Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ STÆRRI fyrirtæki virðast í æ ríkari mæli sækjast eft- ir ungu og velmenntuðu fólki til æðstu stjórnunar- starfa. Eitt skýrasta dæmið um það er ráðning hins 33 ára gamla rekstrarhagfræðings Frosta Sig- utjónssonar í stöðu forstjóra Ný- hetja hf. síðastliðið vor. Tekur hann við af Gunnari M. Hanssyni sem stýrt hefur Nýheija frá upp- hafi og þar á undan IBM á íslandi um langt árabil. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Frosti fjölbreytta reynslu úr at- vinnulífinu, bæði af markaðsmál- um, Ijármálum og tölvumálum. Hann gegndi síðast stöðu íjár- málastjóra Marels hf., en þar á undan var hann markaðsstjóri Tölvusamskipta hf. og ráðgjafi hjá Kaupþingi hf. Hann tekst nú á hendur að stýra tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki með um 1,7 milljarða veltu og 153 manna starfsliði. Það annast þjón- ustu og sölu á ýmiss konar tölvu- búnaði og hugbúnaði, allt frá smæstu réiknivélum upp í stórar og afkastamiklar tölvur. Auk þess hefur fyrirtækið selt fjarskipta- búnað, símbúnað, hljóðkerfi, ljósa- stýringar og annan ráðstefnubún- að, sjóðsvélar, prentara, skrif- stofuvélar og rekstrarvörur ásamt því að annast fræðslu og ráðgjöf. Flaggskip fyrirtækisins er eins og flestum er kunnugt umboðið fyrir IBM-tölvur. Ekki hægt að neita svona boði Frosti segir að ráðningin hafi átt sér skamman aðdraganda, en hann hafí aldrei verið í neinum vafa um að rétt væri að taka við starfinu. „Ég var nýkominn úr fríi þegar stjórnarformaður Ný- hetja hringdi í mig og óskaði eftir fundi. Það kom mér mjög á óvart að þeir vildu jafn ungan mann í starfið og raun bar vitni, en var engu að síður reiðubúinn að taka við jafn spennandi verkefni sem einmitt er á mínu áhugasviði. Stóra spurningin var sú hvort ég hefði einhveija sýn fyrir fyrirtækið og gæti leitt það. Allar efasemdir hurfu eftir nokkrar vikur þegar ég sá að ég gæti fengið miklu áorkað. Marel var gríðarlega góð- ur skóli, þar sem ég var nýlega búinn að fara í gegnum átak í endurgerð vinnuferla og endur- skipulagningu. Þar sá ég bæði um fjármál, tölvumál og skrifstofu- hald ásamt því að vinna að stefnu- mótun með framkvæmdastjórn fyrirtækisins.“ Frosti hefur lengi verið í störf- um sem tengjast tölvumálum. „Ég byijaði strax eftir menntaskóla að forrita og þýða hugbúnað, bæði bókhaldshugbúnað, ritvinnslukerfi o.fl. Þá starfaði ég einnig hjá Atl- antis-fyrirtækinu sem framleiddi íslenskar einkatölvur. Mér fannst skorta á þekkingu mína á viðskipt- um og fór því í viðskiptafræði. Með náminu vann ég meðal ann- ars að forritun fyrir Kaupþing, þar sem ég tók þátt í að skrifa tíma- skráningarkerfi, verðbréfavörslu- kerfi og kröfukaupakerfi. Ég ann- aðist síðan markaðssetningu hjá Skjáfaxi meðan ég var markaðs- stjóri Tölvusamskipta, sem gekk bærilega." Byrjaði ekki að hræra í öllum pottum strax - Hvaða breytingar hafa verið gerðar á skipulagi og rekstri Ný- heija frá því þú tókst við? „Þegar ég hóf störf ákvað ég að taka mér góðan umhugsunartíma og byija ekki að hræra í öllum pottum fyrr en ég vissi hvað væri í þeim. Fyrstu vikuna byijaði ég reyndar á því að breyta ákveðnum hlutum sem ég vissi að væru til bóta eins og t.d. að koma á viku- legum samráðsfundum með öllum stjómendum. Nýlega var tekin sú ákvörðun stjórnendur. Fyrirtækin sækjast