Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 B 7 DAGLEGT LIF Karlmenn geta líka verið góðir sem fyrirsætur ÞAÐ ER eftirsóknarverðast fyrir karlfyrirsætur að komast á forsíður L’omo Vogue, Mondo Homo, Sportswear Int. og Harpers Bazaar, að sögn Geirs. Myndir af honum hafa birst í öllum þess- um blöðum og að ofan er forsíðumynd af honum í Sportswear Int. GEIR MAGNÚSSON hefur spreytt sig á fyrirsætustörfum erlendis síð- an í fyrrahaust. Hann byijaði í Mílano í september, flutti sig um set til Tókýó í febrúar og fór svo í apríl til New York. Hann kom nýlega aftur til landsins og hyggst vera viðstaddur fyrirsætukeppni fyrir karlmenn 17. október, en svo ætlar hann aftur utan. „Mig langar til þess að fylgjast með keppninni, þótt ég ætli ekki að taka þátt,“ segir hann. „Það koma þrír virtir dómarar frá helstu tískuborgum í heimi til að dæma keppnina og valdir verða þrír keppendur sem fá möguleika á að fara út. Við erum fáir frá íslandi sem erum í þessu af alvöru þannig að mig langar til að aðstoða íslensku strák- ana og fylgjast með.“ Geir segir að það sé afar mikilvægt að fá góða leið- sögn, vera vel undirbúinn og að haft sé með manni eftirlit. „Kol- brún Aðalsteinsdóttir, Skóla John Casablancas, hefur hjálpað mér að ná eins langt og raun ber vitni,“ segir hann. „Hún vakir yfir okkur og kemur í veg fyrir að vaðið sé yfir okkur. Umboðsskrifstofur eiga einmitt að vinna fyrir fyrirsætur en ekki öfugt eins og tíðkast víða erlendis. Þar er ungu fólki oft hent út í þetta og getur það farið illa út úr því.“ Vann meft Naomi Campbell Heppni hefur mikið að segja í fyrirsætustarfinu. Miklu skiptir að vera á réttum stað á réttum tíma til að fá bestu verkefnin. Geir hef- ur fengið sinn skerf og rúmlega það. Sem dæmi má nefna að fyrsta starfið sem hann fékk fólst í að leika í sjónvarpsauglýs- ingu með toppfyrirsæt- unni Naomi Campbell. „Hátt í þúsund fyrirsætur mættu í prufu og ég var einn af þeim sem var bókaður,“ segir Geir. „Okkur var sagt að mæta klukkan 7 um morguninn og biðum við til hádegis áður en dró til tíðinda. Þá kemur einn starfsmaðurinn hlaupandi og hrópar: „Naomi kem- ur! Naomi kemur!“ Aðrir íjórir hlupu af stað með stórar körfur sem áttu að fara á hæðina sem hún var með í húsinu. Körfumar voru með blómum, ávöxtum og jafnvel sæl- gæti - þótt ég hefði haldið að hún þyrfti að hugsa um línurnar." Naomi birtist ekki á svæðinu fyrr en síðdegis út af deilum um launagreiðslur við framleiðend- urna. „Hún var uppáklædd og máluð og reytti af sér brandar- ana,“ segir Geir. „Mér fannst hún stórfín, en mér er sagt að hún skipti fljótt skapi. Þarna var hún mjög almennileg, sótti meira að segja handa mér kaffi.“ Tökum á myndbandinu lauk ekki fyrr en snemma næsta morg- un. „í auglýsingunni áttum við að vera í partýi í New York og gerðum sömu hreyfingarnar aftur og aftur í 21 tíma - alltaf með bros á vör. Það var orðið dálítið þreytandi undir það síðasta.“ Eins og kónguríTokýó Geir var einnig í Tókýó í mánuð og lék þá í Super Nintendo auglýs- ingu. „Það var skemmtilegasta starfið hingað til,“ segir hann. „Ég var í aðalhlutverki og þijátíu fyrir- sætur léku sviðsmyndina. Ég og stúlkan sem lék konuna mína í auglýsingunni fengum sérhæð og vorum sótt á eðalvagni í tökur á meðan aðrir þurftu að taka lest. Við lékum konung og drottningu á sautjándu öld og það var ekki erfitt að setja sig inn í hlutverkin eftir þessa meðferð." I New York var Geir m.a. valinn af mörg hundruð fyrirsætum í