Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 7
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 C 7 HANDKNATTLEIKUR Ulf Schefvert segir íslenska áhorfendur hafa skipt miklu máli Vorum ekkert frekar á heimavelli Morgunblaðið/Rúnar Þór nákvæmlega eins og hann spilaðist n hingað \ vinna n óttaslegnir um að þetta væri ekki t- nóg því okkur nægði jafntefli. Þeg- n ar við náðum að jafna í seinni hálf- .ð leik var það áfall fyrir þá. Enda t- byrjuðu þeir þá að spila illa, óná- .ð kvæmar og stuttar sóknir og þeir -n voru að skjóta ekki úr alveg eins n góðum færum og í fyrri hálfleik. ir Þá fórum við að ná taki á þeim. n Þegar við komumst tvö mörk yfir -n var mjög þægilegt.að vita að þeir þyrftu þrjú mörk til að vinna okk- ir ur, ekki bara tvö til að ná jafntefli ss heldur þrú. Ég held að þetta hafí ni sett ótrúlega pressu á þá því það ið er alltaf vandasamt að finna rétta ir mótspilið í svona stöðu. Það er oft m betra að vera undir og þurfa að fu sækja. Ég var búinn að ímynda ði mér fyrir leikinn að þetta yrði okk- m ar vinningsmöguleiki. Og eins að st passa það líka þegar við værum 5a komnir yfir að við færum að spila I I eins og einstaklingar. Heldur að vera alltaf að spila eins og sá sem völdin hefur." „Ég er þannig að allt sem maður tekur sér fyrir hendur verður maður gefa sig allan í. Maður verður að trúa því að það sem ég legg upp sé það besta og réttasta og trúa því að maður geti unnið. Ef maður efast um það einhvern tímann og segir, kannski eru þeir betri vegna þess að þeir eru á heimavelli þá er þetta búið. Það þarf alltaf að hafa það efst í huga að ég er kominn hingað til þess^ að vinna leikinn og ekkert annað. Ég sagði við strákana fyrir leikinn að ef við myndum tapa vildi ég allir gætu labbað út af vell- inum og sagt við sjálfan sig: „Ég gerði mitt allra besta en því miður var það ekki nóg." Þá getur maður sætt sig við að tapa, og bara þá," sagði þjálfarinn. Olafurer boltastrákur SÚ REGLA er hjá íslenska landsliðinu í handknattleik að sá leikmaður, sem hefur leikið fæsta landsleiki, sér um að taka æfingabolta liðsins saman og bera boltapokann. Sá leikmað- ur sem hefur það hlutverk nú er Ólafur Stefánsson, sem hef- ur leikið 53 landsleiki. Þess má geta að Róbert Julian Duran- ona, sem hefur leikið sex lands- leiki fyrir Island, sleppur við hlutverk boltastráksins, þar sem hann hefur leikið yfir 200 landsleiki fyrir Kúbu. Ólafur alltaf með Þorbirni ÓLAFUR Stefánsson er eini leikmaður landsliðsins, sem hefur leikið alla landsleiki ís- lands síðan Þorbjörn Jensson tók við sem þjálfari liðsins í fyrra. Þorbjörn hefur stjórnað liðinu í 30 landsleikjum, fagnað sigri í 24 leikjum, einn hefur orðið jafntefli og aðeins fimm hafa tapast. Þorbjörn er orðinn sigursæl- asti landsliðsþjálfari íslands, hefur stjórnað landsliðinu í fimmtán leikjum í röð án taps - fjórtán leikir hafa unnist og einum hefur lokið með jafn- tefli. Aðeins tveir leikmenn hafa tekið þátt í þessum fimmt- án leikjum, Ólafur og Guð- mundur Hrafnkelsson. Ivar Benediktsson skrifar SÓKNARLEIKUR okkar var ekki nógu heilsteyptur þegar á leið á sama tíma og íslenska liðið lék langar og árangursrík- ar sóknir sem við réðum ekki við," sagði Ulf Schefvert þjálf- ari Dana að leikslokum