Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR10. OKTÓBER1996 C 3 KIMATTSPYRNA Get ekki verið ánægður“ „ÉG get ekki verið ánægð- ur, þar sem við fengum á okkur þijú mörk eftir mis- tök í varnarleiknum," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari ungmennaliðsins. „Við vorum búnir að fara yfir mörg atriði í sam- bandi við leikinn, þrátt fyrir það gerðum við mis- tök sem kostuðu okkur mörk. Við náðum að loka vel á Rúmena í fyrri hálfleik, þannig að þeir fengu ekki mörg marktækifæri fyrir utan það sem þeir skoruðu úr. Aftur á móti fengum við tvö til þrjú marktæki- færi sem við náðum ekki að nýta okkur. Þrátt fyrir að vera undir þrjú núll voru strákarnir ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu að skora tvö mörk eftir að við settum þijá menn í fremstu víglínu. Ég er viss um að ef leikurinn hefðu staðið yfir í tíu mínútur til við- bótar hefðum við náð að jafna. Þrátt fyrir þetta tap eru möguleikar okkar á að ná góðum árangri ekki úti,“ sagði Atli. Lending Morgunblaðið/Golli EFTIR gott flug hjá ungmennalandsllAinu, sem hafði ekkl tapað lelk á árlnu, kom lendlng í Mosfellsbæ. Rúmenski markvörðurlnn Robert Tufisl er hér búinn að hlrða knöttinn af tám Þorbjörns Atla Sveinssonar. Ódýri markaður- inn í Mosfellsbæ íslenska ungmennaliðiðfærði Rúmenum þrjú mörká silfurfati og mátti þola tap, 2:3 Oa 4[ Islensku leikmennirnir misstu knöttinn klaufalega frá sér á ■ I 43. min., þannig að Luto náði honum, lék inn í vítateig og sendi knöttinn örugglega S hornið fjær. OpORúmenar ná skyndisókn, þar sem Danciulesev komst á ■ Snauðan sjó á 65. min., lék á Guðna Heigason og síðan á Áma G. Arason, markvörð, og sendi knöttinn í mannlaust markið. ^%B*JísIensku varnarmennimir sofnuðu illilega á verðinum á 73. %#B<«!pmin., þegar Contre átti góða sendingu frá hægri kanti - knötturinn kom hétt fyrir mark íslendinga, þar sem Rosu var á auð- um sjó og skoraði örugglega með skalla. 1m 4% Bjami Guðjónsson braust upp að endamörkum með knöttinn ■ Oá 83. mín. og sendi hann fyrir mark Rúmeníu, þar sem Sigþór Júlíusson var á réttum stað og sendi knöttinn S netið af stuttu færi. 2a ^Sigurvin Ólafsson fékk knöttinn S þröngri stöðu inn í víta- ■ ■Jteig Rúmeníu á 86. mín., lék með hann til hiiðar, sá glufu og nýtti hana - sendi knöttinn fram hjá vamarmönnum og í netið. ÍSLENSKA ungmennaliðið, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, náði sér ekki á strik gegn Rúmeníu í Evrópukeppni ung- mennalandsliða á Varmárvelli i Mosfellsbæ, þar sem þeir buðu upp á „Ódýra markaðinn" - gáfu leikmönnum Rúmeníu þrjú ódýr mörk, sem varð íslenska liðinu að falli, 2:3. Eftir að Rúmenar höfðu átt fyrsta markskot leiksins, tóku íslensku leikmennirnir fjörkipp, sem þeir náðu ekki að nýta sér. ■■■■■■ Þegar líða fór á Sigmundur Ó. hálfleikinn áttu ís- Steinarsson íensku leikmennirn- skn,ar ir undir högg að sækja, leikmenn Rúmeníu vora leiknari, fljótari og ákveðnari. Þeir náðu að skora mark tveimur mín. fyrir leikhlé, eftir að Bjarnólfur Lárusson hafði misst knöttinn klaufalega frá sér. Rúmenar réðu ferðinni í byijun seinni hálfleiks og léku vamarleik- menn Islands oft grátt - og þeir höfðu heppnina með