Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 B 7 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR TENNIS / ISLANDSMEISTARAMOTIÐ II nOI F / RVFITAKFPPNI GSÍ Gunnar og Hrafn- hildur unnu þrefaft HRAFNHILDUR Hannesdóttir, Fjölni, og Gunnar Einarsson, TFK, urðu um helgina þrefaldir íslandsmeistarar í tennis, en mótinu lauk á sunnudaginn. Þau vörðu titla sína íeinliðaleik, léku saman ítvenndarleik og sigruðu. Loks bar Gunnar sigur úr býtum ítví- liðaleik karla ásamt Stefáni Pálssyni á sama tíma og Hrafnhildur lék með Stefaníu Stefánsdóttur til sigurs ítvfliðaleik kvenna. Hrafnhildur lagði Rakel Péturs- dóttur að velli í undanúrslit- um í tveimur settum, 6-2, 6-3 og tryggði sér þar með sæti í úrslitum en Benediktsson ?taub lagði skrifar Stefaniu, meistar- ann frá því fyrir tveimur árum, í þriggja setta leik, 3-6, 6-1, 6-4. Það voru því Hrafn- hildur og íris sern léku til úrslita í kvennaflokki og íris byijaði mun betur og vann fyrsta settið örugg- lega 6-4. Hrafnhildur náði að snúa við bjaðinu í öðru setti og sigra 6-2. í þriðja setti leit út fyrir að Írisi væri að takast það sem fáir áttu von á, að vinna Islandsmeist- aratitilinn. Hún náði forystu í sett- inu, 3-1, og Hrafnhildur virtist ekki ná sér á strik. En líkt og hendi væri veifað snerist leikurinn við og Hrafnhildur jafnaði_ 3-3 og komst yfir 4-3. Hin unga íris var ekki af baki dottin og jafnaði 4-4 en lengra komst hún ekki og Hrafnhildur sigr- aði í settinu 6-4 og innsiglaði þar með fimmta íslandsmeistaratitil sinn á sex árum í leik sem tók rúm- ar tvær klukkustundir. „Ég var lengi í gang og lék illa lengi framan af,“ sagði Hrafnhildur og var skiljanlega glaðbeitt eftir að hafa sigrað í kvennaflokki annað árið í röð, en hún er 18 ára göm- ul. „Eftir dapra frammistöðu í fyrsta setti var ég staðráðin í að snúa við blaðinu í öðru setti og það tókst, meira að segja var það auð- velt.“ Hún sagði byrjunina á þriðja sett- inu hafa verið afleita og það hafi verið eins og hún teldi að sigurinn kæmi af sjálfu sér eftir auðveldan sigur í öðru setti. „Mér tókst sem betur fer að rífa mig upp.“ íris sagðist vera ánægð með frammistöðu sína þrátt fyrir tapið en hún er aðeins 15 ára gömul. „Mig vantar meiri reynslu og ef hún hefði verið til staðar hefði ég sigr- að,“ sagði íris. „Ég lék illa í öðru setti en framan af því þriðja tókst mér vel upp en er á leið fór reynslu- leysið að segja til sín. En ég kem reynslunni ríkari til leiks að ári,“ bætti íris við og sagðist vera ánægð með að hafa náð að leggja Stefan- íu, meistarann frá 1994, að velli í undanúrslitum. Minni vafi hjá körlunum í karlaflokki lék minni vafi á hver væri sá besti. íslandsmeistar- inn í fyrra, Gunnar Einarsson, TFK, var greinilega ekki tilbúinn til að gefa neitt eftir í úrslitaviðureigninni við Einar Sigurgeirsson og sigraði annað árið í röð, að þessu sinni í tveimur settum, en í fyrra sigraði hann Stefán Pálsson í þremur sett- um. Þess má geta að Einar tapaði í undanúrslitum í fyrra en hafði þar áður farið með sigur úr býtum sex ár í röð. ' Gunnar kom grimmur til leiks og fyrra settið var nær einstefna af hans hálfu. „Hann gerði mikið af mistökum sem ég gat nýtt mér. Þá hafði ég einsett mér fyrir leikinn að sækja að honum upp við netið og það herbragð tókst fullkom- lega,“ sagði Gunnar um fyrsta sett- ið sem hann