem skráður hafi verið á Skandia, því eiginlegir eigendur bréfanna hafi tilkynnt þeim það um síðustu ára- mót. Því hafi ekki verið um neinn feluleik að ræða. Þá segist Brynhildur vera mjög ósátt við að í fréttum af málinu í gær hafi mátt lesa út tengsl á milli Skandia og hugsanlegra sýnd- arviðskipta með hlutabréf í SÍF. Fyrirtækið hafi aldrei komið ná- Iægt slíkum viðskiptum enda myndi það ekki samrýmast hags- munum þess. Hér sé um tvö óskyld mál að ræða og sé hið síðara verð- bréfafyrirtækjunum tveimur alls óviðkomandi. Rúmast innan gildandi laga Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður hjá VIB, segir að það væri að mörgu leyti þægilegra fyrir VÍB ef hluta- bréf í eigu umbjóðenda fyrirtækis- ins væru skráð með þeim hætti sem Verðbréfaþing fari fram á. „I til- felli SÍF þá hefur fyrirtækinu verið það alveg ljóst um langt skeið að þessi bréf væru ekki í okkar eigu. Við höfum líka óskað formlega eft- ir því við SÍF að skráningu bréf- anna verði breytt á þann máta." Ásgeir segir að i raun sé enginn ágreiningw um að verðbréfafyrir- tæki geti komið fram fyrir hönd umbjóðanda síns sem skráður eig- andi hlutabréfa, og að slíkt rúmist alveg innan þeirra laga og reglna sem um verðbréfaviðskipti gildi. „Auðvitað er það í þágu markaðar- ins að allar upplýsingar og öll við- skipti séu eins gegnsæ og hægt er. Þetta er kannski einn þáttur af mörgum í því sambandi." Hann segir að þannig geti það talist eðlilegt að fjárfestir sem hafi hugsað sér að eiga tiltekin hluta- bréf til lengri tíma skrái þau í eigin nafni, enda sé þá líklegt að hann vilji einnig hafa einhver áhrif innan viðkomandi fyrirtækis. Hins vegar, þegar um skammtímafjárfesta sé að ræða, sem einungis séu að skipta út á gengishagnað, þá sé spurning hvort ekki geti verið allt eins heppi- legt að slík viðskipti fari fram í nafni einhvers verðbréfafyrirtækis. Eimskip eigandi bréfanna Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það Burðarás, eignar- haldsfélag Eimskips, eða aðrir aðil- ar því tengdir sem eru eigendur þess rúmlega 6% hluts í SIF sem skráður hefur verið á Fjárfestingar- félagið Skandia. í samtali við Morg- unblaðið sagðist Þórður Magnús- son, framkvæmdastjóri hjá Eim- skip, hvorki getað staðfest það né hafnað hvort þessi hlutabréf væru í eigu félagsins eða ekki. Deilt um síma- sölu fríhafnar FORSVARSMENN Félags ís- lenskra stórkaupmanna og Kaup- mannasamtaka Islands eru ósáttir við þjónustu fríhafnarinnar í Kefla- vík, að hægt sé að hringja og panta vöru í komuverslun og jafnvel láta aðra sækja vöruna ef kaupandinn er ekki á leið um flugvöllinn. „Fríhöfnin er farin að reka póst- verslun í samkeppni við innlenda verslun. Viðskiptavinir fríhafnar- innar þurfa ekki lengur að fara af landi brott til þess að kaupa vöru án álagðra gjalda ríkissjóðs. Það er einnig spurning um hverjir það eru sem helst geta nýtt sér þá kjara- bót að versla á fríhafnarverði. Þeir sem nálægt ferðamálum koma vita að það eru embættismenn og for- stjórar stofnana og fyrirtækja sem ferðast mest í þessu landi," segir Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri FÍS. í bréfi sem Stefán sendi fjármála- ráðherra á miðvikudag kemur fram að „verslunarrekstur fríhafnarinnar er fyrst og fremst mögulegur vegna skattastefnu stjórnvalda sem með háum vörugjöldum og ytri tollum styrkir samkeppnisstöðu fríhafnar- verslunar á kostnað almennrar verslunar. Án þeirra gjalda sem öðrum verslunarfyrirtækjum er gert skylt að skila væri grundvellinum kippt undan rekstri fríhafnarinnar." Fríhófnin í Keflavík hefur í mörg ár selt vörur í gegnum síma segir Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli. „Það eru aðallega foreldrar peningalítilla ungmenna sem hringja og kaupa vöru með greiðslu- kortum og ungmennin taka síðan vöruna með þegar þau koma til landsins. Með komuversluninni er- um við ekki að keppa við íslenska verslun heldur útlendar fríhafnir. Þetta eru aðallega sjónvörp sem við erum að selja á þennan hátt. Eitt- hvað sem fólk myndi ekki kaupa á íslandi vegna þess hversu dýr þau eru," segir Guðmundur Karl. Ríkið í samkeppni við atvinnulífið Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka íslands, segir að málefni komuverslunar frí- hafnarinnar hafi verið rædd á fundi með Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra síðastliðið haust og þá hafí hann sýnt máJinu skilning og sagt að verið gæti að málið myndi leysast á þann veg að verslunarrými komuverslunarinnar yrði tekið und- ir færibönd fyrir töskur farþega. „Við hjá Kaupmannasamtökun- um höfum ítrekað beiðni okkar um að komuversluninni verði lokað en ekkert hefur gerst i málinu. Ríkið er í samkeppni við atvinnulífið í landinu með