Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 C 7 BÖRN OG UNGLINGAR nægan tíma til að klára dagsverk- ið. Sunnudagarnir fara oft í heim- anámið. Ég reyni að nota helgina til þess að vinna það. Á laugar- dögum fer ég á æfingu kl. 10 og er kominn heim um þijúleytið. Þá nenni ég yfirleitt ekki að vaða strax í heimanámið. Ég reyni líka að gera eitthvað skemmtilegt á laugardagskvöldum. Annars verður þetta of einhæft og leiðin- legt. I prófunum sleppum við einni og einni kvöldæfingu fvrir próf- daginn, en annars er dagskráin svipuð og venjulega. Stundum er álagið á æfingunum minnkað að- eins. Það fer alfarið eftir því hvernig maður stendur í nám- inu.“ „Borða í rauninni allt“ Sumir sundmenn setja matar- æði sitt í fastar skorður, en það gerir Hjalti ekki. „Ég borða í raun- inni allt. Ég þarf líka á því að halda vegna þess að ég brenni mikilli orku. Ég veit um suma sem gæta þess vandlega hvað þeir láta í sig. Það eru fyrst og fremst stelp- urnar sem gera það. Ég þekki nokkra sem ekki hafa drukkið gos í nokkur ár, en þeir borða reyndar sælgæti. Þeir hættu bara að drekka gos og með tímanum hvarf sú löngun. Þeim finnst betra að lifa án þess.“ Beint af skólaballi á morgunæfingu Þrátt fyrir að dagskráin hjá Hjalta sé þétt skipuð, reynir hann að taka þátt í félagslífinu. „Ég geri það aðallega á laugardögum, en ég skrepp líka stundum eitt- hvað á föstudögum. Ég mæti líka stundum á skólaböllin, sem eru oftast í miðri viku. Það hefur kom- ið fyrir að ég hef mætt á skóla- ball og farið svo beint á morgun- æfingu. Þá fór ég beint heim að sofa eftir æfinguna. Mig minnir að ég hafi náð u.þ.b. klukkustund- arlöngum svefni.“ Til hvers er Hjalti að æfa svona stíft? „Ég stefni fyrst og fremst á næstu Ólympíuleika. Eftir þá kem- ur í ljós hvort ég held áfram eða ekki. Það getur einnig farið svo að ég fari á næstu leika á eftir Sydney-leikunum.“ VERT er að hafa hraðar hendur í froskalappaboðsundinu, en það er einn af mörgum leikjum sem hópur G-1 fer í. Baksundið skemmtilegast SUNDFÉLAGIÐ Ægir rekur margþætta starfsemi og eru yngstu börnin sem stunda sund- íþróttina þar á bæ aðeins fimm ára gömul. Morgunblaðið leit við í Sundlaug Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti og hitti þar fyrir föngulegan hóp ungra sundmanna á aldrinum 5 til 8 ára, sem er nú að stíga sín fyrstu spor í sundinu. Bára Guðmundsdóttir, sem er 6 ára gömul og nýnemi í Hamraskóla, skemmtir sér vel í svokölluðum G-1 hópi Ægis. „Ég byrjaði hérna fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Mér finnst skemmtilegast að synda bak- sund. Ég er nefnilega ágæt í því,“ sagði Bára. María Mikaelsdóttir, vinkona Báru og sjö ára gömul sund- drottning, hefur einnig mjög gaman af baksundi. „Eg kom hingað á undan henni [Báru]. Mér finnst líka skemmtilegast að synda baksund. Annars er bara mjög gaman að vera hérna,“ sagði María. Þær vin- konur máttu ekki vera að því að spjalla lengi því þær kitlaði mjög í froskalappirnar og vildu ólmar synda meira. Meiri þátttaka en áður Að sögn Önnu Þóru Jónsdótt- ur, þjálfara G-hópanna tveggja hjá Ægi, á sundið auknum vin- sældum að fagna um þessar mundir. „Þátttakan hefur auk- ist mikið nú frá því sem áður var. Ekki aðeins hjá yngstu krökkunum, heldur líka í eldri hópunum. Við þurftum meira að segja að bæta tveimur hóp- um við vegna aukinnar þátt- töku. Það