Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
VEISLA á Garði til heiðurs íslensku alþingismönnunum sem komu til Kaupmannahafnar árið 1906, til að ræða sambandsslitin. Frá vinstri til hægri í fremstu röð: óþekkt-
ur, Stefán Guðmundur Stefánsson cand. jur. Anders Thomsen þingmaður, Hannes Hafstein ráðherra, St. Stefánsson bókavörður, Jón Magnússon ráðherra, Carl Theodor
Zhale, forsætisráðherra Danmerkur, Joh. Thorsteinson ritstjóri, Valdimar Erlendsson læknir, Hemming Matsen þingmaður, Pjétur Bogason læknir, Thorvald Frants
Hörring. Þrettándi er Skúli Thorodsen ritsljóri, 14) C. Björnsen stud. jur., 15) Þórhallur Bjarnason, 16) Þorgrímur Þórðarson læknir, 17) Christian Rasmussen þingmaður,
18) Jóhannes Jóhannesson sýslumaður, 19) August Herman Ferdinand Carl Goos þingmaður, 20) Niels Buck Breinholdt þingmaður, 21) Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur,
22) Ernst Louis August Christian Jensen málflutningsmaður, 23) Rasmuss Holst Andersen verkfræðingur, 24) Otto Andrup safnstjóri,25) frú Clausen, 26) Björn Bjarna-
son sýslumaður, 27) Björn M. Olsen prófessor.
Ævintýra-
ljómi yfir lífi Hafnar-
stúdenta um síðustu aldamót
„Ef ég gæti farið aftur í tímann
myndi ég verða Hafnarstúdent um
aldamótin. Það var einhver ævintýra-
ljómi yfir Kaupmannahöfn á þessum
árum og líf íslensku stúdentanna um
margt merkilegt og heillandi, þrátt
fyrir mikla fátækt." Sú sem þetta
mælir er ungur sagnfræðingur, Mar-
grét Jónasdóttir að nafni, en hún
hefur sökkt sér niður í fundar-
gerðabækur Félags íslenskra stúdenta
í Kaupmannahöfn, undanfarin ár, og
skrifað sögu þess frá 1893 til 1970.
Blaðamaður mælti sér mót við
Margréti á kaffihúsu einu í Reykja-
vík og bað hana um að leiða lesend-
ur Daglegs lífs inn í heim Hafnar-
stúdentanna fyrr á öldinni.
Stofnfundur Stúdentafélagsins í
Kaupmannahöfn var haldinn þann
21. janúar, 1893. „í stofnlögum
kemur fram að einn helsti tilgangur
félagsins hafi verið að gefa stúdent-
um kost á að skóla sig í ræðulist
og rökfimi, en einnig átti það að
vera vettvangur pólitískrar umræðu.
Fundarstaðir voru margir, en fyrstu
áratugina var oftast hist á „verts-
húsum“ í nágrenni Garðs við Kobma-
gergade. Og var það vel því oft fylgdi
dálítil drykkja fundunum,“ segir
Margrét.
Aliar fundargerðabækur félagsins
1 hafa varðveist, nema ein sem.nær
yfir tímabilið 1907-1914 og er talið
víst að ritari félagsins hafi glatað
henni á bar einum við Nýhöfn. „Á
næsta fundi á eftir var sagt frá því
að ritari félagsins mundi síðast eftir
því að hafa séð hana er hann gekk
niður á stað einn er Kahytten nefnd-
ist, en þar var gleðskapur mikill á
stundum,“ segir Margrét og vitnar
í fundargerð frá þessum tíma þar
sem segir að ritarinn kveðst „vonast
til að bókin myndi þar finnast mega
og nú vel vera að svo sé ef innbyggj-
endur þess húss hafa eigi þegar
notað hana fyrir þerriblöð, sem nú
eru í háu verði sem fleira."
Hávær mótmæli vift
fundargerðirnar
Margrét segir að fundargerðir Stúd-
entafélagsins hafi verið skrifaðar
sem skemmtilestur fyrir félagsmenn
og því hafi hún tekið þeim með
ákveðnum fyrirvara. En þrátt fyrir
það séu þær afar læsiiegar og per-
sónulegar. „Það kom mér til dæmis
á óvart hvað ég gat í raun og veru
gert mér góða mynd af einstaka
persónum í gegnum fundar-
gerðabækurnar, sem ég hitti svo
seinna, annaðhvort í formlegum við-
tölum eða bara á götum úti,“ segir
Margrét og heldur áfram. „En það
er kannski ekki að undra því þessir
menn voru mjög nánir og þekktust
vel og því ekki erfitt fyrir þá að láta
persónueinkenni hvers og eins koma
fram í fundargerðunum."
