Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 C 11 VIÐSKIPTI Skipafélögin styrkja innanlandsflutninga sína í harðri samkeppni með kaupum á landflutningafyrirtækjum Flutningabílar heija á strandsiglingamar Traustir flutningar skipta íslendinga miklu flutningafyrirtækjanna hafi batn- máli. Almenningur gerir æ meiri kröfur til samgöngukerfísins og atvinnulífíð treystir á það til aðfanga og útflutnings. Kjartan Magnússon fjallar um þá þróun sem á sér nú stað á flutningamarkaðnum innanlands. Hinar miklu samgöngu- bætur, sem orðið hafa hérlendis á undanförn- um áratugum, eru nú ótvírætt farnar að hafa mikil áhrif í för með sér á flutningakerfið innanlands. Til skamms tíma varð að treysta á strandsiglingar við flutninga á þungavöru þar sem ekki var hægt að notast við vega- kerfið nema í takmörkuðum mæli. Fjölmargir vegir voru ófærir vegna snjóa stóran hluta vetrarins og ekki tók betra við þegar voraði vegna öxulþungatakmarkana og lélegs ástands veganna. Eftir því sem vegakerfið hefur batnað hafa landflutningar hins vegar aukist á kostnað sjóflutninga og skipafé- lögin Eimskip og Samskip hafa keppst við að byggja upp alhliða flutningsþjónustu og tengja hana við áætlanaflutninga á landi. A undanförnum árum hafa flutningafyrirtækin keppst um að styrkja stöðu sína í innanlands- flutningum með kaupum á land- flutningafyrirtækjum. Samskip hafa keypt slík fyrirtæki á Akur- eyri, Reyðarfirði og Selfossi og stofnað ný fyrirtæki í þeirra stað; Flutningamiðstöð Norðurlands hf., Flutningamiðstöð Austurlands hf., og Flutningamiðstöð Suðurlands hf. Þá hafa Samskip eignast rúm- lega 90% hlutafjár í vörubifreiða- miðstöðinni Landflutningum hf. í Reykjavík. Eimskip hefur einnig fjárfest í landfiutningafyrirtækjum á lands- byggðinni. í síðustu viku keypti það 60% hlut í ísafjarðarleið ehf. á ísafirði. Áður hafði Eimskip eign- ast meirihluta í Dreka hf. á Akur- eyri og Viggó hf. í Neskaupstað. Þá hefur Eimskip einnig eignast meirihluta í Vöruflutningamiðstöð- inni hf. í Reykjavík. Samskip svarar á Vestfjörðum Baldur Guðnason, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Sam- skipa , segir að fyrirtækið muni á næstunni stofna flutningamiðstöð á Vestfjörðum eins og það hafi nú þegar gert í öðrum landsfjórðung- um. „Það er ekki spurning hvort heldur hvenær það verður,“ segir hann. Kaup Eimskips og Samskipa á hlutum í landflutningafyrirtækjun- um eru til marks um þá þróun, sem nú á sér stað á flutningamarkaðn- um. Með kaupunum styrkja þau landflutningana á kostnað sjó- flutninga og bregðast þannig við samgönguþróuninni. Styrkur vörubifreiða er sá að þær komast núorðið í flestar sveit- ir landsins mestallt árið. Vegir liggja. víðar en áður, þeir eru betri og eru ruddir oftar. Það þekkist ekki lengur að fjölmörg byggðar- lög og nánast heilu landshlutarnir þurfi að treysta á strandsiglinga- skipin með aðföng eða til að koma afurðum sínum á markað, a.m.k. yfir veturinn. Samdráttur í strandsiglingum Fyrir um tíu árum voru að jafn- aði 7-8 skip í strandsiglingum hér við land, fjögur hjá Skipaútgerð ríkisins, 2-3 hjá Eimskip og 1-2 hjá Skipadeild Sambandsins, for- vera Samskipa. Nú hefur Skipaút- gerðin verið lögð niður en Eim- skip og Samskip eru hvort um sig með eitt skip í föstum strandsigl- ingum hringinn í kringum landið. Auk þess koma nú tvö skip Eim- skips við í höfnum í hverjum landsfjórðungi á leiðinni til Bret- lands og meginlands Evrópu en þannig er útflytjendum á lands- byggðinni veittur betri aðgangur en áður að helstu mörkuðum í Evrópu. Hörð samkeppni skipafélaganna Kaupin á landflutningafyrir- tækjunum sýnir einnig að það rík- ir gífurlega hörð samkeppni milli skipafélaganna. Þau einskorða kaup sín reyndar ekki á hlutum í landflutningafyrirtækjum heldur fjárfesta þau og fyrirtæki, sem tengjast þeim beint eða óbeint, töluvert í öðrum fyrirtækjum, aðal- lega á sviði sjávarútvegs. Megintil- gangurinn með slíkum fjárfesting- um hlýtur að vera sá að tryggja sér flutningsviðskipti viðkomandi fynrtækis. í viðskiptalífinu er oft rætt um að hérlendis hafi myndast tvær blokkir stórfyrirtækja á undan- förnum árum. Ljóst er að mörg fyrirtæki tengjast öðru hvoru skipafélaganna og láta eingöngu „sitt félag“ flytja vörur sínar. Deilt er um hvort slíkt sé heppi- legt en í þessu sambandi er sjálf- sagt að líta til þess að svipuð þró- un á sér nú stað í flutningum og reyndar