Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Aðgát
skal höfð í
nærveru sálar
„ÞÓTT góður hugur búi að baki er
oft stutt á milli þess að sýna um-
I hyggju og að tala niður til einhvers
1 eins og væri hann barn. Þeir sem
starfa við aðhlynningu aldraðra
þurfa að sýna sérstaka gát og
gæta þess að hinn aldraði haldi
fullri reisn þrátt fyrir skerta and-
lega eða líkamlega færni,“ segir
Ingibjörg Hjaltadóttir, formaður
Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræð-
inga og hjúkrunarframkvæmda-
stjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Markmiðið er umræða um
vlðhorf til aldraðra
Á vegum deildarinnar var nýver-
ið gefinn út fjórblöðungurinn Aðgát
skal höfð ínærveru sálar, sem dreift
hefur verið á öll hjúkrunarheimili
og sjúkrahús.
„Markmiðið er fyrst og fremst
að koma af stað umræðu meðal
starfsfólks um viðhorf til aldraðra,
sjálfsákvörðunarrétt þeirra, sjálfs-
hjálp og lífsgæði. Umhyggja og
virðing fyrir sjúklingum er meðal
þess fyrsta sem nemum í hjúkrun-
arfræði er kennt. Hvernig við tölum
við fólk er mikilvægur þáttur í að
viðhalda virðingu og vellíðan þess.
Hlýlegt viðmót er öldruðum, sem
ef til vill geta ekki lengur fullnægt
grundvallarþörfum sínum, öðrum
fremur mikilvægt.“
Þótt bæklingurinn sé fyrst og
fremst ætlaður starfsfólki segir
' i Ingibjörg að hann eigi efalítið er-
indi til allra, sem umgangist aldr-
aða. ■
Reykingar
og vöggudauði
í BRETLANDI deyja tíu börn á viku
svokölluðum vöggudauða og eru
j tveggja til þriggja mánaða börn
stærsti áhættuhópurinn. Núna eru
getgátur um að foreldrar sem reykja
beri í rauninni ábyrgð á tveimur
þriðju hluta slíkra tilfella.
í læknatímaritinu British Medical
f Journal var nýverið skýrt frá niður-
Ístöðum rannsókna sem sýndu að
hættan á vöggudauða tvöfaldast ef
börn eru í umhverfi þar sem reykt
p er í eina klukkustund á dag. „Við
, erum furðulostin yfir sterkum
tengslum þarna á rnilli," sagði yfír-
maður rannsóknarinnar Peter Flem-
ing prófessor við Konunglega barna-
sjúkrahúsið í Bristol, en hann telur
reykingar í návist bama og þung-
aðra kvenna jafn andfélagslega
DAGLEGT LÍF
Gasgríma
í dulargervi
Andlitshúðin er óvarín fyrír öllum óæski-
legum þáttum í umhverfí okkar; sól, hita,
kulda, frosti, mengun, útfjólubláum
geislum og hefur því tilhneigingu til að
ofþoma og verða fyrir skemmdum.
Súsanna Svavarsdóttir fór á stúfana til
að leita að gasgrímu og fann hana í nett-
um stauk frá Clarins.
GUÐ, það er svo mikill vandi
að vera til að það er varla að
það taki því - hugsaði ég með
mér um daginn, þegar einhver
hafði vogað sér að hringja og
vekja mig fyrir hádegi, með
þeim afleiðingum að ég þurfti
að líta í spegil svona snemma
dags. Maður þarf jú að bursta
tennurnar.
Mér krossbrá, því mér sýndist
spegillinn vera brotinn og það
er nú ekki neitt smámál. Sjö ára
ógæfa, ofan á síðustu sjö ára
ógæfu, sem var ofan á enn aðra
sjö ára ógæfu. Þetta hefur alltaf
verið svona, aiveg frá því ég var
unglingur og kom heim af hand-
boltaæfingu, sparkaði af mér
skónum í andyrinu, henti úlp-
unni á símastólinn og íþrótta-
töskunni út í horn af því mikla
afli sem handboltamönnum ein-
um er lagið. Þar brotnaði fyrsti
spegillinn. Og það er sama hvað
ég hef vandað mig í framkomu
við mína spegla síðan, þeir
brotna alltaf.