því að reka verslun sem selur vöru án vörugjalda, virðis- aukaskatts og tolla. Islensk verslun getur ekki keppt á þeim markaði," segir Sigurður. FORSVARSMENN verðbréfafyrir- tækja hér á landi segjast ekki hafa orðið varir við sýndarviðskipti með hlutabréf hér á landi til þessa. Erfitt sé að greina slík viðskipti frá eðli- legum viðskiptum, enda geti gengi hlutabréfa sveiflast mjög mikið í daglegum viðskiptum og því erfitt að greina hvort vísvitandi sé verið að reyna að hafa áhrif á gengi hlutabréfa til hækkunar eða lækk- unar. Þórður Olafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans, sem gegnir eftirlitshlutverki með verð- bréfamarkaði ásamt Verðbréfa- þingi, sagði í gær aðspurður að umijöllun Morgunblaðsins hefði gefið bankaeftirlitinu tilefni til þess að skoða þetta mál en ekkert meira væri um það að segja á þessu stigi. Sem fyrr segir virðist það nokkuð samdóma álit forsvarsmanna þeirra verðbréfafyrirtækja sem Morgun- blaðið leitaði til að sýndarviðskipti hafi ekki átt sér stað hér á landi. Sigurður Einarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kaupþings, sagði að mun algengara væri að menn þætt- ust verða varir við innherjaviðskipti þar sem einhverjir byggju yfir upp- lýsingum sem aðrir hefðu ekki. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef slíkt kemur upp á en hins vegar eru menn alltaf að sjá draug í hverju horni í þessum efnum." Ekki borið á sýndarviðskiptum að mati verðbréfafyrirtækja Erfitt að greina slíkar tilraunir Hætta fyrir hendi í vissum tilfellum Davíð Björnsson, deildarstjóri verðbréfamiðlunar Landsbréfa, segir að eins og kerfíð sé byggt upp nú kunni alltaf að vera einhver hætta á því að sýndarviðskipti eigi sér stað, þó svo að alltaf sé erfitt að fullyrða um hvort slíkt hafi gerst eða ekki. „Langmestur hluti við- skipta er hafinn yfir allan slíkan grun. Þau viðskipti sem eiga sér t.d. stað milli tveggja þingaðila eru viðskipti sem mjög erfítt er að eiga eitthvað við enda þyrftu menn þá að koma sér saman um slíkt á milli verðbréfafyrirtækja. Tilvik, þar sem svona gæti komið upp á, eru tilvik þar sem sami þing- aðili er beggja megin borðs, þ.e. bæði kaupandi og seljandi. Þar eru líkurnar til staðar en ég held hins vegar að í langflestum tilvikum þar sem viðskipti eru með þeim hætti þá er um fullkomlega eðlileg við- skipti að ræða. Hvort sýndarvið- skipti hafí komið upp hér á landi eða ekki er hins vegar nokkuð sem ég hef ekki myndað mér neina skoð- un á." ÁsgeirÞórðarson, forstöðumað- ur hjá VÍB, segir að hann sé ekki þess umkominn að greina hvort einhver viðskipti geti hugsanlega verið sýndarviðskipti eða ekki. „Eg held þó að það hafi ekki verið reynt markvisst að hafa áhrif á verðþró- un bréfa í einhverju félagi. Mark- aðurinn hér á landi er orðinn þó það þróaður að það kæmist enginn upp með slíkt nema þá hugsanlega í skamman tíma. Markaðurinn mun alltaf sjálfur sjá um það að leið- rétta sig, komi slíkt upp á." Vægi smærri viðskipta óeðli- lega mikið í markaðsvirði? í tengslum við umræðu um möguleika á sýndarviðskiptum hér á landi vaknar sú spurning hvort eðlilegt geti talist að smærri við- skipti í lok dags geti hugsanlega ráðið markaðsvirði fyrirtækja á Verðbréfaþingi þann daginn. Þannig gætu 100 þúsund króna viðskipti undir lok dags t.d. haft afgerandi áhrif á markaðsvirði Eimskips, sem er stærsta fyrirtæk- ið á Verðbréfaþingi, og um leið á þróun Þingvísitölu hlutabréfa þann daginn. Aðspurður um þetta fyrirkomu- lag segir Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís- lands, að þar séu mönnum ljósir þeir annmarkar sem eru á núver- andi kerfi. „Þetta hefur komið til umræðu hér og m.a. hefur komið til tals að hækka upphæð lágmarks- viðskipta, en við höfum hins vegar frestað því að taka slíka ákvörðun á meðan að endurskoðun á við- skiptakerfi og reglum þingsins á sér stað." Lágmarksupphæð viðskipta á Verðbréfaþingi er í dag 130.000 krónur að söluverðmæti. Stefán segir að ef þessi lágmarksupphæð verði hækkuð eitthvað verulega megi búast við því að verðbréfafyr- irtækin þyrftu í auknum mæli að taka á sig hlutverk viðskiptavaka þ.e. milligöngumenn um hlutabréfa- viðskipti, sér í lagi gagnvart smærri fjárfestum. Slíkt gæti leitt til þess að fyrirtækin þyrftu að liggja með meiri birgðir hlutabréfa í eigin eigu heldur en í dag. Hins vegar ráði núverandi tölvu- kerfi ekki við slík viðskipti og því hafí ekki verið talið tímabært að ræða slíkar breytingar uns end- urnýjun þess væri lokið. Stefán seg- ir hins vegar að slík viðskiptavakt verðbréfafyrirtækja kynni að leiða til minni sveiflna í gengi hluta- bréfa, hvort sem um hækkun eða Jækkun væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.