Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 KSI MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING SAMSTARFS AÐILAR (ig'í FLUGLEIÐIR Itnnstur íslrtukiirfrríxifélagl M EIMSKIP ISLANDSBANKI 0 HEKLA Jddi mæmyiSA ISLAND Heimilistæki hf Skandia NÝHERJI SCANDIC Stálmennimir RÚMENAR hafa á að skipa einu af bestu landsliðum heims, tefla fram völdum manni i hveiju rúmi - leikmönnum sem flestir leika utan Rúmeníu og búa yfir mikilli reynslu. Styrkur liðsins er að flestir leikmennirnir hafa leikið saman sl. átta ár, tekið þátt í heimsmeistarakeppninni á Italíu 1990, í Bandaríkjunum 1994 og Evrópukeppni landsliða í Eng- landi i sumar. Anghel Ioradanescu, fyrrum hers- höfðingi í rúmenska hemum, er þjálfari landsliðs Rúmeníu og hann kallar ekki allt ömmu sína. Það vakti heimsathygli 18. mars sl., stuttu fyrir EM í Englandi, að hann sagð- ist vera hættur sem landsliðsþjálf- ari, deildi hart á knattspymuforystu- menn í Rúmeníu, sakaði þá um spill- ingu. Þremur dögum síðar, eftir að vinur hans, forseti landsins Ion Illi- escu og Alexandm Mironov, íþrótta- málaráðherra í Rúmeníu, grátbáðu hann að halda áfram, ákvað hann að starfa áfram og er samnings- bundinn þar til í júlí 1998. Margir kunnir kappar leika með mmenska landsliðinu á Laugardals- vellinum. Rúmenar eiga tvo góða markverði, þá Florin Prunea, 28 ára leikmann hjá Dinamo Búkarest og Bogdan Stelea, sem leikur með Ste- aua Búkarest. Stelea, sem gengur undir nafninu „Arnold" (Schwarz- enegger) er mjög litríkur leikmað- ur, hávaxinn - 1.94 m og 87 kg, krúnurakaður. Vömin sterk Varnarlína liðsins er sterk. Þar leikur Gheorghe Popescu, fyrirliði Barcelona, aðal- hlutverkið. Við hlið hans leikur Daniel Claudiu Prodan, Steaua Búkarest, sem gengur undir nafninu „Tatuca" - afinn. Það hafa mörg lið haft áhuga að fá þenn- an sterka leik- mann til sín - draumur hans hefur lengi verið að endurbyggja kirkju í fæðing- arbæ sínum, Ma- ramures í norður Rúmeníu. Dan Vasile Petrescu, sem leikur með Chelsea, er mjög fljótur og kraft- mikill vamarleik- maður, sem tekur virkan þátt í sókn- arleiknum. Hann lék með liðum eins og Foggia og Genúa á Italíu og Sheff. Wed., áður Valinn maður í hverju rnmi hjá landsliði Rúmeníu, sem leikur á Laugardalsvellinum RÚMENSKA landsiiðið, sem byrjaði gegn Búlgaríu í EM í Englandi. Aftari röð fré vinstri: Bogdan Stelea, Gheorghe Popescu, Daniel Prodan, Miodrag Belodedicic, loan Lupescu. Fremri röð: Dan Vaslle Petrescu, Dorinel Munteanu, Gheorghe Hagi, Tibor Selymes, Marius Lacatus og Florin Raducloiu. en hann gekk til liðs við Chelsea. Vinstri bakvörður er Tibor Sely- mes, leikinn og útsjónarsamur leik- Rúmenía Leikmenn, aldur, landsleikir/mörk: Markverðir: Florin Prunea, Dinamo Búkarest..28 Bogdan Stelea, Steaua Búkarest....29 Varnarmenn: Dan Petrescu, Chelsea.............29 Daniel Prodan, Steaua Búkarest..27 Comeliu Papura, Stade Rennais...23 Gheorghe Popescu, Barcelona.....29 Tibor Selymes, Anderlecht.........26 Julian Filipescu, Steaua Búkarest.21 Miðjumenn: Gheorghe Hagi, Galatasaray......31 Constantan Galca, Mallorca......24 Ioan Lupescu, Mönchengladbach...28 Ioan Sabau, Reggiana..............28 Dorinel Munteanu, Köln............28 Gabriel Popescu, Craiova..........23 Ilie Dumitrescu, West Ham.......27 Sóknarleikmenn: Adrian Uie, Steaua Búkarest......22 Ion Vladoiu, Köln.................28 Florin Raducioiu, West