Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF ■ íSilft; GUÐBJÖRG Bergsdóttir tekur á móti gestum í setustofunni. GUÐBJÖRG BERGSDÓTTIR Stofa með gömlum húsgögnum HEIMASÆTAN á Starhaganum heitir Guðbjörg Bergsdóttir og er fjórtán ára, nemandi í Hagaskóla. Hún nýtur góðs af því að vera lang- yngst af fjórum systkinum sem öll eru löngu flutt að heiman. „Þau skyldu eftir heilan helling af fínum og fallegum húsgögnum til dæmis svefnsófa, borð og stóla sem ég hef fengið að nýta.“ Þar sem húsið er stórt og heimilismeðlimir bara þrír, hefur Guðbjörg fengið tvö herbergi til afnota í risinu. Fyrir skömmu innréttaði hún annað herbergið sem setustofu þar sem hún tekur á móti gestum, meðal annars vinkonum sínum, þá er hlustað saman á tónlist af ýmsu tagi og haft huggulegt. Guðbjörg hefur gaman af því að hafa fallegt í kringum sig og reyn- ir því að rusla sem minnst til. Hún skreytti hillusamstæðuna sem hún fékk í fermingargjöf með alls kon- ar smáhlutum. Þar er meðal ann- ars að finna japanska skó sem hún passaði einu sinni i en eru nú orðn- ir allt of litlir. Veggina í setustofunni vildi Guð- björg hafa sérstaka. „Mér finnst fallegt að hafa hreyfingu í máln- ingunni og málaði veggina því með ákveðinni aðferð, hvít málning undir og grænt yfir. Vinkona mín sem er arkitekt hjálpaði mér heil- mikið við það.“ ■ Smekkur og stíll ungmenna Flíkur á víð og dreif, óumbúið rúm, úrklippur á veggjum af stjörnum, óhrein glös, sælgætisumbúðir, tómar flöskur, poppkom á gólfi: Dæmi- gert unglingaherbergi. Til að komast af því hvort ástandið hafí nokk- uð breyst, heimsótti Hrönn Marinósdóttir fímm ungmenni á aldrin- um 12 til 17 ára. Þau eiga það sameiginlegt að hafa hannað herberg- in að mestu eftir eigin höfði, án mikilla afskipta foreldranna. En að öðru leyti er stíll þeirra og smekkur ólíkur. Atrúnaðargoðin skipa augljóslega enn sem fyrr veigamikinn sess og hjá sumum að minnsta kosti er gólfið notað í fleira en að ganga á því. HALLDÓR BJARKI CHRISTIANSEN Betri fötin rata yfirleitt í fataskápinn SÁ ELSTI sem litið var i heimsókn til heitir Halldór Bjarki Christian- sen, sautján ára Seltirningur. „Ég er ekki mikið fyrir hreingerningar og það sem af er árinu hef ég lag- að til í herberginu tvisvar sinnum, síðast í byrjun sumars. Betri fötin rata þó yfirleitt í fataskápinn en annars er ástandið ekki svo slæmt núna þar sem slatti af fötum er í hreinsun." Halldór segir móður sína vera löngu hætta að ergja sig yfir draslinu, „hún veit það þýðir ekki neitt.“ Halldór Bjarki er í ritstjórn skólablaðs Menntaskólans við Hamrahlíð og notar því tölvuna til skrifta. „Ég læri yfirleitt á bóka- safni en aðeins örsjaldan í herberg- inu. Þar gríp ég nokkrum sinnum í rafmagnsgitarinn minn eða hlusta á tónlist á síðkvöldum og læt mig- dreyma um að komast í langferðir til fjarlægra landa. “ Alla jafna er dregið fyrir gluggann í herbergi Halldórs sem gerir það að verkum að fólk fær ofbirtu i augun þegar gengið er þaðan út. „Ég einfaldlega man aldr- ei eftir því að draga frá á morgn- ana, þá er ég syfjaður og að flýta mér í strætó. Á kvöldin kem ég yfirleitt seint heim og fer oftast HALLDÓR Bjarki Christiansen í rökkrinu inni hjá sér. beint að sofa, dauðþreyttur.“ Sum ungmenni eyða ógrynni af tíma í herbergjum sínum og hafa þar jafnvel síma svo varla er ástæða til að fara út nema til að nærast. Önnur nota herbergin aðeins sem svefnstað, rétt yfir blánóttina. Hall- dór Bjarki tilheyrir síðari hópnum. .. Morgunblaðið/Golli BJÖRN Halldór Helgason og litríki veggurinn. BRYNJA Björnsdóttir sefur í öðrum helmingi af gömlu hjónarúmi foreldra sinna. BJÖRN HALLDÓR HELGASON Gestabók og skrítið sjávarfang LITRÍKUR veggur einkennir her- bergi Björns Halldórs Helgasonar sem er tólf ára og því alveg á leið- inni að verða unglingur. „Fimm ár eru liðin síðan vegg- urinn var málaður hafblár en Björn Halldór hreifst mjög af kvikmynd- inni „Mermaids“ og fékk móður sína til að mála vegginn í bláum lit svo hann gæti ímyndað sér að hann væri neðansjávar. Af stakri snilld málaði hann skrítið sjávarfang, ýmsar fiskitegundir, skip og báta af öllum stærðum og gerðum á vegginn. „Þegar ég fékk ieið á sjón- um, bætti ég við alls konar öðru- vísi teikningum, leikaranöfnum og slagorðum ýmist með jóla- eða kop- arúða.