er samt alltaf mest um krakka hér á haustin, en síðan missa nokkrir áhugann og þá fækkar aðeins í hópunum. Þessi aldurshópur [8 ára og yngri] keppir ekki á hefð- bundnum mótum. Það eru hald- in tvö leikjamót árlega - eitt rétt fyrir jólin og annað næsta vor,“ sagði Anna. „Hef fengið mig fullsadda!1' EITTHVAÐ vaktl athygli þessarar ungu sundkonu, sem var búln að synda lengi og vafalítið orðin svöng. Met féllu í Hafnarfirði BRESKI sundþjálfarinn hjá SH, Brian Marshall, gefur lærlingl sínum góð ráð. Hann seglr melri áhuga á sundl hér en ytra. SPRETTSUNDSMÓT SH var haldið laugardaginn 28. september og var þátttakan góð, en skráningar voru alls 324, sem er veruleg fjölgun frá síðasta ári þegar sambærilegt mót fór fram. Alls tíu félög sendu sund- menn sína til keppni og segja heima- menn þessa miklu þátttöku vera enn eina vísbendinguna um þá uppsveiflu sem nú ríkir í sundíþróttinni hér á landi. Hinn 12 ára gamli sundmaður úr Aftureldingu, Gunnar Steinþórsson, Hvort ert þú há- karl eða höfrungur? SUNDFÉLAG Hafnarfjarðar hefur komið sér upp einkar skemmtilegu aldurs- og getuflokkakerfi. I stað þess að skipa krakkana í A- og B-hópa gáfu þeir hópunum nöfn eftir ýmsum dýrum sem lifa í sjón- um, t.d. mörgæsir, flugfiskar, sæ- hestar og hákarlar. Bretinn Brian Marshall þjálfar hákarla og höfr- unga. Hann segir að þetta kerfi hafi kosti umfram gömlu nafngift- irnar. „Ef einhver einstaklingur er færður í B-hóp úr A-hóp finnst honum sjálfsagt að verið sé að færa hann niður í hóp með krökk- um sem eru ekki eins góðir sund- menn. Það hljómar miklu betur að vera færður um hóp ef þeir bera allir þessi nöfn,“ sagði Marshall. Sundið stór þáttur f daglegu lífl Marshall sagði einnig að áhugi á sundi hér á landi væri mun meiri heldur en í Bretlandi. „Hér setti tvö íslensk sveinamet á mótinu. Hann synti 50 metra bringusund á 35,82 sekúndum og sló met Jóns Odds Sigurðssonar, sem var 38,38 sekúndur og var það sett á Aldurs- flokkamótinu á Egilsstöðum í júní- mánuði. Gunnar var hvergi nærri hættur og setti annað sveinamet. Hann synti 200 metra skriðsund á 2.19,78 mín. og bætti níu ára gam- alt met Hlyns Þórs Auðunssonar, en hann synti á 2.20,50 mín. árið 1987. Skagastúlkan Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, sem er 13 ára gömul, var einnig ötul við það að setja met, en hún setti tvö telpnamet. Hún synti 50 metra baksund á 32,08 sekúndum, stakk sér síðar til 50 metra skrið- sunds og setti met er hún kom í mark eftir aðeins 28,03 sekúndur. Hinn 16 áragamli Selfyssingur, Frið- fínnur Kristinsson, náði lágmarki á Norðurlandameistaramót unglinga í 50 metra skriðsundi, en hann sigraði í því sundi á sprettsundsmótinu - synti á 25,08 sekúndum. fer fjölskyldan reglulega saman í sund og margir fara á hveijum degi. í Bretlandi fer fólk aðeins í sund ef heitt er veðri. Hér fara allir skólakrakkar í skólasund. Þannig kynnast allir sundinu og margir fá áhuga á að stunda það. Þetta er mjög sérstakt og þetta er eina íþróttin sem er tengd beint við skólann. Krakkarnir þurfa ekki að geta skorað úr vítaspyrnu til að ná prófi.“ Golfkennari eða leiðbeinandi óskast til starfa hjá Golfklúbbi Suðurnesja Starfsbyrjun samkomulag Umsóknir með meðmælabréfi sendist til: Golfklúbbur Suðurnesja pósthólf 112, 232 Keflavík, fyrir 1. nóvember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.