Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 B 3 SIGURJÓN BJÖRNSSON Hvað eru mistök? FREIBERG á Mæri, fæðingarstaður Freuds. SIGMUIMD FREUD Könnuður dul- heima sálarinnar SIGMUND Freud fæddist hinn 6. maí 1856 í Freiberg á Mæri í Tékklandi. Hann var gyðing- ur, læknir nað mennt með taugalækningar sem sérgrein og starfaði í Vínarborg, alveg þangað til hann neyddist sjúkur til að flýja undan nasistum til Englands. Þar lést hann úr krabba- meini, 83 ára gamall, verk hans lifa enn. Freud er oft nefndur faðir sálfræðinnar, þótt hún hafi sennilega þokast aðra vegi en hann hefði kosið. Gáfur Freuds komu snemma í ijós. Hann tók stúdentspróf 17 ára með ágætiseinkunn og valdi læknisfræði til að öðlast þekk- ingu á manneðlinu. Það var svo í París að geðlæknirinn Jeans Charcot og fleiri bentu honum á að taugaveiklun og sefasýki væru að mörgu leyti sálræn fyrirbæri. Afleiðingin varð mikil rannsóknarvinna hjá Freud, kenningasmíð og nýj- ar aðferðir við lækningar. Frjálsa hugtenglsaaðferð- in var verk Freuds og notaði hann hana til að hjálpa sjúkl- ingum til að rifja upp gleymda og bælda reynslu. Sjúklingurinn lág á bekk á skrifstofu Freuds og þuldi upp líf sitt og læknirinn fann duldar ástæður vandamál- anna. Dulvitundin er lykilatriði þegar mistök verða eins og mis- mæli, að mati Freuds. Hugmynd hans er að duldar óskir, þrár og langanir geti verið áhrifa- valdur á hegðun fólks. Dulinn vilji, sem fólk jafnvel afneitar sé það spurt um hann, getur ósjálfrátt sprottið fram og komið upp um ætlunarverk- ið. Fólk þarf svo að mati Freuds að fleyta ýmsu sem sokkið hefur í dulvitundina upp á yfirborðið, verða meðvitað um það og skilja. Eftir það má fara að vinna í sínum málum. Freud líkti vitundinni við ísjaka og sagði að eins og hann, væri aðeins tíundi hlutinn á yfirborðinu. Hitt hvíldi í djúp- unum. Þess má að lokum geta að Freud hefur ávallt verið um- deildur og margir brugðist ókvæða við kenningum hans. Hinsvegar skildi hann við heim- ininn „gagnsýrðan af hugmynd- um sínum,“ eins og W.H.Auden orðaði það. Áhrif kenninga hans á mann- skilninginn sem meðal annars birtist í bókmenntum og kvik- myndum eru óafmáanleg. Freud er dæmi um mann sem hafði hugrekki til að breyta heiminum. ■ Sigmund Freud. Dulvitund og kynhnelgð „Freud sýndi með sterkum dæmum, að töluvert meira af mannlegri hegðun er ósjálfrátt en menn gera sér almennt grein fyrir,“ segir Sigurjón, „og birt- ist það til dæmis í mistökum sem eiga sér stað vegna þess að tvennt togast á innra með ein- staklingnum." Freud kallaði hér gagnvilj- ann til sögunnar, en hann getur hindrað að við munum það sem við ætlum að muna, gerum það sem við ætlum að gera eða segj- um það sem við ætlum að segja. „Og afleiðing hans er oft gagn- stæð því sem ætlað var,“ segir Siguijón, „eins og í dæminu um undirmanninn sem sagði „Eg bið yður að hiksta fyrir yfir- manni vorum,“ þótt ætlunin hafi verið að skála fyrir hon- um.“ Siguijón nefnir aðra hug- mynd Freuds sem orðin er við- tekin. „Reiknað var með að kyn- hneigðin sprytti fram á ungl- ingsárum á tímum Freuds,“ seg- ir Siguijón, „og því var hug- mynd hans um kynhneigð hjá börnum afar óvinsæl. Hinsveg- ar finnst fáum það fjarstæðu- kennt núna, þótt ekki sé endi- lega stuðst við kenningar Freuds að öllu leyti. En kenn- ingar hans leiddu til þess að fjölmargar rannsóknir á þessu sviði voru gerðar.“ Togstreita og bernska „Togstreituhugtakið er þriðja dæmið um hugmynd frá Freud sem orðin er almenn. Núna býst fólk við að vandamál þess stafi af innri baráttu mismunandi sálarafla," segir Sig- urjón og bætir við: „Viðhorf Freuds um að vanlíðan manna á fullorðins- árum geti átt rætur að rekja til mótun- aráranna og að gagnlegt sé að leita skýringanna þar, er einnig talið rétt, þótt sumar skýringar hans sjálfs standist ef til vill ekki.“ Gera má ráð fyrir að þetta viðhorf hafi mikilvæg skilaboð til uppalenda, því dæmin sýna að framkoma gagnvart börnum og ytri aðstæður þeirra skipta sköpum um andlega framtíð þeirra. Að ætla tvennt íelnu í Inngangsfyrirlestrunum minnir Freud stundum á spæjara í leit sinni að litlu visbendingun- um. Siguijón tekur undir það. „Já, Freud sagði að fólk byggist ekki við að morðingjar skildu áritaða ljósmynd eftir á vettvangi glæpsins, og þyrfti því ekki að undrast að sálkönnuðir styðjist við svipbrigði, mismæli eða eitthvað annað til að kom- ast að því sem stærra er.