Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 5
4 C FÖSTUDAGUR 11. OKT’ÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 C 5 DAGLEGT LIF AÐSTANDENDUR GEÐSJUKRA Hin þögla þjáning Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, sem var í gær, var ætlað að vekja athygli á vanda og aðbún- aði geðsjúklinga, eyða fordómum og fáfræði - gera geðsjúka sýnilega í fyrsta sinn. En aðstand- endur geðsjúkra líða líka fyrir sjúkdóminn. Ey- dís Sveinbjamardóttir sagði Valgerði Þ. Jóns- dóttur frá rannsóknum sínum á tilfinningalegu álagi og erfiðleikum sem fylgja því að eiga ná- kominn geðsjúkan ættingja en hún telur löngu tímabært að veita slíkum fjölskyldum stuðning. HUGARVÍL og hegðun geð- sjúklings er heilbrigðum lítt skiljanleg. Þeir þekkja ekki kvíðann, óttann og angistina. Þeir skilja ekki oflætið eða depurðina, þeir heyra ekki raddirnar og þeir furða sig á að stundum, jafnvel oft, er hinn geðsjúki rétt eins og þeir. Þótt skilningur og þekking á vanda geðsjúkra hafi aukist mikið undan- farin ár er enn grunnt á fordómum gagnvart geðsjúkdómum. Geðveiki og geðsjúklingur eru orð sem oft eru höfð í flimtingum; þau eru sögð í reiði, stundum í gríni, til þess að særa, oftast í hugsunarleysi og trú- lega eiga þau sjaldnast við þann sem þeim er beint að. En geðsjúkdómar eru alvarlegri en margir gera sér grein fyrir og stundum gleymist að fleiri en sjúklingurinn þjáist. Hvernig Iíður maka hans, foreldrum, börnum, systkinum og öðrum ástvinum, sem efalítið þurfa að takast á við fleiri vandamál en tíðkast í venjulegum fjölskyldum? Þurfandl hópur Eydís Sveinbjarnardóttir geð- hjúkrunarfræðingur, sem vinnur að doktorsritgerðinni Skipulögð fjöl- skylduþjónusta á móttökum geð- deilda, hefur mikinn áhuga á að fá svör við slíkum spurningum. „ . . . meðal annars til þess að geð- heilbrigðisþjónustan geti betur sinnt þessum þurfandi hópi,“ segir hún og bendir á að eins og nú hátti til sé meðferð einungis miðuð við þarfir geðsjúklingsins enda felist hug- myndafræðin í að koma honum til bata og út í þjóðfélagið. „Oft gleym- ist að geðsjúklingurinn á fjölskyldu sem þarf á hjálp og stuðningi að halda. Aðstandendumir eru ekki þrýstihópur, frekar en hinir sjúku, og í rauninni byggist opinber þjón- usta við geðsjúka á því að þeir sem að þeim standa séu sterkir og standi sig.“ Eydís útskrifaðist með B.Sc. próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1987 og lauk prófí í uppeldis- og kennslufræði ári síðar. Síðan lá leiðin til Pittsburgh í Pennsylvania í Bandaríkjunum þar sem hún lauk M.Sc. prófí í geðhjúkr- un 1990. „Þar ytra vann ég meðal annars að úrlausnum fyrir aðstand- endur geðsjúkra og fékk mikinn áhuga á viðfangsefninu. Þegar heim kom var ég verkefnisstjóri á deild A-2 á Borgarspítalanum ogjafnframt lektor í geðhjúkrun við HÍ þar til aðstæður höguðu því þannig að ég fluttist til Brussel í Belgíu fyrir þrem- ur ámm. Ég kunni hvorki frönsku né flæmsku nægilega vel til að fara út á vinnumarkaðinn og ákvað þvi að kanna grundvöll fyrir frekara námi. Doktorsnám við kaþólska há- skólann í Leuven varð fyrir valinu en þar hef ég unnið að rannsóknum á aðstandendum geðsjúkra í tvö ár.