í öðrum fyrirtækjarekstri um allan heim. Þar hafa fjölmörg fyrirtæki bundist samtökum um að beina viðskiptum sín á milli og eiga jafnvel nánara samstarf. Þetta gera þau til að standa betur að vígi í harðri samkeppni alþjóða- væðingarinnar. Erlendis hefur þróunin að vísu frekar verið með þeim hætti að fyrirtæki gera sam- starfssamninga sín á milli en að þau kaupi hlut hvert í öðru, og íslensku skipafélögin hafa í nokkr- um mæli gengið til slíks sam- starfs erlendis. Flutningskostnaður í sögulegu lágmarki Þrátt fyrir að stóru skipafélögin og þau fyrirtæki, sem þeim tengj- ast, séu umdeild og þau séu sökuð um fákeppni er ekki hægt að líta fram hjá því að samkeppnin á milli þeirra er mjög lífleg og kemur neytendum til góða. Flutnings- kostnaður í innanlandsflutningum er í sögulegu lágmarki og flutn- ingstíminn hefur líklega aldrei ver- ið jafnskammur. Heildsölum, sem rætt var við vegna þessarar grein- ar, ber saman um að þjónusta að ár frá ári. Styttri afgreiðslutími á landsbyggðinni Samkeppnin virðist því hafa bætt þjónustuna og það hlýtur að koma flestum fyrirtækjum til góða jafnt þeim, sem tengjast fyrir- tækjahópunum tveimur, en einnig öðrum fyrirtækjum, sem hafa ekki verið sein á sér að færa sér þjón- ustuna í nyt. Olís er eitt þeirra fyrirtækja, sem það hefur gert, en fyrir skömmu auglýsti það 36 klukkutíma eða eins og hálfs sólarhrings afhendingartíma innanlands á öllum vörum sínum. Thomas Möller, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Olís, segir að uppbygging Eimskips og Sam- skipa á alhliða flutningaþjónustu um land hafi þannig bætt þjón- ustuna við landsbyggðina. „Við höfðum lengi sett okkur það markmið að stytta afhendingar- tíma út á land og með þéttriðnu dreifikerfi skipafélaganna sáum við að svo stuttur afhendingartími var ekki óraunhæfur. Við skiptum við bæði fyrirtækin, verðið skiptir auðvitað miklu máli en svo veljum við þann bíl eða það skip, sem hentar okkur betur á viðkomandi flutningaleið.“ Betri nýting flutningatækja Samþjöppun í landflutningum hefur orðið til þess að flutningabíl- um hefur fækkað. Á móti kemur að þeir bílar, sem eftir eru, eru betur nýttir en áður og það hefur ef til vill átt sinn þátt í að lækka verðið, m.a. með sparnaði á mann- afla og olíu. Hagkvæmari og traustari rekstur gæti einnig haft í för með sér að notaðir eru nýrri og öruggari bílar en ella. Kristján Jóhannsson, forstöðu- maður innanlandsdeildar Eim- skips, segir að samkeppnin hafi ekki síst skilað sér í lægra verði til viðskiptavina, einkum á fjölföm- um leiðum. „Til dæmis hefur mikil samkeppni verið á leiðinni Reykja- vík-Akureyri og dæmi eru um að stórir viðskiptavinir hafi fengið umtalsverða lækkun á flutnings- gjöldum þangað.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki óalgengt að flutn- ingskostnaður á kílói hafi lækkað um allt að helming á undanförnum misserum í landflutningum til Akureyrar svo dæmi sé nefnt. Er algengt að kílóverð þangað sé nú 10 krónur með virðisaukaskatti en eftir því sem næst verður kom- ist er kílóverðið jafnvel komið nið- ur í um 6 krónur í magnflutning- um. Líklegt er að framhald verði á þeirri þróun að landflutningarnir bæti við sig á kostnað sjóflutning- anna eftir því, sem vegakerfi landsins styrkist. Nú þegar er uppi- staðan í flutningi strandflutninga^ skipanna þungavara í miklu magni. Það skiptir einnig máli að togar- ar landsmanna verða æ dýrari og fullkomnari og því er reynt að halda þeim sem mest að veiðum í stað þess að láta þá sigla með afl- ann milli landshorna eða jafnvel til útlanda. Þegar góð veiði er á miðunum er mun hagkvæmara að láta þá landa í næstu höfn og láta flutningabíla aka með aflann til vinnslu innan lands eða lesta hann um borð í skip eða flugvél til út-„ landa. Það segir sig sjálft að 10 milljóna króna bíll hentar mun betur til flutninga en 500 milljóna króna skip. Umboð Samskipa í Haftiarfirði flytur Nýtt utnboð Samskipa í Hafnorfirði Frá og með 1. október n.k. munu nvir umboðs- menn, Dvergur ehf., Flatahrauni 1 í Hafnarfirði, taka við allri slarfscmi fyrír Samskip í Hafnarfirði. Við bjóðum alla viðskiptavini velkomna á nýja staðinn og vonum að samstarf okkar við Hafnfirðinga og aðra viðskiptavíni í Hafnarfirði verði enn inægjuiegra en áður. SAMSKIP Holtah»kka v/ Hoítaveg, 104 Kokpvík Sími:>69&100 tax:S69 8149

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.