Morgunblaðið - 20.08.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 20.08.1996, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA „Vorum betri“ Þetta var hörkuleikur, við vorum miklu betri allan leikinn. Nú reynir á framhaldið," sagði Sindri Grétarsson, leik- Eyjólfur T. maður Skallagríms Geirsson eftir öruggan 3:1 skrifar sigur Skallagríms á Þórsurum í Borgar- nesi. Fyrsta mark leiksins kom á 21. mín. leiksins, þegar Sindri Grétarsson skoraði gott rnark eftir sendingu frá Sveinbirni Ásgríms- syni, sem lék að nýju í byijunarliði Skallagríms, eftir að hafa átt í meiðslum frá því í 5. umferð. Annað mark heimamanna kom á 37. mín. Hilmar Hákonarson ein- lék frá miðju og skaut síðan föstum jarðarbolta í hliðarnet Þórsara af um 20 metra færi. Á 44. mín. bættu Skallagrímsmenn við þriðja markinu, en það skoraði Valdimar Sigurðsson, eftir góða sendingu frá Sveinbirni. Staðan í hálfleik 3:0 og í fullu samræmi við gang leiks- ins. Þórsarar byijuðu síðari hálfleik- inn af fullum krafti, án þess að skapa sér nokkurt færi. Heima- menn komu meira inn i leikinn og m.a. björguðust gestirnir á línu. Undir lokin leystist leikurinn upp og 4 mín. fyrir leikslok minnkaði Hreinn Hringsson muninn með góðu skoti utan úr teig. Sigur heimamanna var fyllilega verðskuldaður, en eins og jafnan áður var það liðsheildin sem vann vel og styrktist við að Sveinbjörn kom inn að nýju. Framarar feta sig áfram Framarar héldu sínu striki í topp- baráttu 2. deildar á sunnu- dagskvöld þegar þeir báru sigurorð af ÍR-ingum í Mjóddinni, 3:0. Leikurinn var nokk- uð íjörugur í fyrstu þó að mörkin hafi látið á sér standa, en drengirnir úr Safamýri sköpuðu sér fleiri mark- tækifæri og gerði það gæfumuninn. Strax á þriðju mínútu tókst Krist- jáni Brooks að koma knettinum í mark Framara, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins mínútu síðar komst Þorbjörn Atli Sveinsson inn fyrir vörn Breiðhyltinga, en Ólafur Þór Gunnarsson í marki ÍR varði skot hans. Kristján Brooks var aftur á ferðinni _ fyrir heima- menn á 9. mínútu, en Ólafur Péturs- son, markvörður Fram, stöðvaði upphlaup hans við markteiginn. Eftir að leikurinn hafði staðið yfir í stundarijórðung skutu gest- irnir þrívegis hættulegum skotum að marki IR, en inn vildi boltinn ekki. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik náðu ÍR-ingar ekki að skapa sér nógu góð marktækifæri svo einhver umtalsverð hætta skap- aðist af. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik brutu Framararnir ísinn, en Ágúst Ólafsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Stein- ars Guðgeirssonar. Framarar juku forystu sína í tvö mörk á 53. mínútu þegar Hólm- steinn Jónasson skoraði úr mark- teig eftir þunga sókn. IR-ingar, sem eru ekki þekktir fyrir að gefast upp baráttulaust, reyndu vitaskuld að snúa leiknum sér í hag, en skot þeirra voru nokkuð frá því að rata rétta leið. Aftur á móti innsigluðu Framararnir sigur sinn þegar Þor- björn Atli skoraði þriðja mark þeirra eftir fyrirgjöf frá Hólmsteini Jónas- syni. Edwin Rögnvaldsson skrifar Morgunblaðið/Ásdís ÞRÓTTARAR léku oft og tíðum skemmtilega á milli sín og létu gestina um að eltast við knöttinn. Hér hefur Gunnar Gunnarsson dregið til sín þrjá FH-inga sem reyna ýmislegt