Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1
|5f p 16 s m ;n jb |*Q snb'í b ■ ÁHRIF LEIKSKÓLADVALAR Á ÞROSKA BARIMA/3 ■ GEÐHEILBRIGÐIS- DAGUR OG AÐSTANDEMPUR GEÐSJÚKRA/4 ■ SAMFÉLAGSTILRAUMIM í KRISTJANÍU ER HÁLFÞRÍTUG/6 ■ TEIKNIMYNDASAGA UM EGIL/8 IBRp. HÉR er verið að auglýsa plástur. KOIMAIM í KARLAHEIMI Hvernig kemur konan fram í hefð- bundnum vestrænum auglýsingum? Hver er munurinn á verkum kven- ljósmyndara og karlljósmyndara? Þetta eru spurningar sem Elfa Ýr Gylfadóttir, bók- mennta- og fjölmiðla- fræðingur, velti fyr- ir sér í MA ritgerð sinni um ímynda- fræði og konuna eins og hún birtist í fjöl- miðlum. Auglýsingar sýna hvernig samfélagið er, en geta líka haft áhrif á það, að mati Elfu. Konur í auglýsingum eru iðulega í aukahlutverki, aðgerðar- lausar á meðan karlmenn eru ger- endur. ■ ÞAÐ líður á haustið, sumar- skórnir slitnir inni í skáp, fyrsti vetrardagur nálgast. Tærnar kólna í veðri og í huganum buslar spurningin: Hvernig eiga góðir vetrarskór, sem duga á Islandi, að vera? „Ég myndi fá mér ekta leð- urskó sem vel er gengið frá í kanti og saumum," segir Mitc- hel Snyder skósmiður í Skó- meistaranum í Reykjavík. „En það þarf að hugsa vel um þá,“ bætir hann við. Skór sem dag- lega þramma í snjó og bleytu og glíma við frost og hita á víxl, þurfa á umhyggjusömum eig- anda að halda. „Á íslenskum vetri þarf að bera á, sprauta eða smyija leðurskóna dag- lega,“ segir Mitchel. Valið er erfitt Það er ekki létt verk að velja sér vetrarskó sem falla vel að fæti og þola þetta fjölbreytta veður. Fjölskyldan svamlar í vetrarskónum Gæðalistinn fyrir skófatnað er svo langur að helst þyrfti að fá skósmið með sér í búðir! Einar Ólafsson verslunarstjóri í Skóverslun Steinars Waage segir ullarklæddu kuldaskóna enn á undanhaldi og að ný tex- efni, sem er filma milli ytra borðs og innra, haldi fólki nú heitu um fætur. Góðir vetrarskór að hans mati eru með fóður sem einangrar í kulda og andar í hita. „Sólar eiga líka að vera úr gúmmí en ekki gerviefni sem harðnar," segir hann. Eftir að hafa svipast um í skóbúðum er hægt að sjá fyrir sér skófatnað fjöl- skyldunnar með hríð kom- andi vetrar í fangið: Pabbinn Morgunblaðið/Ásdís i sterkum gönguskóm, mamman í öklaháum fínum leðurskóm, unglingurinn í grófum öklaháum leðurskóm með stálhæl og spennu, litla stúlkan í marglitum vatnsheldum skóm með goretex- fílmu og strákurinn í moonboots með lausum sokk inni í. - Aftur á móti er vandasamara að finna réttu skóna á hvem fjölskyldu- meðlim. Ásta Jónsdóttir í skóbúðinni Krummafótur á Egilsstöðum segir Austfirðinga hafa verið heppna með haustið, en fólk sé samt farið að hugsa um vetrar- skóna. Hún segir marga leita að skóm sem dugi við hin ýmsu tækifæri. Vatnsheldir heils- ársskór henta íslendingum best, að hennar mati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.