sömuleiðis eftir ráðgjöf um Inter- netið og stærri fyrirtæki eru í vaxandi mæli að setja upp þráð- laus netkerfi. Einstaklingar vilja fyrst og fremst ódýrar og góðar tölvur og hafa síður þörf á að hafa sér- hæfðri tækniþjónustu að halda. Við höfum því opnað verslunina Tölvukjör í Fákafeni fyrst og fremst með það í huga að þjóna heimilum og einstaklingum. Ennfremur höfum við eflt sam- starf við hugbúnaðarfyrirtækin og lítum á það sem mikilvægan þátt að eiga gott samstarf við fyrirtæki eins og Hug, Streng, Kerfi, AKS o.fl. Þau bjóða bókhaldskerfi en við bjóðum hópvinnukerfi, vélbún- að, ýmsar lausnir og þjónustu. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á að þróa Internetsþjón- ustu okkar og hönnun á heimasíð- um. Hér hefur einnig verið tekin upp ný þjónusta á sviði fjarfundabún- aðar sem gerir viðskiptavinum okkar meðal annars kleift að eiga fundi með sérfræðingum erlendis. Þessi búnaður getur fært íslensk fyrirtæki í útflutningi nær sínum viðskiptavinum." Góðir tímar framundan Frosti segir því að góðir tímar séu framundan fyrirNýheija. „Það er uppsveifla í efnahagslífinu og eftirspurn eftir tölvubúnaði hefur verið mikil. IBM hefur verið í lægð á undanförnum árum, en er nú á mikilli uppleið undir stjórn fyrrver- andi kökusalans Lou Gerstner. Sala á stórtölvum hefur til dæmis verið að aukast með tilkomu Inter- netsins, því það er þörf á stórtölv- um til að sinna mörgum notendum samtímis. Þá má nefna að Nýherji hefur fengið nýjan stjórnarmann frá IBM í Danmörku, Niels Christian Furu. Þetta er drífandi maður sem stjórnar sölu á PC-vélum á Norð- urlöndum. Hann hefui' náð miklum árangri á sínu sviði. PC-vélar frá IBM hafa lækkað mikið í verði og eru í mikilli sókn á Norðurlöndun- um. Auk þess að leggja meiri áherslu á PC-vélar munum við auka áhersluna á Unix-vélar frá IBM og erum strax farnir að finna fyrir aukinni eftirspurn og áhuga.“ Mikil tækifæri í upplýsingatækni Nýheiji er hluthafi í hugbúnað- arfyrirtækinu Hug hf., Tölvutæki- Bókvali á Akureyri og Stöð 3. „Hugur hf. dreifir og selur Con- corde-hugbúnað. Tölvutæki-bók- val annast ýmiskonar rekstur í tengslum við tölvubúnað," segir Frosti. „Stöð 3 hefur lent í miklum seinkunum og framleiðandi mynd- lyklanna í Bandaríkjunum hefur ekki getað staðið við sín joforð. Fleiri sjónvarpsstöðvar á íslandi hafa lent í svipuðum byijunarörð- ugleikum, en samt náð að festa sig í sessi. Ég held að þáð sé rými fyrir viðbótarsjónvarpsstöð, en hún hefur fengið í vöggugjöf ákveðna erfiðleika sem unnið er að að leysa. Menn eru bjartsýnir á að þessi tæknilegu vandamál verði brátt úr sögunni og unnið er að því að auka hlutafé félags- ins.“ - Nú hefur komið fram að það er skortur á hæfu fólki til starfa hjá tölvufyrirtækjum og ákveðið launaskrið virðist hafa verið í gangi í þessum geira. Hvernig snýr þetta að Nýheija? „Það er launaskrið í gangi í tölvugeiranum og við munum þurfa að svara því með hækkun á verði útseldrar vinnu til okkar viðskiptavina. Hins vegar vonast ég til að fleira fólk mennti sig á þessu sviði. Ég hef trú á að Islend- ingar eigi mikil tækifæri í upplýs- ingatækni og e.t.v. meiri en aðrar þjóðir,“ sagði Frosti Siguijónsson. Morgunblaðið/Kristinn FROSTI Sigurjónsson, forstjóri Nýherja, í verslun fyrirtækisins við Skaftahlíð. Mörg sóknarfærí hjá Nýhetja Frosti Sigrirjónsson var í vor