“ Víðtöl vlð 80 aðstandendur Eydísi var viðfangsefnið ekki frámandi því árið 1993 fékk hún styrk frá Rannsóknarsjóði HÍ til að gera rannsókn á reynslu aðstandenda geðsjúkra af geðsjúkdómi náins fjöl- skyldumeðlims. Rannsóknin byggðist á viðtölum við átján aðstandendur, tvo úr hverri fjölskyldu. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hvernig þeir bmgðust við sjúkdómnum til að auka skilning geðheilbrigðisstarfsfólks á reynslu og viðbrögðum „þessa þögla, lítilláta hóps,“ eins og Eydís segir. „Líkt og núna byggði ég rannsókn- ina á viðtölum við fjölskyldurnar. Þá talaði ég við tvo aðstandendur i níu fjölskyldum. Doktorsritgerðin bygg- ist hins vegar á viðtölum við áttatíu aðstandendur geðsjúkra, einn úr hverri fjölskyldu." Meginuppistaðan í doktorsritgerð- inni, sem Eydís ætlar að verja vorið 1998, verða niðurstöður þessarar könnunnar á aðstæðum aðstandenda geðsjúkra, hvaða stuðning þeir hafa fengið, vonir þeirra og væntingar í þeim efnum, hversu mikið hegðun hins sjúka hefur breytt lífí þeirra, hvernig andlegri og líkamlegri heilsu þeirra er háttað og hver séu almenn lífsviðhorf þeirra. „Ég varð fljótt vör við að aðstand- endur urðu undrandi á að einhver skyldi hafa raunvemlegan áhuga á þeim, líðan þeirra og lífsreynslu. Slíkt segir sína sögu um hversu þessum hópi hefur lítill gaumur verið gefinn. Flestir hafa áhuga og mikla þörf fyrir að tala um reynslu sína. Oft skynja ég að undir niðri býr mikill sársauki. Þetta er fólk sem hefur reynt mikið í lífinu, er ótrúlega þraut- seigt og fæstir hafa látið bugast þrátt fyrir lítinn sem engan stuðning. Sum- ir, sérstaklega eiginmenn geðsjúkra kvenna, reyna að bera sig vel og segjast ekki hafa þurft á stuðningi að halda en eru þó með tárin í augun- um þegar þeir rifja upp reynslu sína. Sorg - djúp sorg Sorg - djúp sorg, líkt og þegar ástvinur deyr eru algeng viðbrögð aðstandenda þegar nákominn ættingi er greindur með geðsjúkdóm. Við fyrstu innlögn brotna aðstandendur stundum niður og finnst framtíð þeirra og sjúklingsins hörmuleg. Flestir hafa þó ótrúlega aðlögunar- hæfileika og standa með sínum geð- sjúka ættingja sama á hverju dynur. Skrápurinn verður harðari og smám saman verða veikindin, alls kyns uppákomur og tíðar innlagnir á sjúkrahús, fastur liður í tilverunni og fjölskyldan reynir að lifa eðlilegu heimilislífi.“ Eydís segir að ekki megi gleyma að geðsjúkir séu misveikir .og geti verið hvers manns hugljúfi þegar af þeim bráir. „Álag á aðstandendur er stundum slíkt að þeim finnst geð- heilsu þeirra sjálfra stefnt í voða. Morgunblaðið/Kristinn „OPINBER þjónusta við geðsjúka byggist að miklu leyti á því að þeir sem að þeim standa séu sterkir og standi sig,“ segir Eydís. aðstandendur sem ég hef talað við segja að tiifinningalegur stuðningur, sem feist í að eiga einhvern vísan til að hlusta á sig með opnu og hlýju viðmóti, sé afar mikilvægur, auk markvissrar