Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 8
ítfómR Alan Shearer skaut Newcastle á toppinn Alan Shearer, sem gerði bæði mörk Englands í 2:1 sigri á Póllandi í liðinni viku, skaut New- castle á toppinn í ensku úrvalsdeild- inni þegar hann tryggði liðinu 1:0 sigur á móti Derby á laugardag. Shearer skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir aukaspyrnu frá varnarmanninum John Beresford. Þetta var sjötti sigur Newcastle í -,l röð og Kevin Keegan, knattspymu- stjóri, var hrifinn af markinu. „Þetta hefði varla talist marktækifæri hjá öðrum en Alan sýndi hvers hann er megnugur.“ Faustino Asprilla náði ekki í leik- inn — kom of seint frá landsleik í Kólumbfu. Leikmaðurinn sagðist hafa mísst af flugvél og virtist Keeg- an sætta sig við afsökunina, sagði að framheijinn færi með í Evrópu- leikinn, sem verður í Ungveijalandi í kvöld. Arsenal lék í fyrsta sinn undir stjórn Frakkans Arsene Wengers og vann 2:0 í Blackburn en Ian Wright gerði bæði mörkin. „Ian sýndi að hann er yfirvegaður og ákveðinn á réttum tíma. Þess vegna er hann góður miðheiji og þess vegna er hann Ian Wright,“ sagði Wenger. „Hann lék líka vel fyrir liðið,“ bætti hann við og sagði að sigurinn hefði verið mikilvægur. „Blackburn sótti stíft en við vorum mjög skipulagðir. í byijun tímabilsins var Arsenal oft 2:0 undir eftir 20 mínútur og varð að sækja. Nú tókum við ekki eins mikla áhættu og við hefðum átt að gera eftir fyrra markið. Leikmenn- irnir biðu eftir öðru markinu frekar en að reyna að gera það.“ J Arsenal er í 2. sæti með 20 stig eins og Liverpool sem tapaði 1:0 á Old Trafford. David Beckham gerði eina markið um miðjan fyrri hálfleik. Þetta var fyrsta tap Liverpool á tímabilinu en liðið sótti nær stans- laust og fékk mörg ágæt færi. Peter Schmeichel var frábær í marki Un- ited og mark Beckhams var mjög gott. United hefur nú leikið 36 heima- leiki í röð í deildinni án taps og er eina taplausa liðið í deildinni að þessu sinni. Eric Cantona, fyrirliði Manchester United, sagðist ekki hafa leikið eins illa fyrir liðið. „Ég hafði gleymt að Reuter DOMIIMIC MATTEO, varnarmaður Liverpool, reynlr að ná knettlnum af Hollendingnum I liðl Manchester United, Jordl Cruyff. United hafði betur þrátt fyrir að Llverpool léki betur. Ólæti í Frakklandi BASTIA og Mónakó gerðu marka- laust jafntefli í frönsku deildinni og slepptu áhorfendur sér þegar Emmanuel Petit braut á Slóvak- anum Lubomir Moravcik með þeim afleiðingum að miðherjinn öklabrotnaði. Gera varð hlé á leiknum í nokkrar mínútur vegna óláta áhorfenda. Marseille tapaði óvænt 1:0 heima á móti Caen sem hafði ekki sigrað fyrr á tímabilinu og sættu áhorfendur sig ekki við úrslitin. Þeir hentu grjóti í lögregluþjóna og meiddust nokkrir lítillega en táragas þurfti til að tvístra mann- skapnum. Leikmenn þurftu lög- regluvernd þegar þeir fóru frá vellinum en talsmaður lögregl- unnar sagði að fáir ólátaseggir hefðu látið svona vegna óánægju með úrslitin. Auxerre vann Lens 1:0 og gerði Antoine Sibierski eina markið úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Leonardo tryggði PSG 1:0 sig- ur á Metz með sjöunda marki sínu og er PSG með 7 stiga forystu. Nancy fagnaði fyrsta sigrinum á tímabilinu, vann Bordeaux 1:0 á útivelli. Phil Gray gerði eina mark leiksins og Kaba Diawara var rekinn af velli hjá heima- mönnum undir lokin þegar hann mótmælti þeirri ákvörðun dóm- arans að dæma ekki vítaspyrnu. Porto hefur tak á Sporting PORTO vann Sporting 1:0 í port- úgölsku deildinni og hefur þar með ekki tapað fyrir Sporting í sjö ár en Sporting hefur ekki náð að skora i innbyrðis leikjum Iið- anna í fjögur ár. Brasiliumaður- inn Edmilson Pimenta gerði eina markið með skalla um miðjan fyrri hálfleik. ég gæti leikið svona illa,“ sagði Frakkinn. „Ég er mjög óánægður. Segi fólk að ég leiki illa er það rétt og ég er mjög vonsvikinn. Ég var ekki tilbúinn, hvorki líkamlega né andlega. Mér leið ekki vel og slíkt kemur líka fyrir fólk í öðrum störf- um. Dagurinn verður ekki góður þegar farið er öfugu megin framúr." Metaðsókn var á Old Trafford í 12 ár, 55.128 áhorfendur, og þeir sáu lítið til Cantona. „Þetta kemur fyrir knattspyrnumenn af og til,“ sagði hann, „og ég hef stundum átt svona leiki síðan ég byijaði í atvinnu- mennsku 17 ára gamall. En við eig- um að leika á miðvikudag og laugar- dag og þá verð ég að gera betur." Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, var óánægður, sagði að leik- menn sínir hefðu ekki farið eftir því sem þeim var sagt að gera, en hrós- aði varnarleiknum hjá David May og Ronny Johnsen. „Hann fór í þijú návígi rétt við vítateiginn og gerði það mjög vel,“ sagði hann um May. „Slík listatilþrif sjást varla lengur vegna þess að varnarmenn eru verndaðir af miðjumönnum og leik- skipulagi. Fólk talar um markvörslu Schmeichels en fyrrnefndar „tækl- ingar" voru betri.“ Wimbledon, sem tapaði fyrstu þremur leikjunum, vann Sheffield Wednesday 4:2 og er í 5. sæti. Neil Sullivan varði vítaspyrnu frá David Hirst á 82. mínútu og kom í veg fyrir að gestimir jöfnuðu 3:3. Wimbledon hefur sigrað í sex leikj- um í röð í deildinni og er það félags- met. Leicester komst í 1:0 á móti Chelsea en gestirnir sneru vörn í sókn og unnu 3:1. Gianluca Vialli, Roberto Di Matteo og Mark Hughes skoruðu. Nasistakveðju Bosnichs illa tekid ENSKA knattspyrnusambandið kærði ástralska markvörðinn Mark Bosnich hjá Aston Villa fyr- ir óprúðmannlega framkomu og lögreglan er með málið til rann- sóknar en hann heilsaði áhorfend- um á White Hart Lane með nas- istakveðju í seinni hálfleik viður- eignar Tottenham og Aston Villa og féll framferðið í grýttan jarð- veg hjá fylgismönnum Tottenham sem margir hverjir eru gyðingar. Brian Little, knattspyrnustjóri Villa, sagði að staða markvarðar- ins væri óbreytt hjá félaginu. Hann hefði ætlað að vera sniðug- ur en ekki áttað sig á hvað hann var að gera. Stuðningsmenn Spurs létu markvörðinn heyra það allan leik- inn minnugir þess að hann sló Jiirgen Klinsmann í leik fyrir 18 mánuðum með þeim afleiðingum að Þjóðverjinn, sem þá lék með Spurs, missti meðvitund. Svo mik- ið var hringt í útvarpsstöð til að kvarta yfir framkomu Bosnichs að hann hringdi sjálfur á laugar- dagskvöld og baðst afsökunar. I kjölfarið sendi hann frá sér bréf til fjölmiðla þar sem hann baðst opinberlega afsökunar á fram- komunni. Ronaldo alK í öllu Brasilíumaðurinn Ronaldo átti frábæran leik þegar Barcelona vann Compostela 5:1 í spænsku deildinni um helgina. Ronaldo gerði tvö glæsileg mörk og lagði upp önn- ur tvö fyrir efsta liðið. Fyrra mark Brasilíumannsins var magnað. Hann náði boltanum af tveimur mótheijum á eigin vallarhelmingi, fór framhjá þremur leikmönnum Compostela til viðbótar og skoraði framhjá Fern- ando Peralta í markinu. „Ronaldo er sem Di Stefano eða Pele,“ sagði Fernando Vazquez, þjálfari Compo- stela. Betis gerði 2:2 jafntefli við Atl- etico Madrid á útivelli og er í öðru sæti. Juan Sabas jafnaði fyrir gest- ina fjórum mínútum fyrir leikslok. Jose Antonio Camacho, þjálfari Sevilla, er í „heitu“ sæti en liðið tapaði 2:0 á móti Valencia og er í þriðja neðsta sæti. Espanol náði aðeins markalausu jafntefli heima á móti Celta en Valla- dolid vann Tenerife 3:1. Rangers tapaði sínum fyrsta leik Skotlandsmeistarar Rangers máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu þegar þeir sóttu Hibern- ian heim um helgina. Heimamenn án þjálfara unnu 2:1 og Jim Leig- hton varði tvítekna vítaspyrnu Dan- ans hjá Rangers, Brian Laudrups, þegar fimm mínútur voru til leiks- loka. Rangers er á toppnum með 21 stig en Celtic, sem vann Motherwell 1:0 með marki hollenska landsliðs- mannsins Pierre Van Hooydonks, er tveimur stigum á eftir. ENGLAND: 221 121 1 X X XX11 ITAL./SVI: 1 2 X 1X1 XXX 12XX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.