Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JlfotgmiHafeife 1996 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER BLAÐ c Verðum að lag- færa hlutina fyn'r næsta leik „ÞAÐ er Iftið hægt að segja um fjögurra marka tap á heimavelli, það er augljóslega ekki nógu gott," sagði Guðni Bergsson fyrkliði eftir tapið gegn Rúm- enum í gær. „En hvað er til ráða, ætli það verði ekki að taka upp gamla máltækið um að taka sig saman í andlitinu og gera betur, sérstaklega varnarlega því það er ekki gott afspurnar að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Sýndum þokkalegt spil á köflum þó að við höfum ekki skapað okkur færi og þeir refsa okk- ur síðan þegar við ætlum að leggja allt í sölurnar eftir að staðan var tvö mörk gegn engu. Við komum vel innstilltir og stemmningin var g6ð, það er ekkert út á það að setja. Þetta var áfall, við getum verið fyrstir til að viðúrkenna að hlutirnir hafa ekki geng- ið eins og ætíast var tiLNu verðum við að sýna mann- dóm og lagfæra hlutina fyrir næsta leik." Rúmenar gjörsigruðu slakt íslenskt landslið í undankeppní heimsmeistaramótsins Mikil von- brigði Formaður KSÍ ekki ánægður með landsliðið Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að íslenska lands- liðið hefði valdið sér miklum von- brigðum í gærkvöldi. „Það er ljóst að við þurfum að bretta upp erm- arnar og taka okkur verulega á. Þessi úrslit eru vissulega áhyggju- efni fyrir okkur. Þetta var ekki nægilega gott. Það voru ýmsir leik- menn sem voru ekki að spila eins og þeir geta best. Við þurfum að sýna okkar allra besta til að ná hagstæðum úrslitum á móti svona góðum liðum eins og Rúmeníu. Það er lykilatriði að allir leikmennirnir leggi sig 100 prósent fram ef við eigum að ná árangri í svona keppni," sagði Eggert. Hvað er til ráða? „Við erum að reyna að byggja upp unglingaliðin okkar og þau hafa staðið sig vel. Við verðum að leggja áherslu á að skapa betra A-landslið hægt og rólega. Það þarf að skoða þessi mál vandlega og taka á þeim. Ég vil ekki lýsa því yfir á þessari stundu hvað verð- ur gert því ég vil aðeins fá að hugsa málið og reyna að komast að því hvar við getum bætt okkur. Við hljótum að geta gert betur en liðið sýndi í þessum leik. Leikurinn olli mér vonbrigðum. Þó svo að rúmenska liðið sé mjög sterkt held að þetta sé ekki munurinn á liðun- utn. Ég trúi því ekki að íslensku leik- mennirnir hafi borið of mikla virð- ingu fyrir þeim rúmensku. Hins vegar snerist leikurinn okkur í óhag strax eftir að við töldum okkur eiga að fá vítaspyrnu. Upp úr því atviki fengum við á okkur fyrsta markið þar sem tveir varn- armenn áttu möguleika á að hreinsa boltann í burtu." Morgunblaðið/Golli ÞÓRÐUR Guöjónsson, besti maöur íslands, að sleppa í gegn á hœgrl kantlnum í fyrrl hálflelknum. Mlövöröurlnn Anton Dopos felldl hann og hlaut gula spjaldið að launum. Þórður var góður í lelknum og sá elni sem ógnaðl Rúmenum að ráðl. „Fyrri háMeikur í lagi" „ÉG er hundóánægður með þessi úrslit því stemmningin fyrir leikinn var í góðu lagi og eins og sást var fyrri hálfleikurinn í fullkomnu lagi hjá okkur," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Við viljum meina að við hefðum átt að fá vítaspyrnu en fáum þess í stað á okkur mark og að lenda undir á móti svona liði er mjög erf- itt, það vissum við. Það segir sig sjálft því þeir eru nokkrum tugum sæta fyrir ofan okkur á styrkleika- listanum. Þó var ekki loku fyrir það skotið að ná að jafna leikinn en þegar við nánast gefum þeim annað markið vissu þeir að við færum framar á völlinn og að það byði upp á ákveðna möguleika fyrir þá til að sækja. Eftir annað markið breytti ég skipulaginu til að freista þess að jafna leikinn því það skipti ekki meginmáli hvort við myndum tapa með tveimur mörkum eða fleir- um, við hefðum hugsanlega líka getað haldið okkur til baka og reynt að tapa aðeins með einu eða tveim- ur mörkum en ég tók þessa ákvörð- un um að breyta liðinu og fá nýja menn inn í sóknarleikinn því við vorum að skapa okkur tækifæri. Við uppskerum hins vegar tvö mörk frá þeim svo að við tókum áhættu sem gekk ekki upp. Okkur kom geta þeirra ekkert á óvart. Við vitum að þeir spila góða knattspyrnu og gekk illa í Evrópu- keppninni í sumar þar sem þeir fóru heim með sárt ennið svo að þeir voru ákveðnir í að gera betur nú og sanna sig á ný. ^Næst hjá okkur er útileikur gegn írum, sem eru með gott lið og það þýðir ekki að gráta Björn bónda, heldur safna liði og standa okkur í þeim leik," sagði Logi. ¦ Lýst er eftir / C4 KNATTSPYRNA: LEIKURINN SEM ALDREIFOR FRAM VAKTIMESTA ATHYGLI / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.