Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ +¦ DAGLEGT LIF Undirgöng máluð skilaboðum í Vinnuskóla Reykjavíkur VIÐ. félagsmiðstöðina Fjörgyn í Grafarvogi átti sér stað athyglis- vert stárf í sumar. Unglingar á aldr- inum 13-15 ára söfnuðust þar sam- an á vegum Vinnuskóla Reykjavík- ur og Iþrótta- og tómstundaráðs, en í stað þess að reita arfa og sópa gangstéttir, eins og venjan er, eyddu þau tíma sínum í að mála og skreyta göngin undir Fjallkonu- veg. Máluðu þau myndir og orð á veggina sem áttu að minna aðra á hættur og freistingar sem allir unglingar standa frammi fyrir. Þannig miðluðu þau hugmyndum sínum til annarra, settu svip á umhverfið, og nýttu sköpunargáf- una til hins ýtrasta. Myndverkið var afrakstur mikilla umræðna sem höfðu átt sér stað í hópi þessara unglinga. Umræðna sem spruttu útfrá fræðslu um vímuefni sem unglingarnir fengu í vinnuskólan- um. Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir og Ólöf Björg Steinþórsdóttir stjórnuðu verkefni unglinganna í Grafarvogi. Þær eru báðar mennt- aðar í uppeldisfræðum og hafa mikla reynslu af starfi með ungling- um. Fjðlþættáhrifaf gefandi vinnu Ég hitti þær Aðalheiði og Ólöfu að máli, bæði á meðan starfið stóð yfir og eftir að því lauk. Og dag einn, þegar veðrið var kalt og blautt, heimsótti ég unglingana í vinnuskólann við Fjörgyn í Grafar- vogi. Krakkarnir lágu flestir á hnjánum inni í stórum sal og þrifu upp málningarslettur. Sumir voru fúlir yfír því að geta ekki verið úti að mála í rigningunni, aðrir voru skjólinu fegnir. Unglingarnir virðast hafa lagt rhetn- að sinn í að gera veggjaskrautið sem best úr garði, enda er útkoman víða góð og líkleg til að skila ár- angri. Það er dálítið stuðandi að ganga meðfram löngum vegg og lesa nöfn margra af helstu leikurum °g poppstjörnum sögunnar, t.a.m. Jimmy Hendrix, Elvis Presley, Rivi- er Phoenix og Kurt Cobain og þurfa svo að horfast í augu við setning- una „þau urðu öll vímuefnum að bráð". Krakkarnir eru ánægðir með af- rakstur sumarsins, enda hafa þeir fengið góð viðbrögð frá þeim sem leið hafa átt um undirgöngin og aðeins einn lætur í ljós efasemdir um tilgang verksins. „Það verður krotað yfir þetta strax aftur," segir hann. Aðalheiður Ósk, verkefnisstjóri, bætir við að það sé mjög mikilvægt að unglingar sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum hafi gaman af því sem þau eru að gera. „Viðhorf þeirra gagnvart vinnunni verður mun jákvæðara þegar þau sjá afrakstur hennar og þeirrar fræðslu sem þau hafa feng- ið á undanförnum vikum á svona áþreifanlegan hátt," segir hún. Fræðslan sem unglingarnir fengu í Vinnuskólanum fór fram á fjölbreyttan hátt, t.a.m. var Jafn- ingjafræðsla framhaldsskóla- nema með stóran hluta af henni og telja þær Aðal- ( heiður og Ólöf að sú fræðsla hafi u skilað góðum árangri. 3 Aðalheiður segir að jafnframt c hafi verið lögð mikil áhersla á hina I óformlegu hlið fræðslunnar, sem r fólst í því að verkefnisstjórarnir, s þær Aðalheiður og s 1 sín fyrstu spor sem atvinnudansari í vetur UNG og efnileg ballerína, Katrín Á. Johnson, mun í vetur dansa sín fyrstu spor sem atvinnudansari við Islenska dansflokkinn. Katrín er nítján ára og útskrifaðist sem list- dansari og stúdent frá Sænska ballettskólanum: í Stokkhólmi síðastliðið vor. í sumar fékk hún nemendasamning við íslenska dansflokkinn, en auk hennar eru sjö dansarar fastráðnir við flokkinn. Katrín byrjaði í Ballettskóla Eddu Seheving þegar hún var fimm ára og hefur verið í ballett síðan þá. Níu ára gömul byrjaði hún í Listdansskóla Þjóðleikhússins og fyrir þremur árum hóf hún nám í Sænska ballettskólanum sem hún, eins og fyrr segir, kláraði í vor. „Það er eiginlega móður minni, Helgu Möller