Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ MEÐ AUGUM LANDANS Æskuvá - ráðum við ekki við vandann? S María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfí viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs íslands við íslenska sendiráðið ÉG hlakkaði til að jr koma heim í frí. Á leið- Jl inni heim millilenti ég Oí Kaupmannahöfn, ég tók strætó í bæinn, það var stórkostlegt að ganga í klukkutíma eft- ir Strikinu í blíðviðrinu, vera hluti af iðandi r....H mannlífínu. Allt var svo hreint, húsin, göturnar, fólkið, góð angan frá veitinga- og kaffí- húsum, jafnvel ruslið á götunum var hreint. Fólkið virtist alsælt með lífið og tilveruna, margvísleg tónlist hljómaði í götunni, fólk brosti, bað afsökunar ef það rakst utan í næsta mann, and- rúmsloftið svo afslappað og þægilegt. Eg hlakkaði enn meira til að koma heim, ég naut þess að hitta fólkið mitt, fjölskylduna, vinina og kunningjana. Skoða ungviðið, athuga hvort þau hefðu nokkuð gleymt mér, ganga upp og niður Laugaveginn og skoða mannlífið, fara í búðina mína og hitta ná- grannana. Allt var á sínum stað, það var gott að koma heim. Þó var ýmislegt sem angraði mig á íslandi, þar sem allt er snyrtilegt, gott mannlíf, nokkuð öruggt að ganga úti hvar og hvenær sem er, eða hvað. Frétt- imar höfðu ónotaleg áhrif á mig, fíkniefnavandinn er meiri en nokkru sinni, ungt fólk deyr, inn- brot eru tíðari, heilt hús tæmt á nokkrum mínútum, skipulögð glæpastarfsemi, harðnandi fíkni- efnaheimur. Getur þetta verið? I 260 þúsund manna byggðarlagi sem heitir ísland, mitt í ólgandi hafi norðursins, með brymsorfn- ar strendur og storma og él, sem forfeður okkar lifðu af og við hreykjum okkur af að vera af- komendur þeirra ofurmenna sem bognuðu en brotnuðu ekki, þegar eldar og langvarandi stórviðri reyndu miskunnarlaust á dug og djörfung þessa fólks. Ráðum við ekki við fíkniefna- vandann, meinsemdina sem er undirrót svo margs ills. Getum við ekki sýnt samhug í verki gegn fíkniefnum og ofbeldi, með sama hætti og þegar ógnarleg náttúru- öflin skilja eftir sig skörð í röðum okkar og við sameinumst í bæn um styrk til þeirra sem eftir standa. Getum við ekki tekið höndum saman, allir sem einn og hreinsað landið af þessum óhugn- aði. Auðvitað getum við það, ef nægur vilji er fyrir hendi. Það gerist ekkert af sjálfu sér, fíkniefnin renna ekki óvart eftir færibandi inn í landið, það er engin tilviljun að ungt fólk ánetjast þessum skaðvaldi, það er engin tilviljun að til skuli'vera fólk sem stundar ofbeldisverk eins og aðrir stunda gönguferðir og það er engin tilviljun, að til er fólk sem fjármagnar þennan innflutning. Ef til vill er það fólk hættulegast, þar sem gróðavonin hefur brotið niður siðgæðisvitund og ábyrgð gagnvart samborgur- unum. Hvar eru orsakavaldarnir? Þeir eru í næsta nágrenni við okkur og við sjáum þá, ef við viljum taka eftir þeim og höfum dug í okkur til að takast á við þá. Þurfa ekki bæði foreldrar og kennarar að endurskoða áherzl- urnar í samskiptum sínum við ungt fólk. Hvað með agann sem er nauðsynlegur þegar kenna skal mun á réttu og röngu, hvað með kærleikann, hvað með að bera virðingu fyrir verðmætum. Við hvaða aðstæður og með hvaða áherzlum starfa þeir, sem eiga að koma í veg fýrir innflutn- ing fíkniefna. Eru þeir enn að eltast við íslensku húsmæðumar sem fara til Glasgow í innkaupa- ferðir, eða leggja þeir allan sinn metnað í að koma í veg fyrir innflutning á vopnum og fíkni- efnum. Af hveiju eiga fíkniefnin eins greiða leið og ljóst er, inn í landið okkar. Náttúruöflin, veik- indi, umferðin, allt tekur sinn toll, erum við tilbúin til að fórna börnum okkar á altari gróðafíkla, sem hika ekki við að úthella sorg, örvæntingu og jafnvel dauða yfir allt of margar fjölskyldur í þessu litla landi. Eru innflytjendur fíkniefna orðnir það sterkt afl í þjóðfélaginu, að ekki er hættu- laust að snúast gegn þeim. Vinnum saman, bæði þeir sem þekkja óvættina og þeir sem verða bráð morgundagsins, ef ekkert verður að gert. Unga fólkið okkar er duglegt og myndarlegt, því hljótum við að velta því fýrir okkur, hvað það er í umhverfí og