til að stöðva hann. ________________________________________ Sigurður skaut Þrótti á toppinn róttarar þrengdu heldur betur að FH-ingum þegar liðin mættust á Valbjarnarvelli í gær- kvöldi, en leiknum lauk með sigri Þrótt- Rögnvaidsson ara: Tölumar skrifar segja þo ekki alla söguna því leikmenn Þróttar voru mun betri heldur en gestir þeirra úr Hafnarfirði og hefði sigurinn getað verið stærri. Heimamenn tóku völdin strax frá byrjun og áttu fjögur ágæt mark- skot í fyrri hálfleik, en Daði Lárus- son, markvörður FH, varði tvívegis. Þróttararnir hófu síðari hálfleik- inn eins og þeir luku þeim fyrri og áttu besta færi sitt á 49. mínútu, en Hermann Karlsson skaut föstu skoti í þverslána og niður við mark- línu. FH-ingar létu Þróttarana finna eilítið fyrir sér eftir það þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri. Á 69. mínútu kom Sigurður Hall- varðsson inná af varamannabekkn- um og gerði talsverðan usla við mark FH. Hafnfirðingum leiddist þófið og tóku að setja svip sinn á leikinn. Óskar Axelsson skaut rétt framhjá marki Þróttar á 77. mínútu og aðeins einni mínútu síðar átti Hörður Magnússon glæsilegt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í innan- verðri markstönginni. Þróttarinn Sigurður Hallvarðsson er ötull við að koma félögum sínum til bjargar af bekknum þegar mest á reynir, en hann tryggði sínum mönnum öll þijú stigin með góðum skalla eftir sendingu frá Þorsteini Halldórssyni á 85. mínútu. Sigurður studdi því félaga sina á göngu sinni upp á topp 2. deildar og það gæti reynst dýrmætt þegar hausta tekur. Húsvíkingar höfðu betur í botnslagnum Völsungar frá Húsavík kræktu sér í þijú afar dýrmæt stig í botnbaráttu 2. deildar þeir lögðu Víkinga að velli 2:0 í Fossvoginum á sunnudag og skut- ust þeir þar með úr fallsæti deildarinnar Sigurgeir Guðlaugsson skrifar á ný. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist fyrri hálfleikur af mik- illi baráttu á miðjunni en sóknir gestanna voru þó öllu markvissari og besta færi hálfleiksins fékk Guðni Rúnar Helgason þegar hann slapp einn inn fyrir Víkingsvörnina en skot hans fór hárfínt framhjá. Síðari hálfleikur var svo öllu fjör- ugri og ekki liðu nema tæpar sjö mínútur þar til Guðni Rúnar kom Völsungi yfir með föstu skoti fram- hjá Stefáni í marki Víkings eftir glæsilegan undirbúning Ásgeirs Baldurssonar. Víkingar létu mót- lætið fara nokkuð í skapið á sér og fyrir vikið varð sóknarleikur þeirra heldur bitlausari en ella en Völsungar drógu sig hins vegar aftar á völlinn og freistuðu þess að beita skyndisóknum, sem heima- menn áttu oft og tíðum í mestu vandræðum með að stöðva. Til að mynda var Guðni Rúnar óheppinn að bæta ekki við öðru marki sínu skömmu fyrir leikslok þegar þrumuskot hans small i þverslá Víkingsmarksins en þrátt fyrir að knötturinn hafi ekki sungið í netinu í það skiptið þurfti Guðni ekki að bíða lengi eftir öðru mark- inu því aðeins tveimur mínútum síðar skoraði hann með góðu skoti í stöngina og inn eftir að hafa snú- ið af sér fyrirliða Víkings, Þránd Sigurðsson, á vítateigslínunni. Það voru því Völsungar, sem fögnuðu mikilvægum sigri í Foss- voginum í fyrradag en Víkingar eru hins vegar komnir í fallsæti deildar- innar á ný og verða heldur betur að taka sig saman í