sér. Aðeins augnabliki eftir að Bjarni Guðjóns- son fékk gullið tækifæri til að skora, markvörðurinn Robert Tuf- isi sá við honum, áttu Rúmenar langa sendingu fram völlinn. Hinn sprettharði Danciulesev fékk knöttinn við miðju, brunaði fram völlinn og í netinu hafnaði knöttur- inn. Þama sofnuðu leikmenn ís- lands illilega á verðinum og aftur stuttu síðar, þegar Rosu var éins og Palli væri einn í heiminum, skallaði knöttinn í netið, 0:3. Eftir þetta gerðu leikmenn Rúmeníu harða hríða að marki Islands og léku varnarmenn íslenska liðsins oft grátt með einleik og skemmti- legum samleik. Þeir náðu ekki að skora fleiri mörk og þegar líða fór á leikinn fóru leikmenn Rúmeníu að slaka á og við það hleyptu þeir íslensku leikmönnunum inn í leik- inn. Rúmenar máttu hirða knöttinn tvisvar úr netinu hjá sér með stuttu millibili og með smá heppni hefði Sigþór Júlíusson getað jafnað stuttu eftir annað mark íslands, hann náði ekki að skalla knöttinn í upplögðu færi fyrir framan mark Rúmeníu. Theódór þjálfar h/enna- landsliðið THEÓDÓR Guðfinnsson var á miðvikudaginn ráðinn lands- liðsþjálfarí handknattleiks- kvenna og gildir samningur- inn fram til maí 1998, en hann hefur þegar gert samning um þjálfun Víkingskvenna fram á næsta sumar og mun þjálfa hvora tveggju. „Það má segja að aðdragandinn hafi verið langur, þreifingar hafa staðið í september en gengið var frá ráðningunni í hádeginu,M sagði Theódór á blaðamanna- fundi á miðvikudaginn. „Það kom ósk frá HSÍ um að ég tæki þetta að mér og stjómin samþykkti það. Ég mun þjálfa Víkinga áfram en einbeita mér að landsliðinu þegar þessu timabili lýkur. Mér var reyndar boðið þetta áður en var þá með topplið og taldi ekki rétt að þjálfa hvora tveggju. Nú er staðan öðru- vísi, Víkingar hafa misst mik- inn mannskap og verið er að byggja upp lið en það mun ekki hafa nein áhríf á lands- liðsvalið. Égtel mig hafa inn- sýn í handboltann og engar mótbárar hafa borist, ég þekki hina þjálfarana og þeir hafa óskað mér til hamingju. Menn geta líka komið með ábendingar ef þeir tejja að ég gæti hagsmuna Víkinga fremur en annarra." Næsta verkefni landsliðsins er æfmgamót í Finnlandi á milli jóla og nýárs en í byrjun janúar hefst forkeppni Heimsmeistarakeppninnar. Fyrsta umferðin er í byijun febrúar en lokakeppnin verð- ur i Þýskalandi I desember 1997. Theódór segir að fjárs- kortur hamU framgangi kvennahandboltans. „Það hef- ur enn ekki verið tekin ákvörðun um þátttöku í þessu móti en ég hef áhuga á að vera með í forkeppninni og það verður að ganga frá því fyrir 8. nóvember hvort við verðum með. Við erum þegar búnir að afþakka sökum fjár- skorts boð um þátttöku á æf- ingamóti á Spáni í nóvember. Við höfum svo sem ekki riðið feitum hesti frá mótum okkar erlendis en égtel nauðsynlegt að vera með. Eg ætla ekki að vera með neinar yflrlýsingar en markmiðið er að búa tií sterkara lið en það er i dag. Ég mun byggja á „Liverpool" aðferðinni, taka inn nýjar stelpur og hafa hinar eldri og reyndari og nýta áfram reynslu þeirra," sagði Theó- dór. Morgunblaðið/Jón Svnvarsson THEÓDÓR Quðflnnsson, landsllðsþjálfarl kvanna í handknattlelk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.