Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 12
VIÐSKIPn AIVINNULlF FJMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 * * K NWREVFIU/ Kynntu þér tilboðsverð í Keflayík 5 88 55 22 Markaðsráðstefna í Kópavoginum Ríkisfyrirtækjum verði breytt í hlutafélög í LOK síðasta áratugar einkenndi verðbólga, erlend skuldasöfnun og afskipti hins opinbera efnahagslíf- ið. Nú er ísland eitt af þeim fáu iÍQndum sem uppfylla skilyrði Ma- astricht-samkomulagsins. „Að baki þessu liggja m.a. víðtækar umbætur í skipulagsgerð efna- hagslífsins. Þannig hafa markaðs- öflin komið í stað opinberra ákvarðana á ýmsum sviðum og í því sambandi nægir að nefna fisk- markaði, fijálsa fjármagnsflutn- inga, hlutabréfamarkað og sölu ríkisfyrirtækja." Þetta kom meðal annars fram í máli Ólafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu, á markaðsráðstefnu um atvinnusvæði framtíðarinnar, sem Kópavogsbær stóð fyrir þann 8. nóvember sl. Þar fjallaði Ólafur um hvers væri að vænta í íslensku athafnalífi á næstu árum. Að sögn Ólafs er breytinga að vænta í þjóðarbúskapnum á næstu árum. „Þær verða rökrétt framhald af því sem þegar hefur verið gert. Þannig verður áfram unnið að efl- ingu markaðsbúskapar meðal ann- ars með því að breyta ríkisfyrir- tækjum í hlutafélög og selja sum og stuðla að samkeppni á þeim sviðum einkarekstar þar sem henni verður við komið. Ríkið mun draga verulega úr eignarhaldi sínu á fjár- magnsstofnunum. Jafnframt mun samkeppni setja í ríkari mæli svip á heilbrigðisstarfsemi, menntamál og ýmsa fleiri málaflokka.“ Fjárfest í eignum Að sögn Peters L.W. Morgan, framkvæmdastjóra Evrópudeildar DTZ, sem er alþjóðlegt ráðgjafar- fýrirtæki á sviði fasteigna og land- areigna, er útlit fyrir að fjárfesting- ar í fasteignum og landareignum séu arðbærari í ár heldur en síðast- liðin fímmtán ár í Bretlandi og hlut- fallið á milli arðsemi fjárfestingar í eignum, hlutabréfum og verðbréf- um á eftir að jafnast samkvæmt spám DTZ. Að sögn Morgans kaupa þeir sem hafa hug á að fjárfesta í landareign- um fyrst landsvæðið. „Síðan byggja þeir fasteignir á landinu sem eru leigðar út. Með þessu er fjárfesting- in tryggð. Því að landeigandinn hefur öruggar tekjur af fasteigninni með leigu sem er í mörgum löndum vísitölutryggð. Ef land- og fast- eignaeigandinn verður fyrir því að leigutakinn verður gjaldþrota þá heldur hann alltaf eigninni og getur leigt hana öðrum og þar með dreg- ið úr áhættunni sem fylgir fjárfest- ingum. Aftur á móti ef fjárfest er í hluta- og verðbréfum þá er sú hætta alltaf fýrir hendi að bréfín verði verðlaus.“ Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi, og Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópa- vogs, kynntu fyrir fundarmönnum skipulagsmál í Kópavogi og áætlan- ir bæjaryfirvalda að íbúafjöldi Kópavogs nálgist 35 þúsund manns árið 2010 og undanfarin ár hefur mikið verið byggt af nýju íbúðar- húsnæði í bæjarfélaginu og er mik- ill áhugi meðal verslunareigenda að koma upp nýju verslunar- og atvinnuhúsnæði í Kópavogi. FOLK Rekstrar- stjóri NAP- upplýsinga- skrifstof- unnar • VILMAR Pétursson MSc í Evr- ópufræðum hefur tekið við sem rekstrarstjóri NAP-uppIýsinga- skrifstofunnar á íslandi. NAP- skrifstofan er hluti IMPACT2 áætlunarinnar sem miðar að því að auðvelda að- gengi hagsmuna- aðila að upplýs- ingum í Evrópu. Skrifstofan er rekin af Samtökum íslenskra tölvu- og fjarskiptanotenda, í umboði Evr- ópusambandsins og viðskiptaráðu- neytisins. Vilmar stundaði nám sitt í Bedrifts 0konomiska