ráðinn forstjórí Nýherja. Kristinn Bríem ræddi við hann um fyrri störf hans og þær breytingar sem framundan eru hjá fyrirtækinu. að selja þann hluta Radíóstofu Nýherja sem annast öryggiskerfi og öryggisþjónustu. Það kom upp úr dúrnum að við hefðum fljótlega þurft að fjárfesta töluvert í öryggiskerfaþætti Nýheija til að geta keppt á markaðnum. Þetta er töluvert fjarskylt meginstarf- semi fyrirtækisins og við mátum það því svo að betra væri að selja þennan þátt og nýta fjármagnið í annað sem stendur okkur nær. Þá höfum við gert nokkrar breytingar á stoðdeildum og komið á fót sérstakri innkaupadeild sem Ieysir af hólmi birgðadeild. Inn- kaup á PC-vélum, rekstrarvörum o.þ.h. hafa verið á höndum sölu- manna, en nú hefur innkaupa- deildinni verið falið að annast þennan þátt. Sölumenn þurfa að vera í góðum tengslum við birgja til að fylgjast með nýjungum. Tölvur og tengdur búnaður úreldist mjög hratt þannig að það var nauðsynlegt að auka sérhæfingu á sviði inn- kaupa og vörustjórnunar. Hvað markaðsmálin snertir hafði sérstakur markaðsstjóri ekki verið hjá fyrirtækinu heldur sinnti hver deild þessum þætti fyrir sig. Það var því orðið tímabært að Marel var gríðarlega góður skóli ráða markaðsstjóra til að skipu- leggja markaðsaðgerðir og nýta á sem bestan hátt hveija krónu. Við fengum góðan mann, Finn Orra Thorlacius, í þetta starf, en hann var áður markaðsstjóri hjá IKEA. Ég á því von á að við náum betri árangri í markaðssetningu, styrkj- um ímynd fyrirtækisins og sendum skýrari boð út á markaðinn." Umbætur á innri upplýsingamálum „Við ætlum ennfremur að gera töluverðar umbætur á innri upp- lýsingamálum Nýheija. Það er verið að setja upp Lotus Notes- hópvinnukerfi sem mun skila mikl- um ávinningi. Möguleikarnir á bættu samstarfi innan fyrirtækis- ins munu aukast mjög mikið. Til að hægt sé að bjóða heildarlausnir þurfum við að vita nákvæmlega um þarfir einstakra viðskiptavina og miðla þekkingu á milli manna í fyrirtækinu. Við höfum síðan hug á að draga úr þeirri deildaskiptingu sem hér hefur verið og leggja áherslu á meginferli í starfseminni. Deildir hafa einblínt mjög á eigin mark- mið og fyrst og fremst sinnt eigin málum. Það er mikið af starfsfólki hér með þekkingu sem nýttist ekki sem skyldi vegna þess að það var fyrst og fremst að hugsa um verkefni sinnar deildar." Vaxtarmöguleikar í allar áttir - A hvaða sviðum sérðu mesta möguleika fyrir Nýheija í framtíð- inni? Hvar liggja vaxtarmöguleik- arnir? „Vaxtarmöguleikarnir eru í all- ar áttir þannig að við þurfum að velja og hafna. Það var farið í mikla stefnumótunarvinnu í sumar sem endaði með spennandi báts- ferð niður Hvítá. í þeirri vinnu kom m.a. fram að framlegð af vélbún- aði hefur lækkað það mikið að ekki er lengur hægt að gefa með honum þekkinguna. Þess vegna munum við leggja áherslu á að efla ráðgjöf og þjónustu. Við munum reyna að skilja betur á milli þjón- ustu við fyrirtæki og ein- staklinga. Nýheiji mun nota breidd sína og styrk til að uppfylla kröfur fyr- irtækja og bjóða þeim heildarlausnir. Fyrirtæk- in sækjast í æ ríkari mæli eftir heildarlausnum á sínum tölvumál- um og vilja getað leitað til eins aðila með sín mál. Tækifæri eru meðal annars á sviði hópvinnu- kerfa og upplýsingakerfa fyrir Fyrirtækin sækjast eftir heild- arlausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.