Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg KAUPFÉLAGSSTJÓRINN, Þorgeir B. Hlöðversson, með starfs- fólki i kjötkæli. HERMANN Jónasson ostameistari athugar Búrann. „Matarbúrið fyrir norðan“ Mikil áhersla er lögð á þróun matvælaframleiðslu á Húsavík. Árang- ur þeirrar vinnu er til dæmis að skila sér hjá Kaupfélagi Þingey- inga sem er í sókn með kjötvörur ogjógúrt. Helgi Bjamason heimsótti „Matarbúrið fyrir norðan“ á dögunum. ÚSVÍKINGAR eru öflugir í matvælafram- leiðslu og hafa sótt fram á því sviði síðustu árin undir slagorðinu „Matarbúrið fyrir norðan". Þar fer fremst í flokki elsta kaupfélag landsins, Kaupfélag Þingeyinga, sem rekur kjötvinnslu, mjólkursamlag, brauð- gerð og efnagerð, auk sláturhúss. KÞ hefur á undanförnum árum lagt áherslu á þróun nýrra og eldri afurða og árangurinn er að koma í ljós. Fleiri fyrirtæki á Húsavík standa framarlega á þessu sviði þó í smærri stíl sé, eins og til dæmis íslenskir sjávarréttir og önnur brauðgerð. Þá rekur Fisk- iðjusamlag Húsavíkur fullkomna rækjuvinnslu og bolfiskfrystingu og framleiðir þar vörur fyrir kröfu- harða neytendamarkaði. Byggt upp á gæðunum „Við teljum að sóknarfæri okkar liggi meðal annars í matvæla- vinnslunni og höfum unnið mark- visst að framþróun í henni,“ segir Þorgeir B. Hlöðversson, kaupfé- iagsstjóri KÞ. Hann var áður slát- urhússtjóri og kemur með þann bakgrunn inn í núverandi starf. KÞ staðsetur sig í efstu lögum kjötmarkaðarins, það hefur lagt áherslu á að vera með vörur í hæsta gæðaflokki er þar af leið- andi ekki þær ódýrustu. „Við ákváðum að byggja okkur upp á gæðunum. Sú leið er seinfarnari og dýrari en hún hefur skilað okk- - ur góðum árangri," segir Þorgeir. Nefnir hann Húsavíkurhangikjötið sem dæmi en það hefur notið mik- illar hylli. „Það er eitt dýrasta hangikjötið en samt höfum við ekki getað annað eftirspurninni fyrir jól undanfarin ár.“ Fólk horfír mikið á verð afurð- anna í stórmörkuðunum en Þor- geir segir að viss hópur viðskipta- vina leggi mest upp úr gæðum og þeim hópi þurfi að sinna eins og öðrum. Nefnir hangikjötið aftur til sögunnar og segir að fólk velti meira fyrir sér gæðum jólahangi- kjötsins en verðinu. „Það þarf að vera ákveðin breidd í framboðinu. Eg er ekki að segja að vara sé slæm þótt hún sé ódýr, vara er alltaf góð ef hún fullnægir þörfum markaðarins.“ Asgeir Baldurs, markaðsstjóri KÞ, segir að fyrir hendi sé markað- ur fyrir kjötvörur í hæsta gæða- flokki en erfitt að ná til viðskipta- vinanna. Góð samvinna hafi verið við Nóatúnsverslanirnar og fleiri um sölu á Húsavíkurhangikjötinu en Ásgeir telur að jafnvel sé þörf fyrir sérstakt sölukerfí til að koma nýjum sælkeravörum á markað, til dæmis sælkeraverslanir eins og tíðkist víða erlendis. Fyrsti íslenski skyndibitinn Þorgeir segir að KÞ hafi í all- mörg ár ráðstafað verulegum fjár- munum í vöruþróun og pakkningar kjötafurða og haft samvinnu við rannsóknastofnanir. „Menn kalla ekki fram nýja vöru með því að smella fingrum. Þróunarvinna tek- ur mörg ár og kostar mikla fjár- muni.