Institutt í Noregi. Áður hefur Vilmar starfað sem félagsráðgjafi, forstöðumaður MICROSOFT hefur það framtíðar- markmið að leita eftir samstarfi við aðila, sem geta gert fyrirtækinu kleift að veita alls konar alnetsþjón- ustu, frá bankaþjónustu til frétta- miðlunar. Microsoft-forstjórinn Bill Gates segir að fyrirtækið muni ráðast í miklar fjárfestingar til að ná þessu markmiði, er geti tekið 10 ár. Peningar ekki vandamál Gates sagði á tölvufundi: „Fjárfest- ingamar verða tröllauknar, en pen- ingar eru ekki af skomum skammti... við eigum 7 milljarða dollara á banka.“ Hann lagði áherzlu á að samstarfs- aðilar væru nauðsynlegir, því að og deildarstjóri hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkur. Meginverkefni skrifstofunnar er að kynna INF02000 áætlun sam- bandsins, en markmið þeirrar áætl- unar er að efla gerð margmiðlunar- kerfis og margmiðlunarþjónustu í Evrópu. Auk þess að gegna upplýs- ingahlutverki aðstoðar skrifstofan við umsóknir og leit að samstarfsaðil- um í tengslum við útboð INFÓ2000 áætlunarinnar. Nýrfram- kvæmdastjóri P&S KRISTJÁN Indriðason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- sviðs hins nýja hlutafélags sem yfir- tekur rekstur Póst- og síma- málastofnun- arinnar um ára- mót. Kristján er fæddur 26. maí 1951. Hann lauk prófí í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands 1980 og réðst þá til starfa hjá Seðlabankanum. Kristján hefur verið forstöðumaður hagdeildar Pósts og síma frá 1986. Hann er kvæntur Höllu Bogadóttur gullsmið og eiga þau þijú böm. Microsoft vildi ekki fara út fyrir sér- svið sitt. Microsoft og NBC-sjónvarpið hafa komið á fót sameignarfyrirtæki til að bjóða notendum Windows 95 fréttir. Gates sagði að Microsoft kannaði kaplarásir og leiðir til að gera fréttir að vöru fyrir tölvunotendur. „Við von- um að þeir muni afla sér frétta á þennan hátt,“ sagði hann. Microsoft vinnur að þróun nýrra alnetstækja í Bandaríkjunum, en kann að leita eftir samstarfsaðilum um allan heim. „Við horfum 10 ár fram í tímann en böm venjast alnetinu í námi sínu,“ sagði Gates. Sú reynsla gerir þau að viðskiptavinum á alnetinu i framtíð- inni. Microsoft vill sam- starf til að efla alnetið Cannes. Reuter. Torgið Markaður á gelgjuskeiði ÍSLENSKI hlutabréfamarkaðurinn hefur á fáum árum breyst úr því að vera einkamál nokkurra fagfjár- festa og stórfyrirtækja í skilvirkt markaðstorg, sem almenningur gefur æ meiri gaum. Hinn mikli vöxtur markaðarins og gífurleg hækkun hlutabréfaverðs á undan- förnum tveimur árum gefa tilefni til að huga að þeim breytingum, ^Sem nú eru að verða á starfsemi Verðbréfaþingsins og ræða um stöðu markaðarins og horfur á næstu misserum. Um þessi efni var rætt á morgunverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Framsögumenn voru Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings íslands og Halldór Friðrik Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur hjá Kaupþingi. Skilvirkt og opið upplýsingakerfi er forsenda þess að almenningur fái traust á markaðnum og á fund- Jfíum greindi Stefán frá nýju við- skipta- og upplýsingakerfi, sem ætti að styrkja markaðinn og gera hann trúverðugri. Stefán líkti íslenska hlutabréfa- markaðnum við efnilegan en mis- tækan ungling, sem ætti sitthvað ólært til að ná sambærilegum þroska og markaðir í nálægum löndum. Hann sagði að leggja þyrfti áherslu á að fjölga fyrirtækjum á markaðnum og auka sýnileika hlutabréfaviðskipta eða að færa sem mest af viðskiptum með þau á opinbera markaði. Auka þurfi upplýsingagjöf