Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ILLEANA Constanineanu sækir inn- HRINGUR eftir Helle Lavig Espersen, Á ÞESSARI mynd má sjá skartgrip METTE Saabye sýnir hér eyrnalokk blástur í uppbyggingu atómsins, eins en hún leitast við að hafa samsetningu eftir Anders Leed Christensen. sem hún hannaði sjálf. og sjá má af hálsmeninu sem hún ber. sem tjáir lífgjöf og gleði. 7 hönnuðir sýna skartgripi í Gullsmiðjunni Pyrit SJÖ nýútskrifaðir skartgripahönn- uðir frá Gullsmíðaháskólan- um í Kaupmannahöfn, komu til Islands nú á dögunum til að kynna lokaverkefni Sýning á verkum þeiri stendur nú yfir í Gullsmiðj- unni Pyrit G 15, Skóla- vörðustíg 15 í Reykjavík og lýkur þann 25. ágúst næst- komandi. Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, er eini íslendingurinn í hópi sjö- menninganna. Hún kynnir félaga sína úr Gullsmíðaháskólanum: Ille- ane Constanineanu, Helle Lovig Espersen, Karinu Noyons, Anders Leed Christensen og nöfnurnar tvær þær Mette Vivelsted og Mette Saabye. Hringur úr plasti og áhrif náttúrunnar Ungu skartgripahönn- uðirnir segia tiigang farnr- innar til Islands aðallega vera að kynna skartgripi sína. Þau segja að með verkum sín- um séu þau að leitast við að skapa nýjungar í |ív danskri skartgripa- hönnun, en til þess vinni þau á óhefð- ARMBAND- IÐ er eftir Karinu Noyons. Handverk á Hrafnagili 1996 úr leðri, ull, jurtum ofl SYNINGIN Handverk ’96 var haldin að Hrafnagili í Eyjafirði um iiðna heigi. Greinilegt er að fólk hefur vaxandi áhuga fyrir handverki því sífellt fleiri gestir sækja sýninguna með hveiju ári, en slíkar sýningar hafa nú verið haldnar fjögur ár í röð í íþrótta- húsinu á Hrafnagili. Á handverks- sýninguna komu á milli 8 og 9 þúsund manns sem er töluvert meiri aðsókn en var í fyrra. Veðrið lék við sýnendur og gesti sem undu sér við það dagpart að ganga á milli handverksfólks og líta á fjölbreytt verk þeirra, en það er mái manna að mikil þróun hafi átt sér stað í íslensku handverki á liðnum árum og vakning orðið um allt land, hvarvetna séu starfandi hópar sem sinni fjölbreyttu hand- verki. Margir komu langt að til að sjá sýninguna, en sýnendur voru líka hvaðanæva að af landinu. Boðið var upp á þá nýbreytni nú að sýna handverk frá Græn- landi, Færeyjum og Norður-Nor- egi og komu um 25 manns frá Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir GUÐBJÖRG Kristín Ingvarsdóttir með hring sem hún hannaði. METTE Vivelsted með eyrnalokka unna úr álplötu og er stefnt að því að láta keilulaga formið mynda skuggaflöt á milli skart- gripsins og líkamans. bundinn hátt og noti nýstárleg form og efnivið. „Þannig lærir fólk smám saman að meta eitthvað annað en það sem í dag telst venjubundið," segja þau og eitt þeirra nefnir dæmi málinu til stuðnings. „Ég var einu sinni að vinna á skartgripasölu, þegar gamall maður kom inn og sagðist vera að leita að hring handa konu sinni. Eftir að hann hafði litið á úrvalið keypti hann frumlegan hring úr plasti, án þess að hika. Þetta kom mér hins vegar skemmtilega á óvart, því ég bjóst alls ekki við að eldri maður myndi hafa smekk fyrir svo óvenjulegum skartgripi." Sjömenningarnir segjast hafa not- að tækifærið til að skoða sig um í nágrenni Reykjavíkur. „Óhætt er að segja að við höfum sótt mikinn inn- blástur í náttúru íslands. Því höfum við ákveðið, í framhaldi af þessari dvöl okkar hér, að hanna skartgripi, sem eiga að lýsa áhrifum landsins tá okkur. Sýningin á þeim skartgrip- um verður svo haldin næsta vor og verður forvitnilegt að sjá hvernig hvert okkar mun túlka náttúru landsins.“ Hver skartgripur hefur ákveðinn boðskap Það tók sex mánuði að hanna hvern skartgrip í lokaverkefninu. „Fyrst þurftum við að ákveða hvern- ig skartgripirnir ættu að vera, en síðan voru þeir teiknaðir og mótaðir í leir. Að því loknu hófumst við handa við að búa til skartgripina úr því efni sem við höfðum valið,“ segja þau og halda áfram: „Skartgripirnir fóru síð- an fyrir prófdómara, þar sem þeir voru metnir en annað hvort fáum við „staðist" eða „ekki staðist" En að sjálfsögðu náðum við öll þessu prófi.“ Greinilegt er á sýningunni að þetta unga fólk hefur ekki farið troðnar slóðir í hönnun skartgripanna. Þrátt fyrir það leggja þau áherslu á að allir skartgripirnir séu gerðir með það í huga að þeir séu notaðir, en ekki eingöngu hafðir til skrauts í einhveij- um sýningarsölum. Hvéijum skart- gripi fylgir ákveðinn boðskapur, sem þau segja að ekki sé hægt að kom- ast hjá að taka afstöðu til. Á meðfylgjandi myndum má sjá einn skartgrip frá hvetjum hönnuði og hvernig best er að bera þá. ■ Morgunblaðið/Kristján ÞÆR komu þrjár saman að sunnan, Ingibjörg Guðmundsdótt- ir frá Þorlákshöfn sem sýndi þjóðbúningadúkkur, Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir sem rekur Grænu greinina á Selfossi og sýndi m.a. handskorna glermuni og Þóra Sigurjónsdóttir frá Stokkseyri sem m.a. var með vörur úr þangi. MEÐ loðhúfur Sonju ísafold pelsahönnuðar á Patreksfirði. þessum þremur löndum til að sýna það sem unnið er að í nágranna- löndunum á sviði handverks. Hátt í tvö hundruð íslenskir handverksmenn sýndu fram- leiðslu sína, vörur úr ull, leðri, postulíni, keramiki, tré, horni, beinum, jurtum, gleri og ýmsu fleiru. Handverksfólk var að störf- um utan dyra og sýndi bæði göm- ul og ný vinnubrögð sem vöktu verðskuldaða athygli. ■ MÞÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.