sigraði í, 6-2. „Einar byijaði betur í öðru setti en mér tókst að jafna og þegar við höfðum báðir unnið fjórar lotur í öðru setti var komin mikil tauga- spenna í okkur. Staðan var 40:40 og þá vann ég bolta sem var mjög mikilvægur og vann þar með fimmtu lotuna. Það var þess vegna mikil pressa á honum í síðustu lot- unni þar sem ég hafði uppgjafar- réttinn og bætti í og sigraði," bætti Gunnar við og sagðist að sjálfsögðu vera ánægður með að hafa sigrað Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson annað árið í röð. Hann hefði þurft að hafa meira fyrir sigrinum nú en í fyrra þrátt fyrir að þá hefði hann leikið þriggja setta leiki bæði í úr- slitum og undanúrslitum. „Það kom tvennt til að þessu sinni, bæði var það að nú var ég skráður til leiks sem besti spilarinn og auk þess hefur öðrum farið' fram síðan í fyrra. „Já, ég þurfti að hafa meira fyrir sigrinum nú.“ Gunnar sagðist hafa leikið tennis í níu ár en hann er átján ára gamall. Hann hefur búið í Bandaríkjunum í níu ár og byijaði að æfa þar er hann fluttist út. Nú væri stefnan sett á að kom- ast í háskóla í Los Angeles og vinna sér rétt í sterku tennisliði skólans. „Ég kem að ári staðráðinn í að veija titilinn," sagði Gunnar. Meistarataktar hjá þreföldum meisturum GUNNAR Einarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hrafnhildur Hannesdóttir úr Fjölni, urðu bæði þrefaldir íslands- meistarar í tennis um helgina. Gunnar, sem er á myndinní til vinstrí, varð í fyrsta sinn meistari í einliðaieik í fyrra og endurtók leikinn nú. Hrafnhildur hef- ur hins vegar orðið meistari í einliða- leik fimm sinnum á síðustu sex árum. TORFÆRA lném FOLK ■ SVÍARNIR sem mættu í heims- bikarmótið sögðu að það væri ekki nóg með að Islendingar hefðu veitt grimmt og selt síld úr Smug- unni. íslenskir torfæruökumenn hefðu selt úr sér heilann. Svo glæfralegir fannst Svíum íslenskir ökumenn undir stýri. ■ GUNNAR Pálmi Pétursson vann í flokki götujeppa þrátt fyrir að hafa velt harkalega í einni þraut- inni. Hann háði harða keppni við Gunnar Guðmundsson sem hafði forystu eftir fjórar þrautir. Gunnar innsiglaði sigurinn í tímaþrautinni og fékk 1.320 stig í heildina en Gunnar 1.260. ■ SONAX umboðið var styrktar- aðili mótsins, en erlendis styður þýska fyrirtækið Formula 1 öku- mennina Daraon Hill, Jaques Vil- lenueve og Heinz Harald Frentz- en. Liðsstjórar ökumanna torfær- unnar fengu húfur merktar Frentzen og gættu þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. SONAX hérlendis styður torfærukappann Einar Gunnlaugsson og gaf 10 fjarstýrða Benz kappakstursbíla í barnahappdrætti í hléi á staðnum. ■ NORSKUR ökuþór, Torger Johansson fékk tilþrifaverðlaun fyrir akstur í flokki götujeppa og Gísli G. Jónsson í flokki sérútbú- inna fyrir stórkostleg tilþrif í tíma- braut. ■ SÆUNN Lúðvíksdóttir var eina konan sem keppti í torfær- unni. Hún var mistæk í bytjun en átti góðan endasprett og keyrði vel í tímabrautinni. Náði þar þriðja besta tímanum ásamt íslands- meistaranum Haraldi Péturssyni. TVÍVEGIS kviknaði eldur í jeppa inga Más Björnssonar. Hér reynir hann að ræsa vélina en bensín sem flætt hafði í pústið brenn- ur með tilheyrandi eldsúlu eftir að nitró búnaðurinn hafði dælt meira bensínmagni óbrenndu í gegnum vélina. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson EIGINKONAN, Svetlana Markovic, óskar Sigurði til hamlngju. Æsispennandi lokasprettur w Islenskir ökumenn háðu harða keppni um sigurlaunin í fyrsta heimsbikarmótinu í torfæru sem fram Gunnlaugur Rögnvaldsson skrilar sekúndunum fór í Jósepsdal á laug- ardaginn. í flokki sér- útbúinna jeppa réðust úrslitin bókstaflega á síðustu metrunum og í tímabraut. Sigurður Axelsson hékk á sigrinum, þó Gísli G. Jónsson næði fjórum sekúndum betri tíma í lokaþrautinni. Munaði aðeins tíu stigum á þeim í lok keppni, Sigurður fékk 1.260 stig og Gísli 1.250. Flokk sérútbúinna götujeppa vann Gunnar Pálmi Pétursson frá Hornafirði. Tvö þúsund áhorfendur fylgudst með keppninni sem gekk seint í byijun vegna þess hve erfiðar þrautinar voru og brautarhreinsun gekk stirðlega. Ökumenn undir fána Svíþjóðar gerðu ekki garðinn frægan í þessari ferð. Tugir torfærujeppa eru í Svíaríki og komu margir ökumenn til að skoða aðstæður fyrir mót fram- tíðarinnar. Leist þeim vel á aksturs- tækni íslenskra ökumanna og öku- menn þeirra sem kepptu núna höfðu ekki erindi sem erfiði, en vilja efla samstarf milli landanna. Fimm ökumenn blönduðu sér sterk- lega í baráttuna um fyrsta sætið. Þór Þormar var með forystu eftir fjórar þrautir, en í millitíðinni höfðu Éinar Gunnlaugsson og Gísli G. Jónsson haft 10 stiga forystu. En reynsluleysi varð kannski Þór að falli í fjórðu þraut. Hann ætlaði sér upp hrikalegt brekku með nokkrum illskeyttum börðum, en tókst ekki sem skyldi þó litlu munaði. „Ég ætlaði upp, fann lyktina af fyrsta sætinu og vildi fleiri stig. Jepp- inn ofreis þegar ég var kominn efst í brekkuna og ég ríghélt í stýrið og spennti lappirnar._ Vissi að ég myndi falla aftur niður. Ég hentist til og frá þegar jeppinn valt fimm veltur með látum. Fyrsta hugsunin þegar jeppinn var lentur endanlega var að fara og gera við,“ sagði Þór Þormar í samtali við Morgunblaðið. En hann fékk ekki að fara lengra, öryggisfulltrúi LÍA meinaði honum að halda áfram vegna skemmda á veltibúrinu. „Ég yar ekki sáttur við þessa ákvörðun. Ég hefði vel getað lagfært veltibúrið. En ég verð bara að vera grimmur næst og stefni nú hiklaust á fyrsta sætið,“ sagði Þór. Sigurður kláraði fimmtu þraut en Gísli fékk aðeins 220 stig, önnur bens- índælan bilaði og nítrón búnaðurinn virkaði ekki fyrir vikið. Sigurður var þar með kominn 50 stigum á undan Gísla fyrir sjöttu og síðustu þrautina. Staðan fyrir síðustu braut var því þannig að Sigurður var með 990 stig, Gísli 960 og Einar 920. Einar náði ekki nema þokkalegum tíma í tímabrautinni. Sigurður bætti um betur fór á 48,68 sekúndum á meðan Gísli fór eins og elding um tímabrautina, ýmist á fjórum hjólum eða tveimur. „Ég missti hinsvegar vald á bílnum í eitt augnablik á lo- kakaflanum sem þýddi að ég ók niður eitt dekk og tapaði 10 stigum þó ég næði besta aksturstíma," sagði Gísli. Þetta þýddi að Sigurður vann með 10 stiga mun. „Ég var ánægður að vinna sigur. Ég er búinn að bíða lengi eftir gullinu og átti ekki von á að geta unnið mig upp úr sjöunda sæti um miðja keppni í það fyrsta,“ sagði Sigurður, „Ég blindaðist ef sólinn í þriðju þraut, sló af og gaf svo aftur í. Þá varð nitró- sprenging og húddið þeyttist af. Mér leist ekkert of vel á blikuna, því það logaði í vélarsalnum og bensíntankur- inn er frammí. En ég slapp með skrekkinn og gat haldið áfram. Nú verð ég að ná heimsbikarnum. Ég verð að vinna einhvern titil á árinu,“ sagði Sigurður. Einar Gunnlaugsson náði í brons- verðlaunin í flokki sérútbúinna bíla. íslandsmeistarinn Haraldur Pétursson og Ásgeir J. Allanson urðu jafnir í 4.