Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 11. OKT’ÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF sýn á konuna í bíói, auglýsingum og ljósmyndum ELFA Ýr Gylfadóttir. Morgunblaðið/Ásdís jarðarlestargöngunum í London vakti feikistór mynd af konu í Wonderbra brjóstahaldara athygli hennar. Undir myndinni stóð: „Mind the gap, please". Undir sömu aug- lýsingu í París stóð: „Horfðu í aug- un mín og segðu að þú elskir mig.“ „Ég fór að velta fyrir mér hvort þessar auglýsingar ættu að höfða til kvenna eða karla,“ segir Elfa. „Ég hafði stúderað fantasíur sem kvenlegan rithátt og greint hvernig rödd konunnar hefur verið kveðin niður eða þögguð í texta. Og nú ákvað ég að snúa mér að myndum kvenna og hvernig konur birtast í myndum." GENTLEMAN Konan til að horfa á og njóta Konur í auglýsingum voru iðulega í aukahlutverki og eru það oftlega enn. Karlinn var hins vegar ávallt gerandi. Hann er sólin, orsökin og áhrifavald- urinn. Kona er eins og tunglið, hún er í skugganum, afleiðing- in. Konan er oft sýnd sem óvirkt viðfang. Hún er í bakgrunni og hallar sér að karlinum. Hún er aðgerðalaus. Auglýsingar sýna hvernig samfé- lagið er, en geta líka haft áhrif á það, að mati Elfu. Hún vill ekki GIVENCHY GIVENCHY-auglýsing, athyglisvert er að karlmaðurinn sést ekki. Þetta er gott dæmi um karllegt sjónarhorn: Konan verður félagi lesandans ef hann kaupir þennan rakspíra. agnúast út í auglýsingar, músík- myndbönd eða kvikmyndir. Heldur er bara hið karllega sjónarhorn ráð- andi í samfélaginu samkvæmt hennar greiningu. Konan í bíómyndinni er séð með auga myndavélarinnar sem er um leið auga áhorfandans. Myndavéla- augað horfir í andlit konunnar og rennur svo niður líkama hennar, skoðar bijóstin, mjaðmir og leggi. „Þarna er einungis verið að þjóna karláhorfendum, því venjuleg kona nýtur þess ekki að gæla við kven- líkamann í gegnum auga kvik- myndavélarinnar," segir Elfa. Elfa segist greina breytingu í auglýsingum á notkun karllíkam- ans. Þeir eru nú oftar berir en áður og sem kyntákn. Munurinn á kon- unni og karlinum er samt enn mik- ill í auglýsingum og kvikmyndum. „Karlinn getur bæði verið kropp- ur og gerandi en konan er yfirleitt bara kroppur,“ segir Elfa. „Kona í auglýsingum horfir beint i augu áhorfandans og er oft að bjóða upp á eitthvað." Hún segir klámmyndir gott dæmi um þetta. Karlinn snýr baki í áhorandann en konan liggur undir honum og horfir í auga kvikmynda- vélarinnar. Þannig getur karláhorfandinn ímyndað sér að hann sjálfur njóti ástar með henni. „Karlmaðurinn í myndum almennt hefur lengi verið í gerandi stellingum með spennta vöðvana, en konan aftur á móti afslöppuð og ávöl, fyrst og fremst handa öðrum til að horfa á eða njóta,“ segir Elfa. „Linsan er karl,“ segir hún, „En þessi karlmannlegi sjónarhóll kemur konum sem áhorfendum í klemmu því þær geta ekki dáðst að kon- unni á tjaldinu, í auglýsing- unni eða á ljósmyndinni sem kynferðislega girnilegri veru. Þær neyðast því til að sams- ama sig henni, ímynda sér að þær séu konan á mynd- inni.“ Elfa tekur undir með Laura Mulvey kvikmynda- fræðingi um að konur séu vanari að setja sig í spor karlhetjunnar í bíómyndum, heldur en karlar að setja sig í spor kvenhetja í myndum. „Almennt má segja að hið ráðandi karllega sjón- arhorn í heiminum," segir Élfa, „hafi skyggt á það sem konur sjá og segja.