Morgunblaðið - 23.08.1996, Síða 2
I B FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996
MORGUNESLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FREUD 64 ára gamall árið 1920.
Mistök
Dulin merking
mismæla og gleymsku
___Mismæli eru ekki alltaf tilviljun,_
Duldar ástæður geta legið að baki.
Gunnar Hersveinn rekur hér sögur
af mistökum eftir Sigmund Freud og
á samtal við Sigurjón Bjömsson.
Þrír ungir menn
reka sitt eigið fyrirtæki
heima í herbergi eins þeirra
Morgunblaðið/Þorkell
LENGST til vinstri er Þórður Einarsson, í miðjunni situr Guð-
mundur Rúnar Kristjánsson og þá Bjarki Rafn Guðmundsson.
GLEYMSKA er ekki aðeins lífeðl-
isleg. Hún er líka sálræn og í ljós
hefur komið að flestir gleyma því
sem þeim finnst leiðinlegt,
skammast sín fyrir eða vilja ekki
rifja upp. Það er til dæmis til saga
um þýskan efnafræðing sem
gleymdi að fara í hjónavígsluna
sína og fór þess í stað á tilrauna-
stofuna sína.
Sigmund Freud benti á í bók
sinni Inngangsfyrírlestrar um sál-
könnun (1915), Hið íslenska bók-
menntafélag (1995), að ýmiskonar
mistök eins og mismæli, misritun,
mislestur, afhafnaruglingur,
gleymska og að misleggja hluti,
geti átt sér sálrænar ástæður sem
vert er að grafa upp á yfirborðið.
Freud safnaði dæmum um mis-
tök úr daglega lífinu og komst að
því að oft er mesta hættan á mis-
tökum þegar lagt er sérstakt kapp
á að gera rétt. Dæmi um það var
þrálát prentvilla í dagblaði jafnað-
armanna í Þýskalandi, en þar stóð:
„Meðal viðstaddra var Hans Há-
tign Kornprinsinn.“ Daginn eftir
baðst blaðið afsökunar og leiðrétti
sig með þessum orðum „Auðvitað
hefðum við átt að segja Knorprins-
inn.“
Öfugt við það
sem sagt er
Freud veltir fyrir sér ástæðum
mismæla og er þekkt að kalla það
freudísk mismæli eða freudian slip
ef einhver mismælir sig á þann
veg að ætla megi að það sé það
sem hann vildi í raun sagt hafa.
Dæmi um það er maður sem
ávarpaði konu með þessum orðum:
„Með yðar leyfi frú ætla ég að
móðga yður.“ Hann var að reyna
að segja að hann ætlaði að fylgja
konunni heim.
Freud hafnar því að skýringin
á mismælum sé að lík orð komi
óvart í stað annarra, eins og það
sé eina skýringin á eftirfarandi
dæmum úr munni tveggja prófess-
ora: „Ég er ekki geneigt (hef ekki
löngun til) til að meta starf hins
háttvirta fyrirrennara míns.“
Hann ætlaði að segja geeignet
(hæfur til).
Hinn prófessorinn glopraði eft-
irfarandi setningu út úr sér: „Hvað
varðar kynfæri konunnar, þrátt
fyrir margar freistingar, afsakið
tilraunir.“ Hann notaðið Versuch-
FYRIR tilviljun ákváðu tveir ungir
menn að stofna hugmyndasmiðj-
una Zoom í maí síðastliðnum, en
það er fyrirtæki sem sérhæfir sig
meðal annars í tölvugrafík. Ungu
mennirnir, þeir Bjarki Rafn Guð-
mundsson tölvuáhugamaður og
Guðmundur Rúnar Kristjánsson,
áhugamaður um leiklist, fengu svo
liðsauka fyrir um mánuði, en það
er Þórður Einarsson, sem líka er
mikill tölvugrúskari.
