Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 KSÍ MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Sonur „gamla miðvarðarins'1 er unglingurinn ívarnarleik Islands Draumur- innerað leika gegn þeimbeshi GAMLI góði málshátturinn: Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á svo sannarlega við Lárus Orra Sigurðsson, einn efnilegasta varnar- leikmann Bretlandseyja. Lárus Orri er sonur Sigurðar Lárussonar, fyrrum landsliðsmanns úr Þór, sem var fyrirliði eins af sigursæl- ustu liðum Skagamanna á árum áður. Sigurður var öflugur miðvörð- ur og sonur hans hefur nú tekið upp merkið. Lárus Orri hefur leik- ið við mjög góðan orðstír hjá Stoke og hafa „njósnarar" frá stóru félögunum hann undir smásjánni. „Það má segja að það hafi verið ein af stórum stundum lífs míns, þegar ég fékk tækifæri til að spreyta mig með Stoke. Það eru ákveðin forréttindi að fá tækifæri til að leika sem atvinnumaður, gera ekkert annað en reyna að bæta sig sem knattspyrnumaður. Það tók mig tíma að venjast hinum mikla hraða sem er í ensku knattspyrn- unni, leika fyrir troðfullum áhorf- endapöllum, þar sem andrúmsloftið er rafmagnað. Ég náði að venjast þessari stemmningu fljótt sem betur fer og nú þykir mér ekkert leiðin- legra en að leika knattspyrnu fyrir hálftómum áhorfendapöllum," segir Lárus Orri, sem hefur komið sér vel fyrir utan Stoke með konu sinni, Sveindísi Benediktsdóttur og syni þeirra, Sigurði Marteini, sem varð eins árs á dögunum. „Já, heppnin var með okkur. Ég gerði fyrst eins og hálfs árs samning, sem var fram- lengdur er hann rann út eftir síð- asta keppnistímabil. Þetta hefur gengið eins og í sögu þau tvö ár sem ég hef verið í Stoke. Ég hef lært mikið og þroskast. Ég get ekki sagt að það hafi alltaf verið dans á rósum, það er hart barist um stöður í liðinu og maður hefur þurft að þola mótlæti. Ég hef lært að það þýðir ekkert annað en treysta á sjálfan sig, engan ann- an,“ sagði Lárus Orri, sem er nýorð- inn 23 ára og unglingurinn í öft- ustu varnarlínu íslenska landsliðs- ins fyrir framan Birki Kristinsson, markvörð. Með Lárusi Orra, hægri bakverði, í varnarlínunni gegn Tékkum á_ dögunum léku Guðni Bergsson, Ólafur Adolfsson, Eyjólf- ur Sverrisson og Rúnar Kristinsson. „Okkur tókst mjög vel upp gegn Tékkum og kynntumst því hvað þjálfarinn var að hugsa fyrir hina erfiðu leiki sem framundan eru gegn Rúmeníu og írlandi í heims- meistarakeppninni. Leikurinn í Tékklandi var kjörið tækifæri fyrir okkur til að kynnast hvað Logi Ól- afsson var að hugsa og vildi fram- kvæma. Það er mjög góð stemmning í landsliðshópnum og maður bíður alltaf spenntur eftir að hitta lands- liðsfélagana og þá sérstaklega að FRÆKNIR varnarfeðgar á Akureyri í vikunni, Sigurður Lárusson og sonur hans, Lárus Orri. Helgardvöl í heimsborg upPiyPriN fyrir líkama og sál Verö írá 26.970 b á mann í tvíbýli í 3 daga*. Helgarfjör og hagstæð innkaup Glasgow 1 Haföu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, ferða- skrifstofumar cöa söludeild Flugleiða í síma SO SO100 (svaraö mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8-16). FLUCLEIDIR ’lnnifalið: Flug, glsting mcð morgunverði ogflugvallarskattar. með skot- skóna ÞÓRÐUR Guðjónsson, sem skoraði mark íslands í síðasta landsleik — 2:1 í Tékklandi, kom til hóps við landsliðshópinn sl. miðvikudag, áð- ur en haldið var til Litháen. Þórður mætti á æfingu á Valbjarnarvöll í Reykjavík með skotskóna sína, sem hann lét á reyna kvöldið áður í bikarleik í Þýskalandi. Þórður skor- aði tvö mörk, það fyrra eftir aðeins tuttugu sek. og seinna á 29. mín. er Bochum vann Schalke, 3:2, og tryggði sér rétt til að leika í 16-liða úrslitum. Þórður lék þarna sinn fyrsta leik í byijunarliði Bochum á keppnistímabilinu. Á ferð og flugi í Fokker Landsliðshópurinn fór með Pokker-flugvél Flugleiða til Litháen sl. fimmtudag, flugferð sem tók sex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.