Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUÐAGUR 12. SEPTEMBER 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Berg- kamp frá í 5 vikur? ARSENAL varð fyrir enn einu áfallinu í Evrópuleikn- um gegn Borussia Mönc- hengladbach í fyrrakvöld. Hollenski framherjinn Denn- is Bergkamp meiddist - lið- bönd í hné tognuðu illa - og verður örugglega frá keppni f þrjár vikur. Jafnvel er talið líklegra að hann verði frá í 5 vikur. Hann missir þá af seinni Evrópuleiknum í Þýskalandi auk deildarleikja gegn Sheffieíd Wednesday, Middlesbrough, Sunderland og Blackburn. Rekinn fyrir að lumbra á leikmanni LJUBO Petrovic, þjálfari austurríska liðsins Graz, var látinn taka pokann sinn í gær. Ástæðan fyrir því er að liann lagði hendur á einn leikmann Graz, eftir að liðið hafði tapað fyrir belgíska lið- inu Graz í UEFA-keppninni, 1:3. Petrovic lumbraði á mið- herjanum Boban Dmitrovic inn í búningsklefa eftir leik- inn. Dmitrovic var rekinn af leikvelli á 50. mín., þá var staðan 0:1 fyrir Graz. Að- stoðarþjálfarinn Hans-Peter Schaller tekur við stjórninni. Ensk-ítalska keppnin úr sögunni ENSKA og ítalska knatt- spyrnusambandið ákváðu í gær að hætta við ensk-ítölsku bikarkeppnina, sem var end- urvakin 1992. Ástæðan fyrir því er að erfitt var að koma fyrir leikdögum og þá hefur áhugin fyrir keppninni verið lítill sem enginn. Þess má geta að aðeins 12.683 áhorf- endur sáu úrslitaleik Genúa og Port Vale á Wembley sl. keppnistimabil, sem Genúa vann 5:2. OscarTabarez, þjálfari Milan, um gullmark Georges Weahs „Svona gera bara brjálaðir menn“ Knattspyrnumaður ársins í heim- inum, George Weah, stimplaði sig heldur betur inn í fyrstu umferð ítölsku deildar- Einar Logi keppninnar um síð- Vignisson ustu helgi og fékk skrifarfrá hæstu einkunn allra l,allu leikmanna í umferð- inni. Hann skoraði ótrúlegt mark í 4:1 sigri gegn Veróna, eins og kom- ið hefur fram hér í blaðinu - mark sem lengi verður í minnum haft, og sjónvarpsmenn á Ítalíu hafa verið óþreytandi að sýna síðan á sunnu- dag. Seint í leiknum fékk Weah bolt- ann í eigin vítateig eftir hornspyrnu andstæðinganna, rauk í átt að miðju vallarins þar sem tveir leikmenn Veróna komu á móti honum en voru meistaranum lítil fyrirstaða. Weah virtist vera að leita að sam- herja en hélt áfram á ógnarhraða, tætti fram hjá tveimur leikmönnum til viðbótar og þegar hann var kom- inn inn í vítateig Veróna lét hann vaða í Ijærhornið. Gult spjald og hamingjuóskir frá dómaranum! Fagnaðarlætin eftir markið voru gríðarleg. Þótti dómaranum nóg um og spjaldaði Weah en tók jafnframt í hönd hans og óskaði snillingnum til hamingju með markið. Sagðist þykja Ieitt að þurfa að spjalda hann en svona væru reglurnar. „Ég var alltaf að bíða eftir því að mann- íjandinn gæfi boltann á samheija,“ sagði Oscar Tabarez, þjálfari Milan, eftir leikinn „en hann var bara allt of fljótur fyrir alla á vellinum. Svona lagað gera náttúrlega bara brjálaðir menn!“ Weah hljóp 85 metra með boltann áður en hann skaut að marki og var ekki nema 14 sekúndur að því þrátt fyrir að lenda í samstuði við varnarmenn Veróna á leiðinni. Með- alhraðinn hjá kappanum var 22 kílómetrar á klukkustund; allt var þetta vandlega mælt hjá ítölsku sjónvarpsmönnunum enda sjást svona mörk ekki á hveijum degi. Barátta í Mílanó Mílanó-liðin tvö, Internazionale og AC Milan, spiluðu bæði feikivel í fyrstu umferð deildarkeppninnar og telja margir að baráttan um titil- inn muni standa á milli þeirra. Lið- in eiga bæði minnst tvo leikmenn í hveija stöðu, lið Milan hefur hald- ist nokkuð óbreytt og þótt hinn nýi þjálfari hafi keypt nokkra leikmenn - Hollendingana Edgar Davids