Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 9

Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRIMA ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 B 9 Weah med stutft Laudrup ekki til sölu Reuter PAUL Ince hjá Inter Mílanó er búinn að lelka á Pabio Rossltto hjá Udinese. markið eftir hornspyrnu Frakkans Youri Djorkaeff. Inter, sem varð meistari síðast 1989, tefldi fram sex af sjö útlendingum sem eru hjá liðinu. Udinese var nær búið að jafna metin er Þjóðverjinn Oliver Bier- hoff kostaði sér fram og skallaði knöttinn að marki en rétt fram hjá. Leikmenn Bologna héldu upp á að þeir eru með á ný í 1. deildar- keppninni, eftir fimm ára fjarveru Bologna, með að leggja Lazíó 1:0. Davide Fontolan, sem kom til liðs- ins frá Inter Mílanó, skoraði mark- ið á 35. mín. Zdenek Zeman, þjálf- ari Lazíó, lét sóknarleikmanninn Giuseppe Signori setja á vara- mannabekknum í fyrri hálfleik, setti hann síðan inn á fyrir Igor Protti, markakóng á Italíu sl. keppnistímabil. Stuðningsmenn liðanna lentu saman fyrir og eftir leik, tveir stuðningsmenn Lazíó fengu hnífst- ungu og voru fluttir á sjúkrahús. Eitt skot, og mark Evrópumeistarar Juventus urðu að sætta sig við jafntefli gegn nýliðum Reggiana, 1:1. Christian Vieri skoraði mark Juventus strax á sjöttu mín. eftir sendingu frá Alen Boksic. Reggiana jafnaði að- eins þremur mín. síðar með marki frá Sandro Tovalieri. Eftir það fór leikurinn að mestu fram í vítateig heimamanna, Vieri og Boksic áttu báðir skot sem höfnuðu á þverslá. Boksis fór síðan illa að ráði sínu undir lok leiksins, þegar hann var einn á móti markverði - brást bogalistin. „Reggiana átti eitt skot að marki og skoraði," sagði Marc- ello Lippi, þjálfari AC Milan. Þó að á Ítalíu leiki margir af bestu sóknarleikmönnum heims, var það varnarmaður sem var fljót- astur að skora í leik Giuseppe Pancaro hjá Cagliari; skoraði beint úr aukaspyrnu af 25 m færi eftir tvær mín. í sigurleik gegn Atal- anta, 2:0. Fyrir það skot fákk hann að launum 2.000 flöskur af ljúf- fengu gæðavíni. BRASDLIUMAÐURINN Rom- ario var heldur betur í sviðs- ljósinu í Valencia í gær, þegai' hann bar til baka að hann væri á förum frá Valencia. Hann gerði það aðeins klukkustund eftir að hann hafði sagt að hann myndi ekki leika undir stjórn þjálfai-ans Luis Arago- nes. Romario var óhress þegar ljóst var að hann væri ekíri í iiðinu sem léki gegn Bayern Miinchen í UEFA-keppninni í kvöld. Þegar Romario tók um- mæli sín til baka, sagðist hann hafa sagt þau í hita leiksins. Þjáifari Valancia er undir pressu, eftir að liðið hefur tap- að fyrstu tveimur leikjiuium í 1. deildarkeppninni. Manchester Unit« og Juventus Stórleikur Manchester United og ^ í Meistarakeppni Evrópu verður sý beinni útsendingu á SÝN miðvikudaginn 1 1. september kl. 18.30. Fylgstu með á S' Ertu ekki örugglega áskrifandi! SÝIXI & FJÖLVARP FYRIR AÐEINS Ef þú ert, eöa gerist áskrifandi aö Stöö 2, og gengur frá áskriftar- samningi fyrir 20. septeinber færö þú SÝINI & Boluarp fyrir 990 Itr. á mánuöi. Miðað er viö boðgreiðslur og samfellda áskrift í sex mánuði. Qsrni y svn FJÖLVARP Tryggðu þér áskrift að SÝN og Fjölvarpi Áskriftarsími: 515 6100 á tilboðsverði fyrir 20. september. Grænt númer: 800 6161 Urslit / B10 an skemmtiþáftt MEISTARABARÁTTAN er haf- in á