fræðslu og neyðarað- stoðar. Einnig var mjög greinilegt að aðstandendur vildu meiri sam- vinnu og samskipti við starfsfólk geðdeildanna." Álaglð yfirþyrmandi Eydís segir að fyrir miðbik aldar- innar hafi geðsjúkir yfírleitt verið settir á hæli til ævilangrar dvalar og komið fjölskyldu sinni lítið við eftir það. „Tíðar heimsóknir fjölskyldunn- ar þóttu jafnvel auka á veikindin. Þegar áhugi geðheilbrigðisstarfsfólks vaknaði á aðstandendum beindist hann í fyrstu í mjög neikvæðan far- veg fyrir ijölskylduna. Ýmsar kenn- ingar biómstruðu þar sem líkur voru leiddar að því að samskipti sjúklings við fjölskyldu sína væri ástæða sjúk- dómsins. Slík viðhorf juku á álag og sektarkennd aðstandenda og rýrðu mjög álit þeirra og traust á hjúkrun- arfólki. Seint á áttunda áratugnum var farið að leggja æ ríkari áherslu á líffræði- og erfðafræðilegar hliðar geðsjúkdóma og gripu aðstandendur geðsjúkra slíkar útskýringar fegins hendi eftir að hafa þolað þögla þján- ingu og sektarkennd í áratugi. í kjöl- farið var í auknum mæli farið að huga að þeim óvenjulegu og streitu- valdandi aðstæðum sem fylgja nán- um samskiptum við geðsjúkan ætt- ingja." Alagið sem slíku fylgir segir Eydís yfirleitt ekki felast í að þvo, elda og hjálpa sjúklingnum við ýmis hvers- dagsleg verkefni. Hún segir að flest- um beri saman um að andlega spenn- an og óttinn sé yfirþyrmandi. „Verð- ur hann sjálfum sér eða öðrum að fjörtjóni? Hvenær veikist hann næst? Hvað gerir hann þá?“ segir Eydís vera spurningar sem aðstandendur spyrji sjálfa sig í sífellu. „Fátt er sorglegra en vera geðveik- ur en trúlega er allt eins sorglegt 1,1% Vantar 2,6% Truflun aföðrum orsökum 2,9% Aðlögunarvandi 3,7% Persónuleikatruflun Áfengis og fíkniefna misnotkun Aðrar geðrænar truflanir Morgunblaðið/Kristinn EYDÍS Sveinbjarnardóttir byggir doktorsritgerð sína á viðtölum við áttatíu aðstandendur geðsjúkra, einn úr hverri fjölskyldu. TAFLAN sýnir hvernig 725 bandariskir sjúklingar lijá geðlæknum voru greindir eftir viðurkenndu flokkunarprófi. Eydís áætlar að skiptingin sé svipuð hérlendis. Mér virðist að þeim sem tekst að finna tilgang með eigin lífi; sinna sínum áhugamálum og þess háttar, séu jákvæðari en þeir sem lifa nán- ast eingöngu fyrir sinn geðsjúka ættingja." Vandamál sem aðstandendur þurfa jafnan við að glíma segir Ey- dís vera margvísleg og oft ófyrirséð. „Það er ekki bara tilfínningalegt álag sem veldur spennu og vanlíðan. Með hegðun sinni koma geðsjúkir sínum nánustu oft í fjárhagslegan bobba, til dæmis með því að taka ótæpilega út á Visa kort og þvíumlíkt, auk þess sem aðstandandi getur ef til vill ekki stundað vinnu þegar sjúkl- ingurinn er veikastur." Sumlr gefast upp Samkvæmt lauslegri könnun, sem Landlæknisembættið gerði 1992, voru um hundrað manns sem ekki áttu sér fastan samastað og flökkuðu milli stofnanna og staða eða sváfu úti. Flestir áttu við félagsleg eða geðræn vandamál að stríða. Eydís telur ekki ólíklegt að svipað hátti til núna. Hún segir að margir geðsjúkl- ingar eigi engan nákominn að, ef til Aö eiga geðsjúkan ættingja... • „Hún getur orðiðsvogrimm að ég get ekki annast hana. Samt hefur hún gefið mér mikla hlýju og ástúð." • „Ef sjúklingurer líkamlega veikur fær fjölskyldan stuðning - ef maður á svona geðveikan bróður heldur fólk að maður hljóti að vera geðveikur sjálfur.