Fyrirtækið hefur aðstöðu í litlu
herbergi heima hjá Guðmundi
Rúnari í Unufelli, en til stendur
að flytja fyrirtækið í bílskúr á
næstunni. Þrátt fyrir þröngar
vistarverur og lítinn tækjabúnað
hafa þeir félagar haft í nógu að
snúast frá því að fyrirtækið var
stofnað. Þeir eiga til dæmis heið-
ungen í stað Versuche, og það var
ekki tilviljun.
Freud segir algengustu mis-
mælin og áhrifamestu að segja
öfugt við það sem maður vildi
sagt hafa. Hann nefnir dæmi um
forseta neðri deildar þjóðþings sem
setti þingfund með orðunum:
„Herrar mínir, ég sé að þingmenn
eru viðstaddir og lýsi því þing-
fundi slitið.“
Þingforsetinn óskaði þess í raun
heitast að fundinum væri lokið.
Hann kveið honum. Einnig er til
dæmi hér á landi um að framhalds-
skóla hafi verið slitið af skóla-
meistara 1. september. Ekki þarf
að fara í grafgötur með um hvað
löngun hans og ótti snerist.
I dæmasafni Freuds má líka
fínna konu sem kom upp um
stjórnsemi sína á heimilinu með
því að segja óvart: „Maðurinn
minn spurði lækninn hvaða mat
hann mætti borða. En læknirinn
sagði honum að hann þyrfti engan
matarkúr: hann gæti étið og
drukkið allt sem ég vildi.“
Gleymdi hverjum
hún var gift
Nú er viðurkennt innan sál-
fræði að tilfinningar og áhugi
hafa áhrif á minnið. Maður sem
ætlar eitthvað en gleymir því
samt, gerir það til að mynda
vegna þess að hann er í raun ófús
til þess. Freud nefnir dæmi um
ungan mann sem í stað þess að
viðurkenna fyrir unnustu sinni að
hann hafi gleymt síðasta stefnu-
móti þeirra, býr til sögu um hinar
ótrúlegustu hindranir sem urðu á
vegi hans.
Mistök verða við gagnkvæm
inngrip tveggja ólíkra ætlana, að
mati Freuds. Þannig getur verið
ástæða fyrir að menn týni hlutum.
Ungur maður tapaði penna sem
honum þótti afar vænt um. En
hvers vegna tapaði hann honum?
Mágur hans, sem hafði gefið hon-
um pennann, hafði sent honum
skammarbréf sem endaði með eft-
irfarandi orðum: „Eins og stendur
hef ég hvorki löngun né tíma til
að ýta undir lausung þína og iðju-
leysi.“ Freud telur fyrirbærið að
týna eða misleggja hluti sérlega
áhugavert vegna óskarinnar um
að týna.
Mistök hafa ótvírætt merkingu
urinn af SS-pylsuauglýsingunum
sem margir hafa eflaust tekið
eftir í auglýsingatíma sjónvarps-
stöðvanna að undanförnu, en
einnig hafa þeir búið til þrívíddar-
grafíkina sem notuð er í íslenska
söngleiknum Sumar á Sýrlandi,
sem nú er sýndur í Loftkastal-
anum. Þá má geta þess að þeir
eru með fleiri verkefni í pokahorn-
inu, en eðli málsins samkvæmt
er ekki hægt að upplýsa um þau
hér og nú.
Þökkum
Sláturfélaginu
Blaðamanni lék hins vegar for-
vitni á að vita nánari deili á félög-
unum sem standa að þessu nýja
fyrirtæki og varð Bjarki Rafn
Guðmundsson fyrir svörum.
