Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Baldýr að, saumað og kniplað I Hornstofunni við Laufásveg GUÐBJÖRG Inga Hrafnsdóttir að knipla. Við hlið hennar stendur Asrún Ágústsdóttir og fylgist með. ELÍN Jónsdóttir, Vilborg Stephensen og Helga Melsteð, í Hornstofunni. SÍÐASTLIÐINN vetur og í sumar hefur verið staðið fyrir kynningu á handverki og handverksfólki víðs vegar af landinu, í Hornstofu Heim- ilisiðnaðarfélags íslands við Laufás- veg 2 í Reykjavík. Sýningu á íslensk- um þjóðbúningum og gerð ýmissa hluta sem fylgja þeim, eins og til dæmis kniplingum og baldýruðum upphlutsborðum, lauk síðastliðinn miðvikudag, en hún stóð yfir í sex daga. Blaðamaður Dagiegs lífs var einn fjölmargra gesta til að líta við á sýningunni og ræða við þær konur sem þar sýndu íðju sína. Tilgangur- inn var að kynnast handverki þeirra og fræðast eilítið meir um þjóðbún- inga íslenskra kvenna. Ekki er setið auðum höndum í Hornstofunni þegar blaðamann ber að garði. Tvær konur eru niður- sokknar við að knipla og baldýra á meðan nokkrar standa innar í stof- unni og sýna gestum hvernig laga og bæta megi gamlan upphlut. Upphlutur vlnsælastur Helga Melsteð, verkefnisstjóri Hornstofunnar, segir að nú á dögum séu notaðar fjórar gerðir af íslensk- um þjóðbúningum kvenna og nefnist þeir búningar: upphlutur, peysuföt, skautbúningur og kyrtill. „Þremur hinir fyrst nefndu svipar til þeirra búninga sem íslenskar konur notuðu fyrr á öldum, en kyrtillinn var hins vegar hannaður af Sigurði Guðmundssyni, mál- ara, árið 1870 og hafði hann miðaldakyrtil kvenna sem fyrir- mynd,“ segir hún og heldur áfram: „Upp- hlutur er nú vinsælastur íslenskra þjóðbúninga og dregur nafn sitt af erma- lausa og reimaða bolnum. Peysufötin draga hins vegar nafn sitt af svartri nærskorinni og langerma peysu. Pilsin á þessum tveimur búningum eru eins, en þau eru úr svörtu efni og ná niður fyrir ökkla. Þá dregur skautbúningurinn nafn sitt af höfuðbúnaðinum, skaut- inu, sem við hann er borinn." Ein handverkskvennanna á sýn- ingunni er Guðbjörg Inga Hrafns- dóttir, en hún fæst við það að knipla kniplinga á íslenska þjóðbúninga, bæði fyrir börn og fullorðna. „Aftan á upphlutnum eru bak- og axlalegg- ingar sem kallast kniplingar og eru þeir oftast kniplaðir úr gylltum eða silfruðum vírþráðum, en stundum úr ullarþráðum," segir Guðbjörg. „Ég kann að knipla sex mismunandi mynstur, en þau hef ég lært af Önnu Sigurðardóttur, kniplkennara hjá Heimilisiðnaðarskólanum. Anna hefur aftur á móti fengið mynstrin frá gömlum þjóðbúningum á Þjóð- minjasafninu," segir Guðbjörg. Hún segir ennfremur að það að knipla sé mikið nákvæmnisverk og taki því langan tíma. „Það getur til dæmis tekið tíu tíma að knipla kniplinga fyrir einn þjóðbúning,“ segir hún. Á næsta borði við Guðbjörgu situr Guðrún Einarsdóttir við vinnu sína, en hún er að baldýra upphlutsborða. „Framan á upphlutnum eru svartir flauelsborðar með gylltri eða silfur- litaðri baldýringu, en það er einmitt sá hiuti þjóðbúningsins sem ég er að vinna í,“ segir Guðrún. „Stundum er þó sett víravirki eða annað borða- skraut smíðað úr silfri á flauelsborð- ann í stað þess að hafa baldýringu.“ Guðrún segir að baldýring sé ekk- ert annað en þolinmæðisvinna og æfing, „eins og reyndar allir Morgunblaðið/Golli Á DÖGUNUM var sýning á íslenskum þjóðbúningum í Hornstofunni við Laufásveg. GUÐRÚN Einarsdóttir baldýr- ar á svartan flauelsborða, sem festur er á upphlutinn. hlutir," bætir hún við. „Það hefur því ekki verið vandalaust fyrir kon- urnar í gamla daga að baldýra áður en rafmagnsljós kom til sögunnar,“ segir hún ennfremur. Guðrún álítur að mikilvægt sé að týna ekki niður þeirri list að bal- dýra, því það hafí fylgt upphlutnum og skautbúningnum alla tíð. „Alls konar mynstur eru til af bald- ýringu, en þó verður að fylgja ákveðinni hefð í þeim efnum,“ segir hún enn- fremur. Hvað leynist í gömlum hirslum? Konurnar í Hornstof- unni segja að mikið hafi verið um það að fólk hafi grafið upp úr hirsl- um sínum gamla upp- hluti, skotthúfur eða aðra fylgihluti þjóð- búninganna og komið með á sýninguna. „En markmið okkar er einmitt að veita fólki upplýsingar og ráðgjöf um það hvernig eigi að endurnýta gamla þjóðbúninga eða sauma nýja,“ segja þær og sitja greinilega ekki við orð- in tóm, því í enda Hornstofunnar er Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari hjá Heimilisiðnaðarskólan- um, að sýna tveimur konum hvernig þær geti snyrt skúf á gamalli skott- húfu. „Best er að þvo skúfinn var- lega upp úr volgu vatni og nota til þess þvotta- og mýkingarefni. Þegar skúfurinn er síðann orðinn þurr, má taka taka þá þræði í burtu sem eru orðnir tættir," segir hún meðal ann- ars. Konurnar tvær fylgjast með af áhuga og þakka sínum sæla fyrir að hafa ákveðið að líta við á sýning- unni. Guðbjörg og Guðrún benda á að sífellt sé að verða vinsælla meðal íslenskra kvenna að klæðast þjóð- búningnum við hátíðleg tækifæri. ÓÞEKKT kona í faldbúningi eins og tíðkaðist fyrr á öldum. Ekki aðeins við söguleg tímamót eins og til dæmis lýðveldisafmæli Islands, heldur einnig við fermingar eða við brautskráningar úr skólum. Þær segja einnig að mikilvægt sé að fólk varðveiti þá hluti sem fylgt hafa gömlum þjóðbúningum, því aldrei sé að vita nema hægt sé að nota þá í nýjan búning. Með þau orð í huga kveður blaða- maður konurnar í Hornstofunni, og er jafnframt staðráðinn í því að kanna nánar hirslur formæðranna. Því hver veit nema þar leynist göm- ul baldýring, skotthúfa eða upphlut- ur! ■ Arna Sehram Dömur & Herrar Er meltingin í standi? Margt getur truflað eðlilega starfsemi meldngarfæranna, ; t.d. langvarandi óheppilegt | mataræði. Einnig er algengt að neysla fúkkalyfja setji meltínguna úr jafiivægi vegna þess að lyfin eyða því miður ekki einungis sjúkdómsvaldandi sýklum, heldur rústa þau jafnframt nauðsynlegum gerlagróðri meltingarferanna. j Til að koma starfsemi þeirra aftur í eðlilegt horf eru notaðir Acidophilus gerlar. Acidophilus hylki eru þægileg í inntöku og koma jafhvægi á meltinguna. Úheilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.