uppeldi sem veld- ur því, að allt of mörg þeirra em auðveld bráð þessa vágests. Ég tek eftir því hér í Moskvu, að á tónleikum, í leikhúsum, á listsýn- ingum í skemmtigörðum, eru bömin, ung böm og unglingar, með foreldmm sínum, eða sem algengt er, með ömmum sínum og öfum. Böm og unglingar sækja sömu skemmtanir og for- eldramir, læra að meta það sem gott er og fagurt, læra að haga sér. Ungt fólk á að læra að um- gangast vín, læra kosti þess og galla, læra að njóta, en ekki að hnjóta um grýtta slóð sem van- þekking og virðingarleysi fyrir sjálfum sér og umhverfmu skilur eftir sig. Ábyrgðin er okkar, full- orðna fólksins, foreldranna, við hljótum að vera betri leiðbeinend- ur, heimilin betri skóli en gatan. Það var undarlegt að fylgjast með fréttaflutningi frá Akureyri, þegar þangað var boðið ungu fólki og það hvatt til að heim- sækja bæinn um eina mestu ferða- og skemmtihelgi ársins. Þótt það þætti ekki mjög frétt- næmt, var boðið upp á ýmis skemmtiatriði og ungir sem eldri virtust kunna ágætlega að meta þau og skemmtu sér konunglega. Flestir skemmtu sér skammlaust, aðrir hefðu þurft meira aðhald, aðhald og eftirlit, hreinlætisað- staða og sorphirða, sjálfsögð atr- iði sem skipuleggia þarf með til- liti til fjölda væntanlegra gest.a. Unga fólkið á skilið traust og virðingu, hegðun þess og hátt- erni á að endurspegla það vega- nesti sem við foreldrarnir veitum þeim á heimilunum. ■ Maria Elínborg Ingvadóttir Morgunblaðið/Golli VIGGO við ferðatöskuna sem varð honum efni í bók. Fjársjóður í ferðatösku bóksala „ÞETTA er ekki vísindaleg útgáfa heldur fróðleikur og skemmtun handa almennum lesendum," segir Viggó Ásgeirsson sagnfræðinemi en hann gaf nýlega út Æfíágrip og ferðadagbók Guðmundar Guð- mundssonar bóksala á Eyrarbakka. En hvað kom til að hann réðst í þessa útgáfu? „Síðastliðið haust tók ég nám- skeið um sjálfsævisögur og sagn- fræði sem dr. Sigurður Gylfi Magn- ússon sagnfræðingur kenndi. Þar var okkur gert að skrifa ritgerð og hóf ég þegar að leit að heppilegu efni. Eg ræddi málið við ömmu mína, Kristjönu Hrefnu Guðmundsdóttur, sem datt strax í hug að eitthvað bitastætt kynni að leynast í gamalli ferðatösku afa síns, Guðmundar Guðmundssonar bóksala á Eyrar- bakka. Ég heimsótti. því ömmubróður minn, Lárus Blöndal bóksala, sem hafði töskuna í vörslu sinni og lán- aði hann mér hana fúslega. Eg tók þegar til við að gramsa í gögnum þeim sem taskan hafði að geyma og sá fljótt að þar leyndist margt áhugavert. Þetta var sannkölluð fjársjóðskista. Meðal þess sem þar mátti sjá voru bækur með þúsundum eiginandará- ritana, fæðingardaga, dánardaga og öðrum upplýsingum. Uppskriftir að leikritum, sex bindi með skrítlum og rúmlega þijátíu bindi af lausa- vísna- og kvæðasöfnum með registr- um og fimm bækur með kvæðum sem Guðmundur orti sjálfur. Frí- merkja- og úrklippubækur (a.m.k. 13 bindi) með ýmsu efni og auk þess húskveðjubækur, ættartölur, Saga Eyrarrósarinnar, sem hann reit á tíu ára afmæli stúkunnar 1896 og æviágrip, sem hann ritaði um föður sinn 1902. Loks var í töskunni góðu ferðadagbók sem Guðmundur hélt í utanlandsreisu sinni 1904 og æviágrip hans ritað 1910 en hann bætti aftan við það allt til ársins 1929. Þessi tvö síðasttöldu handrit vöktu strax athygli mína og fannst mér að þau ættu fullt erindi við almenn- ing, enda bæði fyndin og fræðandi. Ég ákvað því að slá þeim inn í tölvu og færa til nútímastafsetningar. Síð- an útbjó ég ítarlega nafnaskrá og ritaði formála." Varla eru gróðasjónarmið ráðandi á bak við þessa útgáfu? „Nei, síður en svo. í upphafi var ekki ætlunin að gefa ritið út heldur aðeins dreifa því meðal ættingja, en svo varð mér ljóst að efnið var þann- ig vaxið að það ætti fullt erindi við almenning. Ég fór því með bókina í farteskinu á ættarmót sem haldið var í sumarbústaðabyggð við Mos- fellsbæ, en þar eiga nokkrir af af- komendum Guðmundar aðsetur. Skemmst er frá því að segja að bók- inni var vel tekið. í framhaldi af því hef ég selt bókina bæði sjálfur og í Húsinu á Eyrarbakka. Auk þess fékk ég styrk til útgáfunnar frá velviljuð- um frænda mínum.