andlitinu ætli ■þeir sér að forðast fall í 3. deild. „Þetta var mjög dýrmætur sigur en það er þó mikið eftir enn. Mark- mið okkar er halda okkur í deild- inni en ég sé ekki nokkra ástæðu til annars en að horfa bjartsýnum augum á framhaldið,“ sagði Sigurð- ur Lárusson, þjálfari Völsungs, og var að vonum hinn ánægðasti í leikslok. Margrét til Hjörring MARGRÉT Ólafsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, er á för- um til Álaborgar þar sem hún mun ganga til liðs við dönsku meistarana Fortuna frá Hjörring. Margrét heldur til Danmerkur þann 4. september og mun því missa af tveimur síðustu leikjum Breiðabliks í 1. deildinni en þrátt fyrir að dönsku meistararnir hafi lagt hart að Margréti að koma utan strax í byrjun ágúst vildi hún ekki fara fyrr en að bikarúrslitaleiknum loknum. „Mér finnst alveg kjörið að breyta aðeins til en ég er einnig að fara að læra viðskiptafræði í Álaborg. Ef mér líkar dvölin í Danmörku má vel vera að ég verði þarna úti I einhvern tíma og spili þá með Fortuna á meðan.“ sagði Margrét í gær. Ottó Karl gerði fjög- ur mörk KA bauð upp á bragðmikla markasúpu þegar liðið tók á móti Leikni í gærkvöldi og þegar upp var staðið hafði KA gert sjö mörk gegn einu marki gestanna. KA lék vel og var götótt vörn Leiknis sprækum framheijum KA lítil hindrun og hefðu mörk KA hæglega getað orðið fleiri. Ottó Karl Ottósson var iðinn við kolann og gerði hann ijögur af mörkum Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri KA. Ottó Karl gerði fyrsta markið á 13. mínútu með skoti af vítateig. Þremur mínútum síðar jafnaði Frið- rik Ellert Jónsson fyrir Leikni, en hann komst einn inn fyrir vörn KA og skoraði með góðu skoti. KA- menn svöruðu með marki á 21. mínútu og var þar Þorvaldur Makan Sigbjörnsson á ferð með skot af vítateig eftir laglegt spil hans og Ottós. Heimamenn voru nú sterkari aðilinn og juku forystu sína í 3:1 fjórum mínútum fyrir lok hálfleiks- ins með marki Þorvaldar sem komst einn innfyrir, lék á markvörðinn og skoraði í opið markið. KA-menn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru greini- lega staðráðnir í því að bæta enn við forskot sitt og það tókst á 47. mínútu. Ottó fékk laglega sendingu frá Loga Jónssyni og afgreiddi knöttinn með viðstöðulausu skoti af vítateig í mark Leiknis, sérlega glæsilegt mark. Ellefu mínútum síð- ar var Ottó enn á ferð og að þessu sinni skallaði hann í netið af stuttu færi. Áfram hélt þung sókn KA og á 68. mínútu var það Steinn Gunn- arsson sem kom knettinum rétta boðleið eftir að markvörður Leiknis hafði reynt hvað hann gat til að veija skalla frá Ottó. Sjöunda mark KA kom svo ellefu mínútum fyrir leikslok þegar Ottó kórónaði góðan leik sinn og skoraði sitt fjórða mark af stuttu færi. Lið KA lék vel í þessum leik og var framlína þess mjög beitt. Menn létu knöttinn vinna vel og mátti slök vörn Leiknis sín lítils. KA er nú með 21 stig í deildinni og er staða þess vænleg og á liðið eflaust eftir að velgja toppliðunum undir uggum ef það leikur áfram eins og það gerði í gærkvöldi, en hafa skal þó í liuga að mótstaðan var ekki mikil. Leikur Leiknis var slakur og er liðið sem fyrr í neðsta sæti deild- arinnar og staða þess vægst sagt mjög slæm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.