Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 C 5 VIÐSKIPTI Fundur Landsbréfa um taprekstur landvinnslunnar Brýnt að stórauka vöruþróun og afköst FYRIRTÆKI í land- vinnslu verða að leggja stóraukna áherslu á vöruþróun ef þau ætla sér að komast upp úr þeim öldudal, sem greinin er nú í. Brjótast þarf úr viðjum einhæfr- ar bitavinnslu og bæta öðrum hráefnistegund- um við fiskbita. Gera þarf kröfu um aukið hlutverk skólakerfisins í þjálfun fiskverkafólks og brýnt er að auka afköst í greininni, stytta vinnutíma og bæta laun til að auka samkeppnishæfni hennar. Þetta kom meðal annars fram í erindi Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, á morgunverðarfundi Landsbréfa í gærmorgun. Guð- brandur leitaðist við að svara þeirri spurningu hvort hægt væri að snúa tapi í landvinnslunni, þ.e. hefðbund- inni botnfískvinnslu í hagnað. Guðbrandur fjallaði um þá full- yrðingu, að íslensk landvinnsla væri í þeirri stöðu nú að geta ekki unnið samkeppnishæfar afurðir úr því hráefni, sem hún hefði aðgang að, og sagði að hún væri að hluta til rétt. Stórfyrirtækin næðu mörg hver góðri hagkvæmni, skiluðu miklum hagnaði og ljóst væri að Guðbrandur Sigurðsson stærri fyrirtækin væru með lægri fjármagns- kostnað en hin minni. Sérhæfing og gróska væru hins vegar helsti styrkleiki margra lítilla fyrirtækja. A ýmsu hefði hins vegar geng- ið hjá millistórum fyr- irtækjum og hjá sum- um þeirra blasti ekkert annað við en lokun. Engar „patentlausnir“ Guðbrandur lagði áherslu á að hann hefði engar „patent- lausnir" í kollinum en benti á að möguleikar væru á að bæta þá fjölmörgu þætti, sem hefðu áhrif á landvinnsluna. Til dæmis þyrfti að stórauka vöruþró- un til þess að gera afurðirnar sam- keppnishæfari en það væri stað- reynd að líftími þeirra hefði styst eftir því sem vöruþróun hefði auk- ist erlendis. Miklar breytingar væru að verða á mörkuðum erlend- is og fyrirtæki í smásölu og mat- sölu yrðu stærri og stærri. „Það má vel vera að við ættum að vinna vöruna meira og leggja meiri áherslu á að blanda öðrum afurð- um, t.d. hjúpi, brauðmylsnu og sósu saman við fiskinn." Guðbrandur sagði að saman- burður við önnur lönd benti til þess að afköst í landvinnslunni væru ekki viðunandi hér á landi. Þarna þyrftu menn að taka sig á og sjálf- sagt væri að auka sjálfvirkni og leita leiða til að bæta sjálfvirkni og fyrirkomulag vinnslunnar. Ann- að væri þó mjög mikilvægt og það væri að huga betur að vinnuvist- fræði en gert hefði verið. Greinin liði fyrir það að innan hennar yrði ekki eðlileg endurnýjun á starfs- fólki. Uppistaðan í greininni væru ungar stúlkur og rosknar konur en lítið væri um starfsfólk, sem verði öllum starfsaldri sínum þar. „Fyrirtæki í botnfiskvinnslu verja miklum tíma og peningum að þjálfa fólk til starfa og ég geri þá kröfu til skólakerfisins að það skili til okkar fólki, sem getur hafið vinnu án umfangsmikillar þjálfunar. Fyr- irtækin sjálf þurfa einnig að stuðla að því að halda í vana starfsmenn og þyrftu að leita leiða til þess að stytta vinnutíma, auka afköst og hækka laun.“ Ekki sársaukalaust Þegar á heildina væri litið sagði Guðbrandur að vel væri mögulegt að snúa tapi landvinnslunnar í hagnað en það hlyti hins vegar að krefjast sameiginlegs átaks þeirra aðila, sem kæmu að landvinnsl- unni. Slíkt átak yrði ekki sársauka- laust og hefði sennilega í för með sér að einhver fyrirtæki í greininni heltust úr lestinni. FRÁ bás Línuhönnunar á sjávarútvegssýningunni þar sem umhverfissljórnun og ýmsar umhverfistæknilegar lausnir fyr- ir fyrirtæki voru kynntar. Línuhönnun og Ráðgarður Samstarf um um hverfisstjórnun Olögleg fjöl- földun í