Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 12
Reuter
DAVID Beckham, einn ungu drengjanna hjá Manchester United, leikur á Morðmanninn Oyvind
Leonhardsen hjá Wimbledon. Beckham gerði eftirminnilegt mark; þrumaði í netið af miðlínu.
MEISTARAR Manchester Un-
ited fóru á kostum er þeir hófu
titilvörnina með 3:0 sigri á
Wimbledon á útivelli á laugar-
dag. Stjörnum prýtt lið New-
castle galt hins vegar afhroð,
tapaði fyrir Everton á útivelli,
0:2. Mikið fjör var ífyrstu um-
ferð ensku úrvalsdeildarinnar,
mikið gert af fallegum mörkum
og nýju útlendingarnir í deildinni
vöktu margir hverjir geysilega
athygli. Mesta líklega ítalinn
Fabrizio Ravanelli hjá Midd-
lesbrough sem gerði þrennu
gegn Liverpool. Fyrrum félagi
hans hjá Juventus, Gianluca
Vialli, náði sér ekki eins vel á
strik með Chelsea, sem gerði
markalaust jafntefli í Southamp-
ton.
Frakkinn Eric Cantona var í lykil-
hlutverki er Man. Utd. sigraði
bæði í deild og bikar sl. vor. Mörgum
kom á óvart að hann skyldi ekki val-
inn í franska landsliðið fyrir Evrópu-
keppnina í Englandi í sumar, en hann
er greinilega hress og endumærður
eftir gott sumarfrí og lék vel gegn
Wimbledon. Gerði mark með glæsi-
legu skoti utarlega í teignum, eftir
góða sendingu Nickys Butt, efst i
vinstra homið. Þetta var fyrsta mark-
ið á 25. mín.
United gerði svo tvö mörk í seinni
hálfleik. Fyrst bakvörðurinn Dennis
Irwin og síðan hinn ungi David Beck-
ham, á lokamínútunni. Mark hans var
einkar glæsilegt; ieikmenn United
brutu á bak aftur sókn heimaliðsins,
Beckham fékk knöttinn skammt aftan
miðju, leit upp og lét síðan vaða. Stóð
nákvæmlega á miðlínunni, skotið var
fast og nákvæmt og knötturinn sveif
yfir markvörðinn í netið.
Lið United var mjög sannfærandi,
liðsheildin góð en Roy Keane og David
Beckham þó bestir. Léku frábærlega.
Augu allra voru skiljanlega á Alan
Shearer, dýrasta knattspyrnumanni
heims, í fyrsta deildarleiknum með
Newcastle. Everton sigraði 2:0 og
Shearer var ekki mjög áberandi, en
var þó tvisvar nálægt því að skora.
Kom knettinum reyndar í netið í fyrri
hálfleik með góðum skalla en dómar-
inn úrskurðaði að Philippe Albert
hefði ýtt á bak vamarmanns Everton
áður en Shearer skallaði - sem mörg-
um þótti vafasamur dómur - og síðan
skallaði hann í þverslá í seinni hálf-
leik.
Shearer var sem sagt ekki í aðal-
hlutverki, þó dýrastur væri. Duncan
Ferguson, miðheiji Everton, vakti
mesta athygli. Þessi snjalli Skoti, sem
sat í fangelsi lengi síðasta keppnis-
tímabils, átti þátt í báðum mörkum
, liðsins; var fyrst felldur í teignum og
: víti dæmt sem David Unsworth skor-
aði úr og síðan skallaði Ferguson
■ knöttinn fyrir fætur Gary Speed sem
skoraði úr miðjum teig meðan vöm
Newcastle steinsvaf á verðinum.
