Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1
» I Yr «38 1 h, IA FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 BLAÐ C ¦ ÁHRIF LEIKSKÓLADVALAR A ÞROSKA BARNA/3 ¦ GEDHEILBRIGPIS- DAGUR OG AÐSTANPENPUR GEDSJÚKRA/4 ¦ SAMFÉLAGSTILRAUNIN í KRISTJANIU ER HÁLFÞRÍTUG/6 ¦ TEIKNIMYNPASAGA UM EGIL/8 Fjölskyldan svamlar í vetrarskónum HÉR er verið að auglýsa plástur. KOIMAIM í KARLAHEIMI Hvernig kemur konan fram í hefð- bundnum vestrænum auglýsingum? Hver er munurinn á verkum kven- ljósmyndnra og karUjósmyndara? Þetta eru spurningar sem Elfa Ýr Gylfadóttir, bók- mennta- og fjölmiðla- fræðingur, velti fyr- ir sér í MA ritgerð sinni um ímynda- fræði og konuna eins og hún birtist í fjöl- miðlum. Auglýsingar sýna hvernig samfélagið er, en geta lika haft áhrif á það, að mati Elí'u. Konur í auglýsingum eru iðulega í aukahlutverki, aðgerðar- lausar á meðan karlmenn eru ger- endur. ¦ ÞAÐ líður á haustið, sumar- skórnir slitnir inni í skáp, fyrsti vetrardagur nálgast. Tærnar kólna í veðri og í huganum buslar spurningin: Hvernig eiga góðir vetrarskór, sem duga á Islandi, að vera? „Ég myndi fá mér ekta leð- urskó sem vel er gengið frá í kanti og saumum," segir Mitc- hel Snyder skósmiður í Skó- meistaranum í Reykjavík. „En það þarf að hugsa vel um þá," bætir hann við. Skór sem dag- lega þramma í snjó og bleytu og glíma við frost og hita á víxl, þurfa á umhyggjusömum eig- anda að halda. „Á íslenskum vetri þarf að bera á, sprauta eða smyrja leðurskóna dag- lega," segir Mitchel. Valið er erfitt Það er ekki létt verk að velja sér vetrarskó sem falla vel að fæti og þola þetta fjölbreytta veður. Gæðalistinn fyrir skófatnað er svo langur að helst þyrfti að fá skósmið með sér í búðir! Einar Ólafsson verslunarstjóri í Skóverslun Steinars Waage segir ullarklæddu kuldaskóna enn á undanhaldi og að ný tex- efni, sem er filma milli ytra borðs og innra, haldi fólki nú heitu um fætur. Góðir vetrarskór að hans mati með fóður sem einangrar í kulda og andar í hita. „Sólar eiga líka að vera úr gúmmí en ekki gerviefni sem harðnar," segir hann. Eftir að hafa svipast um í skóbúðum er hægt að sjá fyrir sér skófatnað fjöl- skyldunnar með hríð kom- andi vetrar í fangið: Pabbinn Morgunblaðið/Ásdís í sterkum gönguskóm, mamman í öklaháum fínum leðurskóm, unglingurinn í grófum öklaháum leðurskóm með stálhæl og spennu, litla stúlkan í marglitum vatnsheldum skóm með goretex- filmu og strákurinn í moonboots með lausum sokk inni í. - Aftur á móti er vandasamara að finna réttu skóna á hvern fjölskyldu- meðlim. Ásta Jónsdóttir í skóbúðinni Krummafótur á Egilsstöðum segir Austfírðinga hafa verið heppna með haustið, en fólk sé samt farið að hugsa um vetrar- skóna. Hún segir marga leita að skóm sem dugi við hin ýmsu tækifæri. Vatnsheldir heils- ársskór henta íslendingum best, að hennar mati. u,i Glæsileg ný verslun Norðurbrún Z Eddufq\\\ - Grensásveqi - Norðurbrún - Rofabæ Þverbrekku f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.