“ Náðirðu upp í kostnað? „Já, rétt rúmlega það. En laun mín fólust fyrst og fremst í ánægj- unni við að hrinda þessu í fram- kvæmd.“ Hyggurðu á frekari útgáfu í fram- tíðinni? „Við skulum vona að þetta sé bara upphitun fyrir stærri og viða- meiri útgáfu í framtíðinni." ■ A.glæpa- brautinni getur stundum verið hált ÞEIR ERU ófáir sem lagt hafa leið sína út á glæpabrautina í von um skjótfenginn gróða, án þess að gera sér grein fyrir áhættunni sem í því felst. Fyrr eða síðar nær hrammur laganna til þeirra og þeir eru sendir til síns heima, - í fangelsi. En hvernig missa þeir fótanna? • Brotist var inn í líkhús í Lond- on árið 1990. Þjófurinn heillaðist svo af saumunum á líkunum að hann skildi eftir skilaboð. Þar stóð að hann væri reiðubúinn i vinnu á líkhúsinu og hjálagt var heimilisfang hans og símanúmer ef áhugi væri fyrir hendi. • Tveir bankaræningjar í Wash- ington voru handteknir eftir að hafa stillt sér upp í miðju ráni fyrir framan eftirlitsmyndavélar og brosað. Síðar kom í ljós að þeir höfðu borið sítrónusafa framan í sig í þeirri trú að það myndi gera þá ósýnilega fyrir myndavélarnar. • Tveir norskir ræningjar reyndu að sprengja upp hurðina á peningaskáp með dýnamíti án þess að gera sér grein fyrir því að hann væri þegar fullur af sprengiefni. Annar slasaðist al- varlega og hinn viðurkenndi glæpinn eftir að hafa verið hand- tekinn síðar um nóttina fyrir drykkjuskap. Sá sem átti að vera á verði meðan félagar hans rændu byggingu í London skildi flösku- botnagleraugu sín eftir heima í misheppnaðri tilraun til að dulbúa sig. Afleiðingin var sú að hann sá ekki lögregluna fyrr en hún gerði áhlaup á bygging- una. Hann reyndi að komast und- an á bíl en keyrði á. • Miðaldra kona var tekin fyrir búðarhnupl í Lausanne í Sviss. Hún fékk aðsvif af kulda vegna frosins kalkúns sem hún hafði troðið undir bijóstahaldarann. • Falsari í Bandaríkjunum var handtekinn þegar hann reyndi að koma fölsuðum seðlum á markað. Hann var litblindur og hafði fyrir mistök notað svart blek og gulan pappír þegar hann reyndi að falsa dollaraseðlana grænu. • 72 ára bankaræningi í London hneig í yfirlið vegna þess að hann var með þvagsýruliðbólgu í fæti og veill fyrir lijarta. Þegar hann rankaði við sér á spítala sagðist hann hafa hafa drýgt glæpinn í því skyni að borga fyrir skipti á mjaðmarlið fyrir kærustuna sína. Unnið upp úrbreska blaðinu FHM. m TM-hugleiðsla að hætti V edamenningar TM-hugleiðsla eða Transcendental Meditation, eins og hún er nefnd á ensku, á rætur sínar að rekja til hinna fornu Vedafræða. Þau fræði voru sett fram á hinu svokallaða vedíska tímabili á Indlandi fyrir um 5000 árum. Indverskur maður að nafni Maharishi Mahesh Yogi hóf að kynna TM-hugleiðslu á Vestur- löndum árið 1958, en á sama tíma setti hann á stofn Andlegu endur- vakningarhreyfinguna. Þar með lagði Maharishi grunninn að boð- skap sínum, sem hann hafði lært af indverska meistara sínum Guru Dev. Nú hefur tækni TM-hugleiðsl- unnar borist víða um heim og er talið að um fjórar milljónir manna hafi lært hana. En hvað er svona sérstakt við þessa hugleiðslutækni? Til að leita svara við því fór Daglegt líf á stúf- ana og ræddi við iðkendur sem stunda TM-hugleiðslu hér á landi. Auðveld og á aö sklla árangrl umsvifalaust íslenska íhugunarfélagið var stofn- að árið 1974, en öll kennsla í TM- hugleiðslu, hér á landi, fer fram á vegum þess. Guðjón Kristjánsson er einn þeirra sem kennir slíka hugleiðslu, en hann tók meistara- próf í vedískum fræðum frá Mahar- ishi International University í Iowa árið 1992. Guðjón segir að þegar Maharishi hafi byrjað að kynna TM-hugleiðsluna á Vesturlöndum hafí hugmyndir fólks um jóga breyst mikið. „Maharishi leggur áherslu á að hugleiðsla eigi að vera auðveld og áreynslulaus og eigi því að skila árangri strax. Á sjötta ára- tugnum byggðust hins vegar flestar hugleiðsluaðferðir á mikilli einbeit- ingu og áreynslu," segir Guðjón. Hann segir að TM-hugleiðslan sé ákveðin hugleiðslutækni eða þro- skaleið, sem sé iðkuð kvölds og morgna tuttugu mínútur í senn. „Iðkandi er með lokuð augu, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.