Fabriziano Ravanelli kostaði Midd-
lesbrough rúmlega helmingi minna
en Shearer Newcastle; sjö milljónir
punda, sem mörgum finnst nú tals-
veit, en þessi ungi, gráhærði, mark-
sækni ítali virðist peninganna virði
ef marka má fyrstu umferðina. Hann
lék mjög vel og skoraði þrívegis. Stig
Inge Bjömebye gerði fyrsta markið
fyrir Liveipool, en Ravanelli jafnaði
úr víti, John Barnes kom gestunum
aftur yfír eftir laglega sókn en enn
jafnaði ítalinn. Liverpool náði foryst-
unni í þriðja skipti um miðjan seinni
hálfleik er Robbie Fowler gerði fallegt
mark en Ravanelli kórónaði leik sinn
með þriðja markinu skömmu fyrir
leikslok. Bæði lið léku skemmtilega
knattspyrnu, sóttu stíft en vamarleik-
ur beggja var hins vegar ekki upp á
marga físka.
Kevin Campbell byijaði tímabilið
glæsilega; gerði þrjú mörk fyrir Nott-
ingham Forest gegn Coventry og
Dean Saunders, sem Forest keypti
frá Tyrklandi í sumar, átti þátt í
þeim öllum. Greinilegt að þeir félag-
arnir geta orðið hættulegir saman í
framlínunni. Chris Armstrong hjá
Tottenham fór einnig vel af stað,
gerði bæði mörk Tottenham í sann-
gjörnum 2:0 sigri á Blackburn á úti-
velli.
Arsenal, sem rak knattspyrnu-
stjórann Bruce Rioch fyrir viku, sigr-
aði West Ham 2:0 í fyrsta leiknum.
John Hartson náði forystu á 27.
mín. og fiskaði svo vítaspyrnu
skömmu fyrir leikhlé og Dennis
Bergkamp skoraði örugglega úr
henni.
Derby, sem er komið í úrvalsdeild-
ina að nýju eftir nokkurra ára fjar-
veru, byijaði ekki gæfulega á heima-
velli gegn Leeds. Gestirnir voru
komnir 2:0 yfir og allt stefndi í sigur
þeirra en hið ótrúlega gerðist.
Sturridge minnkaði muninn á 77.
mín. og Simpson jafnaði á þeirri
næstu. Og Leedsarar eru væntanlega
óhressir með það mark. Þeir tóku
nefnilega miðju, eftir að Sturridge
skoraði, knötturinn var sendur til
baka og þaðan enn lengra - ætlaður
markverðinum - en Simpson hljóp
sem óður væri, tæklaði markvörðinn,
náði að spyrna í knöttinn og inn fór
hann! Þá voru liðnar 9,5 sekúndur
síðan Leeds byrjaði á miðju.
Southampton og Chelsea gerðu
markalaust jafntefli á sunnudag í
leik þar sem gestirnir frá London
voru mun nær því að sigra. „Ég er
auðvitað óánægður. Við sköpuðum
okkur fullt af færum sem við náðum
ekki að nýta, en reyndar náðum við
að halda þeim þannig að í skefjum
að þeir fengu aðeins eitt færi. Með
það get ég verið ánægður, en þegar
upp er staðið má segja að við höfum
frekar tapað tveimur stigum en náð
í eitt. Þess vegna er ég vonsvikinn,"
sagði Ruud Gullitt, knattspyrnustjóri
Chelsea.
ítalinn Vialli hafði sig fremur lítið
í frammi í leiknum en var þó nálægt
því að skora. Átti glæsilega hjól-
hestaspyrnu eftir fyrirgjöf; tók
knöttinn óvænt á lofti og þrumaði
honum í þverslána á 70. mín.
■ Úrslit / B9
■ Peningarnir / B2
Mabbutt
óheppinn
GARY Mabbutt, fyrirliði
Tottenham, fótbrotnaði í
leiknum gegn Blackburn á
laugardag eftir samstuð við
Graham Fenton. Mabbutt, sem
verður 35 ára á föstudaginn,
segist ákveðinn í að leggja
hart að sér og mæta til Ieiks
á ný. „Læknarnir segja mér
að þetta sé „hreint“ brot...svo
vonandi þarf ég ekki að fara
í aðgerð." Mabbutt verður í
gifsi í sex vikur og læknar
telja hann geta farið að leika
um jólaleytið.
