Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 B 11 VIÐSKIPTI Einkavæðing Datacentralen, dönsku systurstofnunar Skýrr Sala undir helmingi hluta- bréfa er óáhugaverð Einkavæðing þjónustufyrirtækja á tölvusvið- inu í opinberri eigu hefur gengið yfir Dan- mörku. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Hans Gronberg hjá CSC Datacentralen um hana og aðstæður á litlum mörkuðum. FYRIRTÆKI eins og Skýrr á það á hættu að einangrast á litlum markaði, ef það tengist ekki öflugum samstarfsaðila, að mati yfirmanns Datacentralen. ÞAÐ vekur varla áhuga fjár- festa að kaupa 30 prósenta hlut í ríkisfyrirtæki eins og Skýrr og færir fyrirtækinu aðeins fé, en hvorki þekkingu né tækni. Fyrir- tæki af þessu tagi á á hættu að einangrast á litlum markaði, ef það tengist ekki öflugum sam- starfsaðila. Þannig metur Hans Gronberg aðstoðarframkvæmda- stjóri CSC Datacentralen í Dan- mörku stöðuna á upplýsingamark- aðnum, en Datacentralen var þar til í sumar ríkisfyrirtæki að banda- ríska fyrirtækið Computer Science Corporation, CSC, keypti meiri- hluta danska fyrirtækisins. Til- hneiging til einkavæðingar er greinileg í Danmörku, því nú stendur til að einkavæða Kom- munedata, sem er í eigu sveitarfé- laganna og hefur séð um verkefni fyrir þau og sams konar áætlanir eru uppi um tölvumiðstöð dönsku landbúnaðarsamtakanna. Hver vill kaupa 30 prósent í ríkisfyrirtæki? Gengið var frá kaupum CSC á 75 prósenta hluta Datacentralen 13. júní. Samkvæmt fréttum danskra blaða var kaupverðið um 500 milljónir danskra króna, eða rúmir fimm milljarðar íslenskra króna, en það verð hefur ekki ver- ið staðfest. Hans Gronberg segir að salan hafi lengi verið til tals, en framan af hafi ríkið aðeins áætlað að selja 25 prósenta hlut. Eftir nánari athugun varð þó ofan á að selja 75 prósent, því minni hlutur en fimmtíu prósent gæti varla talist viðunandi fyrir hugsan- lega kaupendur. Þegar Gronberg er spurður hvort CSC Datacentralen gæti haft áhuga á að kaupa 30 prósenta hlut í Skýrr er það fyrsta sem hrekkur af vörum hans hver hafi eiginiega áhuga á þijátíu prósenta hluta í ríkisfyrirtæki yfirleitt. Um hugs- anlegan áhuga CSC Datacentralen á Skýrr segist hann ekki vilja tjá sig, en segir almennt gilda um slíka sölu að hún færi seljanda ekkert annað en fjármagn. Kaup- andi vilji auðvitað tryggja sér áhrif með kaupum sínum og þau fáist ekki í slíku tilfelli. Hér sé ekki um að ræða kaup til að mergsjúga verðmæti úr fyrirtæki, sem síðan verði skilið eftir, heldur markvissa uppbyggingu, sem sé beggja hag- ur. Danska ríkið hafi svo tryggt sér áframhaldandi áhrif með eign- arhluta sínum og samningsákvæð- um um neitunarrétt. Norrænt samstarf milli stofnana hliðstæðra Datacentralen og Skýrr hefur lengi verið fyrir hendi og Gronberg segir því að það séu persónu- leg tengs] milli fyrir- tækjanna tveggja. Út frá danskri reynslu hljóti fyrirtæki eins og Skýrr að eiga í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun og þekk- ingu og geti vart verið annað en einangrað og þau sjónarmið hafi eimitt ráðið miklu um sölu Datac- entralen. Forsendur sölunnar að skapa vaxtarbrodd Hans Gronberg segir að for- sendur sölunnar hafi verið að Datacentralen hafi ekki átt sér neina vaxtarmöguleika í Dan- mörku, sem í alþjóðlegu samhengi sé lítill markaður, þó hann sé tutt- ugu faldur íslenski markaðurinn. Þeir hjá Datacentralen hafi metið það sem góðan kost bæði fyrir fyrirtækið og stóra viðskiptavini eins og danska ríkið að tengj- ast stórum aðila, sem geti ekki aðeins fært fyrirtækinu íjármagn, heldur miklu frekar möguleika til að fylgja tækniþróun og nýrri þekkingu. Salan til CSC hafi verið ein leið til þessa og sú sem varð ofan á. Um leið njóti Datacentra- len innviðaþróunar, sem ella hefði ekki verið kostur á. Gronberg undirstrikar að valið á kaupanda skipti auðvitað miklu máli og í því sambandi álíti for- stöðumenn Datacentralen að sam- starfið við CSC hafi verið einkar heppileg leið. CSC sé stofnað 1969 eins og Datacentralen og líkt og danska fyrirtækið sé bakgrunnur þess verkefni í opinbera geiranum. CSC sé fyrirtæki af vesturströnd Bandaríkjanna, hafi lengi haft augun á Evrópu og afstaða þess sé á margan hátt mjög evrópsk. Þó