Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
I
j
Kaupæði
er oft hluti af
stærri vandamálum
Kaupæði virðist hrjá sífellt fleiri einstaklinga í því neyslusamfélagi
sem við búum við í dag. En hvenær er kaupæði orðið vandamál
og hvað er til ráða? Arna Schram kynnti sér einkennin og ræddi
við stúlku sem á við kaupvandamál að stríða.
Taliðeraö 1,1% til
5,9% mannkyns sé
með kaupsýki
FLESTIR hafa vafalaust heyrt minnst á
kaupæði eða kaupáráttu, þótt færri viti
sannanlega þýðingu og alvarleika þessa
orðs. Þrátt fyrir það eru margir sammála
um fánýti og tilgangsleysi þess að láta
lífið ganga út á veraldleg gæði. Um það
höfum við bæði heyrt og lesið, til dæmis
í sögunni um prinsessuna sem átti 365
kjóla. Hún var á góðri leið með að setja
föður sinn, kónginn, á
hausinn því hún heimtaði
nýjan kjól daglega og ef
það gekk ekki eftir grét
hún svo hátt að allir í höll-
inni heyrðu. Ævintýrið um
prinsessuna endaði þó vel
því í lokin komst hún að
því að gamlir kjólar gætu
líka verið fallegir og að þeir breyttu engu
um það hvernig hún sjálf liti út. En enda
kaupæðisævintýrin alltaf svona vel? Og
hvaða hvatir liggja að baki kaupæðinu?
Er kaupæði eitthvað sem hefur dýpri og
alvarlegri merkingu en það að missa stjórn
á sér í einni verslunarferð til útlanda?
Ekki hefur verið fjallað ítarlega um
kaupæði eða kaupáráttu í fræðiritum um
geðsjúkdóma- eða sálarfræði. Kaupárátt-
an hefur oft verið flokkuð samhliða ann-
arri þráhyggju, eins og ofáti, hreinlætisár-
áttu eða spilafíkn og álitin hijá um 1,1%
til 5,9% mannkyns. Grundvallarskilgrein-
ing á kaupsýki er sú að einstaklingurinn
sé stjórnlaus í kaupum sínum, þau séu
farin að taka hug hans allan og orðin það
umfangsmikil að þau valdi viðkomandi
verulegum persónulegum þjáningum og
fjárhagslegum vanda.
Einkennin
Af þeim fáu rannsóknum sem hafa
verið gerðar á einstaklingum með kaup-
æði hafa ýmis sameiginleg einkenni kom-
ið fram, sem vert er að huga að. í rann-
sókn sem birtist í geðlæknistímariti að
nafni Clin Psychiatry, 1994 kemur til
dæmis fram að dæmigerður einstaklingur
með kaupæði sé menntuð kona hátt á
fertugsaldrinum. Kaupæðið hefur haft
þær afleiðingar fyrir hana að hún á við
ýmis persónuleg vandamál að stríða eins
og erfiðleika í félags-, fjárhags-, og fjöl-
skyldulífinu. Einkenni kaupæðisins byija
venjulega seint á táningsárunum, en oft
líður áratugur áður en viðkomandi gerir
sér grein fyrir umfangi vandamálsins.
í annarri rannsókn sem birtist í sama
tímariti kemur fram að einstaklingar með
kaupæði kaupa yfirleitt hluti sem hafa
áhrif á útlit þeirra, til dæmis föt, skó,
skartgripi og snyrtivörur. Þar er sagt að
einstaklingar með kaupæði séu afar með-
vitaðir um það hvernig þeir koma fyrir,
en hafi veika sjálfsímynd sem byggist
mikið til á áliti annarra. Fatnaður, skart-
gripir og fleiri fylgihlutir eigi því að þjóna
þeim tilgangi að auka álit annarra og þar
með viðkomandi á sjálfum sér. Því hefur
KAUPÁRÁTTA er yfirleitt hluti af stærri vandam
Morgunblaðið/Golli
STEINUNN í jólaherberginu þar sem sjá mátti úrval jólaskrauts
sem hún hefur útbúið á undanförnum árum. I gardínunum hanga
jólatrésdúkar og dúkar á borð.
Jólasokkar
og sitthvað fleira fallegt
HÚN vísar veginn inn í herbergi þar
sem jólin eru komin. Jólasokkar,
jóladúkar, englar, jólatrésdúkar og
ýmislegt fleira. Fallegt skraut og lit-
ríkt og umfram allt jólalegt.
Hjá Steinunni Ó. Thorlacius hefur
verið jólastemmning frá því í janúar.
Þá fór hún að undirbúa jólagjafir
handa fjölskyldunni, en þær gjafir
hafa oftar en ekki verið forláta hand-
verk eftir hana og undanfarin ár
tengst jólunum. Það eru orð að sönnu
að fjölskyldan nýtur góðs af, eins
og Kristín dóttir Steinunnar, segir,
en hún var í heimsókn þegar blaða-
mann og ljósmyndara bar að garði.
Þau höfðu frétt af jólaherberginu og
gátu ekki látið hjá líða að fá að skoða.
Jólagjöfin í ár
DÚKKUR í tískukjólum sem Steinunn saumaði. .
Fyrir nokkrum árum gaf Steinunn
allri fjölskyldunni vatteruð teppi sem
hún hafði unnið að allt árið. Svo
sneri hún við blaðinu. „Svona er ég,
hvolfi mér niður í viðfangsefnið og
svo þegar ég er komin með nóg, vil
ég prófa eitthvað allt annað.“ Nú
tengist viðfangsefnið jólunum.
„í ár fá allir jólasokka," segir
Steinunn og sýnir úrvalið. Og það
er ekkert smáræði, sautján sokkar
og þó eru ekki allir taldir. „Ég hef
1