“ „Kenning Freuds um mis tök,“ segir Siguijón „geng- ur í stórum dráttum út á ætlun eða tilgang. Maðurinn vill eitt eða annað og getur ekki viðurkennt það fyrir sjálfum sér. Dulinn vilji eða ætlun truflar svo hegðun hans og mistökin eiga sér stað.“ I svona málum hlýtur næmleikinn á litlu vísbending- arnar að vega þyngst ef kryfja á málið. Sigurjón nefnir nú dæmi um mismæli sem sýnir dulda löng- un: Maður var að lýsa tengda- móður sinni og sagði „Hún fer alltaf á fætur fyrir aldur fram.“ Hann ruglaði saman „að deyja fyrir aldur fram,“ og „að fara á fætur fyrir allar aldir.“ Seinna gat hann viðurkennt að það tæki sennilega ekki mikið á hann þótt tengdamamma gæfi upp öndina. Höfundar að lífl okkar Markmið Siguijóns með þýð- ingum sínum á verkum Freuds er meðal annars að fjölga meiri- háttar ritverkum mannsandans á íslensku. Honum finnst líka að þeir sem vilji tjá sig opinber- lega um Freud, ættu að lesa frumtextann. Að Inngangsfyrir- lestrarnir um sálkönnun séu í raun holl lesning öllum sem búa við einfalda mynd af kenningum Freuds í huganum. „Gildi þess hinsvegar fyrir almenning að lesa þessa Inn- gangsfyrirlestra Freuds felst í að læra að hugsa inn á við og auka innsæi sitt og skilning á manninum sjálfum," segir Sig- urjón. „Einnig að minnka líkurnar á að fólk verði handbendi ytri afla og tenyi sér að kenna öðr- um um eigin galla. Eða að fólk teiji sig varnarlaust gagnvart ytri tilviljun og örlögum," segir hann. „Við erum höfundar að okkar lífi,“ segir Siguijón, „og þurfum að skoða okkur til að skilja til- finningar, langanir og þarfir, en það stuðlar að velferð ein- staklingsins." MANNSKILNINGUR nútímans er meðal annars byggður á kenningum Sigmunds Freuds. „Mörgum nýjum lesendum Freuds finnst sem hann hafi skrifað um sjálfsagða hluti sem ekki þurfi að vekja athygli á,“ segir Siguijón Björnsson, sál- fræðingur og þýðandi Inn- gangsfyrirlestra um sálkönnun (1995), „En þegar Freud skrif- aði um mismæli, drauma og dulvit- undina og fleira var það nýjung, eins og til dæmis hugmynd- in um að sálarlífið sé meira en stundar- meðvitund." Siguijón Björns- son þekkir verk Freuds vel og hefur þýtt nokkur verka Freuds og Hið is- lenska bókmennta- félag gefið út Undir oki siðmenningar, Blekking trúarinnar og núna í haust Sigurjon framhaldið af Inn- Bjornsson gangsfyrirlestrar um sálkönn- un. ÚR pylsuauglýsingunni. SUMAR á Sýrlandi. en þeir báðu okkur um þessa aug- lýsingu," segir hann ennfremur. Fékk snemma áhuga á tölvum Bjarki segist hafa haft áhuga á tölvum alla tíð, enda hafi verið til töjjfa á heimili hans, frá því hann man fyrst eftir sér. „Þegar ég var yngri var ég aðallega að spila tölvuleiki, en fyrir allnokkrum árum fékk ég áhuga á tölvugrafík og fór að prófa mig áfram við tölvuforrit sem heitir „3D Studio“. Ég var því búinn að fikta við tölvu- grafík í mörg ár, áður en ég fór að vinna að auglýsingunni fyrir Sláturfélagið,11 segir hann. Bjarki segir að nú til dags sé tölvutæknin orðin það mikil að ekki þurfi að kaupa rándýrar tölv- ur til að geta búið til þokkalega tölvugrafík. „Nóg sé að eiga eina venjulega PC-heimilistölvu og réttu forritin. En vissulega skiptir kunnáttan og reynslan líka máli,“ segir hann og heldur áfram: „Þeg- ar ég fór að vinna fyrir Sláturfé- lagið hélt ég til dæmis að ég kynni ágætlega á forritið „3D-Studio“, en komst fljótlega að því að enda- laust var hægt að læra meira. Eftir þann tíma var ég líka reynsl- unni ríkari." Eins og fyrr var minnst á byij- aði Þórður að vinna í fyrirtækinu í júlí síðastliðnum og að sögn Bjarka gengur samvinna þeirra þriggja mjög vel. „Við Þórður sjáum aðallega um það sem snýr að tölvugrafíkinni, en Guðmundur kemur með hugmyndirnar og sem- ur handritin,“ segir hann. Bjarki segir ennfremur að markmiðið með fyrirtækinu sé að reyna að vinna að fjölbreyttum verkefnum. „Þannig ætlum við ekki eingöngu að vinna að sjón- varpsauglýsingum, heldur viljum við líka vinna að blaðaauglýsing- um, tónlistarmyndböndum eða öllu því sem tengist grafík,“ segir hann. Nú hafa þremenningarnir lokið við að hanna þrívíddargrafík þá sem notuð er í söngleiknum Sumar á Sýrlandi, í Loftkastalanum, en þar er Guðmundur Rúnar aðstoð- arleikstjóri. „Við erum bjartsýnir á framhaldið, enda erum við þegar búnir að fá ný verkefni að vinna að,“ segir Bjarki sannfærandi að lokum. ■ as

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.