Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ástarþrá og einmanakennd í leit að týndum helming Undarlega gagnteknir af vinsemd og ást Aristófanes segir svo guðinn Eros samtengja hið forna manneðli og leitast við að gera eitt úr tveim- ur hlutum. Sérhver maður er því hálfur sundurskorinn maður. Helmingur af tvíkonu þráir að sameinast konu, helft skorin úr karlkyni þráir karla og hlutar af blendingskyni þrá hitt kynið. Þannig er skýring Aristófa- nesar á samkynhneigð annarsvegar og gagnkynhneigð hinsvegar. Aristófanes sagði að þegar tveir helmingar sem áður voru eitt hitt- ust, yrðu þeir undarlega gagnteknir af vinsemd, samhug og elsku og vilja helst ekki vera aðskildir á nýj- [ an leik. Dulin löngun þeirra væri að bráðna saman og lifa sem ein vera lífið á enda. Kenning Aristófanesar um ástina er því, að hún sé sóknin eftir heild- inni, að tvennt sameinist í eitt. Þótt myndin sem hann dregur upp sé óvenjuleg er kenningin ekki svo ósennileg, að minnsta kosti ganga Óvenjuiega og áhrifaríka kenningu um ástina er að fínna í riti Platóns Samdrykkj- an. Hana mæiir leikskáldið Aristófanes í veislu. Gunnar Hersveinn endursegir hana og dregur ályktanir um eðli og takmark ástarinnar með mönnum. EINU sinni var hver maður hnött- óttur að skapnaði með bakið og síðurnar í hring. Maðurinn og konan voru samvaxin með fjórar hendur og jafnmarga fætur og tvö andlit á einu höfði sem sat á sívölum hálsi. Mannveran hafði fjögur eyru, tvenn kynfæri og annað eftir því. Maðurinn í öndverðu gekk upp- réttur eins og nú og til hverrar hlið- ar sem vera skyldi. Þyrfti hann að spretta úr spori setti hann hendur og fætur upp í loft og hringsnerist á mikilli ferð eins og fimleikamaður. Aristófanes, forngríska leikrita- skáldið, bjó til þessa lýsingu til að útskýra eðli ástarinnar í sam- drykkju með Sókratesi og nokkrum öðrum vinum sínum. Hann sagði að kynferðin hefðu Iíka verið þijú: Karlkyn ættað frá Helíosi (sólinni), kven- kyn frá Gaju (jörðinni) og blendingskyn frá Selene (tunglinu). Hver kúluvera var tvíkarl, tví- kona eða karlkona sem samsett var úr báðum hin- um kynjunum. Kúlufólkið ofmetnaðist og taldi sig goðum líkt og neyddist því Seifur til að refsa því. Hann skar það í tvennt og Apolló dró til skinnið, færði til líkamshluta og gerði aðrar nauðsynlegar fegrunaraðgerðir. Dóu hvor í annars örmum Hér býr upphaf ástarinnar eða í þránni til að sameinast á nýj- an leik. Helmingarnir þráðu nú að sameinast og vöfðu örmum hver um annan með von um að gróa saman. Ástin var svo mikil að helm- ingar sem áður voru eitt dóu hvor í örmum annars því hvorugur gat hugsað sér að gera neitt án hins. Ef önnur helftin dó leitaði hin að nýrri til að faðma, af hvaða kyni sem hún var. Seifur leysti þennan glundroða sem ríkti á jörð- inni með því að færa kyn- færin sem Apolló hafði stillt á hliðarnar framan á verurnar og þegar karl faðmaði konu örmum höfðu þau samfarir og gátu barn: Ávöxt ástar- innar! KOSSINN eftir Brancusi. KARLKONA samkvæmt kenningu Aristófanesar. Ljósmyndari í amerískum fótbolta „HVERNIG er veðrið hjá ykkur?“ Heimþráin leynir sér ekki í röddinni. „Ég hef verið að mynda úti síðustu daga og er orðinn skað- brenndur. Það er 30 til 35 stiga hiti upp á hvern dag.“ Ástvaldur Jóhannesson dæs- ir, en blaðamaður Morg- unblaðsins lítur í fyrsta skipti með velþóknun á værðarlega skýjabreiðuna yfir höfuðborginni. Ástvaldur hefur unnið hjá tímaritinu Bengal Report í tvö ár og var nýlega ráðinn myndaritstjóri blaðsins. Hann útskrifaðist í sumar úr Ohio Institute of Pho- tography & Technology, þar sem hann sérhæfði sig i aug- lýsingaljósmyndun, og var verðlaunaður fyrir bestu út- skriftarvinnu þeirra sem luku námi skólaárið 1995 til 1996. „Ég hélt tvær sýningar í skólanum og vöktu báðar mikla lukku,“ segir Ástvald- ur. „Á annarri sýningunni voru eingöngu íþróttaljós- myndir, þ.e. myndir sem ég Morgunblaðið/Ástvaldur TIL VINSTRI: Ástvaldur fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í þessari myndatöku. Til HÆGRI: Ljósum prýdd Cincinnati og einnig má sjá hluta leikvangs Cincinnati Bengals. hef tekið á fótboltaleikjum á íslandi í mörg ár, m.a. fyrir Morgunblaðið, og myndir úr ameríska fótboltanum. Hin sýningin var byggð á landslagsmyndum frá íslandi og vakti mikla athygli. Ég valdi síðan myndir af hvorri sýningu I útskriftarmöppuna mina, auk átján aug- lýsingamynda úr náminu." Ástvaldur hefur unnið með auglýs- ingaljósmyndara í Cincinnati, en það er ekki það eina sem hann hefur verið að sýsla við. Hann tekur einnig myndir fyr- ir liðið Cincinnati Bengals sem keppir í atvinnumannadeildinni í ameríska fót- boltanum. „Þeir notuðu fjórar myndir frá mér í nýjan bækling sem gefinn var út í vor til að ýta undir miðasölu fyrir keppnistímabilið. I framhaldi af því var ég ráðinn Ijósmyndari liðsins og mun taka myndir á hveijum leik, sem m.a. verða notaðar í vikulegt tímarit sem nefnist Game Day.“ Það er mikið fyrirtæki að reka lið í ameríska fótboltanum, að sögn Ástvalds. Það segir sína sögu að 53 leikmenn eru á samningi hjá liðinu auk fjórtán þjálf- ara. En hvernig lið er Cincinnati Beng- als? „Það hefur staðið í ströggli síðustu ár eða þangað til í fyrra. Þá snerist dæmið við og liðinu var hrósað fyrir skemmtilegt spil. Þetta er eitt yngsta liðið í deildinni og það á framtíðina fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.