Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 7
H MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 C 7 DAGLEGT LIF KRISTJANÍA hefur gerbreyst frá því á áttunda áratugnum, er viða likust lystígarði með heimatilbúnum leiktækjum. KRISTJANÍUHJÓL með farþega. ""* Ljósmyndir/Lauri Dammert KJÖRBÚÐ staðaríns er hlýleg og blátt áfram. Stulkan á myndinni heitir Salvör Áradóttir. KRISTJANlU þrífst smáiðnaður og handverk ýmiskonar. Hér er frægt hjólaverkstæði staðarins.' Flöskuhús úr tómum flöskum Margir freistuðust til að búa í Stínu, ekki síst vegna þess að þar var ódýrt að búa, kostaði jafhvel ekki neitt ef viðkomandi hafði sambönd, og handlagnir gátu byggt sér hús úr þeim efnivið sem hendi var næstur, til að mynda var þar reist flöskuhús úr tómum flöskum. Eins og svo margar Kristjaníuhugmyndir varð þó aldr- ei lokið við það hús, vantaði á það þakið alla tíð, þó eitt sumarið hafi íslenskir drykkjumenn haldist þar við í nokkrar vikur. Ef í harðbakk- • ann sló mátti hafast við í gömlum neðanjarðarbyrgjum, þó þar væri hvorki loftræsting eða hiti, og eitt haustið bjó íslendingur með félaga sínum og kærustu beggja í einu loftvarnabyrgi skammt frá Ljóna- húsinu. Þangað var vitavonlaust áð koma, ekkisíst þegarþau voru , að elda ofan í sig á gamalli olíu- vél, því þá bættist sótmökkur við slagann og súrefnisþurrðina. Eftir dvöl í Stínu haustið 1974 hvarf ég þaðan og kom ekki aftur fyrr en áttá árum síðar. Þar hafði ekkert breyst; fjölmörg gömul andlit mættu mér við hliðið, aðeins teknari og fötin drushriegri, en í fælled-eldhúsinu fagnaði af- greiðslustúlkan mér, Hej, Islænd- íng, eins og ég hefði aðeins skropp- ið út á Amager. Eimir eftir af hippisma og anarkisma í upphafí níunda áratugarins ákváðu yfirvöld að láta Kristjaníu eiga sig, að minnsta kosti um sinn, þó með aukinni áhersku á að „lög- leíða" staðinn, þ.e. að fylgjast með því að dönsk lög gíltu einnig innan veggja Kristjaníu. Þá loks sýndist símafyrirtækinu ástæða til að grafa símastrengi í jörðu og íbúar vörpuðu öndinni léttar. Við stjórnarskipti í Danmörku harðn- aði aftur á móti á dalnum á ný, því ný hægristjórn kærði sig ekki um „hipparíkí" ög lögregla herti aðgerðir sem nú beindust einnig gegn vertshúsunum. Þær aðgerðir náðu hámarki 1989 þegar rutt var úr öllum krám á staðnum og í kjöl- farið gerðust þær allar löglegar. Segja má að á þessum áratug hafi verið stefnt að því að koma Kristjaníu smám saman inn í eðli- legt Kaupmannahafnarlíf. Þar eimir enn eftir af hippismanum og anarkismanum sem var kveikj- an að staðnum en umhverfí er allt orðið viðkunnanlegra, hörðu dópistarnir hafa fært sig um set, meðal annars fyrir þrýsting frá íbúum hverfisins, sem margir hafa búið þar allt frá því í upphafi átt- unda áratugarins, og þó Stína verði seint eins og hvert annað hverfi í Kaupmannahöfn er ljóst að hún á eftir að færast nær því með hverju árinu. Að vissu leyti hefur samfélagstilraunin heppn- ast; íbúar Kristjaníu hafa sannað að hæg+. er að byggja upp annað samfélagsmunstur en það sem al- mennt var viðurkennt þegar farið var af stað, en heimurinn og við- horf utan Stínu hafa líka breyst og kannski var fórnarkostnaður- inn of hár; fjölmargir urðu eitur- lyfjum að bráð, óteljandi missu sjónar á lífinu í hassmóðu, bísar og bófar áttu griðland til að vinna enn frekari illvirki og svo mætti lengi telja. í Ijósi sögunnar er þó óhætt að reikna með því að Kristj- anía eigi eftir að lifa lengi enn pg jafnvél aldarfjórðung í viðbót. nægjanlega, þrífur hvorki sjálf- an sig né híbýli sín sem skyldi, setur sér ekki nauðsynleg mörk í tóbaksfikn og fleira mættí nefna. Fyrir skömmu eignaðist Jón heimili, þ.e. góðan fastan sama- stað, í sambýli með fólki sem svipað er ástatt um. Þar fær hann nauðsynlega aðstoð og að- hald og lifir loks viðunandi lífi. „Litlu bræðurnir" búa í útlöndum þannig að ég og systir mín erum þau einu sem heimsækjum J6n og bjóðum honum heim. Börnin í f'jólskyUlumii taka honum vel, enda er hann mikið góðmenni. Þeim finnst margt fyndið sem hann segir, en gera hvorki grín að honum né skammast sín fyrir hann. Ég vona að Jón bróðir geti átt fastan samastað á sambýlinu í framtíðinni og þurfi ekki að þvælast á milli staða á meðan „kerf ið" er ekki búið að ákveða hvort fólk eins og Jón bróðir eigi að vera skjólstæðingar félags- legu þjónustunnar eða heilbrigð- isþjónustunnar." ¦ - 4 GOÐ HONNUN OG HAGKVÆMNI. habitat Uugavegi 13 Sfmí 562 5870 Opið lau. 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.