tískusýningu hjá Calvin Klein. Þeg- ar til kom féll tískusýningin niður en Geir segir að hann eigi eftir að njóta góðs af því að helsti hönnuð- ur Calvins Kleins hafi haft hug á að nota sig. „Hann kemur væntan- lega til með að nota mig fyrir aug- lýsingaherferð eða næstu sýn- ingu,“ segir hann. I sumar ferðaðist Geir svo með ítalska Max um ísland. „Við ókum hringveginn og staðnæmdumst við margar af helstu náttúruperlum Islands,“ segir hann og bætir við að ferða- og myndasagan birtist í næsta tímariti Max. „Við Kolbrún erum stöðugt að vinna að því að fá ljósmyndara frá erlendum tíma- ritum til landsins og það verður sífellt vinsælla. í þessum töluðum orðum eru margir að íhuga að koma hingað eða á leiðinni." Það sem er á döfinni hjá Geir er herferð með landlæknisembætti íslands til verndar íslenskri æsku. Þar beita íslenskar fyrirsætur sér í baráttunni fyrir því að ungt fólk hugsi vel um líkama sinn, noti smokkinn og komi í veg fyrir ótímabæran getnað. ■ Herf erð til verndar ís- lenskri æsku í bígerð Morgunblaðið/ Jón Svavarsson GUÐJÓN Kristjánsson, kenniri í TM-hugleiðslu hér á landi, en hann tók meistarapróf í vedískum fræðum frá Maharishi Intern- ational University í Iowa árið 1992. samt vakandi og í mjög djúpu hvíldarástandi. Huganum er haldið vakandi án þess að honum sé stjórn- að og sjálfkrafa færist yfir hann kyrrð og ró.“ Guðjón segir að með hugleiðsl- unni sé kennd svokölluð mantra, en hún er skilgreind sem áhrifahljóð eða hljóðtíðni sem hefur jákvæð áhrif á einstaklinginn og fari iðk- andi með hana í huganum. Hann segir ennfremur að ekki sé hægt að benda á nein atriði í iðkun TM-hugleiðslunnar sem hafi HALLVEIG Thorlacius hefur iðkað TM-hugleiðslu í tíu ár. Hér er hún ásamt bamabaminu Söm. eitthvað með trúarbrögð að gera, „því ekki er nein tilbeiðsla í þessari iðkun,“ segir hann og nefnir einnig að ekki sé heldur ætlast til að iðk- andinn sé í ákveðnum stellingum. Guðjón segir að fljótlega eftir að Maharishi hafi kynnt TM-hugleiðsl- una á Vesturlöndum hafí ýmsir aðilar byijað að rannsaka áhrif hugleiðslunnar á starfsemi líkam- ans, hugar og félagslegra sam- skipta. „I niðurstöðum þeirra rann- sókna kemur berlega fram að TM- hugleiðslan hefur jákvæð áhrif á alla þessa þætti,“ segir hann. Eðlilegt ástand hugans Hallveig Thorlacius, sem starfar við brúðuleikhús, hefur stundað TM-hugleiðslu meira eða minna í tíu ár. „Það koma reyndar tímabil þar sem ég gaf mér engan tíma til að stunda þetta, en mér líður alltaf betur eftir að ég hef stundað íhug- un,“ segir hún. Hallveig segir að með TM-hug- leiðslunni noti hún ákveðna tækni sem hjálpi huganum að kyrrast. „Og við það að vera með kyrran huga í ákveðinn tíma, er eins og hann komist í eðlilegt ástand,“ seg- ir hún og nefnir einnig að þetta kyrra ástand hugans komi eiginlega af sjálfu sér, þegar TM-hugleiðslu- tækninni sé beitt. Þá segir Hallveig að stundum noti hún hugleiðsluna sem svefn- meðal. „Þegar ég get ekki sofnað sest ég stundum upp í rúminu og hugleiði í smá tíma og eftir það sofna ég yfirleitt alltaf,“ segir hún að síðustu. Guðjón Kristjánsson segir að TM-hugleiðslan sé alls staðar kennd að fyrirmynd Maharishi. „Hug- leiðslan er kennd á námskeiði sem tekur Ijóra daga, en kennslan á dag er áttatíu mínútur í senn. Eftir það er iðkanda boðið upp á framhalds- fyrirlestra á um það bil mánaðar fresti. Hvert námskeið kostar 50.000 krónur á rnanni," segir Guð- jón að lokum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.