Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 B 3 IÞROTTIR Kristján Arason þjálfari Masseinheim: Hef 100 pró- sent stuðning frá forseta félagsins KNATTSPYRNA Krístófer til liðs við Fram ■ ■WBF'^W w lw ■ ■ %■!■ ■ ■ Kistófer Sigurgeirsson, sókn- arleikmaður Breiðabliks, gekk um helgina til liðs við Fram. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Kristófer, sem er mjög leik- inn, fljótur og ijölhæfur leikmaður, sem getur jafnt leikið sem kant- maður, miðheiji og á miðjunni," sagði Ásgeir Eliasson, þjálfari Frmn. Ásgeir sagði að Kriatófer hefði ekki náð sér vel á strik eftir að hann kom heim frá Svíþjóð, þar sem hann lék með Vestra Frölunda. „Ég vona að Kristófer nái þeim styrk sera hann sýndi fyrir tveimur árum, eða áður en hann fór til Svíþjóðar, og muni nýtast okkur vel.“ Kristófer, sem er 24 ára, hefur áður leikið undir stjóm Ásgeirs - var miðvallarieikmaður í ung- mennaliði íslands er Ásgeir var landsliðsþjálfari, var í landsliðs- hópnum og lék tvo a-landsleikl Kristinn ræðir við Ólafsfirð- inga KRISTINN Björnsson verður sennilega næsti þjálfari Leifturs f Ólafsfirði. Ekki hef- ur formlega verið gengið frá samning- um en fátt virðist koma í veg fyrir að samkomulag náist innan skamms. Leiftur varð í 3. sæti í 1. deild íslands- mótsins undir stjórn Óskars Ingimundar- sonar en hann ákvað að hætta eftir að hafa þjálfað liðið undan- farin þijú ár og sex ár samtals. Kristinn var þjálfari kvenna- landsliðsins en samn- ingur hans við KSÍ rann út á dögunum. WALLAU Masseinheim, sem Kristján Arason þjálfar, hefur ekki gengið vel það sem af er keppni í þýsku 1. deildinni i handknattleik. Liðið hefur unnið tvo af sex fyrstu leikjun- um og um helgina máttu Krist- ján og félagar sætta sig við stórtap á heimavelli á móti Niederwiirzbach, 21:27. Þýskir fjölmiðlar töluðu um að nú væri farið að hitna und- ir Krisljáni sem þjálfara því fyrir tímabilið hafði liðinu ver- ið spáð öðru sæti i deildinni. „Þetta hefur gengið illa þjá okkur og ýmislegt verið rætt og ritað um gengi liðsins að undanförnu. Ég fór á fund með forseta félagsins í gær [sunnudag] og hann sagði að ég hefði 100 prósent stuðning frá honum. Vandamálið hjá okkur hingað til er slök mark- varsla og eins hafa landsliðs- mennirnir ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Franski landsliðsmaðurinn Frederc Volle hefur alls ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru við hann. í leikn- um um helgina gerði hann aðeins eitt mark. Markverðirn- ir vörðu samtals 7 skot í leikn- um á meðan Andrej Lavrov í marki Niederwursbach varði 25 skot og þar af 15 úr dauða- færum,“ sagði Kristján. Kristján segir að væntingar til liðsins hafi verið miklar fyrir tímabilið og því eru stuðningsmenn liðsins ekki sáttir við frammistöðuna hing- að til. „Mótið er rétt að byrja og því ekki öll nótt úti enn. Við stefnum enn að því að ná Evrópusæti. En það segir sig sjálft að ef við höldum áfram að tapa verður eitthvað gert. Hvort ég verð látinn fara, læt ég ósagt látið. Það er Ijóst að við verðum að fara að vinna leiki.“ KRISTJÁN Arason, þjálfarl Wallau Massenhelm. „MótlA er rétt að byrja.“ „Ég kallaði Ince negraskratta“ KNATTSPYANA Klinsmann svar- aði fynr sig Jiirgen Klinsmann hefur verið gagnrýndur undanfarnar vik- ur fyrir að ná ekki að skora fyrir Bayern en hann þaggaði niður óánægjuraddir þegar hann gerði tvö mörk í 4:2 sigri í Köln um helgina. Klinsmann skoraði með skalla 10 mínútum fyrir hlé og gerði síðan þriðja markið um miðjan seinni hálfleik. Mehmet Scholl gerði annað mark Bayern úr víta- spyrnu eftir að Klinsmann hafði verið felldur innan vítateigs. Ralf Hauptmann minnkaði muninn í eitt mark og Toni Polster gerði annað mark heimamanna en Marcel Witeczek innsiglaði sigur- inn á síðustu mínútu eftir undir- búning Klinsmanns. „Ég óskaði Klinsmann til ham- ingju með frábæra frammistöðu," sagði Giovanni Trapattoni, þjálf- ari Bayern. „Þetta var sá Klins- mann sem ég þekki.