“ • „Hefur haft neikvæð áhrif á mig en maður heldur dauðahaldi í að þetta lagist - vonar það.“ e „Heimilið er allt undirlagt með- an á verstu veikindum stendur. Það myndast svakaleg spenna í fjölskyldunni vegna þess að ekki er til nein formúla fyrir því hvern- ig sjúkdómurinn birtist. Heimilis- lífið fer í rúst á þessu tímabili og öll smáatriði verða að vanda- máli.“ vill séu þeir látnir eða hafi hreinlega gefist upp á að umgangast og sinna þeim. „Mér finnst mjög áhugavert að kanna ástæðu þess að sumir standa eins og klettar við hlið geðsjúks maka síns, barns, foreldris eða systk- inis, en aðrir fjarlægjast og virðast láta sig þá engu varða. Að þessu sinni næ ég þó aðeins að taka við- töl við þá þrautseigustu." Aðspurð sagði Eydís að opinber hjálp fyrir að- standendur geðsjúkra sé í lágmarki enda slík aðstoð ekki skilgreind innan heil- brigðisþjónustunnar og því mjög tilviljanakennt hvernig henni sé háttað. „Hjúkrunarfólk er misgef- andi og mislagið að hlusta. Heppnin ein getur ráðið hvort aðstandandi hittir einhvern á vakt sem hefur tíma til að sinna þeim þeg- ar þörfin er brýnust. Þeir að horfa á þjáningar og vanlíðan sinna nánustu og finna fyrir van- mætti sínum. Geðveiki birtist í ýmsum myndum. Depurð, oflæti, skapsveifl- ur, kvíði, ofskynjanir og sinnuleysi eru algengustu einkennin. Geðsjúkl- ingar eru gjamir á að snúa sól- arhringnum við, sýna ógnvekjandi hegðun, neita að þrífa sig og taka nauðsynleg lyf. Hefðbundið heimilislíf verður fjarlægur draumur. Þótt þraut- seigja margra aðstandenda sé aðdáun- arverð og þeir ekki gefnir fyrir að bera vandamál sín á torg finnst mér brýna nauðsyn bera til að veita þeim meiri aðstoð en nú er gert, Iáta af ríkjandi tilhneigingu í heilbrigðisstétt til forræðishyggju og hlusta á óskir aðstandendanna." Upplýsingar um helstu einkenni geðsjúkdóma segir Eydís að séu mun aðgengilegri en fyrir nokkrum árum og nægi í því sambandi að nefna að í apótekum liggi frammi leiðbeiningar fyrir geðsjúklinga og aðstandendur þeirra. „Slíkt finnst mér vísbending um breytt viðhorf og ég er bjartsýn á að smám saman verði starfsfólki í geðheilbrigðisþjónustunni ljóst að að- standendur þurfa aukinn stuðning." DAGLEGT LÍF Hver er þeirra saga MOÐIR Erna Arngrímsdóttir framhaldsskólakennari „Geðbýlingarnir“ í fjósunum bjuggu þó í hlýjum húsakynnum “GRÍMUR er elstur fjögurra systkina. Honum gekk vel í skóla, var glaðlyndur og alltaf með hóp af krökkum í kringum sig. Þegar hann var fimmtán ára fannst mér hann verða svolítið lokaður, en ekki þó þannig að það ylli mér nokkrum áhyggjum. Ekki fyrr en dag einn að hann var ekki heima þegar ég kom úr vinnunni. Ég fékk óþægilega til- finningu fyrir að eitthvað væri að þótt allt virtist með felldu