-5. sæti. Suðumesjamenn stálust á toppinn Kvennasveit Keilis endurtók leikinn frá því ífyrra, vann alla mótherja sína 3:0 MJÓTT var á mununum í Sveitakeppni GSÍ á Hvaleyrar: velli íHafnarfirði um helgina. í karlaflokki luku þrjár sveitir keppni jafnar að stigum, en A-sveit Golfklúbbs Suðurnesja var úrskurðaður sigurvegari vegna þess að sveit hans fékk fleiri vinninga í leikjum sfnum. í kvennaflokki hafði A-sveit Keilis betur fhreinum úrslita- leik gegn A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Keppni í karlaflokki gat vart verið jafnari. Þijár sveitir luku keppni með 4 stig eftir fimm leiki, en A-sveit Golfklúbbs Suðurnesja hafði sigrað í fleiri innbyrðis leikjum í viðureignum sínum og hreppti því hnossið. Þegar sveitirnar lögðu upp í síðasta hringinn á sunnudag var Golfklúbburinn Leynir með eins stigs forystu - hafði fengið 4 stig, en Suðurnesjamenn og heimamenn úr Keili voru með þrjú stig. Suður- nesjamennirnir sigruðu A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur, 3:0, í fimmta og síðasta leik sínum og luku því leik með 4 stig - jafnmörg og Leynir, en með fleiri innbyrðis vinninga. Hilmar Björgvinsson og Guðmundur R. Hallgrímsson sigr- uðu Tryggva Pétursson og Þorkel Snorra Sigurðarson í fjórmenningi og höfðu því tekið 1:0 forystu í leiknum. Örn Ævar Hjartarson lék glæsilega í tvímenningi gegn Sig- urði Hafsteinssyni og var leiknum lokið strax á 13. holu því Örn hafði þá sigrað, 7:5. Félagi Arnar, Helgi Þórisson, lék einnig vel og sigraði Hjalta Pálmason, 6:4. Síðasti leikurinn var á milli heimamanna Keilis og Leynis- manna frá Akranesi. Keppnin stóð þegar hér er komið sögu á milli Suðurnesjamanna, sem höfðu lokið leik, og Akurnesinganna. Leynis- menn tóku forystu í leiknum gegn Keili þegar Þórður Emil Ólafsson og Örn Arnarson sigruðu Svein Sig- urbergsson og Friðbjörn Oddsson í fjórmenningi, 2:1. Suðurnesjamenn gátu ekki annað en lagt allt sitt traust á Keilismennina tvo sem á eftir komu, þá Björn Knútsson og Björgvin Sigurbergsson. Eftir átján holur voru Björn og Kristinn G. Bjarnason jafnir og urðu þeir því að leika bráðabana. Björn sigraði á fyrstu holunni í bráðabananum og höfðu Keilismenn því jafnað leikinn. Islandsmeistarar síðustu tveggja ára, Björgvin Sigurbergsson úr Keili og Birgir Leifur Hafþórsson frá Leyni, háðu því harða baráttu í lokin, en Björgvin hafði betur í þetta sinn og bar sigurorð af Birgi á 18. holu, 2:0. Keilismenn höfnuðu í öðru sæti vegna þess að þeir sigruðu Leyni í innbyrðis viðureign sveitanna, en Leynir varð að sætta sig við þriðja sætið þrátt fyrir að vera í foryst- unni fyrir síðustu umferðina. Fyrir keppnina bjuggust flestir við því að baráttan stæði á milli Leynis og Keilis, en Suðurnesjamenn komu, sáu og sigruðu. „Við ætluðum bara að gera okkar besta, komum sjálfs- öruggir til leiks og höfðum trú á okkur. Við ætluðum að leika okkar golf og ef það myndi duga væri það bara mjög gott. Það eina sem við gátum gert síðasta daginn var að vinna okkar leik og svo varð hitt bara að ráðast," sagði Örn Ævar Hjartarson, en hann lék glæsilega Morgunblaðið/Golli SUÐURNESJAMENN réðu sér