Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 B 3 DAGLEGT LÍF KOSSINN eftir Rodin. GRÍSKAR SAMDRYKKJUR Ræður á legubekkjum tengingin brýst út í ástargleði og einmanaleikinn hverfur. Og hinsvegar ástarþjáning, sem er þjáningin eða óttinn við að sá sem elskaður er vilji ekki tengjast þeim sem elskar. Hann hafnar ást- inni sem hann fær og gefur enga á móti. Það kveikir kvíðann gagn- vart einverunni og sorg. Fólk er ótengt í ástarþjáningunni og ein- manaleikinn vex. Ástargleðl og þjáning týndra helminga Ástargleði og ástarþjáning eru þannig tveir farvegir með mönn- unum sem þrá að sameinast. Ást- arþjáningin felur í sér skort vegna þess að menn þrá það sem þeir hafa ekki. Ástargleðin í anda Aristófanesar er gagnkvæm og felur í sér alhliða aðdáun elskenda. Tilfinningar þeirra eru efalausar og ánægja rík- ir með sambandið. Með öðrum orð- ÁST eftir R. Indina. VERK Platóns flokkast með mestu afrekum mannsandans á sviði heimspeki og bókmennta. Hann var nemandi Sókratesar og gaf söguhetju sinni í samræðu- verkum sínum nafn hans. Platón bjó í Aþenu og er talinn hafa lif- aðfrá 427-347 f.Kr. Aristófanes, 455-385 f. Kr., er mesta gaman- leikjaskáld veraldar, og hafa 11 gamanleikir hans varðveist. I einum þeirra, Skýjunum, hæðir hann Sókrates sem heimspeking, og gerir hann að ábyrgðarlaus- um orðhengli. Platón birtir hinsvegar Ari- stófanes I Samdrykkjunni, heim- spekiverki sínu, sem andríkan og gáfaðan mann. Platón lætur Aristófanes flytja ræðu sína um ástina í heimspeki- legri samdrykkju, en þær voru algengar meðal Forn-Grikkja. Legubekkjum og borðum var rað- að í skeifulaga hring. Lágu menn og átu en hófu svo drykkju og flutti hver maður ræðu um fyrir- fram ákveðið efni. Snilldin i ræðu Aristófanesar felst í myndrænni framsetningu hennar sem hylur vísdóm um ástina og boðskap til manna um sómasamlega hegðun. Gestirnir í Samdrykkju Platóns höfðu verið í þakkarfórnarveislu Agaþóns daginn áður og verið vel drukknir. Þeir voru því leyst- ir undan skyldudrykkju og sagt að flylja lofræðu um Eros eða ástina. Sjö ræður voru fluttar, frægust og mest rannsök- uð er ræða Sókratesar um ástina á fegurð og vís- dómi. Eros var gríski ástarguðinn, yfirleitt hugsaður sem undurfag- ur sveinn. Seifur var hins vegar æðstur guða með Grikkjum. Samdrykkju Platóns lýkur um morguninn, eft- ir að Sókrates hefur drukkið alla undir borðið og held- ur einn af stað til morgunverka sinna eða að spjalla við unga menn við íþróttaskóla austast í borginni til að leggja rækt við hug þeirra og hjarta og dást að fegurð þeirra. Samdrykkju Platóns hefur ver- ið likt við fagra tónlist og hug- rekki talið að þýða á önnur tungu- mál. Hana má samt finna á is- lenskum bókasöfnum í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar í út- gáfu Jóns Gísiasonar fyrir hönd Menningarsjóðs frá 1959. ■ Aristófanes pör í hinum kristna heimi til altaris í kirkjum til að verða einn maður frammi fyrir guði. Ástln sprettur af einmanalelkanum Óumdeilanlega er hver persóna í heiminum ævinlega ein. Maðurinn er alltaf einn, hver hugur, hver sál er ein í alheiminum og allir eru því óhjákvæmilega einmana. Ástin sprettur af einmanaleikanum til að sigra einveruna, sameinast öðrum og verða ný vera með annarri per- sónu. Eða eru ekki sérstök tengsl eitt af aðalmarkmiðum ástarinnar? Einmanakennd felst í því að geta ekki gert sig skiljanlegan. Hún felst í því að ná ekki sambandi við aðra, að vera misskilinn eða geta ekki deilt tilfinningum sínum og hug- myndum með öðrum. Ástin á hinn bóginn gefur fyrirheit um þetta allt, og henni má skipta í tvennt. Annarsvegar ástargleði, sem er gleðin yfir því að sá sem elskaður er vill sameinast þeim sem elskar. Elskhuginn gefur ást á móti og um, það er innilegt og fullnægjandi og jskapar hamingju. Ást tveggja áður týndra helm- inga birtist í trúnaðartrausti og virðingu. Hún er hlaðin losta og laus við eigingirni því elskendurnir eru eitt og ekkert nema ótakmörkuð velferð og hamingja hvors um sig kemst að. Ást mannanna er óseðjandi eftir kenningu Aristófanesar að dæma því elskendurnir geta ekki orðið ein heilsteypt vera aftur, aðeins sund- urskorin. Þráin slokknar ekki, jafn- vel þótt tveir finnist sem eiga vel saman, gagnteknir og knúðir heitri ástríðu. Samvöxturinn verður ekki nema með vilja guðanna. Börnin eru afleiðing ástarinnar og eina leið foreldranna til að vaxa saman, hinsvegar eru þau andlega aðeins týndir helmingar sem hefja brátt leit að sínum glataða hluta. Ástin sameinar, ástleysi sundrar enn meir Aristófanes mælir með að fólk leggi rækt við ástina og lifi í sátt og samlyndi í leitinni að rétta mak- anum og fínni sinn ástvin. Ástin fæðir svo af sér farsælt líf sem gerir menn hamingjusama. Aftur á móti varar hann við meiri sundrung og siðleysi því það kalli á enn meiri angist og refsingu Seifs sem mun kljúfa einstakling- anna enn í sundur eða eftir miðju nefi svo þeir hoppi leiðar sinnar á einum fæti. Niðurstaðan er því einföld: Sam- einumst og verum fylgismenn ást- arinnar. ■ ÞAÐ er ró yfir þessari bátamynd frá Akureyri, ir sér. Nýliði sem kom til liðsins úr há- skóladeildinni í fyrra og sleit liðbönd fyrir síðasta keppnistímabil kemur sterkur inn núna. Margir vonast til að hann hjálpi liðinu að blanda sér í topp- baráttuna.11 Ekki lætur Ástvaldur sér nægja að mynda íslenskan og amerískan fótbolta heldur hefur hann einnig verið ráðinn ljósmyndari á LPGA-golfmóti sem lialdið verður í ágúst. Þar mun hann fylgja þeim kylfingi sem leiðir mótið hveiju sinni. Raunar lætur Ástvaldur sér ekki nægja að mynda aðra keppnismenn. Hann keppir líka sjálfur. Nýlega náði hann mjög góðum árangri í samkeppni sem Atvinnuljósmyndarafélag Ohio hélt. Þær fjórar myndir sem hann sendi í keppnina fengu allar viðurkenningu, þ.á.m. voru ein verðlaun fyrir „framúr- skarandi árangur“. Ekki nóg með það, heldur vann hann einnig ljósmyndasam- keppni sem haldin var í skólanum. En hvað tekur við? „Ég ætla mér að koma heim eftir eitt ár og sé svo bara til,“ segir Ástvaldur. „Það getur margt gerst á einu ári.“ ■ TROY Aikman hefur leitt Dallas Cowboys að meistaratitlinum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.