„Það má eiginlega segja að hjól-
in hafi byijað að snúast snemma
í vor,“ segir Bjarki Rafn og útskýr-
ir nánar: „Þannig er mál með vexti
að Guðmundur Rúnar tók að sér
að leikstýra söngleiknum Sumar á
Sýríandi fyrir árshátíð Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti síðastliðinn
febrúar. í framhaldi af því fór
Guðmundur þess á leit við mig að
ég sæi um tölvugrafíkina á sýning-
unni, sem ég og gerði. Guðmundur
vissi að ég hafði verið að fikta við
tölvur mjög lengi og því fannst
honum eðlilegt að leita til mín,“
segir Bjarki. „Ég sá því um að
í huga Freuds og hann heldur
áfram að nefna dæmi því til stuðn-
ings. Ernest Jones (1911) skrifaði
bréf og lét það liggja í marga
daga á skrifborðinu sínu. Loks
hafði hann það af að fara með það
í póst. En fékk það sent til baka,
vegna þess að utanáskriftina vant-
aði. Hann fór með það aftur og
stakk í póstkassann. Það dugði
skammt. Hann fékk það á ný með
þeim orðum að það vantaði frí-
merkið.
Freud heyrði unga konu segja
frá því að daginn eftir brúðkaups-
ferðina hafi hún farið í búðir með
systur sinni. Allt í einu kom hún
auga á mann hinum megin á göt-
unni. Hún ýtti við systur sinni og
sagði: „Sjáðu, þarna er herra L.“
Hún var búin að gleyma að hún
hafði verið gift herra L í nokkrar
vikur. Nokkrum árum síðar frétti
Freud að hjónabandið hefði fengið
ógæfulegan endi.
Afsakanir duga
oft skammt
Viðbrögð fólks við mistökum
sínum felast yfirleitt í afsökunum
eins og leiðréttingum, viðbótum
og tilbúnum skýringum. Montinn
prófessor í líffærafræði sagðist
ekki trúa hlustendum sínum að
þeir hefðu skilið erindi hans um
nefgöngin því að telja-mætti „þá
sem skilja nefgöngin á einum
fingri . .. afsakið, á fingrum ann-
arrar handar.“ Áhorfendur skildu
að minnsta kosti merkingu mis-
mælanna: Enginn var nógu gáfað-
ur til að skilja málið nema hann
sjálfur.
Það liggur dulin merking að
baki mistaka er niðurstaðan sem
Freud kemst að, þótt hann viður-
kenni fúslega að hægt sé að gera
mistök ábyrgðarlaust.
Að lokum er hér skemmtilegt
dæmi sem henti vin Freuds og
kallar hann það athafnarugling.
Hér dulbýr ætlunin sig sem kær-
komið óhapp. Vinur hans tók lest
til að heimsækja einhvern í næstu
borg við þá sem hann bjó í. Hann
kom að stöð þar sem hann átti
að skipta um lest en fór óvart inn
í lest sem flutti hann aftur heim
til sín.
Það þarf ekki sálfræðing til að
lesa merkingu þessa, að minnsta
kosti ekki lengur. ■
búa til teiknimynd úr þrívíddar-
grafík fyrir sýninguna sem síðan
var sýnd á stóru tjaldi á leiksvið-
inu.“
Bjarki segir að til að afla fjár-
magns fyrir umræddan söngleik,
hafi verið ákveðið að setja litla
auglýsingu fyrir Sláturfélag
Suðurlands inn í teiknimyndina.
Þegar búið var að útfæra auglýs-
inguna fóru þeir Bjarki og Guð-
mundur Rúnar með upptöku af
teiknimyndinni til forsvarsmanna
Sláturfélagsins, í þeirri von um
að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
„Þeim hjá Sláturfélaginu leist hins
vegar svo vel á þetta allt saman,
að þeir vildu að við gerðum heila
sjónvarpsauglýsingu fyrir þá. Við
Guðmundur slógum til og í fram-
haldi af því stofnuðum við fyrir-
tækið okkar; hugmyndasmiðjuna
Zoom.“
Bjarki segir að þeir félagar hafi
bæði samið, hannað og teiknað
pylsuauglýsinguna fyrir SS og
hafi hún verið sýnd reglulega á
sjónvarpsstöðvunum. „Það má því
eiginlega þakka Sláturfélaginu
fyrir að við ákváðum að fara út í
fyrirtækjarekstur, því við vorum
aldrei með neitt slíkt í huga fyrr