og pabbi hans segði að Grímur hefði skroppið út í sjoppu. En strákur kom ekki heim og hann kom ekki heim í þrjá sólarhringa. Við vorum dauðhrædd, hringdum í alla sem við þekktum og auglýst- um eftir honum í útvarpinu. Lögreglan fann hann um síðir, kaldan, svangan og hrakinn úti á víðavangi og skilaði honum heim. Hann svaf í næstum sólar- hring og gaf engar skýringar á útivistinni. Svipað henti nokkr- um dögum síðar en þá fannst Grímur í Borgarfirði. Hann hafði leitað til systur minnar, sem sendi hann með mjólkurbílnum í bæinn. Fyrir misskilning var pabbi hans ekki til að taka á móti honum eins og til stóð og Grímur týndist aftur. Þá varð mér ekki um sel og ég gerði mér grein fyrir að eitthvað alvarlegt væri að. Við hjónin fórum með Grím í viðtöl á Klepp. Þar fengum við þann úrskurð að ekkert væri að strák. Hins vegar gaf læknirinn í skyn að heilmikið væri að móð- ur hans og eftir nokkra fundi klykkti hann loks út með að trú- lega væri sonur minn svona vegna þess að ég ofverndaði hann og drottnaði yfir honum. Við mæðginin höfum alltaf verið mjög náin og erum enn. Grein- ingin var mikið áfall fyrir mig, en samt var ég sannfærð um að Grímur væri dæmigerður kleyf- hugi, enda hafði ég Iesið mér til um geðsjúkdóma. Sjúkdómur Gríms er vegna offramleiðslu dópamíns, sem er boðefni í heila. Þegar venjulegt fólk fær ein boð fá þessir sjúkl- ingar mörg og vita ekki sitt rjúk- andi ráð. Slíks verður yfirleitt ekki vart fyrr en um kynþroska- aldur hjá drengjum en um tíu árum síðar hjá stúlkum. Því eru kleyfhuga drengir mun verr í stakk búnir en stúlkur varðandi umhirðu um sjálfa sig og ýmis- legt fleira þegar þeir vaxa úr grasi. Skýringin er líklega sú að erfitt er að kenna þeim eitthvað nýtt eftir að þeir veikjast. Grímur hefur lítið tímaskyn og hirðir ekki nógu vel um sjálf- an sig. Hann hefur áhuga á mörgu en sjúkdómurinn kemur í veg fyrir að hugmyndir verði að veruleika. Ranghugmyndir eru hluti af eðli sjúkdómsins og oft skortir á tilfinningaviðbrögð. Hann hlustar mikið á tónlist, hefur gaman af kvikmyndum, les mikið, getur farið flestra sinna ferða og hefur mikið skopskyn. Grímur bjó heima hjá okkur í þrettán ár eftir að hann veiktist, eða þar til hann var tuttugu og átta ára. Vitaskuld hafði sjúk- dómurinn áhrif á fjölskyldulífið. Systkini hans hafa alltaf verið honum góð og hjálpleg, en þau hafa sagt mér að oft hafi þeim verið strítt á ástandi bróður þeirra þegar þau voru yngri. Alag- ið var mikið og tvö af börnunum, næst honum í röðinni, fóru alltof snemma að heiman. Ég var oft aðfram- komin af þreýtu með- an Grímur var heima. Því miður get ég ekki borið læknum vel söguna. Á þessum þrettán árum voru einu úrræðin að gefa honum sterkari og sterkari svefnpillur. Ég rakst á marga veggi og mér fannst talað niður til mín þegar ég leitaði eftir hjálp. Fordómarn- ir blasa víða við og geðsjúkir upplifa mikla höfnun. Þeim er afar mikilvægt að mæta hlýlegu og afslöppuðu viðmóti og best er að koma fram við þá eins og hvern annan. Ef geðsjúkur mað- ur fremur