“ Lögð hefur verið áhersla á þróun afurða úr lambakjöti í Kjöt- iðju KÞ og þá sérstaklega fram- pörtum skrokkanna. Fyrsta afurð- in, svokallaðir naggar, var sett á markað fyrir rúmu ári og voru þeir kynntir sem fyrsti íslenski skyndibitinn. Naggar eru formaðir „BOLLURNAR fljúga út, við höf- um varla undan,“ segir Geirfinn- ur Svavarsson, einn eigenda ís- Ienskra sjávarrétta ehf. á Húsa- vík um framleiðslu á fiskibollum sem fyrirtækið hefur nýlega haf- ið. í júlímánuði voru framleiddar 30 þúsund bollur en þær eru steiktar og gufusoðnar, alveg til- búnar til neyslu. Nokkrir einstaklingar keyptu íslenska sjávarrétti ehf. af Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur sem keypt hafði fyrirtækið að sunnan og rekið á Húsavík í nokkur ár með misjöfnum árangri. Fyrirtækið var sérhæft í niðurlagningu síld- ar. Nýju eigendurnir breyttu rekstrinum nokkuð og segir Geirfinnur að hann gangi vel. Fyrirtækið er komið í eigið hús- næði sem reyndar er þegar að verða of lítið vegna látanna í bollusölunni. Enn er framleitt mikið af síld, marineruð „Kútter síld“ með lambakjötsbitar, raspaðir og for- steiktir. Önnur afurð er formaðir kjöthleifar sem hafa svipaða eigin- leika og vöðvar og loks eru það formaðar lambasteikur sem unnar eru úr hakkefni og vöðvum og binst saman með náttúrulegum bindiefnum. Naggarnir seldust mjög vel í upphafi svo ekki hafðist undan að framleiða. Nokkuð dró úr eftir- spurninni eftir að fyrsta bylgjan var gengin yfir en salan hefur síð- an farið hægt vaxandi. Kjöthleif- arnir og lambasteikurnar hafa verið í þróun og verið til sölu á þröngum mörkuðum til reynslu en nú fer að líða að því að þessar vörur fari í almenna sölu. Kjötiðja KÞ framleiðir kjötbollur fyrir Kjötumboðið í naggalínunni og ýmsar fleiri afurðir eru í þróun. Til dæmis má nefna að til athug- unar er að hefja framleiðslu fisk- rétta í naggaverksmiðjunni. Sú áhersla sem lögð hefur verið á vöruþróun og öflun þekkingar mismunandi sósum, kryddsíld og síldarsalat. Nú er hafin framleiðsla á fiski- bollum og gengur hún svo vel að varla er tími til að sinna síld- inni. „Ég er orðinn hræddur að fá ekki nóg af góðu hráefni í bollurnar ef salan heldur svona áfram,“ segir Geirfinnur. Margrét Rósa Magnúsdóttir, kona Geirfinns, og Helga systir hennar eru höfundar fiskibollu- uppskriftarinnar enda segir Geirfinnur að bragðið sé eins og á ekta heimabollum. Geirfinnur telur sig þó eiga eitthvað í þeim því hann var smakkari með Árna Vilhjálmssyni, manni Helgu. „Við gerðum þetta heima hjá þeim og Arni átti það til að kalla á fólk inn af götunni til að smakka," segir hann. Starfsfólki hefur fjölgað og vinna nú 5-6 starfsmenn hjá Is- lenskum sjávarréttum. Geirfinn- ur leggur áherslu á að starfsfólk- PYLSUPÖKKUN í Kjötiðju KÞ. hjá KÞ skilar sér á fleiri vegu en í nýsköpun framleiðsluvara að mati Þorgeirs. „Mér finnst ein- hvern veginn að öll verkefni verði auðleystari og hagkvæmari. Menn verða víðsýnni og opnari fyrir nýjum verkefnum og möguleik- um,“ segir hann. Ásgeir Baldurs segir að forráðamenn fyrirtækis- ins hafi verið stórhuga í því sem þeir hafi tekið sér fyrir hendur og óhræddir að grípa tækifærin þegar þau gefast. Þá telur hann að ráðning ungs og vel menntaðs starfsfólks hafi orðið mikil lyfti- stöng fyrir KÞ. Prófað á heimamarkaði Kjötiðja KÞ er með alhliða kjöt- vinnslu og framleiðir pylsur, álegg, kæfu og margt fleira fyrir heima- markaðinn. Vinnslan hefur staðið framarlega og hafa kjötiðnaðar- mennimir sankað að sér verðlaun- Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg GEIRFINNUR Svavarsson í fiskibolluframleiðslu. ið gerist hluthafar. „Þá getur maður pínt allt starfsfólkið jafnt og sjálfan sig. Það fer ekki út klukkan fimm og lætur mann sitja eftir. Þegar fólk á sjálft fjár- hagslegra hagsmuna að gæta keppa allir að sama markinu og lætur hlutina ganga,“ segir Geir- finnur. Fiskibollumar fijúga út um fyrir athyglisverðar