auglýsingastjóra og barnabókahöfundi, að þakka að ég byrjaði í ballett á sínum tíma," seg- ir Katrín í samtali við Daglegt líf. „Móðir mín, sem sjálf er danskenn- ari að mennt, ákvað að setja mig í ballett, vegna þess að hún telur hann vera góða hreyfingu og stuðla að fallegum líkamsburði. Hún gerði sér hins vegar engar vonir um að ég yrði ballerína," segir hún. Katrín fékk fljótt mikinn áhuga á ballettinum og þegar hún var^ átta ára dansaði hún sín fyrstu spor á stóra sviðinu í Þjóðleikhús- inu. Þá var hún reyndar enn í Ballettskóla Eddu Scheving en var fengin að láni til að dansa lítið hlutverk í leikritinu Upphitun. „Leikritið fjallaði um gamla bal- lerínu sem rifjar upp gamla tíma. Á sýningunni áttu að dansa fimm litlar stelpur, sem allar voru í List- dansskóla Þjóðleikhússins, en nokkrum dögum fyrir frumsýningu meiddist ein stelpan og því var ég fengin í hennar stað," segir Katrín og heldur áfram að segja frá. Morgunblaðið/Þorkell KATRÍN Á. Johnson, listdansari. „Ég man að ég var mjög stress- uð vegna þess að ég hafði ekki nema tvo daga til að setja mig inn í hlutverkið, en líka vegna þess að ég var að byrja að dansa með stelp- um sem voru einu ári eldri en ég og auk þess frá Listdansskóla Þjóð- leikhússins, sern var aðalskólinn í okkar augum. í fyrstu litu þær mig líka hornauga, en seinna átt- um við eftir að verða bestu vinkon- ur," segir Katrín og brosir. Kenndi okkur að elska dansinn Ári síðar byrjaði Katrín í for- skóla Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins, en eftir forskólann fór hún beint upp í annan flokk skólans, en sleppti þeim fyrsta. Og þar með var hún komin í sama flokk og stelpurnar sem hún dansaði með í leikritinu Upphitun. „Þegar ég var þrettán ára breyttist skólinn úr Listdansskóla Þjóðleikhússins í Listdansskóla íslands og skólinn var fluttur að Engjateigi 1. María Gísladóttir byrjaði að kenna við skólann og kenndi mínum flokki í tvö ár eða þangað til hún tók við stjórnun Listdansflokksins," segir Katrín. „María hafði mikil og góð áhrif á mig og stelpurnar sem ég var með í flokki. Áður en hún kom vorum við með of háar hugmyndir um okkur sjálfar. Hún var hins vegar raunsæ og lét okkur gera æfíngar sem voru í samræmi við okkar getu. Og við höfðum svo sannarlega gott af því." Katrín segist einnig hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá Alan Howard, bandarískum ballettkenn- ara sem kenndi í Listdansskólanum um skeið. „Hann kenndi okkur meðal annars að elska ballettinn og njóta þess að dansa," segir hún. „Hann átti það hins vegar til að vera mjög öfgakenndur. Einn daginn hrósaði hann manni í hást- ert, en þann næsta var maður rakkaður niður, allt eftir því hvern- ig skapi hann var í, enda óhætt að segja að eftir þann tíma bíti ekkert á mann lengur." Þegar Katrín var á sextánda ári og hefði með réttu átt að byrja í framhaldsskóla, tók hún þá ákvörðun að fara fremur í Sænska Hvaða kosti þarf d Ástin á dc ernau INGIBJORG Björns- dóttir, skólasrjóri Listdansskóla ís- lands, segir að Katr- ín Á. Johnson, sem nýbyrjuð er á nem- endasamningi hjá íslenska dansflokkn- um, hafi alltaf þótt mjög efnilegur bal- lettdansari. „Það sáum við frá fyrstu stundu, því hún hafði a III til að bera sem til þarf. Hún hefur góða líkams- byggingu, fallegar hreyfingar og er mjög músikölsk. Auk þess var hún afar áhugasöm og gerði allar sínar æfingar af mikilli einbeit- ingu og nákvæmni. Og hún hef- ur ekki valdið okkur neinum vonbrigðum." Ingibjörg segir ennfremur að Katrín, sem er ntíján ára, sé í raun á eðlilegum aldri til að byrja í atvinnumennsku. Morgunblaði- Ingibjörg Bjö ir, skólastjói dansskóla h e b is i( e P íl si ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.