Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 11. OKT'ÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H DAGLEGT LIF KRISTJANÍA Hálfþrítug samfélagstilraun KRISTJANÍA, eða Stína, eins og íslenskir íbúar kölluðu hverfið sín á milli, var upphaflega herstöð og lokuð fyrír almenníngi í fjölda ára eftir að hún Iauk hlutverki sínu. Þeir sem ruddust þangað inn haústíð 1971, þar á meðal íslensk- ir hústákar, voru margír hús- næðis- og atvinnulausir og því hetjur í augum danskra hugsjóna- manna og hippa. Fljótlega fylgdu fleiri í kjölfaríð; menn hugðust stofna nýtt samfélag samhjálpar og samkenndar, eins konar risa- „kommúnu" þar sem allir hjálpuð- ust að til að vinna samfélaginu gagn. Það var sérstök upplifun að vera í Kristjaníu haustið 1972 þegar íbúar fögnuðu ársafmæli „fríríkisins" eins og þeir kÖUuðu það. íslensku ungmenni fannst hátíðahöldin helst minna á skáta- mót enda var setið við mikinn bálköst og sungið við gítarslátt á milli þess sem menn fluttu langar ræður uppfullar af upphrópunar- merkjum og bravúr. Allir reyktu hass sem mest þeir máttu og ókunnugum fannst helst uppreisn Krisiganhibúa uppreisn hass- hausa. Tveimur árum síðar var ég aft- ur á ferð í Kristianíu, hafði reynd- ar komið þar við 1973, og settist að í Ljónahúsinu. Mikið hafði breyst, gömlu íbúarnir höfðu margir hrökklast burt vegna ásóknar dópsala og drykkjumanna og áberandi var hve hundar voru mun fleiri en menn. Langvarandi deilur Allt frá 1971 hafa menn deilt um Kristjaníu og iðulega hafa Kristjanía heitir hverfí í Kaupmannahöfn þar sem merkileg samfé- lagstilraun hefur farið fram. í tiléfni af 25 ára aftnæli hverfísins rifjaði Arní Matthíasson upp þegar hann var við- staddurársafmæli Kristjaníu ogþanntíma sem hann dvaldist þar. ismnmim TO8£OW,0£ALWrTH WHSMímmm MCHRISWW W.ltfrofnefcer'fOíuMl'-- XTC fiJonlíc ise<í.ín<H<3!<» <») ín fáCHR.Í5TlANÍA « CHRISTSAN -¦¦""¦ ¦¦',.———- BARATTAN gegn sterkum fíkniefnuni hefur staðið alla tíð, með misjöfnuni árangri. slgórnvöld sett af stað aðgerðir til að loka hverfinu en án árangurs, Deilur um hvað gera ætti við svæð- ið urðu þó meðal annars til þess að slá á frest, aðgerðum í að hreinsa það af hippum og hústök- um því borgarstjórn vildi byggja þar íbúðarhúsnæði en þingið sá fyrir sér menningarsetur, óperu- hús og leiklistarskóla svo fátt eitt sé nefnt. Óvissan varð meðal ann- ars til þess að símafyrirtæki þeirra Dana fannst ekki taka þvf leggja jarðstrengi ef einhver Stínubúi vildi síma, heldur strengdi fyrirtækið grannan sima- þráð milli hósa og smám saman var eins og köngurlóarvefur hefði lagst yfir hverfið. Veitingahús, eða yertshús, voru nokkur í Stínu, sum entust ekki nema nokkra daga og önnur voru ekki opin nema eigandann vantaði pening eða hefði ekkert betra að, gera. Bjórinn var ódýrari í Stínu því enginn borgaði sðluskatt eða önnur gjöld. Matvöruverslun hverfisins hélt velli og fælled-eld- húsið og víða voru smákompur sem seldu glingur og heimagerða listmuni. Frægastur smástaða var eflaust Pbnnukökuhúsið sem seldi hasspönnukökur og var opið þegar eigandann vantaði skotsilfur. Yfir- kokkur í því var færeyskur og varð síðar kokkur á íslenskum tog- ara, en það er önnur saga. Fögur fyrirheit snerust upp í andhverfu Þó lagt hafi verið upp með fög- ur fyrírheit snerust þau snemma upp í andhverfu sína. Sjálfs- þurftabúskapur og samhjálp viku fyrir fíkníefnasölu og síngirni. í EINN innganga staðarins, en þar er jafnan margt um manninn og margir að kaupa eða selja sitthvað. „Rauða ljónahúsinu"^ eða bara Ljónahúsinu höfðu íslendingar eignað sér eina hæð. Þar bjuggu IsTendingar í mörg ár, ekki afitaf þeir sömu, en smám saman fækk- aði þeim eða fluttu í betra hús- næði því það er alltaf svo að það sem enginn á hugsar enginn um og því hrörnaði húsnæðið æ meir. Ungmennum í ævintýraleit fannst það ekki skipta svo ýkja miklu því það kostaði ekkert að búa í Ljónahúsinu og sumir stunduðu vinnu utan Stínu og komust vel af á meðan aðrir tóku til við höf- uðatvinnuveg „frírikisins", hass- sölu. Lögreglan lét íbúana að mestu leyti í friði, utan að hún sótti ínn stöku sinnum til að sækja for- hertustu glæpamenn, innbrots- þjófa og bankaræníngjá, og stöku hasssali var gripinn ef hann hætti sér of nálægt aðal- hliðinu. Einn íslenskur kunningi minn stundaði innbrot