nýjungar og gæðavörur á sýningum og í keppnum sem þeir hafa tekið þátt í. KÞ hefur verið að færa út kvíamar i verslunarrekstri á Húsa- vík og allri Suður-Þingeyjarsýslu. Ásgeir Baldurs segir að heima- markaðurinn sé grunnur allrar framleiðslustarfseminnar og eigin verslanir séu stærstu viðskiptavinir Kjötiðjunnar. „Við gerum mark- aðskannanir með því að setja vömr fyrst á markað hér til að kanna viðbrögð neytenda. Það fer síðan eftir viðtökunum hvort þær eru sett á landsmarkað eða framleiðslu kannski hætt,“ segir Ásgeir. Kjötumboðið er söluaðili fyrir Kjötiðju KÞ utan heimasvæðis. Framleiddar era vörur undir merkjum Kjötumboðsins og það dreifir einnig vöram sem KÞ fram- leiðir randir eigin nafni. „Það er hagkvæmara fyrir okkur að vinna með Kjötumboðinu en að slást ein- ir á markaðnum," segir Ásgeir. Þorgeir segir að fjarlægðin frá markaðnum ráði ekki úrslitum um aðgang að honum. Vara sem pönt- uð er síðdegis geti verið komin frá Húsavík að dyram verslunar í Reykjavík morguninn eftir. Útflutningur næsta verkefni Næsta stórverkefni kjötiðju KÞ er að reyna fyrir sér með útflutn- ing dilkakjöts. Þorgeir segir að bændum sé gert að flytja út ákveð- inn hluta framleiðslu sinnar, burt- séð frá því hvernig einstökum fyr- irtækjum gangi að selja á innan- landsmarkaði. „Það er ljóst að ekki er framtíð í því að flytja kjötið út í heilum skrokkum og því er mikil- vægt að koma upp aðstöðu til að vinna vörana í verðmætari afurð- ir,“ segir Þorgeir. Sláturhús KÞ hefur leyfí til að slátra fé fyrir Evrópumárkað en hefur ekki vinnsluleyfí fyrir þann markað. Þá er fyrirhugað að byggja nýtt reyk- hús við sláturhúsið til að anna betur eftirspurn fyrir hangikjöt og aðrar reyktar afurðir. Þriðjungs aukning í jógúrtsölu Mjólkursamlag KÞ er í hópi stærri framleiðenda jógúrts og osta hér á landi. Þar era einnig framleiddar dagvörur fyrir heima- markað. Samlagið er eini framleið- andi jógúrts í fernum hér á landi, samkvæmt samningi við Mjólkur- samsöluna í Reykjavík sem dreifir afurðunum. Stöðug aukning hefur verið á sölu Húsavíkurjógúrts. Sem dæmi má nefna að fyrstu sjö mán- uði þessa árs var salan þriðjungi meiri en á sama tíma í fyrra. Ás- geir Baldurs segir að á síðasta ári hafí selst tæplega 300 tonn af jóg- úrt en salan í ár verði að minnsta kosti 400 tonn. Grétar Sigurðarson mjólkur- fræðingur telur að nýjar jógúrtteg- undir hafí mest áhrif á söluna. „Við áttuðum okkur á því að eng- um hafði dottið í hug að framleiða blábeijajógúrt,“ segir Grétar en það er önnur tveggja nýrra teg- unda sem samlagið hefur sett á markað. „Þetta gengur út á það að vera alltaf með nýjungar. Allir þurfa að prófa það sem nýtt er og því er skipt um reglulega," segir hann. í húsakynnum mjólkursamlags- ins er rekin efnagerðjn Sana ehf. sem framleiðir safa, mæjones, tóm- atsósu, sultur og fleira. Mjólkur- samlagið keypti fyrirtækið frá Reykjavík fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur gengið illa, að sögn Ásgeirs, og átti að selja hana í burtu en horfið var frá því ráði og stofnað sérstakt hlutafélag um reksturinn með þátttöku fleiri aðila á Húsavík. Ásgeir segir að Sana sé sterkt vörumerki á Norðurlandi en ekki eins þekkt syðra. Hins vegar falli þessi framleiðsla vel að þeirri áherslu sem KÞ er með á matvæla- framleiðslu og því hefði verið ákveðið að halda henni áfram. Verið er að gefa vörunum nýjan svip með breytingum á umbúðum og merkingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.