Elstur en
bestur
ULI Stein, hinn litríki þýski
markvörður sem nú leikur á
ný með Armenia Bielefeld, lék
stórkostlega gegn Borussia
Mönchengladbach á föstu-
dagskvöldið. Hann er orðinn
41 árs en segist aldrei hafa
verið í betri æfingu en nú og
fjölmiðlar hrósuðu honum í
hástert. Voru sammála um að
enginn mai’kvörður hefði ver-
ið honum fremri í 1. umferð-
inni í Þýskalandi.
Southall
frábær
NEVTLLE Southall, gamla
brýnið í marki Everton, lék
700. leikinn fyrir félagið og
sýnir að lengi lifir í gömlum
glæðum. Hann hélt upp á dag-
inn með þvi að veija nokkrum
sinnum af stakri snilld.
IÞROMR
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Tveir Eng-
lendingar
AÐEINS tveir Englendingar
voru í liði Chelsea gegn Sout-
hampton, miðvallarleikmenn-
irnir Dennis Wise og Andy
Myers. Aðrir voru frá ítalfu,
Frakklandi, Rúmeníu, Wales,
írlandi og Skotlandi.
ÞYSKALAND
Meistaravagninum
strax skellt í fluggír
Meistaramir töp-
uðu í Leverkuse
Borussia Dortmund hóf titilvörn
sína í þýsku knattspyrnunni í
Leverkusen á laugardag og þurftu
meistararnir að bíta í það súra epli
að bíða 2:4 ósigur fyrir heimamönn-
um úr Bayer.
Eftir einungis sjö mínútna leik
höfðu þeir Paulo Sergio og Ulf
Kirsten komið Leverkusen í 2:0 en
Dortmund, sem lék án þeirra Matt-
hias Sammers, Steffen Freunds,
Rene Schneiders, Karl-Heinz Ried-
les og Paulo Sousas, náði þó að
jafna metin skömmu fyrir leikhléið
með laglegum mörkum frá Skotan-
um Paul Lambert og Ghanabúanum
Ibrahim Tanko.
Ekki var svo langt liðið fram í
síðari hálfleikinn þegar Holger Fach
hafði komið Leverkusen yfir á ný
og undir lok leiksins gulltryggði
síðan Rene Rydlewicz stóran sigur
liðsins með glæsilegu marki eftir
mistök í vörn meistaranna.
Þrátt fyrir Dortmund hafði sakn-
að nokkurra öflugra leikmanna á
laugardaginn þykir ósigur liðsins
fyrir Leverkusen renna stoðum und-
ir þær spár að það muni eiga eftir
að reynast félaginu erfitt að veija
titil sinn og að Bayern Múnchen,
sem lagði St. Pauli að velli 2:1 á
föstudag, muni ná að endurheimta
þýska meistaratitilinn.
Ómögulegt er þó að spá fyrir um
væntanlega meistara þegar einung-
is einni umferð er lokið en fyrirfram
er talið líklegt að auk Dortmund
og Bayern muni Stuttgart, Werder
Bremen og Borussia Mönc-
hengladbach koma til með að bítast
um efsta sæti deildarinnar.
Stuttgart sigraði Schalke örugg-
lega í fyrstu umferðinni 4:0 með
mörkum frá þeim Giovane Elber,
Mathias Hagner, Krassimir Bal-
akov og Fredi Bobic. Lið Stuttgart
þótti leika frábærlega og reyndar
best allra liða í fyrstu umferð þýsku
deildarinnar. Mönchengladbach og
Arminia Bielefeld gerðu markalaust
jafntefli en Bremen beið hins vegar
mjög óvæntan 2:3 ósigur fyrir Frei-
burg.