og Michael Reiziger, auk Frakkans Cristoph Dugarry - þykir óvíst að þeir eigi eftir að skapa sér fast sæti í liðinu. Það sem kann að verða mesta brejitingin á leik Milan er að Tabarez þjálfari hyggst veita Roberto Baggio stærra hlutverk og leyfa honum að spila uppáhalds- stöðu sína, fyrir aftan fremstu sóknarmennina, en Capello lét Baggio jafnan leika fremstan við hlið Georges Weahs og gekk Baggio afar illa að finna sig þar og átti í erfiðleikum með að halda sæti sínu í liðinu. Internazionale er búið að spila liða best í æfingaleikjum undanfar- ið og þykir sigurstranglegt, þó veð- bankar telji AC Milan enn líklegast til að fagna meistaratitlinum á Ital- íu enn eitt árið. Englendingurinn AC MILAN 1996- Rossi Panucci Costacurta © © Desailly Albertini Baresi Maldini 3 Boban Í20) (is) R. Baggio Marki fagnað LEIKMENN AC Milan fögnuöu innilega eftir að George Weah gerði markið stórkostlega um helg- ina; svo mjög að dómarinn sá ástæðu til að áminna Weah, um leið og hann óskaði honum til hamingju með markið. Liðsmenn Milan eiga væntanlega eftir að fagna oft í vetur eins og hér; frá vinstri: Marco Simone, Weah, Edgar Davids og Demetrino Albertini. Savicevic0 ®Weah Ganz0 © Zamorano © ® Djorkaeff „ Winter (s) © Sforza 0 Ince 0) Zanetti (20) Paganin Festa Angloma Pagliuca © INTER 1996-1997 Roy Hodgson hefur slípað lið- ið mikið frá því í fyrra og fengið til liðsins franska landsliðsmanninn Youri Djorkaeff sem á að stjórna leik liðsins með Svisslending- inn Ciriaco Sforza, Hollend- inginn Aron Winter og Eng- lendinginn Paul Ince fyrir aftan sig, en Ince virðist loks vera búinn að aðlaga sig leikstí! ítalanna. Framlínan er beitt með Chilebúann Ivan Zamorano fremstan og fyrir aftan hann Maurizio Ganz eða Branca. Hodgson leggur mikla áherslu á sóknarleik og spilar með einungis þijá menn í vörn, hefur fært Arg- entínumanninn unga, Javier Zanetti, fram á miðjuna. Bosman-málið hefur haft mikil áhrif á ítölsku fyrstu deildina, erlendir leikmenn hafa aldrei verið fleiri, 84 nú í byijun tímabilsins. Mílanó- liðin eru hvort um sig með sjö útlendinga í sínum röðum, gera má ráð fyrir því að Int- er láti þá alla byija inni á en Milan noti mest þá fjóra sem fyrir voru hjá félaginu. Glímdu við spámennina Lau.f Sun. 14.-15. sept. 1 Newcastle - Blackbum 2 Manch. Utd. - Nottingh. For. 3 Everton - Middlesbro 4 Southampton - Tottenham 5 Coventry - Leeds 6 West Ham - Wimbledon 7 Derby - Sunderland 8 Crystal Palace - Manch. City 9 Bamsley - Q.P.R. 10 Oxford - Bradford 11 Birmingham - Stoke 12 Swindon - Tranmere 13 Sheffield Utd. - Ipswich úrslit Árangur á heimaveili frá 1984 6 0 1 4 1 1 3 2 4 1 2 4 10:6 18:10 14:6 15:10 15:8 9:11 15:10 11:14 3:1 5:5 11:9 6:2 12:4 spámannanna: - Logi 1:1 Hversu margir réttir siðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 1 viku: Ásgeir Logi f* Þín spá 1 X 1 1 1 1 1 X 1 1 X 2 2 1 X X 2 1 1 2 1 X 2 1 1 1 1 X 1 1 1 1 X 2 1 1 X 2 1 X 2 1 1 1 X 2 1 X X 2 1 X 2 X 2 1 1 2 1 1 X 1 X 7 7 9 O O 1 7 7 9 7 7 9 15.-16. sept. 1 Atalanta - Fiorentina 2 Napoli - Reggiana 3 Piacenza - Parma 4 Sampdoria - AC Milan 5 Verona - Bologna 6 Vicenza - Roma 7 Degerfors - AIK 8 Djurgárden - Halmstad 9 Malmö FF - Göteborg 10 Trelleborg - Oddevold 11 Umeá - Nörrköping 12 Örgryte - Örebro 13 Öster - Helsingborg úrslit Arangur á heimavelli frá 1988 3 1 2 0 1 1 3 2 6:6 6:0 3:2 11:11 4:3 2:1 7:3 6:5 10:10 1:2 0:0 1:6 4:3 Slagur spámannanna: Ásgeir - Logi 1:0 Hversu margir réttir siðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta I heild: Meðalskor eftir 1 viku: Ásgeir 10 10 10 Logi 9 9 Þín spá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.