“ Þær hafa því átt erfitt KONUR og karlar eru ekki eins, hvorki líkamlega né andlega, sál- rænt eða tilfinningalega. Það er meginmunur á kynjunum, sem með- al annars birtist í ólíkum lífsgildum. Vandamálið á hinn bóginn er, að mati femínista, að kvenleg gildi eru ekki eins hátt metin og hin karlegu og það skapar ójafnvægi í heimi kynjanna. Uppeldisstörf, fjölskyldan, umönnun aldraðra og barna og flestöll önnur verk sem konan í gegnum aldirnar hefur sinnt eru minna metin en hin ýmsu karla- störf sem hvíla á stjómun, manna- forráðum og völdum. Launamis- munur kynjanna bendir að minnsta kosti til þess. Elfa Ýr Gylfadóttir, bókmennta- og fjölmiðlafræðingur, hefur í nokk- ur ár velt fyrir sér stöðu kon- unnar í heimi sem henni finnst einkennast af karllegu sjónar- homi. Hún er nýkomin heim frá Bretlandi eftir nám í University of Kent at Canterbury, með M.A. ritgerð um ímyndafræði og konuna eins og hún birtist í fjölmiðlum. Dæmi um spum- ingar sem hún glímdi við eru: „Hvernig kemur konan fram í hefðbundnum vestrænum aug- lýsingum? Hver er munurinn á verkum kvenljósmyndara og karlljósmyndara?" Sýn konunnar kveðin niöur í myndum? Munurinn á hinni kvenlegu og karllegu sýn á vemleikann hefur verið flokkaður í pör af fræðjmanninum Héléne Cixo- us. Á eftirfarandi lista er hið karl- lega vinstra megin jákvætt og mátt- ugt og kvenlega hægra megin sem jafnframt er dæmt neikvætt og/eða vanmáttugt: framtakssemi/aðgerðaleysi sól/tungl menning/náttúra dagur/nótt faðir/móðir höfuð/hjarta skynsemi/viðkvæmni Elfa Ýr hefur notað þessa flokk- un sem hjálpartæki, meðal annars til að greina auglýsingar. í neðan- G stendur fyrir Síberíu Ginseng, notað um aldur til að viðhalda þreki og auka fjör. , I* stendur fyrir Pollen, blómafrjókorn hlaðin ■ orku og kjarngóðum næringarefnum. I E stendur fyrir E-vítamín, mikilvægt fyrir frumuöndun, I efnaskipti kolvetna og fitu, myndun bandvefs og vöðva I og heilbrigða starfsemi heiladinguls og kynfæra. I Royal Jelly Vegna einstakra náttúrulegra ■ eiginleika þessa verðmæta efnis. Það er eftirsótt til að ™ efla þreyttu holdi kraft. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! Éh Eilsuhúsið Hefur leikskóladvöl áhrif á þroska barna? UNDANFARNA áratugi hefur ver- ið mikil umræða um það hvaða áhrif leikskóladvöl hefur á þroska barna. Eins og gengur eru skoðan- ir ærið misjafnar og niðurstöður margra rannsókna um margt ólíkar og jafnvel svo að þær ganga þvert hver á aðra. Svo dæmi sé tekið hefur því verið haldið fram að börn sem fara snemma í heilsdags'- vistun á leikskóla eigi auðveldara með að aðlagast ýmsum félagslegum aðstæð- um, en á hinn bóginn hefur því verið haldið fram að börn á leik- skólaaldri bíði skaða af dagvistun utan heimilisins eða hjá öðrum en for: eldrum sínum. Fyrir skömmu birtist grein í breska blaðinu Independent þar sem segir frá rannsókn ítalsks pró- fessors að nafni Dario Varin við Mílanó-háskóla. í niðurstöðum hans kemur fram að ef börn hefji leikskóladvöl allan daginn á fyrsta eða öðru aldursári hafi þau til- hneigingu til að bera minni virðingu fyrir rétti annarra barna. Rannsókn þessi fór þannig fram að prófessor Varin kynnti sér hegð- un 89 leikskólabarna á aldrinum þriggja til fimm ára. Þrjátíu og sex af þeim börnum höfðu verið á barnaheimili frá fyrsta eða öðru aldursári, en hin höfðu verið heima hjá foreldri til þriggja ára aldurs. Prófessor Varin lét leikskóla- kennara fylgjast grannt með hegð- un barnanna og spurði for- eldrana um skapgerð þeirra. Auk þess voru börn- in látin leysa af hendi ýmis verkefni til að hægt væri að kanna þætti eins og hæfni til samvinnu, sið- ferðilegan þroska og hvort þau hefðu einhveija til- hneigingu til árásargirni. „Þau böm sem höfðu far- ið snemma í heilsdagsvistun á leikskóla áttu það til að vera kappgjöm, neita að hjálpa öðmm og að vera ósamvinnuþýð," samkvæmt prófessor Varin. „Þegar þau vora beðin um að bera poka af sælgæti frá einu herbergi leikskólans til annars, vora þau mun líklegri til að borða sælgætið á leið- inni frekar en að gefa hinum börn- unum með sér.“ Prófessor Varin segir niðurstöð- urnar benda til þess að börn verði ekki samvinnuþýðari þó þau hafi HEIÐUR vandar sig við að teikna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.