útgefenda og laga reglur að erlendum venjum jafn- framt því sem efla þurfi viðskipta- vakt, laða að erlenda fjárfesta og auka þátt stofnanafjárfesta. Þá þurfi miðlarar og stórfjárfestar að vera öðrum markaðsaðilum gott fordæmi og leita leiða til að draga úr tortryggni. Stefán sagði að þegar á heildina væri litið bæri hlutabréfamarkað- urinn hér ýmis merki þess að vera óharðnaður unglingur. í saman- burði við nágrannalönd væri sparnaður og erlend fjárfesting minni á íslandi, markaðsverðbréfa- stofninn minni sem og veltuhraði verðbréfa. Þrátt fyrir að staðan væri þessi á íslenska markaðnum var Stefán bjartsýnn á framtíð hans, ekki síst vegna hins mikla vaxtar hans að undanförnu. Taldi hann flest benda til þess að markaðurinn ætti eftir að vaxa og dafna enn frekar. Hagvöxtur og almennur kaupmáttur færi vaxandi hér á landi á sama tíma og almenningur sýndi hlutabréfakaupum æ meiri áhuga. Greinilegur vilji væri til einkavæðingar opinberra fyrir- tækja og opnunar stórfyrirtækja. Þegar allt kæmi til alls væri því ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð íslenska hlutabréfamark- aðarins. Skútuöldin er liðin Halldór Friðrik gerði vöxt mark- aðarins og hækkun hlutabréfa- verðsins síðustu tvö ár að umtals- efni og sagði: „Þó undirritaður sé ekki gamall í hettunni á verðbréfa- markaði, búinn að vera tæp tvö ár, þá upplifi ég umskiptin, frá því ég byrjaði þangað til nú, eins og ég hafi hvort tveggja lifað skútu- og skuttogaraöld á hlutabréfa- markaði." Hann sagði að hin mikla hækkun þingvísitölunnar síð- astliðin misseri væri ekki út úr korti, a.m.k. ekki þegar hún væri borin saman við hækkanir í öðrum löndum. Á rúmlega tveggja ára tímabili hefði þingvísitalan hækk- að um 120% en Dow Jones vísital- an í New York um 90% og DAX- vísitalan þýska um 80%. Halldór sagði að hlutabréfa- markaðurinn væri að vinna sér varanlegan sess í þjóðfélaginu vegna víðtækari þátttöku almenn- ings, meiri fjölmiðlaumfjöllunar og skýrari umgjarðar á allan hátt. Skýringarnar væru því efnahags- legar en einnig félagslegar. Fram væri komin ný stétt spákaup- manna, sem gerði markaðinn fjöl- breytilegri og það væri jákvætt. Blokkamyndun stórfyrirtækja væri meira áberandi en áður en hún væri markaðnum ekki þó ekki til framdráttar þar sem hún gæti brenglað verðmyndun og hamlað viðskiptum. Hann segir ekkert benda til annars en markaðurinn verði við góða heilsu á næstunni, ekki síst um áramótin en þá mun almenn- ingi í síðasta sinn gefast kostur á að nýta hlutabréfakaup til skattaafsláttar. „Nú fyrst er kominn markaður sem kominn er til að vera. lafnvel þótt bréf lækkuðu eitthvað í verði er ólíklegt að markaðurinn sjálfur félli í dá. 10-15% lækkun eða leið- rétting í einstökum fyrirtækjum eða atvinnugreinum þyrfti ekki að vera óeðlileg, ekki bara hérlendis heldur á hvaða markaði sem er, eftir svo miklar hækkanir," sagði Halldór Friðrik. íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur svo sannarlega tekið út mik- inn þroska á skömmum tíma og hefur nú þegar orðið atvinnulífinu til mikils gagns. Ólíklegt er að hækkun hlutabréfa eigi eftir að verða jafn mikil á næstunni og hún hefur verið á undanförnum misserum. Ef markaðurinn nú er eins og unglingur á gelgjuskeiði er vonandi að honum verði veitt svigrúm til að vaxa og dafna enn frekar þannig að hann fullorðnist og geti reynst íslensku atvinnulífi sú stoð og stytta, sem hlutabréfa- markaðir eru efnahagslífi margra annarra þjóða. KjM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.