Sili- cone Valley San Jose, Kaliforníu. Reuter. FIMM menn og tvö fyrirtæki hafa verið ákærð fyrir að taka þátt í ólög- legri fjölföldun hugbúnaðar að sögn bandarískra yfírvalda. Vegna málsins hefur verið lagt hald á meira magn af fölsuðum hug- búnaði en dæmi eru um í Bandaríkj- unum að sögn dómsyfirvalda í Norð- ur-Kaliforníu. Því er haldið fram í ákærunni að á tímabilinu maí 1992 til nóvember 1993 hafí fímmmenningamir - Joe Huong, James Sung, Shirley Sung, Michael Ma og Anne Wang - og fyrirtækin U-Top Printing Co og U-Win Printing Co tekið þátt í sam- særi um að framleiða eftirlíkingu af hugbúnað, sem Microsoft hefur höf- undarétt á, og selja hina ólöglegu framleiðslu. SÖLUYFIRBURÐIR I Uppbygging viðskiptasambanda Nýtt námskeið frá ♦Dale Carnegie ® Námskeiðið hjálpar þér að: Ná sambandi og byggja upp traust - auka hagnaðinn Kveikja áhuga - Kynna óvenjulegar lausnir Leysa mótbárur - Vera hvetjandi og loka sölu. Dale Carnegie® þjálfunin hefur hjálpað hundruðum þúsunda sölumanna í 70 löndum að ná söluyfirburðum. Hafðu samband í síma 581 2411 og mundu að FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT 0 STJÓRNUNARSKÓLINN Einkaumboð á íslandi • Konráð Adolphsson Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 NÝLEGA gerðu verkfræðistofan Línuhönnun hf. og stjórnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Ráðgarður hf. með sér samkomulag um að sinna verkefnum á sviði umhverfísstjórn- unar. Verkfræðistofan Línuhönnun hf. kynnti þetta samstarf ásamt ýmsum umhverfístæknilegum lausnum í þessum efnum á sjávarút- vegssýningunni sem er nýlokið. I fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist, segir að um- hverfisstjórnun samkvæmt ISO 14000+ staðlinum eða reglugerð Evrópusambandsins EMAS hafi á síðustu misserum verið tekin upp af mörgum leiðandi fyrirtækjum á meginlandi Evrópu. Markmiðið sé að koma umhverfismálum í rekstr- inum í gott horf og njóta samtímis ávinningsins sem fylgi í kjölfarið. Enn fremur segir: „Á síðustu árum hefur Ráðgarður hf., stjórn- unar- og rekstrarráðgjöf, haft for- ystu um uppbyggingu gæðastjórn- unarkerfa hér á landi. Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Línuhönnun hf., með sérstaka umhverfisdeild og starfsstöð einnig í Þýskalandi, hefur í tæp 20 ár sinnt ýmsum brautryðjendaverkefnum hér á landi. I samstarfinu mun Ráðgarður hf. annast verkefnastjórnun, hönn- un umhverfisstjórnunarkerfís og annað sem snertir stjórnunarþátt- inn. Umhverfisdeild Línuhönnunar hf. mun annast umhverfisúttektir og nauðsynlegar mælingar og greiningar. í því sambandi hefur rannsóknarstofa Línuhönnunar ver- ið efld og einnig hefur verið efnt til samstarfs við virta erlenda ráð- gjafa á ofangreindu sviði með gagn- kvæm verkefni í huga.“ NAMSTEFNA SJfíLFSTÝRÐIR VINNUHÓFfiR Mánudag 30. september kl. 8.30-12.00 Hótel Borg Kerry Donovan starfar sem leiðbeinandi og kynningarstjóri hjá Hannaford Bros. í Bandaríkjunum og er hér á landi á vegum Eimskips. Óhefðbundnir stjómunarhættir Hannaford byggjast á sjálfstýrðum vinnuhópum, jöfhuði, hvatningu og umbun sem hafa haft í fór með sér framúrskarandi rekstrarárangur á eftirfarandi sviðum: Framleiðni - Rekstrarkostnaði - Áreiðanleika - Launum - Hagnaði Fjallað verður um uppbyggingu og samsetningu sjálfstýrðra vinnuhópa, árangursmælingar, ráðningarferli, aðferðir við lausn vandamála, menntun og þjálfun starfsfólks og umbunarkerfi. Verð kr. 9.900, og 7.900 f. félagsmenn Skráning: Sími 511 5666 Tölvupóstur: arney@vsi.is GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Nánari uppiýsingar: http://skima.is/gsfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.