varla fyrir kætl þegar úrslitin voru kunn. Helgi Þórisson er lengst til vfnstri á myndinni með Gylfa Kristinssyni, sem var ekkf í sveit GS. Órn Ævar Hjartarson gengur glaður í bragði fyrir aftan þá félaga og honum á vinstri hönd er Davíð Jónsson. Fremst á myndinni faðmar Guðmundur Rúnar Hallgrímsson félaga sinn, Hilmar Björgvinsson, og liðs- stjórinn Sturlaugur Ólafsson fylgist með úr fjarlægð aftast í hópnum. Karlsdóttir báru sigurorð af Ágústu Guðmundsdóttur og Sigríði Th. Mathiesen í Ijórmenningi, 3:2. Brugðið hefði getað til beggja vona í næstu tveimur leikjunum, en Þór- dís Geirsdóttir tryggði Keili sigur- inn er hún lagði Ragnhildi Sigurðar- dóttur í æsispennandi einvígi á 19. holu. Ólöf María Jónsdóttir bætti um betur og sigraði Herborgu Arn- arsdóttur einnig á 19. holu og full- komnaði þar með sigurinn. „Þetta er frábært. Það er aðeins eitt orð til yfir þetta. Við áttum frekar von á því að sigra heldur en að tapa leiknum í dag og það gekk eftir. Við erum með mjög gott lið og lékum vel í dag,“ sagði Ólöf María Jónsdóttir. Þórdís Geirsdóttir sagði að þessi sigur hefði verið nauðsynlegur til að sanna að fyrri sigrar hefðu ekki verið nein heppni. „Við vorum alltaf vissar um að vinna fjórmenninginn. Ég var alveg með það á hreinu að við myndum vinna þennan leik. Það var búið að vera svolítil pressa á okkur. Við stilltum öðruvísi upp í fyrra. Þá lenti Ólöf á móti Ragnhildi, en ég á móti Herborgu. Þá sögðu sumir að við hefðum bara verið heppnar að vinna. Nú lenti ég á móti Ragnhildi og Ólöf á móti Herborgu, en við unnum þær samt. Þannig að við erum búnar að sanna það að þetta var engin heppni í fyrra. Við þurft- um líka að sanna fyrir sjálfum okk- ur að við gætum unnið þær hérna á okkar heimavelli, því við töpuðum fyrir þeim hérna fyrir fjórum árum. Það er alltaf plús að vera heima og þess vegna var mikilvægt fyrir okkur að vita til þess að við getum unnið þær hér líka,“ sagði Þórdís. Golfldúbbur Suðurnesja kom á eftir Keili og Golfklúbbi Reykjavík- ur og hafnaði í þriðja sæti. Norð- lensku klúbbarnir, Golfklúbbur Ak- ureyrar og Golfklúbbur Sauðár- króks, urðu fyrir því óláni að falla niður í 2. deild, en staðgenglar þeirra að ári verða Golfklúbburinn Kjölur frá Mosfellsbæ og B-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli KEILISKONUR sigruðu í Sveitakeppni GSÍ þriöja áriö í röö. Efri röö f.v.: Ólöf María Jónsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir og Guðbrandur Sigurbergsson, liðsstjóri. Neðri röð f.v.: Kristín Pálsdóttir, Þórdís Geirsdóttir og Inga Magnúsdóttir. í keppninni og var félögum sínum styrk stoð. Venjan er sú að tvær neðstu sveitirnar falla niður í 2. deild og þurfti A-sveit Golfklúbbs Akureyrar og B-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur að bíta í það súra epli, en A-sveitir Golfklúbbs Vestmanna- eyja og Nesklúbbsins fylla skarðið í 1. deild á næsta ári. Kvennasveit Keilis var í miklum ham á heimavelli sínum um helgina og sigraði í öllum leikjum sínum, en það gerðu þær einnig í fyrra. Keiliskonur hafa nú sigrað þijú ár í röð, en þær léku gegn GR-ingum í síðustu umferðinni á sunnudaginn. Sveitimar tvær voru þá jafnar að stigum og háðu þvi hreinan úrslita- leik. Heimamenn stigu fyrsta skref- ið er þær Kristín Pálsdóttir og Lilja I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.