CSC sé stærsta fyrirtæki í heimi á sínu sviði, upplýsingasöfn- un og -úrvinnsla, með 600 útibú um allan heim og 40 þúsund starfsmenn, fari lítið fyrir fyrir- tækinu. Salan hafi því verið þægi- leg ogjákvæð reynsla fyrir starfs- fólk Datacentralen, þó enn sé of snemmt að segja til um langtíma- áhrif. Stefna CSC sé að nýta sér þekkingu, sem fyrir sé í hveiju landi, en ekki að steypa alla starf- semina í eitt mót. Fyrir CSC sé salan liður í langtíma áætlun um að auka markaðshlut sinn, sem óraunhæft sé að ná með því að freista þess einungis að ná til fleiri viðskiptavina, heldur sé raunsærra að kaupa upp fyrirtæki til þess arna. Arsvelta þess er nú fimm milljarðar Bandaríkjadala. Úm þá nýju möguleika sem opnast við söluna segir Gronberg að Datacentralen hafi í mörg ár haft erlend verkefni, meðal annars í Asíu en einnig á nýju grannsvæð- unum í Eystrasaltlöndunum, Sankti Pétursþorgarsvæðinu og fyrir framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins í Brussel. Nú muni athyglin beinast meira að hinum Norðurlöndunum, líka að íslandi, því CSC Datacentralen sé norræn miðstöð CSC, sem aðeins hafi óbein tengsl þar. Ársvelta Datac- entralen er nú milljarður danskra króna á ári, en Gronberg segir markm- iðið að tvöfalda hana fyrir aldamót og síðan sé stefnt á fimm millj- arða markið næstu árin þar á eftir. Þörfin eftir að vaxa er því ljós- lega fyrir hendi hjá CSC Data- centralen. Hvort athyglin beinist svo sérstaklega að Islandi síðar meir á eftir að koma í ljós, en þá er spurning hvort einkavæðing- aráætlanir Skýrr duga til að draga að sér athygli erlendis frá og þá um leið þekkingu og tækniupp- byggingu. ÞingESBfell- urfrákröfu um sjónvarps- kvóta Strassborg. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ hefur fallið frá kröfum sínum um auknar takmark- anir á magni Hoilywoodefnis í evr- ópskum sjónvarpsstöðvum og kemst þannig hjá uppgjöri við ríkis- stjórnir ESB-landanna. Mikill meirihluti Evrópuþing- manna vildi bindandi úrskurð um að 51% sýningartíma evrópskra sjónvarpsstöðva yrði varið til að sýna evrópskt efni, en hugmyndin fékk ekki mógu mörg atkvæði til að unnt yrði að neyða ríkisstjórnir ESB-landa til samninga. Þar með er lokið langri deilu um tilskipun ESB frá 1989 um sjónvarp án landamæra, sem þingmenn hafa reynt að fá endurskoðun á til að koma í veg fyrir að efni evrópskra sjónvarpsstöðva sé að langmestu leyti frá Hollywood. „Voldugir hagsmunir hafa sigr- að,“ sagði þingmaður úr brezka Verkamannaflokknum og benti á 6 milljarða dollara greiðsluafgang Bandaríkjamanna í viðskiptum við ESB í sjónvarpsgeiranum. „Þetta er meiriháttar áfall fyrir evrópska sjónvarpsiðnaðinn,“ sagði formaður menningarmálanefndar þingsins. Menningarráðherrar ESB höfðu tekið fram að þeir vildu ekki setja hömlur á mikilvæga, bandaríska útflutningsgrein. Þingmenn kristilegra demókrata og fleiri á þinginu féllust á fríverzl- unarrök óháðra evrópskra sjón- varpsstöðva og afstaða þeirra réð úrslitum. ------»-»■♦----- Fleiri stórfyr- irtækiíParís en London London. Reuter. PARIS er sú borg Evrópu, þar sem flest milljónafyrirtæki starfa, og hefur tekið við því hlutverki af Lond- on samkvæmt nýrri könnun. í París starfa 1750 fyrirtæki, sem hafa meira en eina milljón ecu eða 1.3 milljónir dollara í sölutekjur á ári, samkvæmt handbók upplýsinga- fyrirtækisins Dun & Bradstreet (D&B) um 63.000 helztu fyrirtæki' Evrópu, Tyrklands og ísraels. London er í öðru sæti með 1700 fyrirtæki. í fyrra var London í efsta sæti með 1550 fyrirtæki samanborið við 1500 í París. Madrid og Mílanó eru í þriðja og fjórða sæti í ár með yfir 1000 fyrir- tæki hver borg. Næst koma Ham- borg, Vín, Istanbul, Miinchen, Barc- elona og Róm. Það á ekki að steypa alla starfsemina í eitt mót Ekkikauptil að mergsjúga verðmæti úr fyrirtækinu Stærsti viðburður á sviði upplýsingatækni hér á landi til þessa Ráðstefna um Scandic Hótel Loftleiðir 26. - 27. nóvember .... Iltfip ► Network Compute: ► Sjáðu hana ... ► Prófaðu ha i j |1 í I ■ TEYMI http://www.oracle.is/ 5sssmsssar|| ss ’crrl'd hr. íyrírEcfncrí Oracle • Sun • Netscape • Legato • Skýrr • Þróun • Intranet • deCode • Unisys •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.