glæp er fréttaflutn- ingur með þeim hætti að ætla mætti að allir geðsjúkir séu stór- hættulegir og þá beri að forðast eins og pestina. Glæpir og fólsku- verk eru þó afar sjaldan af þeirra völdum en ef svo ber við virðast fíkniefni yfirleitt vera með í spil- inu. Ég er ekki alin upp við for- dóma og ég hef aldrei skammast mín fyrir að eiga geðsjúkan son frekar en hann væri með lungna- bólgu eða fótbrotinn. Við mæðg- inin höfum komið fram í sjón- varpsþætti og síðan hafa margir hringt í mig og tjáð mér að þátt- urinn hefði veitt þeim mikinn styrk. Geðsjúkdómar þykja enn smánarsjúkdómar og það eitt kemur oft í veg fyrir að leitað sé þjálpar í tíma og sjúklingurinn og aðstandendur fá litla samúð samborgaranna. Eftir þrettán ára baráttu fékk ég loks staðfestingu á að ég hafði allan tímann haft rétt fyrir mér um að Grímur væri kleyfhugi. Hann er núna þrjátíu og átta ára „geðbýlingur“ eins og hann seg- ir, en hann hefur ver- ið á sambýli í níu ár. Ég kvarta ekki yfir aðbúnaði hans núna en á ýmsu hefur gengið í áranna rás. Einu sinni dvaldi Grímur ásamt nokkr- um öðrum á sambýli við Rauðavatn. Eftir- lit með staðnum hafði einhver maður sem erfitt var að ná til þegar á bjátaði. Einu sinni um hávetur í miklu frosti biluðu ofnar í þessu óhrjá- lega húsi og ekki náð- ist í umsjónarmanninn jirátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir. Ég gerði það sem mínu valdi stóð, fór uppeftir með ullarteppi og fleira til að halda á þeim hita. „Eg skil ekkert í af hverju þeir voru að taka „geðbýlinga" úr fjósun- um, þar var að minnsta kosti hlýtt,“ sagði Grímur þá við mig, en hann var að lesa íslenskar þjóðsögur, þar sem meðal annars er fjallað um hvernig farið var með geðsjúklinga fyrr á öldum. Við Grímur getum talað og hlegið saman. Hann hefur ekki, eins og þó er títt um kleyfhuga, snúist öndverður gegn þeim sem hugsa mest um hann. Núna gerir hann sér grein fyrir veikindum sínum og veit að hann verður að taka lyfin sín. Sjálfri svíður mér sárast að hafa ekki fengið sjúk- dómsgreiningu strax, því sam- kvæmt nýjustu rannsóknum er komið í ljós að því fyrr sem sjúk- dómurinn greinist þeim mun meiri von er um bata. Draumur minn er að auknu fé verði varið í rannsóknir á geðsjúkdómum og lögð verði áhersla á að upplýsa almenning um eðli þeirra. Ég vonast til að heyra aldrei framar orð svipuð þeim sem þekkt menntakona viðhafði á fundi sem ég var stödd á fyrir tíu árum, en hún sagði að ekkert væri að marka þessa helvítis Kleppara!" Erna Arngrímsdóttir MAKI_______________________ Ingimundur K. Guómundsson fulltrúi Engin blóm á borðum sjúklinga á geðdeild „ÉG kynntist konunni minni á balli fyrir fimm árum og sá ekk- ert óvenjulegt í fari hennar, enda eðlilegasta manneskja sem ég þekki milli veikindakastanna. Hún sagði mér fljótlega að hún hefði verið afar erfiður ungling- ur, líklega með unglingaveikina svokölluðu á hæsta stigi. En hún var enginn unglingur lengur þannig að ég velti þessu ekki mikið fyrir mér. Ekki fyrr en hún heilsaði eitt sinn þjóðkunnum