Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR8.ÁGÚST1996 B 7 VIÐSKIPTI IFO spáir hagvexti í Þýzkalandi Dresden. Reuter. IFO-stofnunin segir að efnahagslíf í Þýzkalandi vaxi og dafni á ný eftir að hafa hægt á sér að undan- förnu. Stofnunin segir að iðnfram- leiðsla og byggingarframkvæmdir hafi aukizt á öðrum ársfjórðungi, en atvinnurekendur og hagfræð- ingar telja batann fallvaltan. Þótt Ifo segi að vöxturinn muni aukast síðari hluta árs og á næsta ári telja hagfræðingarnir að enn sé við alvarlega skipulagserfið- leika að stríða í efnahagsmálum og ný hækkun marksins kunni að gera batann að engu. Stofnunin segir í síðustu skýrslu sinni að verg landsframleiðsla (GDP) hafi sennilega aukizt um 0,5% á öðrum ársfjórðungi frá fyrsta ársfjórðungi og síðasta árs- fjórðungi 1995 vegna aukinnar iðnframleiðslu og meiri útflutn- ings. Verg landsframleiðsla minnkaði um 0,4% á fyrsta ársfjórðungi frá næsta ársfjórðungi á undan og var aðeins 0,4% meiri en á sama tíma í fyrra. Ifo ítrekaði fyrri spá um að verg landsframleiðsla mundi auk- ast um 0,75% á þessu ári og 2% á því næsta. Nýlega spáði Ifo hins vegar 2,5% hagvexti 1997. Áfram atvinnuleysi Að dómi Ifo verður atvinnuleysi mikið sem fyrr, þótt hagvöxtur hafi tekið kipp. Ifo spáir því að atvinnuleysi muni minnka nokkuð í 10,1% á næsta ári úr 10,2% að meðaltali í á'r samkvæmt hagtölum. Einnig spáir Ifo því að ríkis- halli minnki í 3,1% af vergri lands- framleiðslu á næsta ári, sem er talið fullnægja skilyrðum um aðild að myntbandalagi Evrópu. Europe Online gjaldþrota Briissel. Reuter. EUROPE ONLINE, beinlínuþjón- ustan í Lúxemborg er komin í greiðsluþrot og hefur verið lýst gjaldþrota. Fyrirtækið hefur notið lögvernd- ar gegn lánardrottnum meðan rætt hefur verið við nýja fjárfesta, en samkomulag náðist ekki fyrir til- settan tíma samkvæmt góðum heimildum. Meðal annars hefur verið rætt við bandaríska beinlínufyrirtækið CompuServe og Deutsche Telekom í Þýzkalandi, því að stærsti hluthaf- inn, þýzka útgáfufyrirtækið Burda sagði í síðasta mánuði að það mundi ekki leggja fram meira fjármagn. Tilboð ekki viðunandi Heimildirnar herma að Compus- erve og bandaríska fyrirtækið ITT hafí gert föst tilboð, en dómstóll í Lúxemborg taldi þau ekki „alveg viðunandi." Fast tilboð liggur ekki fyrir frá Deutsche Telekom. Nýjar viðræður verða hafnar undir stjórn skiptastjóra til að kanna hvort kaupandi fáist. Europe Online var tiltölulega fyr- irferðarlítið fyrirtæki á vaxandi markaði með um 25.000 áskrifend- um. Það hélt uppi í þjónustu í Þýzkalandi, Bretlandi og Lúxem- borg og rak einnig alþjóðlega þjón- ustu á ensku. Meðal eigenda Burda voru bandarísku fyrirtækin AT&T og Meigher Communications, Pearson Plc í Bretlandi og Banque et Caisse d'Épargne de l'État (BCEE) and Societé Nationale de Crédit et d'In- vestissement (SNCI) í Lúxemborg. Tímarit ráðast á tóbakslög í Belgíu Brilssel. Reuter. ÚTGEFENDUR evrópskra tíma- rita hafa skorið upp herör gegn belgísku lagafrumvarpi, þar sem kveðið er á um bann við nær öllum tóbaksauglýsingum, og segjast þreyttir á tilraunum til að hefta sölu tímarita þvert yfir landamæri í