en þetta var hans síðasti stórleik- ur með liðið en hann er nú að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Það vantaði líka meira hungur í mína menn sem sýndi sig til dæmis í því að við náðum oft ekki fráköstum og ís- lenska liðið fékk þannig auðveld mörk sem skipta miklu máli í jöfnum leik. Ég vil óska íslenska liðinu til hamingju með sigurinn í leik sem var harður, skemmtilegur og heið- arlega leikinn af báðum aðilum. íslenska liðið lék betur en við að þessu sinni og uppskar samkvæmt því. Ég vona einnig að íslendingum gangi betur í HM í Japan heldur en síðast þegar keppnin fór fram." Hann sagði ennfremur að hans menn hefðu kannski tapað or- ustunni í Laugardalshöll í fyrri leiknum. „í þeim leik var öll press- an á íslenska liðinu, en okkur tókst ekki að nýta þann möguleika og því var um allt eða ekkert að tefla hjá mínu liði í dag og því miður stóð það ekki undir álaginu sem fylgdi." Danskir fjölmiðlar höfðu byggt upp mikla spennu fyrir leikinn og sagt jafnvel að leikurinn væri unn- inn fyrirfram, ekki hvað síst vegna þess að sterkir leikmenn sem ekki hefðu verið með í Laugardalshöll, Frank Jörgensen og Claus Jacob Jenssen, voru nú í liði Dana. Schef- vert sagðist ekki álíta að sá þrýst- ingur sem kom fram um sigur hefði slegið sína menn út af lag- inu. „Þetta er hlutur sem íþrótta- menn verða að lifa við og ætli þeir sér að vera í fremstu röð verða þeir að geta staðið undir vænting- um frá fjölmiðlum jafnt sem öðr- um." Schefvert sagði ennfremur að í fyrri hálfleik þegar hans menn voru komnir þremur mörkum yfir hefði það geta breytt öllum gangi leiksins að ná fjögurra marka for: ystu eins og möguleiki var á. „í stað þess ná íslendingar að minnka muninn niður í eitt mark og halda sér þannig inni í leiknum. A þess- um tímapunkti var möguleiki fyrir okkur að breyta gangi leiksins verulega." Schefvert sagði að hlutur ís- lenskra áhorfenda í leiknum hefði verið mikill. Þeir hafi staðið þétt við bakið á íslenska liðinu og haft í fullu tré við Danina á áhorfenda- bekkjunum. „Þetta hafði mikið að segja einkum á lokakaflanum þeg- ar verulega tók á taugar leik- manna. Við vorum ekkert frekar á heimavelli en íslendingar." Þorbjörn sterkari en Ulf ÞORBJORN Jensson sýndi það í Alaborg, að hann er sterkari en Svíinn Ulf Schefvert, landsliðs- þjálfari Dana. Þegar Þorbjörn þjálfaði Valsliðið, lék það Evrópu- leiki gegn sænska liðinu Drott, sem Ulf þjálfaði. Valsmenn ákváðu að selja heimaleikinn og léku báða leiki sína gegn Drott í Halmstad. Ulf og leikmenn Drott voru mjög sigurvissir gegn táningaliði Vals. Þegar Þorbjörn bað Ulf um mynd- band með leikjum Drott-liðsins fyr- ir fyrri leikinn, sagði Ulf að það væri sjálfsagt, þar sem það væri hagur handknattleiksins og meira spennandi fyrir áhorfendur, að leikmenn vissu hvernig móther- jarnir léku. Valur vann fyrri leik- inn með fjórum mörkum. Þegar Þorbjörn bað Ulf aftur um mynd- bandið, komu vöflur á Ulf, sem þótti ekki Jjúft að verða við ósk Þorbjarnar. Hann gaf sig þó, en sagði við Þorbjörn þegar hann rétti honum myndbandið: „Ég lána þér bandið í eina klukkustund." Þor- björn þakkaði fyrir sig; Valsliðið vann seinni leikinn með tveimur mörkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.