“ Undanfarið hafa helstu vinir og kunningjar sem koma í heimsókn, fengið að skrifa nöfnin sín þar stór- um stöfum. Birni Halldóri fínnst ennþá gam- an að teikna en frítíma sínum ver hann þessa dagana aðallega í brettaíþróttina. Nýlega rammaði hann inn mynd- ir af meðlimum í Prodigy, Blur og Pulp, uppáhaldshljómsveitunum, ásamt nokkrum eiginhandaráritun- um stjarnanna, sem hann er afar stoltur af. Björn Halldór er á förum til Ítalíu en þar ætlar hann að dvelja í eitt ár ásamt ijölskyldu sinni. Veggur- inn góði verður því málaður að nýju, jafnvel í bleikum litum. Þegar fjölskyldan kemur aftur heim til Islands, ætlar hann að mála herbergið svart eða jafnvel teikna nýja fresku á vegginn. ■ LÁ/|j /0 , \ T I v BIRTA Björnsdóttir á sjónvarp, tölvu qg hljómflutningstæki. BIRTA OG BRYNJA BJÖRNSDÆTUR Björk og Bítlarnir í uppáhaldi GATNAMÁLASTJÓRI yrði sjálfsagt yfir sig hrifinn ef hann kæmi í heimsókn til systranna, Birtu og Brynju Björnsdætra í Sólheimunum en herbergi þeirra prýða meðal annars, ýmis konar gömul umferðarskilti. Systurnar segjast vera mjög ólíkir persónuleikar sem sjáist meðal annars á því hvernig þær skreyta herbergin sín. Birtu hættir til að hafa allt í drasli inni hjá sér en Brynja er iðinn við að halda sínu herbergi hreinu. Þrátt fyrir það eru þær systur mjög góðar vinkonur. „Stundum þarf að mynda göngustíga meðfram fatahaug- unum í herberginu mínu til að komast leiðar sinnar“ segir Birta, sextán ára og nemandi í Menntaskólanum við Sund. „Nú er ég nýbúin að laga til en yfir- leitt er hurðin inn til mín bara lokuð og aðgangur bannaður." Á veggjunum hjá Birtu kennir margra grasa; úrklippur úr blöð- um af poppstjörnum, heill hell- ingur af gömlum og nýjum ljós- myndum af vinum og fjölskyldu, þurrkuð blóm, veggjakrot á ensku og margt fleira. „Mér finnst ekki fallegt þegar sést mikið í hvíta veggi,“segir Birta. Auk þess hefur hún tölvu, sjón- varp og hljómflutningstæki í vistarveru sinni. Brynja systir hennar sem er þrettán ára, hefur hreiðrað um sig í herberginu við hliðina. Þeg- ar mamma þeirra var lítil bjó hún einnig í því herbergi. „Allt er þó öðru vísi innréttað en þeg- ar mammma svaf hér,“ segir hún. Brynja notar ýmis gömul hús- gögn svo sem annan helminginn af hjónarúmi foreldranna og langt borð sem pabbi hennar smíðaði fyrir mörgum árum. Herbergi Brynju er ljósgrænt og það hefur hún skreytt hátt og lágt með pappírsblómum í alla vega litum. Ljósmyndir af Bítlunum og Björk prýða einnig veggina enda eru það eftirlætis tónlistarmenn hennar. Brynja segist nota herbergið töluvert til dæmis þegar hún þarf að læra en hún er í Voga- skóla. Stundum koma vinir í heim- sókn og þá er gott að hafa röð og reglu á hlutunum. ■ Skortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-vítamín þekkt sem kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum. E-vítamín er öflugt andoxunarefni (þráarvarnarefni) sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-víta- mín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Rannsóknir hafa undanfarið einkum beinst að E-vítamíni til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess. Fœst í beilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Kringlunni & Skólavörðustíg ÉK eilsuhúsið GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.