Eins og ósjálfrátt strauk ég
flötum lófanum eftir speglinum
— og komst að því að hann var
ekki brotinn. Þetta var ennþá
verra. Ég var bara orðin svona
skorpin í framan.
Hringdi vitstola í Eddu vin-
konu til að segja henni að ég
hefði orðið fyrir ævilangri
ógæfu. Brotnir speglar væru
„pís of keik.“
Hún sat hinum megin á lín-
unni og slípaði á sér neglurnar
með einhveijum hrottalega flott-
um naglaviðhaldsgræjum sem
hún á, haldandi þessari eilífu
stóísku ró og sagði bara, „nei
sei.“
Sat bara í sínum dempuðu
ljósum í sinni fínu búð, á meðan
ég lét móðan mása um að ég
væri orðin svo skorpin að húðin
á mér væri mölbrotin, rispuð og
krumpin; ég væri verri en Samu-
el Beckett hefði nokkurn tímann
náð að verða. í mínum huga er
hann sigurvegari í andlitsskorpn-
un. Hann var eins og alúmíníum-
pappír sem var búið að krumpa
og krumpa og reyna að slétta
úr aftur.
Fáðu þér krem.“
Krem?
„Já, fæst í snyrtivöruverslun-
um.“ Svo var lagt á.
Ákvað að fara og tala við
snyrtisérfræðinginn, sem seldi
mér alla maskarana um daginn.
Hún veit sko örugglega lengra
en nef hennar nær. Brosti ekk-
ert á leiðinni, nennti ekki að
horfa á mitt eigið andlit í méli
á götunni. Gekk inn, beit saman
jöxlunum og sagði:
Eina dós af kremi, takk.
Konan horfði lengi á mig og
byijaði að spytja mig spjörunum
úr. Þótt ég sæi ekki hvað það
kæmi kremi við, þá vissi hún
fljótlega að ég ynni allar nætur
við tölvu, það væri halogenpera
í lampanum mínum, hiti á ofnin-
um í herberginu, svæfí við opinn
glugga, færi í langar gönguferð-
ir, oft á kaffihús, þar sem er
reykur og fleira og fleira. Fyrr
mátti nú vera yfirheyrslan. Það
var alveg greinilegt að þessi
kona hafði sett sér það markmið
að tjasla upp á allt sem gæfi sig
í mér.
Enda kom ræða.
„Mengun er alls staðar og hún
er stöðugt að aukast. Innandyra
er það ryk, víða sígarettureykur
— sem þurrkar húðina — úti er
það útblástur úr bifreiðum, sem
er helsta vandamálið. Það hefur
löngu verið sannað hvaða afleið-
ingar þetta hefur á heilsu
manna, sérstaklega öndunar-
færin. Hvernig heldurðu að
þetta fari með húðina í andlit-
inu, sem er alltaf óvarin. Að
maður tali nú ekki um veðra-
breytingar, frost og kulda á
vetrum, útfjólubláa geisla sólar
á sjumrin.“
Ég hristi höfuðið yfír öllum
ósómanum.
„Við hitum heimili okkar með
rafmagni, hitum og loftkælum
bílana okkar með blæstri, án
þess að huga að því að rakastig-
ið í kringum okkur minnkar
verulega. Það verður til þess að
draga úr hæfni húðarinnar til
að halda rakajafnvægi. Og þegar
það gerist, tapar húðin útgeislun
og ferskleika."
Ég kinkaði kolli og vissi upp
á mig allar heimsins skammir.