“ Stuttgart komst í 2:0 með mörkum frá Fredi Bobic og Krasimir Balakov en náði aðeins 2:2 jafntefli í Rostock. Jonathan Akpoboie og Steffen Baumgart skoruðu fyrir heima- menn en Stuttgart er samt áfram á toppnum með 23 stig eins og Bayern. Bochum, lið Þórðar Guðjóns- sonar, gerði jafntefli vð Diisseld- orf á útivelli. Bochum lenti 2:0 undir eftir 22 mínútur og missti leikmann út af með rauða spjald- ið fyrir að bjarga með hendi á línu. Einum færri náði liðið að jafna leikinn, 2:2. Þórður kom inn á um miðjan síðari hálfleik. Leverkusen gerði 1:1 jafntefli í Karlsruhe og er í þriðja sæti, stigi á eftir toppliðunum. Meistarar Dortmund unnu Duisburg 2:0 og eru í fjórða sæti. Djourkaeff fór á kostum og Inter Mílanó eitt á toppnum Inter er eina taplausa liðið í ítölsku deildinni en það vann Piacenza 2:0 og er efst með 11 stig í fimm leikjum. Inter hefur ekki verið á toppi deildarinnar síðan 1993. Enski landsliðsmaðurinn Paul Ince var rek- inn af velli á 37. mínútu rétt eftir að Youri Djourkaeff tókst ekki að skora úr umdeiidri vítaspyrnu en markvörðurinn varði frá Ince í kjöl- farið. Marco Branca skoraði með skalla átta mínútum síðar og Djorka- eff innsiglaði sigurinn í byijun seinni hálfleiks. Ince var rekinn af leikvelli fyrir að slæma hendinni á eftir Piovanni, leikmanni Fiacenza. Piovanni kastaði sér til jarðar með glæsilegum leik- rænum tilburði. Hann sagði seftir leikinn: „Ég viðurkenni, að í hita leiksins var mér á að kalla Ince ne- graskratta.“ Forráðamenn Inter hafa nokkra áhyggjur af því að leik- menn og áhorfendur annara liða muna nýta sér það hve Ince er skap- bráður og haldi áfram að höggva í sama knérunn. Roma hafði ekki sigrað AC Milan á Ólympíuleikvanginum í Róm í meira en áratug en kom gestunum á óvart og gerði tvö mörk með sex mínútna millibili snemma leiks. Besti maður vallarsins, Francesco Totti, skoraði fyrst, eftir skógarferð mar- kvarðarins Sabastiano Rossi, og Massimiliano Cappioli bætti öðru marki við en Árgentínumaðurinn Abelo Balbo átti síðasta orðið mínútu fyrir leikslok, eftir sendingu frá ung- um leikmanni, Damiano Tommasi - nafn sem menn ættu að leggja á minnið. Sigur Roma var sætari vegna þess að liðið lék án Jonasar Thern og Daniels Fonseca. Fiorentína og Lazíó gerðu marka- laust jafntefli en þar bar helst til tíðinda að Gabriel Batistuta tókst ekki að skora úr vítaspyrnu fyrir Fiorentína, skaut yfír markið, og Luca Marchegiani, markvörður Lazíó, varði mjög vel. Vicenza vann Juventus 2:1 og kom í veg fyrir að Juve færi á toppinn. Marcelo Otero skoraði fyrir heimamenn en Ciro Ferrara jafnaði í byrjun seinni hálf- leiks. Varnarmaðurinn Massimo Beghetto gerði sigurmarkið 20 mín- útum fyrir leikslok. Bologna vann Sampdoria 2:1 með mörkum frá Davide Fontolan og Rússans Igor Shalimov, sem skoraði með þrumufleyg af 35 m færi. Parma vann Cagliari 1:0, með marki Enrico Chiesa. Napólí og Udinese gerðu 1:1 jafntefii. Það var Þjóðveijinn Oliver Bierhoff sem jafnaði fyrir Udinese skömmu fyrir leikslok. Gautaborg meistari IFK G AUTABORG tryggði sér um helgina sænska meistaratitil- inn fjórða árið í röð. Gautaborg vann Trelleborg 6:0 og hefur nú 50 stig eða 9 stigum meira næst Uð, Helsingborg, sem vann DjUrgárden 3:1. Sænsku landsliðsmennirnir Andreas Andersson og Stefan Pettersson gerðu tvö mörk hvor fyrir Gautaborg og Niclas Alexandersson og Magnus Erlingmark sitt markið hvor. Örebro sigraði Halmstad 3:1. Sigurður Jónsson átti mjög góðan leik — var talinn besti leikmaður Orebro. Arnór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson léku einnig með Örebro.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.