manni á förnum vegi, sem hún sagði að hefði verið starfsmaður á Kleppi, þar sem hún var sjúkl- ingur, þegar hún var 18 ára. Ég vissi lítið um geðsjúkdóma og taldi víst að hún hefði yfirstig- ið sjúkdóminn, en hún var greind með manískt þunglyndi, sem stundum er nefnt geðhvarfasýki eða oflæti. Allt lék í lyndi, við eignuðumst barn fyrir rúmum fjórum árum og vorum hamingju- söm. Þegar barnið var um átta mánaða fór að síga á ógæfuhlið- ina. Ég taldi veikindin í fyrstu vera fæðingarþunglyndi, sem mér skildist að hrjáði margar konur eftir fæðingu. Smám sam- an versnaði ástandið og móðir mín gat talið hana á að fara á spítala þar sem hún var í einn og hálfan mánuð. Frá því við kynntumst hefur hún fjórum sinnum verið lögð inn á geðdeild. Núna gerir hún sér oft sjálf grein fyrir hvenær lík- legast er að hún veikist. Slíkt virðist ráðast mikið af ytri að- stæðum; ef eitthvað mikið er í húfi, sem heilbrigðum finnst yfir- leitt afar léttvægt. Til dæmis veiktist hún rétt fyrir stórafmæli föður síns, en þá stóð mikið til og fjölskyídan var á kafi í undir- búningi. Sama var upp á teningn- um þegar við vorum að kaupa okkur íbúð. Flest sem er frá- brugðið hversdags- leikanum virðist koma henni úr jafn- vægi. Við reynum því að hafa lífið í eins föstum skorðum og kostur er. í veikindunum er hún óstjórnlega glöð, hefur geysilega orku, sefur ekki á nóttunni, talar í síbylju, hefur átt til að vera eyðslu- söm og vill endilega fara út að skemmta sér. Allt fer út í öfg- ar. Alla jafna förum við ekki á skemmti- staði, en slíkt hefur hent þegar hún er að veikjast. Mér líður hræðilega illa að horfa á fyrirganginn í henni. Ég held þó að þeir sem ekki þekkja hana haldi bara að hún sé svona fjörug og ef til vill léttkennd eins og hinir, en raunar bragðar hún sárasjaldan áfengi. Konan mín var afburðanem- andi í grunnskóla en veiktist á fyrsta ári í menntaskóla og ekk- ert varð úr frekara námi. Þegar sjúkdómsins varð fyrst vart héldu foreldrar hennar að hún væri dauðadrukkin og fóru með hana í afvötnun á Landspítalann. Ég hef mætt miklum skilningi á vinnustað mínum þeg- ar ég hef þurft að taka mér frí vegna veikinda hennar. Þó finnst mér víða örla á fordómum. Til dæmis finnst mér umhugsun- arefni að sjúklingum á geðdeildum eru aldrei færð blóm eða eitthvað smáræði sem tíðkast að færa öðrum sjúklingum. Við höfum verið mjög heppin með lækna og yfirleitt mætt skilningi hjúkr- unarfólks. Fjölskyld- ur okkar beggja hafa veitt okkur mikinn stuðning og vinirnir hafa ekki fjarlægst okk- ur. Ég væri ekki hreinskilinn ef ég neitaði að stundum hafi hvarflað að mér að fara burt frá þessu öllu saman. Slíkar hugsanir sækja að í verstu köstunum, en líða fljótt hjá. Ég er bjartsýnn á framtíðina og vona að sjúkdóm- urinn dvíni með árunum. Ég hef lesið ógrynnin öll um geðsjúk- dóma og fæ mikinn styrk af starfi minu í Geðhjálp og sambandi við fólk sem býr við svipaðar aðstæð- ur og ég.“ ■ SJÁ NÆSTU SÍÐU: BRÓÐIR Ingimundur K. Guðmundsson 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.