Ham........26 G. Craioveanu, Real Sociedad....28 34/ 0 35/ 0 maður, sem hefur yfir að ráða mik- illi yfirferð. „Tibi“ leikur nú með Anderlecht, sem keypti hann frá CS Bragge. Hagi stjómar á miðjunni Það verður sjálfur „herforinginn" Gheorghe Hagi sem mun stjórna miðjunni í orustunni á Laugardals- vellinum. Hann getur valið úr stór- um hópi leikmanna til að leika sér við hlið, eins og Ilie Dumitrescu, leikmanni með West Ham, sem lék áður með Tottenham - fljótum og leiknum leikmanni, Ioan Ovidiu Sabau, sterkum og útsjónarsömum leikmanni, sem er leikinn með knöttinn. Hann leikur nú með Regg- iana á Ítalíu, eftir að hafa leikið með Brescia. Constantan Galca, sem leikur með Mallorka á Spáni og tveir leikmenn sem leika með þýskum liðum, eru einnig á miðj- unni - Ioan Angelo Lupescu, Mönchengladbach, mjög skotfastur leikmaður, sem lék áður með Lever- kusen og Dorinel Munteanu, sem leikur með Köln. Hann er mjög fjöl- hæfur leikmaður, sem getur einnig leikið í vöm. 55/ 36/ 12/ 66/ 32/ 0 7/ 0 101/27 21/ 2 52/ 5 47/ 8 51/ 4 3/ 0 55/19 9/ 1 20/ 1 40/21 9/ 1 ILIE Dumitrescu er hér í baráttu við argentínska landsliðs- mannlnn Fernando Redondo í HM í Bandaríkjunum. Maðurinn með jámviljann GHEORGHE Popescu er einn af lykilmönnum landsliðs Rúme- níu, geysilegur baráttumaður, maðurinn með járnviljann sem gefst aldrei upp. Popescu getur jafnt leikið sem aftasti varnar- maður, eða þá miðvallarspilari eins og hann gerir með rúm- enska landsliðinu. „Popescu er fyrsti leikmaður- inn sem ég vel í lið mitt,“ segir Anghel Iordanescu, landsliðsþjálf- ari. Sem dæmi um keppnishörku hans er, að fyrir leik í heimsmeist- arakeppni gegn Belgíu, var búið að afskrifa hann vegna meiðsla á vöðva í fæti tveimur dögum fyrir leik í Brussel. „Læknir, ég verð og skal leika,“ sagði hann þá og í heilan sólarhring lá hann uppi í rúmi með kælipoka um vöðvann. Það hjálpaði ekki, þannig að nótt- ina fyrir leikinn reyndi hann að liðka vöðvann, tók svo á að hann táraðist af kvölum. Það dugði heldur ekki. Stuttu fyrir leikinn var ljóst að kappinn yrði ekki með, þá táraðist hann aftur, vor.- brigðin vora mikil að geta ekki leikið fyrir hönd Rúmeníu. Þetta eitt sýnir að Popescu gefst ekki upp fyrr en i fulla hnefana - hann er keppnismaður með járn- vilja. Eftir HM á Ítalíu keypti Eind- hoven hann til að leysa af hólmi Ronald Koeman, sem liðið seldi til Barcelona. Ossie Ardiles keypti hann til Tottenham í nóvember 1994, en þegar Ardiles var rekinn fékk Popescu tækifæri til að sanna sig og var seldur til Barcel- ona áður en keppnistímabilið var úti, til að taka enn á ný við stöðu Koemans, sem var á förum frá Barcelona til Feyenoord. Þessi rólegi og yfirvegaði leik- maður vann strax hug og hjörtu stuðningsmanna Barcelona og er nú fyrirliði liðsins undir stjórn Bobby Robsons. Fyrir utan leikvöllinn kann Popescu best við sig í ró og næði, fer í gönguferðir með hundinn sinn eða bregður sér í kvikmynda- hús. Þá hefur hann mikla skemmtun af að leika tennis við félaga sína í Barcelona-liðinu. Leikmenn Rúmeníu líta upp til Popescu og virða hann. Hann er yfirleitt mjög rólegur en þegar hópurinn bregður á leik saman, er hann hrókur alls fagnaðar, leikur við hvern sinn fingur. Popescu hefur fnnm sinnum orðið knattspyrnumaður ársins í Rúmeníu, þar af fjórum sinnum í röð, 1989-1992, síðan aftur 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.