Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 BLAÐ B ¦ DULDAR ÁSTÆDUR MISMÆLA/2 ¦ ÞRÍRUNGIRMEÐ FYRIRTÆKI/2 ¦ FJARSJODUR I FERÐATOSKU/6 ¦ TM - HUGLEIÐSLA/6 ¦ KARL SEM FYRIRSÆTA/7 ¦ SJÖ NÝJIR SKARTGRIPAHÖIMNUDIR ¦ HANDVERK/8 Skólatöskur Vandinn að velja rétt SKOLAFRIIÐ líður og ungmennin eru farin að undirbúa veturinn; kaupa nýjar stílabækur, blýanta, strokleður og fleira sem nauðsyn- legt þykir fyrir námið. í septem- ber munu fjöldamörg börn stíga sín fyrstu skref á skólagöngunni og foreldrarnir eru farnir að huga að því skóladóti sem til þarf, eins og til dæmis skólatöskum, fatnaði og bókum. Og í tilefni af því kann- aði Daglegt /íYskólatöskur. Nokkrir verslunarstjórar í Reykjavík, sem selja skólatöskur, sögðu að algengast sé að byrjend- ur í barnaskólum noti harðar og kassalagaðar baktöskur. „Slík taska situr vel á bakinu á börnun- um, en auk þess er innihald tösk- unnarvel varið fyriröllu hnjaski," segir einn verslunarstjórinn. Kassalöguðu baktöskurnar eru til í margs konar gerðum og litum og kosta þær frá 2.900 krónum upp í 7.000 krónur. Verslunar- stjórar segja að verð og gæði fari yfirleitt saman og megi þess vegna búast við því að þær ódýr- ustu dugi ekki mikið lengur en yfir veturinn. Ólafur Sveinsson verslunar- stjóri í Pennanum segir að gott sé að gera sér grein fyrir styrk- leika töskunnar eða hversu gerð- arleg hún sé; hvort hún sé með handföngum, smellum eða ólum. „Einnig skiptir máli hversu mikið endurskin er á töskunni. Þá er vert að huga að lengd ólanna, þegar taskan er komin á bakið, því ef ólarnar eru langar er auð- veldara fyrir börnin að stilla tösk una, þannig að hún sitji rétt," segir Ólafur. Hann segir einnig að mikilvægt sé að fylgj- ast með því að tösk urnar séu ekki of þungar fyrir börnin. „Ef þyngdin fer yfír þrjú kíló, þarf að athuga hvað búið er að setja ofaní tösk- una!" Olafur segir að lokum að níu ára krakkar og eldri hafi ákveðn- ari skoðanir um útlit skólatös- kunnar. „Þau vilja gjarnan bak- poka, en þeir fást í öllum stærðum oggerðum." ¦ Wkc »8L"".\ "*"* hAeT ™l*^3ks 1 Mfc*^f<dB| TjL Wgmr ' Jbé£ jHI ^^^^Hf Morgunblaðið/Golli Ungling- arog herbergi UNGLINGAHERBERGI getur verið martröð: Allt á rúi og stúi, ekkert á sínum stað. Eða hvað? Sennilega eru þetta fordómar. Unglingar hafa iðulega ákveðn- ar hugmyndir um hvernig um- horfs á að vera í herberginu og beita oft sköpunargáfunni til að ná fram ákveðinni stemmn- ingu. Veggir geta verið skemmtilega málaðir, húsgögn nýstárleg og uppröðun óvenju- leg. Nokkrir unglingar opnuðu dyr herbergja sinna og í Jjós komu áhugaverðar vistarverur og frumleiki. Cildir lil 211. uijnsi JHMHPV tdduf elli - Grensásvegi - Rofabæ - Þverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.