Margrét segir að eins og venjuleg
fundarsköp kveði á um hafi allar
fundargerðir verið lesnar upp til sam-
þykktar á næstu fundum, en með
misjöfnum árangri þó. „Það voru oft
hávær mótmæli, þegar átti að sam-
þykkja fundargerðir frá fundinum
áður, sérstaklega þegar búið var að
skrifa eitthvert níð um náungann,“
segir Margrét. „En þó að mótmæli
hefðu verið höfð í frammi, breytti
ritarinn oft ekki neinu. Hins vegar
var tekið skýrt fram að það hafi ver-
ið rifíst um fundargerðina og í mesta
SÍÐUSTU íslensku Garðstúdentarnir árið 1918.
Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur. Mor?unblað,ð/*b(ilh
lagi var eitt orð sett í sviga eða strik-
að yfir það sem deilunni olli með einu
striki, þannig að auðveldlega er hægt
að sjá hvað stendur.“
Margrét segir að félagsmenn hafí
nær eingöngu rætt íslensk málefni á
fundum sínum. „Til dæmis fjölluðu
þeir mikið um menningar-og stjórn-
mál og hömuðust við að senda
ályktanir heim til íslandi, til að hafa
áhrif,“ segir hún. „Þeir höfðu í sjálfu
sér lítil áhrif á meðan þeir voru náms-
menn, en þó má færa rök fyrir því
að Stúdentafélagið hafí skipt töluvert
miklu máli, þegar til lengri tíma var
litið, því þar voru menn, sem síðar
áttu eftir að verða helstu mennta-
og stjórnmálamenn landsins."
Margrét segir að eftir því sem nær
dregur í tíma sé erfiðara að lesa í
gegnum fundargerðabækurnar og
um og eftir 1970 séu umfjöllunarefn-
in ekki eins spennandi og áður. „Þá
eru fundargerðabækurnar komnar í
þann stíl, sem þær eru enn þann dag
í dag. Aðalumræðuefnin eru málefni
eins og til dæmis hvenær næsta
árshátíð eigi að vera og hver eigi
að panta húsnæði og hvaða hljóm-
sveit eigi að spila.“
Garftstyrkurinn kostaði
þjóðfrelsisbaráttuna
Að sögn Margrétar höfðu íslenskir
stúdentar í Kaupmannahöfn rétt á
svokölluðum Garðstyrk, samkvæmt
tilskipun frá Danakonungi, og gátu
gengið að honum vísum allt til árs-
ins 1918 eða þar til íslendingar
fengu fullveldi. Með því misstu stúd-
entar forréttindi sín innan veggja
Hafnarháskóla. „Garðstyrkur var
veittur stúdentum til fjögurra ára
og sá Garðprófastur um að greiða
hann út mánaðarlega. Séra Bjarni
Jónsson dómkirkjuprestur var í Höfn
á árunum 1902-1907. Hann sagði
Garð hafa verið miðstöð allra ís-
lenskra stúdenta sem þar dvöldu og
þangað hafí flestir komið fyrsta dag
hvers mánaðar til að fá styrkinn
útborgaðan og svo aftur 16. dag
hvers mánaðar, til að fá fyrirfram-
greiðslu af honum.“
Margrét segir að Garðstyrkur
þessi hafi verið ómetanlegur ís-
lenskri menningu. „Það var í raun
hann sem kostaði þjóðfrelsisbaráttu
íslendinga og gerði það að verkum
að þjóðin hafði á að skipa mennta-
mönnum til að taka við stjórnar-
taumunum þegar sjálfstæði fékkst.
Án hans er óvíst hve margir íslend-
ingar hefðu haft tækifæri til að sigla
utan og komast í snertingu við um-
heiminn," segir hún.
Margrét segir að saga íslenskra
Hafnarstúdenta hljóti að snerta
strengi í hjörtum allra íslendinga
sem láti fortíð þjóðarinnar sig ein-
hveiju skipta. „Hafnarlífið fyrr á
öldinni var mjög heillandi að mínu
mati. Þegar ég geng hinar þröngu
götur í Kaupmannahöfn umhverfís
Frúarkirkjuna og Háskólann finn ég
fyrir hlýjum straumum, enda er þar
varla til sú gangstéttarhella sem
ekki hefur verið troðin íslenskum
fótum," segir hún að síðustu. ■
as