„Það hefur löngu verið sannað
að dagsbirtan, með öllum sínum
útfjólubláu geislum frá sólinni,
auk annarra geisla, hraðar öldr-
un húðarinnar. Og gervilýsing,
svo sem halogen- og neonlýsing,
sem andlitshúðin er stöðugt ber-
skjölduð fyrir, hefur mjög slæm
áhrif á húðina. í nútíma tækni-
samfélagi, þar sem er stöðug
geislun frá sól, raflýsingu, tölvu-
skjám og rakauppgufun, vegna
hita, eða loftkælingar, er nauð-
synlegt að við finnum réttu að-
ferðirnar til að vernda andlits-
húðina, sem er alltaf nakin og
óvarin frammi fyrir þessum eyði-
leggjandi öflum.“
Konan var orðin mjög drama-
tísk.
Já, sagði ég, alveg jafn drama-
tísk. Ég ætla að fá eina gas-
grímu, takk.
„Gjörðu svo vel,“ sagði konan
og rétti mér ósköp nettan, hvítan
plaststauk.
Ég las. „Clarins. Fluide Multi-
Confort Super Hydratant. S.P.F.
15. Hydration-Plus Moisture
Lotion.“
Er þetta gasgríma?
„Já, í dulargervi."
Segðu mér eitthvað annað.
„Já, já,“ sagði konan og upp-
hófst önnur ræða.
„Það vita allir, sem það vilja
vita, að Clarins fyrirtækið er í
fararbroddi hvað varðar húðvör-
ur. Þetta krem ver andlitshúðina
fyrir eyðileggjandi umhverfis-
áhrifum; mengun, þurrki, of mik-
illi lýsingu, frosti og kulda og
mengun frá sígarettureyk."
Ég ranghvolfdi augunum.
„Það er staðreynd að fólk sem
býr í borgum, leitar oftar til
húðsjúkdómalækna, vegna við-
kvæmni og óþæginda í húð, en
þeir sem búa á svæðum þar sem
er minni mengun. Þetta krem
er eins og þunn filma á húðina,
sem verndar hana og sýgur
óhreinindin til sín. Áður en það
var sett á markað, var það próf-
að á námuverkamönnum og ár-
angurinn var ótvíræður. En það
var ein lítil jurt, sem kom Clarins
fyrirtækinu á sporið þegar þetta
rakakrem var í þróun. Það var
agnarlítil jurt, sem ein lifði af
olíuslysið við Bretagne-skaga
árið 1973. Hún jafnar rakann í
húðinni og hjálpar henni til að
halda sínum náttúrulega raka.
Filman sem kremið myndar,
varnar því að þessi náttúrulegi
raki streymi út. S.P.F. 15 þýðir
að þetta rakakrem er með sól-
vörn númer fimmtán og ver því
húðina fyrir útfjólubláum geisl-
um. Það verður stöðugt meira
atriði í framleiðslu á snyrtivör-
um, vegna eyðingar ósonlags-
ins.“
Það riijaðist upp fyrir mér að
einn dag í febrúar hefði verið
stjarnfræðilega stórt gat yfir ís-
landi og að við værum í vondum
málum. Ákvað að verða viðbúin
þeim degi sem næsta gat myndi
gapa himinhvolfinu oní okkur.
Það er svo hættulegt að lifa.
Keypti stauk og fór heim að
maka á mig kremi. Og þvílíkur
léttir. Afsúrnaði í kringum
munninn, afpírðist í kringum
augun. Og fattaði að það er
svakaleg vinna að vera skorpin
í framan. Það er bara svo mikið
álag fyrir andlitsvöðvana. Og af
því að maður er alltaf að reyna
að varna því að börnin manns
þurfi að taka út sömu áföll og
Íífsreynslu og maður sjálfur (tel-
ur sig búinn að taka út ættar-
skammtinn), makar maður þessu
á börnin sín, sem fæddust inn í
þetta hættulega og stóreyðilagða
umhverfi.
Og nú eru fimm staukar á
heimilinu. Einn fyrir mig. Einn
fyrir soninn. Einn fyrir tilvon-
andi tengdadótturina. Einn fyrir
eldri dótturina og einn fyrir þá
yngri. Öðruvísi gengi dæmið ekki
upp. Við erum öll of löt til að
erfiða með andlitinu. Við erum
bara árans barnsrössuð í framan
og brosum út í heiminn, þegar
þannig liggur á okkur. ■