Ítalíu. Marco Simone skor- aði tvö mörk og Líberíumaður- inn George Weah skoraði glæsilegt mark þegar meistar- ar AC Milan hófu titilvörnina með því að leggja Veróna að velli, 4:1. Bikarmeistarar Fior- entfna fengu skell, töpuðu heima fyrir Vicenza 2:4 - Marcelo Otero skoraði öll mörk gestanna. Til að gera leik heimamanna enn svartari var varnarmaðurinn Daniele Carnasciale rekinn af leikvelli. Það sló þögn á áhorfendur á Giuseppe-Meazza-leik- vanginum í Mílanó þegar Veróna komst yfir með skallamarki An- tonios De Vitis. Þjálfarinn, Oscar Washington Tabarez frá Uruguay, var ekki brosmildur í sínum fyrsta deildarleik með AC Milan. Marco Simone fékk hann til að brosa á 49. mín., er hann jafnaði og síðan aftur á 65. mín., 2:1. Það var svo á 86. mín. að George Weah setti upp stuttan skemmtiþátt fyrir Ta- barez; tók knöttinn við eigin víta- teig, hljóp með hann yfir 80 metra og skoraði með þrumuskoti, sem Attiiio Gregori, markvörður Ver- óna, réð ekki við. Weah hljóp 80 m á fjórtán sek., lék á nokkra leik- menn og lenti í einu samstuði. Roberto Baggio rak síðan smiðs- höggið með því að skora fjórða markið rétt fyrir leikslok. Otero skoraði fjögur mörk í Flórens Þeir voru ekki upplitsdjarfir stuðningsmenn og leikmenn Fior- entína þegar þeir voru komnir tveimur mörkum undir eftir aðeins hálftíma - Marcelo Otero var að verki í bæði skiptin. Sjálfsmark frá Luigi Sartor kom heimamönnum á bragðið. Stuðningsmenn Fiorent- ína vonuðust eftir að þeirra menn kæmu grimmir til leiks í seinni hálfleik. Otero slökkti þær vonir, með því að skora þriðja mark sitt á 67. mín., 1:3. Luis Oliveira svar- aði fyrir heimamenn áður en Otero skoraði fjórða mark sitt úr víta- spyrnu á síðustu mín. leiksins. Suður-Amerískur sambadans í Róm Argentínumaðurinn Carlos Bianchi og Carlo Ancelotti, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, byijuðu vel sinn þjálfaraferil á Ítalíu - lið þeirra, Roma og Parma, fögnuðu bæði sigri. Bianchi, sem kom til Roma frá Velez í Argentínu, sá sína menn vinna Piacenza 3:1. Það voru Suður-Ameríkumenn sem sáu um að skora mörkin á Olympíuleik- vanginum í Róm; Aldair frá Brasil- íu, Argentínumaðurinn Abel Balbo og Uruguaymaðurinn Daniel Fonseca. Ancelotti sá sína menn í Parma komast tvö mörk yfir eftir 22 mín. með mörkum frá Dino Baggio og nýja stjörnuleikmanninum Enrico Chiesa. Gianfranco Zola, sem sýndi allar sínar bestu hliðar, bætti við þriðja markinu 3:0 - einlék laglega að marki og skoraði með skoti af 30 m færi. Svisslendingurinn Christian Sforza lék sinn fyrsta deildarleik á Ítalíu, skoraði sigurmarkið gegn Udinese, 1:0. Markið létti and- rúmsloftið hjá Inter Mílanó, sem leikur undir stjórn Englendingsins Roy Hodgson. Sforza skoraði GLASGOW Rangers hefur hafnað boði frá Barcelona, sem bauð níu mii|j. pund í Brian Laudrup. „Brian er ekki til sölu. Hann er frábær leikmað- ur,“ sagði David Murray hjá Rangers. Brian, sem er 27 ára, var keyptur til Rangers frá Fiorentína á Ítalíu fyrir 2,2 millj. punda og var hann út- nefndur besti leikmaður Skot- lands á fyrsta keppnistímabili sínu með Rangers. Samningur hans við liðið rennur út eftir tvö ár. „Við vonum að hann verði lengur en fjögur ár hjá okkur,“ sagði Murray. Romario í sviðsljósinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.