Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA $tott&mM$faib 1996 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTOBER BLAÐ B Atli í Árbæínn, Bjarni til Eyja BRÆÐURNIR Atli og Jóhannes Eðvaldssynir hafa verið í viðræð- um við forráðamenn Fylkis og þó ekki hafi verið gengið frá samningum liggur það í loftinu. Atli verður þjálfari 2. deildar liðs- ins og Jóhannes framkvæmda- stjóri og er gert ráð fyrir samn- ingi til eins árs. Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍB V og tekur hann við af Atla. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri," sagði Bjarni við Morgunblaðið í gærkvðldi. „Ég tel Eyjaliðið eitt af sterkari liðum landsins og þar á bæ eru menn meðvitaðir um knattspyrnu og hafa skoðanir á því hvernig fótbolti á að vera," sagði Bjarni og bætti við að hann hlakkaði mjög mikið til að takast á við verkefnið. Bjarni sagði að fh'ótlega yrði farið í að ganga frá lausum end- um varðandi leikmenn. „Vonandi tekst að halda í alla strákana. Ég er mjög ánægður með marga leikmenn IB V og vil endilega halda í þá alla og vonandi hafa þeir metnað til að vera áfram og taka þátt í Evrópukeppninni með ÍBV," sagði Bjarni sem hóf þjálf- araferil sinn i sinum heimabæ, Neskaupstað, fyrir 12 árum. KORFUKNATTLEIKUR Stein- grímur með þrjú STEINGRÍMUR Jóhann- esson gerði þrennu þegar Vestmannaeyingar sigr- uðu íslands- og bikar- meistara ÍA, 5:3, í Meist- arakeppni KSÍ á laugar- daginn StGÍngrímur fagnar hér einu marka sinna. í baksýn eru Stur- laugur Haraldsson og Gunnlaugur Jónsson og Þórður markvörður Þórð- arson til hægri. Breiða- blik sigraði í Meistara- keppni kvenna, vann Val 1:0 með marki Ingu Dóru Magnúsdóttur. Morgunblaðið/Gunnlaugur UMFG kærir Hauka Grindvíkingar hafa lagt fram kæru á hendur Haukum vegna viðureignar félaganna í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á dögunum, en Haukar fóru með sigur í þeim leik. Grindvíkingar telja að bandaríski leikmaður Hauka, Shawn Smith, hafí ekki verið kominn með leikheimild frá Bandaríkjunum fyrr en eftir leikinn. Málavextir eru þeir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að klukk- an tæplega fimm á leikdag hafi starfs- maður KKÍ látið forráðamenn Hauka vita að leikheimildin væri ekki komin. Stundarfjórðungi fyrir leikinn í Hafn- arfirði hafí forráðamenn Hauka hringt til Bandaríkjanna í körfuknatt- leikssambandið þar og fengið þau svör að leikheimildin væri tilbújn og hún yrði send á símbréfi til KKI inn- an fimm mínútna. Þá ákváðu Haukar að láta Smith leika. Símbréfið kom hins vegar ekki á skrifstofu KKI fyrr en klukkan 23 um kvöldið þannig að Smith var ekki með leikheimild þegar leikurinn fór fram. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var veikur þegar leikur- inn var og því ekki á staðnum, en líklegt er að hann hefði séð eitthvað gruggugt við málið hefði hann verið á staðnum því hann þurfti þrívegis að hafa erlendan leikmann í spariföt- unum þegar hann var hjá KR vegna þess að leikheimildin kom ekki fyrir leik. En málið er ekki búið því sam- kvæmt reglum KKÍ hefur félag 72 klukkustundir til að kæra. Grindvík- ingar fréttu hins vegar ekki af því hvenær leikheimildin barst fyrr en Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, kom frá útlönd- um nokkru síðar - og kærðu um leið, en kærufresturinn var útrunn- inn. Grindvíkingar telja að vegna eðlis málsins hljóti að verða tekið tillit til aðstæðna varðandi kæru- frestinn, en málið verður væntanlega tekið fyrir dómstól ÍBH í allra nán- ustu framtíð. VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 12.10.1996 7 I 8 123 31 Vlnnlngar Fjöldl vinnlnga Vlnnings-upphæö "| , 5 af 5 0 2.037.208 2.4pfJ.5 í BS^ 2 129.320 3.4"5 60 7.430 4. 3a' 5 1.636 630 Samtats: 8 892 2.174.588 VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 09.10.1996 AÐALTOLUR BONUSTOLUR Q d^ ð) Vinniiujisr FJðldl vinnlnga Vinnings-upphæo "| m 6af 6 0 43.960.000 O 5af6 0 887.934 3. 5a!6 0 228.791 4. 4af6 159 2.280 r- 3af6 O•+bónus 620 250 1 ftt^iilUAjjlffiiM ^MHMfciffllW 1.166.215 UPPLYSINGAR Fyrsti vinningurinn í Lotto 5/38 er tvö- faldur næsta laugardag og svo er einnig ( Víkingalóttóinu þar sem eng- inn á öllum Nordurlöndunum var með 6 réttar tölur síöasta miövikudag. Aætlað er aö fyrsti vinningurinn i Vík- ingalottóinu verði um 100 milljonir á miövikudaginn. Tví/aWur 1. vinningur Vertu viðbuin(n) vinnlngi LATTÁ K\\ mikils aö vino* HnriínpMreffiR-tiaötit 100 "-mt106h1r.kf. ¦..; HANDKNATTLEIKUR; KA-MENN ÁFRAMIEVROPUKEPPNINNI / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.