Evrópu. Samband evrópskra tímaritaút- gefenda FAEP, segir að samkvæmt texta frumvarpsins verði bannað að selja erlend rit sem birti tóbaks- auglýsingar í Belgíu, þannig að útgefendur muni neyðast til að að prenta sérstakar útgáfur eða draga sig algerlega til baka. Skorað er á Evrópusambandið að koma í veg fyrir að frumvarpið, sem heilbrigðisnefnd belgíska þingsins samþykkti í júní, verði að lögum. „Þetta er freklegt brot á evr- ópskum reglum um viðskiptafrelsi og málfrelsi," sagði varaforseti FAEP, Louis Croonen, í yfirlýsingu. Sigurmöguleikar sambandsins í baráttunni virðast góðar. Talsmað- ur belgíska heilbrigðisráðuneytisins sagði Reuter að hann teldi ekki að lögunum yrði beitt gegn tímaritum frá öðrum ESB-löndum af því það yrði brot á lögum ESB. Nýsköpunar- og framleiðnideild Iðntæknistofnunar efnir til morgunverðarfundar þar sem þema fundarins verður: Hlutverk ráðgjafans sem hvati að breytingum - hvað þarf til að ná árangri? Fundurinn er hluti af kynningu á fyrstu niðurstöðum verkefnis á vegum Norræna iðnaðarsjóðsins, SMB-FORUM- Delprojekt 5, Processkonsulenter. Fundurinn verður haldinn hjá Iðntæknistofnun, Keldnaholti, á morgun föstudaginn 9. ágúst kl. 09:00-11:()() Dagskrá 1. Opnunarávarp, kynning á fundinum og fundarefni. Hallgrímur Jónasson, lontæknistofnun. 2. Kynning á verkefninu, þátttakendum og núverarídi niðurstöðum verkefnisins. Geir S. Kuvás, Teknologisk Institutt i Oslo, Noregi og Klas Ákerlund, ALMI företagspartner i Vanersborg, Svíþjóð. 3. Ráðgjafinn sem hvati að breytingum. Hvernig er unnt að ná árangri? Per Krogager, Lego, Danmörku. Kaffi 4. Kynning á ráðgjafaþjónustunni í Finlandi, PKT- kerfið. Reinhola Enqvist, PKT, Finnlandi. 5. Umræður með þátttakendum og mögulegar tillögur um þróunaraðgerðir á íslandi. 6. Fundarslit. Allir fyrirlesarar hafa mjög víðtæka reynslu af ráðgjöf og starfa og eða hafa starfað í nánum tengslum við ráðgjafa í heimalandi sínu og á alþjóðlegum vettvangi. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir kl: 15.00, í dag fimmtudaginn 8. ágúst til Iðntæknistofnunar í síma 587 7000 Morgunverðafundurinn er opinn öllum ráðgjöfum og öðrum þeim sem áhuga hafa á efni ráðstefnunnar. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir Björgvin Njáll Ingólfsson, Nýsköpunar- og framleiðnideild. Iðntæknistofnun KELDNAHOLTI 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 7000 » J ^. "^. Þegar þú sendir EMS hraðsendingar annast Hraöf lutningsdeild Pósts og síma allar sendingar, stórar sem smáar, böggla, skjalasendingar og frakt. Þú getur verið viss m |mi l#N|#Nliy um að sendingin kemst hratt og örugglega alla leið. Tenging Hraðflutningsdeildar Pósts og síma við dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggið og hraðann. hraðflutningar um allan heim 90 afgreiðslustaðir um land allt Móttökustaöir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. Opið er frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00 TNT T N T Express Worldwide FOfíGANGSPOSTUR Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík, sími 550 7300, fax 550 7309

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.