víða í Kaupmannahöfn með klíku dan- skra innbrotsþjófa og bjó í Kristjaníu. Inn á eitt vertshúsið gátu menn komið, gefið sig á tal við viðkomandi bísa og „pantað" útvarpstæki, bíl, jafnvel ákveðna gerð og lit, sjónvarp, byssu eða hvaðeina. Tveim tíl þrem dögum síðar var búið að stela fyrir hann því sem óskað var eftir. íslendingar . voru víða litnir hornauga í Stínu því það orð fór af þeim að þeir væru til í að seh'a hvaðéina, bara ef hagnast mætti á því. Samtök Kristjaníubúa vildu komá í veg fyrir að sterkari efni en hass væru seld í Stínu og helst að sprautufíklar kæmu sér á brott. íslenskir athafnamenn kærðu sig þó kollótta og nýttu sér að hafa frið fyrir yfirvðldum til að fiytja inn sterk ffkniefni, þar á meðal amfetamín, blanda þau og seh'a víða utan Kristjaníu sem innan. BROÐIR__________ Hjörleifur Stefánsson arkitekt Þrjá áratugi tók að finna bróður mínum heimili „VIÐ vorum fimm systk- inin. Elst var eina systirin í hópnum, næstur Jón bróðir, síðan ég og seinast litlu strákarnir tveir eins og þeir voru kailaðir. Framan af hjuggum við hjá báðum foreldr- um. Faðir minn var fatlaður, hafði misst annan fótinn sem unglingur. Við vorum efnalitil, bjuggum þröngt og höfðum úr litlu að spila, en heimilislifið var engu að síður ánægjulegt. Pabbi var glaðvær maður og talaði um fötlun sína á gamansaman hátt. Ég leit upp til Jóns bróður Aöstandendur qeosjukra og fannst hann hafa ~T~ "" allttil brunns að bera. Sjö ára ortí hann drápur, var leikinn að teikna og ínála, snjall skákmað- ur, góður í íþróttum og fáir stóðust honum snúning í áflog- um. Þegar Jón var tólf ára fór að bera á erfiðleikum hans í skólagöngu. Eftir á að hyggja má ætla að það hafi verið fyrstu einkenni sjúkdómsins. Árin liðu og við Jón vorum komnir á unglingsár þegar for- eldrar okkar skildu tímabundið. Við krakkarnir fylgdum mömmu. Þegar ég var sautíán ára starfaði hún i útlöndum um skeið og við krakkarnir vorum ein heima. Jón þótti greindur og hæfileikarikur, en eitthvað í skap- gerð hans, olli því að hann samlagaðist illa og honum var ýtt til hliðar. Undarleg hegðun hans ágerð- ist stöðugt. og við systkinin urðum n\jög ráðvillt og óörugg. Mér er einkum minnisstætt atvik þegar ég sá Jó n taka á sprettinn eftír bfl og hrópa i leiðinni óskiijaii- legar og sundurlausar setning- ar. Ekki man ég eftír að hafa heyrt háðsglósur nágranna eða annarra á þessum tíma. Jón lauk prófi, sem veitti honum ákveðin atvinnuréttíndi, en vinnuferill hans varð stopull og stuttur. Um tíma bjó hann í verbúðum úti á landi og um tíma var hann á sjó, en eftír að ungl- ingsárum sleppti gat hann sjald- Hjörleifur Stefánsson an stundað vinnu. Hann var greindur kleyfhugi og hug- sýkin jókst stíg af stigi. Haiin bjó að mestu leyti í for- eldrahúsum á meðan móðir okkar lifði, en foreldrar okkar voru þá tekin saman aftur. Mamma ann- aðist hann af tillits- semi og skilningi sem nægði tíl að oft- ast leið honum bærUega. Fyrir þrjátíu árum áttu að- standendur geðsjúkra í erfið- leUcum með að komast i sam- band við geðlækna. Þrátt fyrir aukna háskólamenntun og þekkingu starfsfólks i geðheil- brigðisþjónustunni virðist mér enn gæta mikUlar tregðu við að aðlaga þjónustuna sjúkling- um með geðræna sjúkdóma likt og Jón. Þegar verst lætur upp- lif'i ég viðmót „kerfisins" gagn- vart sjúklingnum þannig að hann sé aðeins nauðsynieg stað- festing á því að sjúkraskýrslan lýsi Iifandi veru. Þarna er tregða í kerfinu, ef svo má segja. Jafnvel þótt öUum sé ljóst að rétt sé að laga þjónustuna að þörfum sjúklinganna gerist ekki neitt. Kerfið virðist þess í stað leita fremur að sjúklingum sem hentí því. Stöðug sjúkrahúsvist er ekki hentug lausn fyrir Jón, en hann getur heldur ekki búið einn og eftírlitslaus. Þótt íbúðin hans í húsi Öryrkjabandalagsins, þar sem hann bjó í tólf ár, væri dágóð, var honum ofviða að sjá um sig sjálfur. Það er dagamun- ur á honum, stundum ber ekki á neinu rugli, en þó er alltaf stutt í slíkt, auk þess sem hann fær oft ofskynjanir. Þegar vel lætur getur hann brugðið fyrir sig glettni og háði og verið afar skemmtilegur. Hann hefur aldr- ei gert neinum mein nema sjálf- um sér. Hann er samviskusam- ur, nákvæmur í fjárreiðum sín- um og tekur lyfin sín, en hann gætir þess ekki að næra sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.